Vísir - 25.06.1948, Blaðsíða 2

Vísir - 25.06.1948, Blaðsíða 2
V I S Ift Föstudagijon 25. júní .1948 — WINSTOIM S. CHURCHILL: Bliku dregur á loft 42 Þjóitverjar fórnuilu flota sínum vii) illoreg. '! Áttundi fundur stríðsráðs bandamanna hófst í París }>. 22. apríl tO'/O á aluöruþriinginni ræðu Rey- nauds, forsætisráðherra Frakka, um vaxandi ofur- efli Þjóðverja á vesturvígstöðvunum. Chamberlain og Churchill gáfu lýsingu á aðstöðunni í Noregi. * Æðsta striðsráðið ályktaði, að fyrstu hernaðarmarkmiðin acttu að vera: a) iiernám Þrándheims og b) hernám Nar- vikur og flutningur liæfilegs bandamannaliðs til landa- mæra Svíþjóðar. Na'sta dag ræddum við hætturnar, sem vofðu yfir Belg- uin og Hollendingum og neituil þeirra á að gera nokkrar sameiginlegar ráðstafanír með okkur. Við gerðum okkur fyllilega ljóst, að ítalir kynnu að segja okkur stríð á hend- ur áður en varði og áttu flotaforingjafnir Pound og Ðarlan að gera viðeigandi ráðstafanir á Miðjarðarhafi. Sikorski liershöfðingi, forsætisráðlierra bráðabirgða- síjórnarinnar pólsku, var einnig boðaður á þenna fund. Hann kvaðst geta safnað 100,000 manna lier á fáeinum mán- uðum. Einnig var hafinn undirbúningur fvrir stofnuii pólskrar herdeildar i Bandarikjunum. Á fundinum var það samþykkt, að ef Þjóðverjar gerðu jnnrás í Holland, ættu lierir bandamanna að fara inn í Belg- íu, án þess að frekar væri rætt við belgisku stjórnina og að * Jbrezki flugherinn ætti að gera árásir á járnbrautastöðvar og olíuhreinsunarstöðvar Þjóðverja í Buhr. ", ¥ (Þann 1. maí útbýtti Chamberlain meðal stríðsstjórnar- innar langri tilkynningu, þar sem Churchill [sein varafor- piaður samræmingarnel’ndar hernaðarins] var nánar tengd- ur formönnum herforingjaiáðanna og jafnframt stofnað nýtt aðalheiráð honum til aðstoðar, en formaður þess var Ismay hcrshöfðingi). Eg gat nú boðað og stjórnað fúndúm nefndar formanna herforingjaráðanna — en ekkert varð gert nema með sam- þykki hennar •— og það féll i minn hlut að „gefa henni ieiðbeiningar og fyrirmæli". Ismav hershöfðingi, sem yar æðsti maður aðalherforingjaráðsins, var gerður að aðstoð- arforingja minum og fulltrúa og sem slíkur var hann gerð- ur fastur meðlimur nefndar formanna herforingjaráðanna. Eormenn foringjaráðanna voru að miklu leyti gerðir á- byrgir gagnvart mér í hinu sameiginlega starfi sinu og þar sem eg var fulltrúi forsætisráðlierrans gát eg að nafninu til liaft talsverð áhrif á álcvarðanir þeirra og stefnu. Á hinn bóginn var það elcki nema eðlilegt, að þeir sýndu fyrst og fremst ráðherrum sínum trúnað og þeir liefðu ekki verið nema mannlegir, hefðu þeir ekki fundið til nokkurrar gremju yfir því, að hluti valda þeirra var fcnginn einum . starfsbróður þeirra. Áuk þess var það tekið greinilega fram í tilkynningunni, að eg ætti að vinna störf min fyrir hönd samræmingar. jnefndar hernaðarins. Á mér álti því að hvíla mikil ábyrgð, án þess að eg hefði vald til þess að inna störf mín af hendi. Eg liafði það samt á tilfinningunm, að mér tækist ef til vill að gera hið nýja fyrirkomulag starfliæft. . Það álti fyrir því að liggja að standa