Vísir - 25.06.1948, Blaðsíða 4

Vísir - 25.06.1948, Blaðsíða 4
% WlSXXL D A 6 B L A S tJtgefandi: BLAÐAttTGÁFAN YISÍR B/F. Ritstjórar: Kristján GuSI&ugsstm, Hersteíim PálasMU Skrifstofa: Félagsprentemiðjunni, AfsrreiCsIa: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línnr). Félagsprentsmiijan bJ. Lausasala 60 aurar. Höiðatölureglan á ferðinni Ahverjum aðalfiindi Sambands ísl. samvihnufélaga eru samþykktar Slyktanir inn rétt kaupí'élaganna til auk- ins innfkitnings. Það er út af fyrir sig ekki mjög at- hyglisvert jiótt félögin reyni að skara eld að sinni köku. Én það hlýtur að vekja athygli, þcgar gerðar. eru kröl'ur, sem ern að öllu leyti óeðlilegar, eins og sú, sem gerð var á aðalfundi S.I.S. fyrir tveim dögum. Á þessum luiidi var þess krafist að Hagstofau rann- sakaði innflutning Sambandsins á rúgmjöli, hveiti, hafra- mjöli, kaffi og sykri og að sú hlutdeid, sem kaupfélögin hefðu í þessum vörum af heildarinnflutningi þeirra til landsins, yrði mælikvarði fyrir innflutningsheiinild Sam- bandsins á öðrum vörum. Af þcssum vörum flytur Jiað inn að líkindum 35- 40% og ætti Jiað þá að fá sama hundraðshluta af öðrum vörum, sem fluttar eru til lands- ins, svo sem vefnaðarvöru, skófatnaði o. fl. Slik krafa er bæði ósanngjörn og ranglát. Allir vita að kaupfélögin hafa aðálverzlun sína í sveitunum. Þarfir sveitafólksins eru að rnörgu leyti ólíkar þörfum þeirra, sein "búa í bæjununi. Kornvörur, kaffi og sykur eru not- aðar í líkum mæli í sveit og við sjó. Þó er trúlegt, að rúg- mjöl og baframjql sé meira notað í sveitum á hvern einstakling. En notkun á vörum eins og vefnaðarvörum, skófatnaði, járnvörum og búsáhöldum er miklu meiri í bæjunum. Sveitimar nota miklu minna af þessum vörum, miðað við hvcrn einstakling. Þannig er með l'jölda marg- ar vörntegundir. Hinsvegar þurfa sveitirnar miklu meira en svarar blutdeild þeirra í kornvörunum, þegar um er að ræða innflulning á landbúnaðartækjum. En af allskonar vörur til útgerðar þurfa [>ær sáralítið. Af þessu má sjá, að það væri hin mesta fjárstæða, að skapa nýja „höfðatölureglu“ á þann hátt sem uð fram- an er grcint. Svo er Jiað og eitt sein l'æstir gefu gaum Jiegar rælt er um .„böfðatölu“ kröfu kaupfélaganna. Ef slík regla væri tekin 'upp um allan iimíiutuing, þá fengi telögin þann innflutning, sem hverjum einstakling innan vébanda þeirra bæri af lieildarinuflutningi til landsins, liverju nafni sem nefnist, samkvæmt liöfðatölunni í laud- inu. Eí’ nokkúrt vit ætti að vera í slíkri skiptingu Jiá yrði ekki bjá því komist að skammta hverja einustu vöru- tegund sem inn er flutt, svo að allir landsmenn fengi jafnan hlut. Menn þurfá hvorki að vera spámenn né vitring- ar til þess að gera sér grein fyrir, að heimskulegra fyrir- komulag á verzluninni væri vandfúndið. Síldveiðai Rússa. CJú fregn kom nokkuð óvænt, að Rússar séu uú á lcið hingað til lands með stóran síldveiðaleiðangur. íommúnistar hal'a hamrað á því seint og snemma, að lússar væri kaupeudur að síldarafurðum okkar, ef ríkis- sljórnin áðeins fiMigizt til að selja þeim. Hið sanna í mál- inu er það, að ríkisstjórnin hefir undanfarna mánuði reynt margsinnis að fá rússnesk yfirvöld til að taka upp samniugaumræður um kaup á síld og öðrum afurðum. Pessum málaleitunum mun liafa lítt verið svarað en síðast munu þeir hafá gefið í skyn að þeir mundu lúta vita hegar þeir vildu eitlhvað við okkur lala. Nú er sýnilegl að Rússar ætla sjálfir að veiða og salta Jiað síldarmagn pem þeii* hafa keypt af okkur undanfarið. Við Jiessu ’kifum við að sjálfsögðu elckert að segja. Þeim er heimilt eins og öðrum Jijóðum að veiða síldin'a után landhclgi. Cn við verðum jafnframt að gera okkur Ijóst, gð við gét- um ekki vænzt mikiis markaðs framvegis fyrir sallaða síld í Rússlandi. Verður nú lítið úr öllu 'fimbulfamhi slenzkra kommúnista uin hinn milda markað fyrir vörur okkar í