Vísir - 25.06.1948, Blaðsíða 8
ILESENDUR cru lieðnlr affi
athuga aS smáanglýs-
ingar eru á 6. síSm.
¥1SIK
Föstudaginn 25. júní 1948
NæturlæKnlr: Siml 5030. «—
Næturvörður: Reykjavíknair
Apótek. — Sími 1760.
Mikið veik um íslenzkar rímur
eítir Sir W. Craigie í prentun.
Þetta er fjórða heimsókn
hans til Islands.
Reykvíkingafélagið vill gera ;
iagran gosbrunn í TjörninnL |
Minningartöílur á söguiega merk
hús eru í smíðum.
Eins og frá var greint í V ísi
4 gær, er hingað koniinn Sir
Williain Craigie í boði
Rímnafélagsins.
I gær áttu fréttamenn blaða
og' útvarps tal vij Sit- Wii-
liam á lieimili Snæbjarnar
JTónssonaf bóksala.
4»að var feglulega gaman
að tala við Sir William. Ekki
eru nein ellimörk sjáanleg á
honum. Hann er fjörugur,
skemmtinn og ræSinn, þrátt
fyrir báan ablur. Hann gal
þess m. a., að hann befði ver-
1S meS fyrstu áskrifenduni
Sir W. Craigie
tímaritsins „Sunnanfara" og
ennfremur „Isafoldar“ í rit-
stjórnartíS Björns Jónssonar.
I Kaupmauna-
höfn 1892.
Sir William Craigie befir
um meira en hálfrar altjar
skeið haft binn mesta áhuga
fyrir íslenzkum bókmennt-
um og er manna fróðastur
um rimur. Fyrst fékk bann
álmga fyrir þeim í Kaup-
mannahöfn árið 1892 og hef-
ir hann síðan, eiifs og kunn-
ugt er, unnið mjög að því að
kanna tilorðningu og eðli
hinna íslenzku rímna.
Þríggjga
binda verk.
Nú er i prentun i Edin-
borg þriggja binda verlc eftir
Sir William um sýnishorn ís-
lenzkra rímna. Er þetta
geysimikið veik og margar
fróðlegar athuganir um þessa
tegund ljóðagerðar. Sagði Sir
William, að í þessu verki
hefði hann rakið að nokkuri:
íslenzkan skáldskap frá þvi,
er söguöldinni sleppir og
rímumar koma að nokkuru
Jéyti i stað fornsagnanna.
Hefir þýtt
íslenzk skáldverk.
Sir William Craigie talar
ágætlega íslenzku og hefir,
auk þess sem liann hefir ann-
azt útgáfu islenzkra uínma,
þýll ýmislegt úr ljóðum
Bólu-Hjálmars og Stein-
gríms Thorsteinssonar.
Þá hefir hann kennt ís-
lenzk fræði við brezka há-
skóla og sennilega gert meira
en nokkur annar útlending-
ur til þess að kynna íslenzk-
ar bókmenntir út um lieim.
Er hann Jjví sannkallaður
aufúsugfestur meðal vor. —
Hingað hefir hann komið
þrisVar áður, árin 1905, 1910
og 1930 og jafnan kunnað vel
við dvölina hér.
Ökunnugt um
þjóðerni skip-
anna.
Þegar vélbátuíinn Björg
lenti i hrakningum milli jóla
og nýárs var þess getið i frá-
sögn skipverja bátsins, að sex
skip liefðu siglt framhjá, án
þess að sinna neyðarmerkj-
um, og i þremur Reykjavík-
urblaðanna var það tekið
fram að skip þessi Iiefðu ver-
ið brezkir logaiar.
Málið hefir verið rannsak-
að í sjórétti á Eskifirði og
staðfestu skipvérjar það, að
nokkur hinna umræddu slupa
hlytu að liafa séð til ferða
bátsips og áltað sig á því að
hann væri j nauðum sladdur.
Hinsvegar kváðu þeir sig
aldrei hafa gelað gengið úr
skugga um þjóðerni þessara
skipa, og væru öll urtimæli
um að þau hefðu verið brezk,
ranglega eftir þeim höfð. —
Utanríkisráðuneytið, Reykja-
vík, 24. júni 1948.
Irgun andvígt
Haganah.
Leiðtogar Irgun Zvai Le-
umi hafa lýsi því yfir, að
þeir treysti ekki núverandi
stjórn Israelsríkis.
Irgun Zvai Leumi heíir neit-
að að styðja Haganah, þjóð-
arher Gyðinga í Palestinu
Hafa átökin milli I. Z. L. og
Haganah, sem liófust með
þvi, að menn úr Ilaganali
komu í veg fvrir að I. Z. L.
lækist að smygla vopnum til
Palestinu, rofið samvinnuna
milli þessara tvegg ja aðila.
Bragöarefur.
XVja sagan.
Eftir helgina byrjar í
V’ísi ný framhaldssaga,
sem heitir „Bragðarefur“
Höfundur hennar er Sam-
uel Shellaburger, sá hinn
sami, sem ritaði söguna
„Sigurvegaiqnn frá Kasti-
líu“ og mestar vinsældir
hlaut hér i blaðinu.
„Bragðarefur“ er ckki
síðri en „Sigurvegarinn“
og er þegar farið að gera
kvikmvnd eftir henni.
F y 1 g i s t m e ð f r á
b v r j u n.
„Kollegarna"
synja í kvöld.
í dag kemur finnski söng-
kvartettinn, Kollegarna, hing-
að til lands í boði Norræna
félagsins.
Ivvarteltinn heldur söng-
skemmlitn í Austurbæjarbiói
i kvöld klukkan 7.15, en á
iaugardaginn fer hann norð-
ur til Akureyrar og syngur
þar. Þegar liann kemur liing-
að lil Reykjavikut' aftur,
mun hann ef til vill lialda
aðra söngskemmtun hér í
bænuin. Kvartettinn fer af
landi biirt 2. júlí n. k.