aðeins í viku. Eg hafði þó samband við Ismay hershöfðingja bæði i einkalifi og opinberlega frá 1. mai 1910 til 27. júlí 1945, þegar eg lagði niður völd og samband hans við ncfnd formanna Jierforirfgjaráðanna var órofið og jafnstyrkt allan þann tíina., ■ Ljósaskiptunum lauk með árásinni á Noreg. (Þ. 3. mai lOðO höfðu Bretar flutt lið sitt á brott frá Namsósi og Andalsnesi, bækistöðvunum, s.em nota átti til að kvía Þrándheim.) Við, sem höfðum yfirráðin á liöfunum og gátum ráðizt lívar sem var á varnaiausa strönd, stóðumst fjandmannin- um ckki snúning, þótl hann yrði að fará langar leiðir á landi og vinná’bug á margvíslegum erfiðleikum. Beztu liersveituni okkar, skozku og írsku lífvörðunum, kom Jcapp. áræði og þjálfun hinna ungu manna Hitlers nijög á óvart. Við urðúm að hugga okkur eftir mætti við röð happa- tírjúgra brottflutninga liðssveita okkar. Okkirr mistöksl við Þrándheitti — allt sat fast við Narvik! í fýrstu yikþ inaimánaðar var þetta eini árangurinn, sem við gátuini Ibent brezku þjóðinni á, bandamönnum okkar og hlutlauá- íum þjóðum, hvort sem þær voru oklcur vinveittar eða ji fjandsamlegar. V Þegar þess.e.r gætt, live mikinn þátt eg átti í þessum yið- burðum og að ekki var hægt að gefa skýringar á örðugleilc- um þeim, sem liöfðu komið okkur á kné eða göllunum á lierráðs- og stjórnarháttum okkaf og liernaðarrekstri, þá er það mesta furða, að eg skyldi hjara og halda virðingu minni hjá almenningi og trausti þingmanna. Þelta átti rót sina að rekja til þess, að í sex eða sjö ár liafði eg spáð at- burðarásinni og aovarað menn i sífellu, án þess að það bæri árangur, en nú miiintust menn þeirra orða minna. Ljósaskiptin voru á enda, þegar Hitler réðst á Noreg. Þá gaus upp blossi ægilegustu hernaðarsprengingar, sem menn kunna frá að greina. Eg liefi þegar lýst þeim álögum, sem Frakkar og Bretar höfðu verið í um álta mánaða skeið, meðan allur heimur var fulliir undrunaf. Þetta timabil varð bandamönnum til mikils tjóns. Jafn- skjolt og Stalin hafði samið við Ilitler, fengu franskir koimnúnistar linuna frá Moskvu og fordæmdu stríðið sem „glæp heimsvalda- og auðvaldssinna gegn lýðræðinu“. Þteir reyndu efir mætti að grafa undan siðferðisþreki liers- ins og tefja alla framleiðslu. Ekkert þessu líkt átti sér stað i Bretlandi, þar sem kom- múnistar undir stjórn Rússa voru magnlitlir, þótt ekki skorti þá kappið. f’.n við vorum samt enn flokksstjórn, andl slaða:: mjög fjandsömleg forsætisráðhefranum og við nut- uni ekki kappsfulls og einhuga stuðnings verkalýðshreyf- ingarinnar. , Værukær stjórnin sem var að visu einlæg en vanabundin í öllum staríshátlum, vakti ekld það kapp mcð mönnum i valdaslöðum eða vopnaverksmiðjunum, sem lifsnauðsyn var á. Yfirvofandi glötunar og hvatningar liættunnar var þörf til þess að leysa blundandi mátt brezku þjóðarinnar úr læðingi. Ilættumerkið áttí senn að hljóma. Narvík náðist um síSir í lok maímánaðar. Rétt er hér a.