Vísir - 11.03.1948, Page 4
4
V I S I R
Fimmtudaginn 11. marz 1948
DAGBLAÐ
Dtgefandi: BLAÐADTGÁFAN 'SOSIR H/F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgöíu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
„Vitu þér enn eða hvað?"
vpil þess að kommúnistar um heim allan geti talað, út-
* sendarar cinr^eðisins í austurvegi geti lekið þátt í um-
ræðum um stjórnmál, verða þei-r að fá til þess „línu“.
Fyrr geta þeir ekki stunið upp úokkru orði, án þess að
eiga á liættu að vinna sér til óhelgi i augum miðstjórnar-
innar miklu. Hún er hinsvegar furðu fljót að snúast við
í málunum og eftir höfðinu dansa limirnir, hér úti á Is-
landi sem annars staðar.
Þegar kommúnistum tókst með alls konar þekktum
og.óþekktum holahrögðum að svæla undir sig öll völd í
Tékkóslóvakíu fyrir hálfum mánuði, fengu komnuinistarn-
ir liér og annars staðar þá línu.til að tala eftir, að aftur-
haldsöflin í landinu hefðu liugsað sér að grípa völdin og
koma lýðræðinu fyrir kattarnef. Þeir menn, sem þessa
glæpi ætluðu að vinna, voru meðal annars Benes forseti,
því að hann reyndi eftir mætti að sporna við ofbeldi
kommúnista, og Jan Masaryk, sonur frelsishetjunnar
Tomasar Masaryks, sem var faðir tékkóslóvakiska lýð-
veldisins. Það kom sér hinsvegar ekki vel fyrir konnn-
únista að stimpla þessa menn, þvi að í hinum siðmennt-
aða heirni njóta þeir margfalt meira álits en nokkur
kommúnisti getur nokkuru sinni notað af eðlilegum á-
stæðum. Kommúnistar 1 Tékkóslóvakíu létu sér því nægja
að koma Benes forseta fyrir á sveitasetri hans, þar sem
hann var raunverulega fangi og þar mun hann dúsa enn
þá, en Masaryk var beimínis kúgaður til þess að taka. á ný
við embætti því, serh hann hefur gegnt um nokkurt skeið.
En sannleikurinn kemur jafnan í ljós og spyr þá ekki
að því, hvort það kemur kommúnistum vel eða ekki.
Hin nýja ofbeldisstjórn Gottwalds hafði ekki setið lengi
að völdum, þegar hún sýndi innræti sitt. Þingmenn voru
reknir, ef þeir vildu ekki undirskrjfa ,,eininguna“, cn j)að
er sama og að heygja sig í auðmýkt fyrir kommúnistum
og kyssa á vöndinn. Einn fyrrverandi ráðherra gerði til-
raun til að fremja sjálfsmorð, ef kommúnistar hafa.ekki
sjálfir búið til þá „sjálfsmorðtilraun“, er þeim hafði mis-
tekizt að koma honum fyrir kattarnef vegna óhlýðni hans
við j)á. Annar maður til vildi líka „heldur bíða hel“ en
lila við ófrelsi og kúgun og sá maður var Jan Masaryk,
góður sonur mikilmennis. llann kaus í gærmorgun j)á
leið, sem margur kýs heldur en smán og kúgun — hann
réð sér bana. Er j)ó í rauninni óupplýst, hvort honum hcf-
ur ekki verið hjálpað yfir um.
Þcir menn eru til, J)ótt ])eim fari óðum lækkandi, sem
halda, að hægt sé að starfa mcð kommúnistum sem heið-
arlegum mönnum. Dæmin sanna þó hvert af öðiui, að
samvinna kemur ekki til greina við kommúnista, hvað
sem þeir tala um lýðræðisást sína. Þeir sitja alls staðar
á svikráðum við alla J)á, sem eru á ánnari skoðun og
hnífurinn er alltaf í erminni, reiðul)úinn til ])ess að keyra
hann í bak andstæðingnum. Kommúnistar hafa sannað
jietta úti um heim óg kommúnistarnjr íslenzlui eru að-
eins grein af sama stðfni. Menn geta ekki verið komm-
únistar til lcngdar án ])ess að búa yfir innræti, sem sið-
aðir menn hafa fyrir löngu hrénnt úr eðli sínu.