Þetta £i- einn af þekktustu
og b'eztu söngkvartettum
Norðurlanda og hefir lialdið
fjölmarga hljómleika við
liinn ágælasta orðstir.
Riis§ar §akað-
ir um maiiu-
rán.
Stjórn Austurríkis he'fir
borið það á Rússa, að þeir
hafi rænt Anton Marek, aust-
urískum lögregluforingja.
Marek fór frá skrifstofu
sinni í Vín kl. 5 siðdegis fyr-
ir viku síðan og ætlaði að
hitta rússneskan höfuðs-
mann, sem símað hafði til
hans. Marek hefir hvergi sést
síðan.
Engin síld
veiðst ennþá.
Nokkur skip hafa nú þegar
byrjað síldarleit og leitað
víða fyrir Norðuflandi.
Tvö skipanna urðu vör við
lítilsháttar sildargengd undan
StrÖndum í gærkvöldi og
fóru í bátaha. Féklc annað
skipið um iialfa körfu af
síld, en hitt ekkert.
Reykvíkingafétágið hefir
nú tekið á sína arma mál,
um skemmtigarð í Öskjuhlíð-
inni, sem rætt hefir verið hér
í blaðinu undanfarið.
Annarri tillögu tit bæjar-
prýði var hreýft á þessum
fundi. V'ilhjálnmr Þ. Gísla-
son vakti máls á því, að
Reykvikingafélagið léti gera
fagran gosbrunn í Tjörninni
I og hafði liann einnig hreyft
þessu áður, en fram að þessu
liefir ekki verið lieimilt að
sarfnekja slíkan gosbrunn
vegna vatnsskorts, en nu mun
raknað úr því.
Ennfremur skýrði Vil-
hjálniur 1». Gíslason frá
nokkrum fleiri málum, sem
félagið hefur á prjónunum,
eins og því að setja minning-
artöflur á nokkur sögulega
merk og göínul liús í bænum
og hafa þær töflur verið
pantaðar og koma væntan-
lega í sumar.
Hjörtur Hansson skýrði
frá undirbúningi að minnis-
merki um lýðveldisstofnun-
Tvær finnskar
blaðakonur
staddar hér.
Um þessar mundir eru
staddar hér í bænum tvær
finnskar blaðakonur, frú
Andersm-Dahlgren og ung-
frú Tyyne-Kerttu Virkki.
Hingað eru þær komnar
til þess að kvnnast Islandi og
íslendingum, menningu okk-
ar og bókmenntum.
I stuttu viðtali, sem „Vísir“
átti við þær í gænnorgun
sagði frú Andersin-Dahlgren,
að nú hefði rætzt 15 ára
draumur sinn. Sig hefði allt-
af langað til þess að sækja ís-
land lieim og loksins hefði
nú getað orðið af því. — Þær
komu með „Hvassafelli“ frá
Helsingfors.
Auk þess sem þær munu
skrifa um það, sem fyrir
augu og eyru ber hér, munu
þær skrifa um íslenzku
glímuna.
Ungfrú Virkki er ritstjóri
timaritsins „Omin Kásin“,
en það flytur einkum grein-
ar um heim’ilisiðnað, hús-
búnað, matai-gerð o. fl.
Mjög voru liinar finnsku
blaðakonur hrifnar af ís-
landi og því, sem þær höfðu
lcynnzt. — Þær hafa verið
heppnar með veður og vænta
hins bezta af dvölinni hér.
ína, en hann er í undirbún-
ingsnefndinni fyrir hönd
Reykvíkingafélagsins. Á fund
inum ' flutti séra Jóliann
Hannesson fefðasögu og
Óskar Clausen kafla úr
Reykj avikurminningum, en
Vigfús Sigurgeirsson sýndi
kvikmvndir. Að lokum var
dansað og var fundurinn
fjölmennur.
lipptök jarð-
skjáltanna voru
í Krísuvík.
Talið er, að jarðskálftinn
er varð í fyrrinótt, hafi átí
upptök sín í grennd við
Krýsuvík.
Jarðskj álftakippirnir voru
þrír og fundust þeir einnig í
Hafnarfirði, Hveragerði á
Rangárvöllum og Snæfells-
nesi.
Sigra Vest-
mannaeyingar
Hafnfirðinga?
Frjálsíþróttakeppni milli
Hafnfirðinga og Vestmanna-
eyinga hófst í gærkveldi. Hafa
Vestmannaeyingar 17 stig
fram yfir, það sem af er
keppninni.
Keppnin heldur áfram í
kvöld og er talið, að tvísýnt
verði um úrslitin. Mótið fer
fram á Hörðuvelli í Hafnar-
firði.
Adólf Óskarsson frá Vest-
mannaeyjúm kastaði spótinu
57.01 metra, en það mun
vera bezti árangur, sem náðzt
hefir í þessari íþróttagrein á
þessu ári.
Riíssar flýja
land.
Fyrir nokkru lenti farþega
flugvél frá rússnesk-rúm-
enska flugfélaginu á flug-
vellinum i Sahburg á her-
námssvæði Bandaríkjanna í
Austurríki.
í flugvélinni voru 19 far-
þegar og fjögurra manna á-
liöfn. Flugvélin kom frá
Bukarest og voru 5 konur
meðal farþega. Allir, sem í
vélinni voru að einum und-
anteknum, töldn sig vera
pólitíska flóttamenn og ósk-
uðu ekki að snúa aftur heim
til Rúmeniu. Bandaríska her
námsstjórnin hefir skotið
skjólshúsi yfir flótafólkið til
bráðabirgða.