ð gela endaloka norska ævintýrísins, þótt þar sé þá hlapið nokkuð fram i tímann. Þ. 24. maí, á liættu- stundu stórkosllegs ósjgurs, var afráðið næstum einróma að við yrðuni að sameina allt lið okkar i Frakklandi og heima fvrir. En við urðum að ná Narvik, bæði til-þess að tryggja eyðileggingu hafnarinnar og undanliald liers vors. Aðalárásin á Narvilc frá Rombaksfirði var liafin þ. 27. maí með þrcm stórfylkjum (tveim úr útlendingaher Frakka og einu norsku) undir ágætri stjórn Béthoúarts hersliöfðingja, yfiriuanns frönsku sveitanna. Ilún bar til- ællaðan árangur. Við urðum nú að hlaupast frá öllu, sem yið liöfðum unn- ið með miklum erfiðismunum. Undanhaldið var í sjálfu sér mikið þrekvirki og gerði miklar kröfur til flotans, sem hafði i mörg horn að líta, þar sem hann varð bæði að berj- as við Noregsstrendur og suður við Ermarsund. Dunkirk var fyiir dyrum og öll lítil skip voru látin lialda suður á bóginn, sem því gálu við koniið. Stóru lierskipin urðu að vera við þvi búin að lninda innrás. Mörg beitiskipanna höfðu þegar verið send suður til innrásarvarna, svo og tundurspillar. Glorious og tveim tundurspillum sökkt. Broltflutningarnir frá Narvik gengu vel og þ. 8. júní var allt liðið, bæði franskt og brezkt, samtals 24,000 menn, á- samt ógrynni birgða og búnaðar komið á skipsfjöl og hélt á brott í fjórum skipalestum án. þes sað fjandmaðuriim fengi áð gert. 1 : , Skipalestirnar voru verndaðar fyrir flugher Þjóðverja uf flotaflúgvélum, gn einújig af Ilurricaneflugvélum, senr höfðii bækistöð á laúdi. - Ilinir hugprúðu flugmenn þeirra úniiu á eftir það þrekvirki —- sem varð þeirra hinzta — að lenda vélum sínum á fl.ugslöðvarskipinu Cdorípus, sem yar i för með Ark Royal og meginflotanum. Oruslubeitiskipin Scharnhorst og Gneisenau höfðu farið fiá Kiel þ. 4. júni ásamt beitiskipinu llipper og fjóruin tundurspillúm með það fyrir augum að ráðast á slcip og bækistöðvar í grennd við Narvík og létta þannig á þeim þýzku sveitum, sem á landi voru. Þjóðverjar höfðu enga nasgsjón af þj'ottflulningi okkar fyrr cn 7. júní. j^egar jiýzþa flotaforingjanum barst njósn uin skip okk- ar, afi,'éð,4)gnn þegar að leggja til atlögu við þau. Árla þ. 8. júní.rakst hann á olíuskip, sem togari fvlgdi, lierflutn- ingaskipið Orama, sem hafði engan her innanborð og spit- alaskipið Atlantis. Hann virti rétt þess en sökkti liinunl skipunum. Sama dag snéni Hipper og tundurspillarnir áft- ur til Þrándheims, en .prustubeitiskipin liéldu áfram leit Frh. á 7. síðu Stýrimann og 2 háseta vana síldveið- um vantar á mótorbátinn Marz R.E. 27 —- Uppl. í síma 7053 eða um borð í bátnum við Grandargarð. Herbergi óskast Lítið hei’bergi með eldun- arplássi óskast fvrir eldri konu. Uppl. í síina 3246. Margt er nu til í matinn Ivæst skata, norðlenzk salt- sHd i áttungum, þurrkaður þg' pressaður saltfiskur í 25 lcg. pökkuin, nýskotinn svartfugl, súrsað hvalrengi FISKBtíÐIN Hverfisg. 123. Sími 1456. HAFLIÐI BALDVINSSON Unglingstelpa þskast til að gæta tveggja ára barns. Upplýsingar í síma 7464. Feiðadiagtii, VERZL.C? Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaðnr Jón N. Sigurðsson héraðsdómslögmaðar Anstnrstræti 1. — SfmJ S4M. SUtnabúlin 6ARÐUR Garðastræti 2..,— S&ni 72W.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.