Sovét-ríkjunum. Allt hefir það verið marklaust þvaðuiy sein heiir valdið nokkrum óþægindum vegna þess að ýmsor einfaldar sálir trúðu þeim. V ! S I R Föstudáginn '25.' jiiiií 1948 f dag er föstudagur 25. júni, 177. dag- ur ársins. Sjávarföll. Árdegisflóð var kJ. 8.50 i morg- un, en siðdegisflóð verður kl. 21.10 i kvöld. Næturvarzla. Næturvörður er í Reykjavik- ur Apóteki þessa viku, sími 1760. Naeturlæknir hefir bækistöð í Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturakstur i nótl annast Hreyf- ill, sími 6633. I frásögn Visis í gær af laxveiði i EJJiða- ánum slæddist sú prentvitla, að sagt var, að í fyrrakvqld liefðu alls 225 laxar veiðzt i ánum það sc'm al' er sumrinu, en álti að vera á mánudagskvöld. Bláa stjarnan hefir sýniriguna „Blandaða á- vextir" i Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8.30. Er það í næst- siðasta sinn. Nýtt bakarí. ‘í mcirgun opnuðu þeir Jóli. Reyndal og Sigm. Lövdahl nýtt bakari á Nönnugötu 16 hér í bæ. Verða þar seldar ýmfskonar kök- ur og brað, og ennfremur mjólk, skyr, rjómi o. fl. 1 fyrrakvöld Iipfii matsveinar og veiiinga- þjónar á skipum Eimskipafélags íslands og Skipautgerðar rikisins vcrktall. Hafði Félág matsveina- og veitingaþjóna sagt upp samn- irigum við féögin. Saniningaum- leitanir hafa farið fram að und- anförnu, en ekki borið árangur. Verkfall þetta nær til allra skipa fyrrnefndra félaga, en ekki greiðasölustaða í iandi. Rauði Kross íslands starfrækir samtals finmi barna- heimili i sumar. Munu dvelja i þeiin um fimm hundruð börn. 1 rá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Myndir þær, er teknar vcyu af gágnfræðingunum er útskrifuð- usl í vor, verða til sýnis og pönt- imar í skólanum lostuclaginn 25. þ. m. milli kl. 8,15—10.00 síðd. Myndirnar greiðist við pöntun og' kosta kr. stk. Sömuloiðis eru þeir, sem vnru I gagnfræðinga- iörinni beðnir að koma með þær myndir sínar, er þeir tóku, og bafa þær vel merktar. Hjóiiaefni. Nýlega hafa ojrinberað trúlof- un sína ungfrú Bryndís Jónsdcítt- ir frá Brjánsstöðum og Indriði Jónsson, Njálsgölu 2. Ennfremur hafa opinberað trúlofun sina Erla Guðjónsdöttir, Laufásvegi 41 og Stefán Gunnarsson. I Veðrið. Mestur hiti i Reykjavík í gær var 12.6 stig. Sólskin var.i þrjár klukkustundir. VeðurJýsing: Grunn lægð suð- austur af íslandi á hægri hreyf- ing norðaustur. Hæð milli íslands og Noregs. Veðurhorfur fyrir Faxai'lóa: Austan gola og siðar kaldi, rign- ing öðru hverju. Útvarpið í kvöld. 19.25 VeSurfrognir. 19.30 Tón- Ieikar: Harmöníkulög (plötur). 20.30 Útvárpssagan: „Jane Eyre" eftir Charlotte Bronte, XIV (Ragnar • Jóhannesson skóla- stjóri). 21.00 Strokkvartctt út- .yarp,sins: Ýmis þjóðlög, útsett af Kássmeyer. 21.15 „Orlof og úti- lega“ (ITelgi IJjörvar). 21.40 1- þróttaþáttur (Sigurpáll Jónsson). 22.00 Fróltir. 22.05 Symfóniskir lónlcikar (plötur)i.Fnust-syuffón- ían eftir Liszt. 23.00 Veðurfregn- ir. :• .... , VISIR FYRIR 35 ÁRUM. Þingmálafundur var haldinn i Reykjavik 21. júni árið 1913 og gerði hann ýinsar samþykktir: „Þinginálafundurinn, 21. jiini 1913. Fundargjörð: Fundarstjöri var kosinn Magnús Einarsson dýralæknir og skrifarar forn- menjavörður Mattliias Þórðarson og verzlunarstjóri Þórður Bjarna son. Fyrstur tók til máls alþing- ismaður og jirófessor Lárus H. Bjarnason ... Þvi næst tók til máls alþm. Jón Jónsson imi sam- handsmálið og bar fram svohljóð- andi tillögu: „Fundurinn telur siðuslu samningskosti í sam- bandsmálinu óaðgengilega og er ætiazt eftir atvikum ekki til þess, i að leitað verði undirtekta Dana um það mál í bráð.“ Tillagan var samþykkt með öllum þorra at- kvæða móti tveimur. Fánamálið. Tillaga frá Ólafi Björnssyni, svo- hljóðandi: „Fiindurinn skorár á þingmenn bæjarins, að stuðia að þvi, að islenzkur fáni verði lög- giltur á næsta þingi“, .var sam- þykkt með öllum þorra atkvæða móti tveimur.“ Iljónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni ung- frú Stefania Guðmundsdóttir og Ólafur í. Ólafsson, vélvirki þjá Rafmagnsveitu Reýkjavikur. — Heimili ungu hjónanna er að Skrpasundi 3. Æskan, barnablað með myndum, 6.—7. hefti 1948, er komið út. Dauðadansinn eftir Aug. Strinclberg, verður sýndur í annað sinn í kvöld kl. 8 í Iðiió. Frjálsiþróttanámskeið K.R. heldur áfrain kl. 5 i dag á í- þróttavellinum. í fvrrakvöld fór Esja t.il Glasgow í fyrstu Skotlandsför sína með urn 50 farþega en væntanlega kemur skipið hing- að aftur í byrjun næsta mán- aðar með fullfermi farþega. Er svo ráð fyrir gert, að Elsja og Hekla, hið nýja skip Skipa- útgerðar ríkisins, verði í för- um milli Skotlands og Islands í sumar. Við skulum vona, að fcrða- mannastraumurinn milli Bret- hmds og Islands verði eins mikill og vonir standa til. Atvinnuvegir okkar íslcndinga eru svo einhæf- ir, að ekki veitir af að leggja slund á fleiri og þá ekki sizt nióttöku erlendra ferðamanna hingað. lín ]>að er alltaf þetta „cn“. Getum við tekið á móti er- lendum géstum i stór.um stíl, á svipaðan hátt og t. d. Svisslend- ingar og Norðmérin? Höfuni við nægan húsakost, er „hótelmenning^ okkar kom- in á það stig, að við getum annazt slíkt aðstreymi er- lendra gesta? Þetta er mikið vafamál. AHir .vita, hver hörg- ull er á gististöðum í sjálfum höfuðstaðnum. Fólk utan af landi, sem hingað kemur lil stuttrar dvalar, er allajafna í stökustu vandræðum með hús- næði, ef það á ekki skyld- menni hér í bæ. Hvað verður þá um allt aðkomufólkið? Það fer ckki niillr mála, að við verðum einhvernyegiim að ráða fram úr þessu. Fjárfestingarleyfi verður að fá fyrir stóru, nýtízku gistihúsi í Reykjavik og nágrenni. Að öðrum kosli virðist fullkom- lega gagnslaust að reyna að laða ■ lingað erlenda ferðalanga. ÞaS væri að byggja á skökkum for- sendum. I þcssiim máluni sem öðrum er annað livort eða. Ef glæpaineniLÍrnir sjálíir veittu verðlaun fyrir J>á glæpi, er skara fram úr á hverju ári, mvndi maðurinn, sem stai 20 smálesta bi iumi við Good- ing í Iowa, áreiðanlega bafa fengið verðlannin J>að árið. Hann blált áfram stal brúnni nótt eina og síðan ekki sög- una meir. Ötinur verðlaun myndi sennilega maðurinn fá, sem stal Iilöðnum stein- vegg, sem var fyrir framan bústað nokkurn í Kaliforniu. Þriðji•maðurinn. sem lél.sér nægja að' sela símaslaur, i Palm. Beacli í Kalifomíu, myndi ekki einu sinni koma tiþ greina við útlilutu verð- launa. Þjófnaðir Jieir, sem taldir eru upp liér að- ofan, v.oru meðaJ margra einkennilegra glæpa, er framdir voru i Bandaríkjunum í fyrra. -— Glæpameiui eru ofl skrítnir og eru margar einkennilegar sögur lil af skrífnum glæp- um, Kona nokkur ók um götur Los Angeles, og, er hún ]>urfti að aka lil vinstri, rétti hún út Jiöndina lil þess að gefa til kymia stcfniuia. Nol- aði þá maður nokkur, er stóð á götumii, tækifærið og tókj 3 þúsuiul dollara liring af fingri hennar. Þjófar geta stundum verið furðu þolinmóðir, eins og eftirfarandi dæmi sýnir.Þjófl ur nokkur gról' sér jarðgöng undir kolageymslupláss i Atlantic City og stal 10 smá- lestum af kolunum á þann hátt ,að hann fór með }>au í smáskömnitum í gegnum göngin, sem voru gríðar löng. Sumir J>jc>fnaðir geta verið svo vel af liendi leystir, áð tæplega er bægt annað en að dásl að J>eim. Það lcom einu sinni fyrir i Oakland i Kali- foi-niu, að' maður sofnaði í kvikmyndaliúsi. Þegar hann vaknaði var búið að stela af lioniun 25 dollurum er Iiann bafði geymt i skómim sínum. Innbrolsþjófai’ brutust einu sinni inn i stórverzluu í Fila- delfiu og reyndu i margar klukkustundir árangurslaust að sprongja upp peninga- skápimi í verzluninni. Þegar þeir sáu, að þeir mýndu ekki geta komizt i skápinn, fóru þeir á brott, en skildu eftir miða með svohljóðandi álelr- un: ÞeUa er nijög vandaður skápur. (IJP) i! . _

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.