Það stóð svo sem ekki á j)ví, að kommúnistar gæfu
skýringu á sjálfsmorði Masarvks, -skýringu. sepi rnegir
j)eim, þött hún nægi ekki öðruih. Hvað olli svefnleysi íians
og deyfilyfjatöku, sem kommúnistar auglýsa i,iú af kappi?
Elkkert annað en örvænting hans vegna hinnar nýju kúg-
iinar j)jóðarinnar. En kommúnistar segja, að Vesturveldin
eigi sök á dauða hans, af Jiví að ])ar hafi verið ráðizt á
íiann fyrir afstöðu hans. En sannleikurinn er sá, að ekki
var ráðizt á hann — hann var aumkvaður vegna osigurs
hugsjóna hans.
Nei, nú þarf ekki lcngur vitnanna við um fyrirætlanir
kommúnista og hina sönnu lýðræðisást þeirra. Þeir vilja
lýðræði, meðan -þeir hafa ekki bolmagn til að leika
Tékkóslóyakíu-leikinn. Jafnskjótt og þeir hafa náð völd-
nnum, verður lýðræðið aðeins endurminning í húga
þeirra, sem fá að halda lífi í hinu frelsaða ríki.
Ellefu áfengisvainarneíndii eru nn
starfandi á landinu.
Ætlunin er að stofna
samband þeirra.
Áfengisvarnanefnd kven-
félaga í Reykjavík og Hafn-
arfirði hélt aðalfund sinn í
fteykjavík á mánudag.
Var-þar m. a. samjiykkt að
vinna að þvi að stcrfna sam-
band Áfengisvarnanefnd-
anna í landinu, en þær eru
nú orðnar 11. Samþykkt var
svofeljd orðsending til Al-
jiingis:
„Fundurinn vill minna
háttvirt Alþingi á, að kónur
um land allt treysta þvi fast-
lega, að samþykktar verði
þingsályktunartillögur þær,
er fvrir júnginu liggja um
liéraðabönn,
afnám vinveitinga á kostn-
að ríkisins og
afnám sérréttinda í áfeng-
iskaupum.
Mál jiessi lágu öll fýrir síð-
'asla þingi og voru lögð á hill-
una, hið fyrstnefnda þvert
ofan í skýlaus loforð flestra
þingmánnanná. Nú hefir
meiri hluti allsherjarnefndar
lýsl því yfir, að hann sjái sér
ekki fært að samþykkja til-
löguna um héraðabönnin,
sökum Jæss, að ,»ef héraða-
bönn takmarki nokkuð veru-
lega notkun áfengis, þá hljóti
af þeim ráðstöfunum að leiða
mjög mikla rýrnun á tekjum
ríkissjóðs“, og lagt til, að
málið verði enn dregið á
lánginn, með þvi að fela rík-
isstjórninni }>að „til athugun-
ar“. Slík athugun liefði að
sjálfsögðu ált að vera búin
að eiga sér stað fyrir löngu,
en ef svo er ekki, þá krefst
fundurinn þess, að strax verði
hafizt lianda um hana, og að
atkvæðagreiðsla verði látin.
fara fram um málið á þessu
þingi. Ivonur landsins óska
að fá úr því skorið sem allra
fyrst, hýerjir fulltrúar þeirra
á Alþingi sjá sér ekki fært að
efna þau lieit, sem kosning
þeirra byggðist á.“
Bæjarst jórn Reykjavíku r
var send svohljóðandi áskor-
un:
„Fundurinn ítrekar þá á-
skorun áfengisvarnanefnd-
arinnar til hæjarstjórnar
Reykjavikur, að liún komi
upp vörnum gegn áfengis-
höli bæjarbúa samkvæmt
tillögum Alfréðs Gíslasonar,
læknis. Fundurinn beinir
þeirri eindregnu ósk til bæj-
arstjórnarinnar, að hún skipi
nefnd, til þess "að atliuga
þetta nauðsynjamál, þegar á
næsta fundi sírium.“
Loks var skorað á lög-
reglustjórann í Reykjavík
að gefa út nafnskírteini
handa börnum og ungling-
um til 16 ára aldurs.
Brezku konungs-
hjónin fara
til Ástralíu.
Það hefir verið opinberlega
tilkynnt, að brezku konungs-
hjónin muni fara til Ástra-
líu og Nýja Sjálands snemma
á næsta ári.
í för með þeim verður
Ehsabeth Og Philip héi’toga-
hjónin vefða iekki í förinrii.
Cliifley forsætisráðhérra
Ástrálíu tilkynnti þetta í út-
varpi í gær. Konringshjónin
fara sjóleiðis.
