Vísir - 20.07.1948, Blaðsíða 1

Vísir - 20.07.1948, Blaðsíða 1
38. ár. Þirðjudaginn 20. júlí 1948 161. tbl. Kommúnistar og jafnaðar- menn felia stjórn Schumans ViSdu skera niður f járveitingar til hers og flofa, Robert Schuman, forsæt- isráðherra Frakka, neyddist í gær til þess að biðjast lausnar fyrir sig og stjórn sína eftir, að samþykkt hafði verið að skera niður frum- varp hans um fjárveitingu tib landvarna. Hafði Schuman tilkynnt áður, að hann myndi segja af sér, ef frumvarp hans yi'ði ekki samþykkt óbreytt, en jafnaðarmenn og komm- únistar snéru bökum saman í málinu og fengu samþykkt, að frumvarpið var lækkað um upphæð er nemur um 14 millj. sterlingspunda. EGA féllst á Islendinga. Einkaskeyti frá UP. London, i morgun. Fréttastofa United Press í Washington átti í gær- kveldi tal við Thor Thors sendiherra, er hann hafði átt tal við Paul Hoffman, forstjóra ECA — Econo- mic Cooperation Admi- nistration — er hefir á hendi stjórn allra málefna í sambandi við Marshall- löggjöfina. Thor Thors kvaðst hafa átt mjöf yinsaml, samtal við Hoffman og hefði það leitt til þess, að hann féllst á skoðanir íslenzku ríkis- stjórnarinar viðvíkjandi lántöku þeirri, sem ísland hefir leitað í Bandaríkjun. um. Verður því gerð breyt- ing á lánssamningnum og skilyrðum í samræmi við óskir ríkisstjórnar Islands. Að lokum kvað Thor Thors íslenzku ríkisstjórn- ina ekki hafa fallizt á skil- 3Tði þau, sem sett voru fyrir láninu áður, enda þótt ECA hefði tilkynnt, að samningar hefðu tek- izt, en það stafaði; af mis- gáningi. > Verulegur atkvæðamunur. Breytingartillaga jafnað- armanna og kommúnista var samþykkt með 83 at- kvæða meirihluta. Róttæki flokkurinn (radikalir) og M. R.P, flokkur Schumans stóðu óskiptir með Schuman í málinu. — Áður hafði ver- ið vitað, að hverju fór, er sjö ráðherrar jafnaðarmanna í stjórn Schumans skárust úr leik á stjói-narfundi og kom því lausnarbeiðni Schu- mans fæstum á óvart. Færeyingar geta orðið okkur hættulegir keppinautar á fiskmarkaðinum í Bretlandi. Kfötskortui veld- oz ankinni eftir- HewtUíhaiai-Aýnmqumi ttjkm• annai ki>itt{. Forsetinn þreifar fyrir sér. Vincent Auriol, Frakk- iandsforseti, hóf þegar við- ræður við leiðtoga stjórn- málaflokkanna, en ekki var vitað í morgun, hvernig hon- um hefði tðídzt þær tilraun- ir. — Stjórn Schumans hafði setið að völdum um 8 mán- aða skeið, en hún var mynd- uð að afstöðnum miklum verkföllum og Iosi i at- vinnulífi Frakklands. spnrn á fiskl Viðtal við Jack Welham, fulltrúa matvælaráðu- neytis Breta. „f>að er mikill markaður fyrir fisk í Bretlandi um þessar mundir“, sagði Jack Welham, fulltrúi brezka I matvælaráðuneytisins, ný- I lega í viðtali við tíðinda- mann Vísis : rr .. Jack Welham hefir verið 1 hérlendis um sex vikna skeið | og hefir eftirlit með þvi, að I fiskkaupaákvæðum við- skiptasamnings okkar við Breta verði fullnægt. Þá mun hann líka annast þau er- indi fyrir ráðuneytið, sem upp kunna að koma þar til í október i haust að hann fer aftur til London. „Hingað til hefir vera min hér verið hin ákjósanlegasta, bæði viðskiptalega og félags- lega séð,“ sagði Welham. „Eg hefi skoðað nokkurar fiski- stöðvar og átt viðræður við marga íslenzka uterðar- menn mér til mikils fróð- leiks og gleði.“ Hraðfrysti fiskurinn bezta vara. Welliam segir að yfirleitt sé fólk ánægt með islenzka fiskinn í Bretlandi. Hrað- frysti fiskurinn okkar er bezta vara, enda er íslenzki fiskurinn sérstaklega vel fall- inn til fi-ystingar. Síldarolía. og síldarmjöl eru líka vöru- tegundir, sem Bretar hafa gert samning um að kaupa af okkur. „Færeyski fiskurinn er þó fullt eins góður og sá ís- lenzki,“ bætti Welham við, „og sennilega geta Færeying- ar nú orðið boðið eins hag- kvæma samninga, ef ekki hagkvæmari en íslendingar.“ í þessu sambandi er rétt að geta þess, a$Færeyingar hafa aukið fiskiflota sinn mikið að undanförnu. Hitt er svo lika rétt að hafa bak við eyr- að, að sennilega verður tölu- verður hluti Marshallhjálp- arinnar til Breta notaður lil að auka brezka fiskiflotann. Fi'amh. á 3. síðu. . Norræna Heimilisiðnaðarsýningin í Listamannaskálanum hefir fengið góða aðsókn, þegáf tekið er tillit til þess, hve margir eru qú utanbæjar. 1 gærkvöldi höfðu yfir 1500 j mann skoðað sýnginguna fyrir utan gesti, Sýningin verður sennilega aðeins opin í dag og á morgun. Opið frá kl. 1—11. #Böggull fylgir skammrifi/ Rússar hafa tilkynnt, að þeir muni geta séð allri Ber- línarborg fyrir matvælum og hafa þegar gert ráðstafanir til þess að senda þangað 100.000 smálestir af korn- vöru. Segja þeir, að íbúum hinna þriggja hernámshluta Vest- urveldanna sé lieimilt að kaupa af þessari kornvöru, en liún verður að greiðast í mynt þeirri, er gildir á her- námssvæði Rússa. Er því ekki enn séð, að hverjum notum þetta tilboð Rússa kann að koma. Hafa Rússar ákveðið að liafa samvinnu við Tékka og Pólverja um frekari matarkaup handa Berlínarbúum, með áður greindum skihnálum. Bandarikjamenn og Júgó- slavar liafa gert með sér samning um inne'grir U. S í-Júgóslaviu. Síldveiðihorfurnar ískyggilegar. Encjin r#»iV)i í nótt. §íldveiði var engin í nóit. A miðunum er norðan- rok, lágskýjað og kalt. Skipin halda sig flest við Langanes og leituðu mörg þeirra undan veðrinu og komu til Þórshafnar í gær og nótt. Nokkur skip leituðu einnig inn á Siglufjörð í nótt. Slátrun verður ekki mikil. Framleiðsluráð hefir nú ákveðið að leyfa slátrun sauð. fjár frá og með n. k. mánu- degi. Ekki er enn ákveðið á hvaðá verði kjötið verður selt 'én framleiðsluráð mun taka ákvörðun um það um ha. Séiinilega verður ekki miklu slátrað fyrst í stað, þótt leyfi sé fengið til skurð- ar. Ástæðan fyrir því er einlc- um sú, að slátrunin er leyfð Síldveiðihorfur eru í skyggilegar, og miklu verri nú en undanfarin sumur, sem þó voru talin aflaleysis- sumur. Á laugardagskvöldið var nam bræðslusíldarafl- inn 91.516 hektólítrum. Á sama tíma í fyrra nam hann 418.151 hektólítrum. Auk þess hafði þá verið saltað í nærri 10 þús. tunnur. Á morgun mun Visir birta aflaskrá þeirra skipa er veitt höfðu yfir 500 mál um síðastliðna helgi. svo snemma og lömb flest lítil ennþá. Sláturfélag Suðurlands, Sláturfélag Borgarness og fleiri sláturfélög landsins hafa þegar sótt um Ieyfi til slátrunai', og munu þau öll senmlega hefja slátrun strax fyrsta daginn. Til samanburða>r ma geta þess, að slátrun hófst ekki fyrr en 15. ágúst í fyrra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.