4.269.000 lestir
kola á viku.
1 s.l. viku varð kolafram-
leiðsla Breta 4 milljónir og
269 þús. smálesta, og hefir
þvi kolaframleiðslan verið
yfir 4 millj. lesta I 9 vikur
í röð.
Markmiðið var að láta
framleiðsluna aldrei fara nið-
ur fyrir 4 millj. lestá á árinu.
Ástæðan fyrir því, hve vel
gengur með framleiðslu kola,
er m. a. sú, að tekizt hefir
að leiða verkföll kolanámu-
manna til lykta.
Árbók íþzéttamanna
1946-47 komin út,
Árbók íþróttamanna fyrir
árin 1946 og 1947 er komin
út.
Bókin er að þessu sinni
mun efnismeiri en venjulegá.
1 henni eru upplýsingar um
íj>róttamót og kappleiki, sem
haldnir voru á þessu tíma-
bili. Margar myndir eru í
henni og frágangur allur
vandaður.
Nýir kaupendur
Vísis fá blaðið ókeypis ti'l næstu
mánaðamóta. Hringið í síma 1SH0
og tilkynnið nafn og heimilis-
fang.
Styrimann
vantar á mótorhátinn Ásgeir frá Reykjavík, sem er
á línuveiðum. — Uppl. á skrifstofu Ingvars Vilhjálms-
sonar, Hafnarhvoli.
BERGM
í einelti.
Hér um daginn vorum viS
nokkrir kunningjar að rabba
sanian uiii húsbruna og éld-
hctítku. K'dm okkur saman um,
að j)aö gæti verið grinlaust aö
búa á þriöju eða fjóröu hæð í
tiriiburhúsi, ef eldur kæmi upp
i því. ,,Já, satt er j)að,“ rnælti
eiitri. „Eg }>ekki mann. sem á
heima í steinliúsi viö Hverfis-
götuna. Þar eru allir stigan úr
timbri og J>a8 er eg viss um, að
ef Kviknaöi í stigagangiuum,
væri harin og frúin komin í ein-
elti.“
í sjálfheldu,
„Sjálfheklu, hlýtur j>ú aö
meina,“ sagði einhver. „Þaö er
sitthvað aS leggja einhvern í
einelti eöa komast í sjálfheklu.'‘
„Nei, eg meina einelti. Þegar
eg var strákur í J.foruafirö.i, var
oft sagt, að fé, sem væri illa
statt í liamrabelti og kæmist
hvorki upp né niöur, væri kom-
iö í einelti." Ekki tjóaöi aö mót-
mæla ’ þessu, nann vildi ekki
komast j sjálfheldu, J>aö var.ð
,að' veráæinelti'; Þgss skal getið,
aö’ maöurinn sem hélt þessu
fram, sagði þetta í íúlustu al-
vöru. Skyldi einhver tlorn-
íirðingur hafa heyrt j>essa und-
arlegu notkun orösins einelti?
Eg efast um ]>að, en gaman
vajri aö fá líuu frá einhverjum
um þetta.
Bréf um eitt orð.
„J. 'G.“ hefir sent mér eítir-
farandi hréf: „Eg ■ liefi tekiö
eftir því úftdárifárið, að bæði
blöö og útvarp viröast forðast
að nota oröiö nálægur, j>egar
einhver leiö er aö koma að ööru
orði sem er danskt. Það er
órðíð ,,riærliggjandi“, sem er
aðeíns þýðing á orðinu „nær-
liggende". Eg vil skora á blöð
og útvarp að hætta við danska
orðið og nota hiö íslenzka.“
Stutt svar.
Eg vil leyfa mér að þakka
„J. G.“ fyrir ]>essa hendingu,
en jafnframt vil eg eindregið
mælast til j>ess aö hann tetji
Vísi ekki meðal þeirra blaða,
sem nota orðið nærliggjandi.
Það hefir áreiðanlega ekki birzt
hér, því aö þótt bæta mætti ís-
lenzku þessa blaðs eins og ann-
árra, ]>á er þetta tiltekna orð
of augljóslega danskt til þess
að því yrði hleypt í prentun
hér. Hinsvegar er mér það hulin
ráðgáta, hvernig á því stend-
ur að útvarpið skuli nota að,ra
eins vitleysu —- þessi stofnun
,sem hefir á sinum snærum ein-
hvern skeleggasta gagnrýnanda
hlaöanna," þegar íslenzkt mál er
amiars vegar.