Vísir - 20.07.1948, Blaðsíða 7

Vísir - 20.07.1948, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 20. júli 1948 V I S I R 3 (OOnCGOCOOQOOOOCOOOCOCCÍSCOCÍÍOOOCOCOOOOOOOCOOOOOC 1 SAMUEL SHELLABARGER Sc CCOOOOOGCOOOOOOOOOOOOOOCOOÍÍOO „Þakka þér fyrir.“ Maðurinn gekk hratt en liljóðlega í sömu átt og Ippó- liló d’Este hafði riðið. Sveinninn fylgdi honuni með aug- unum, en síðan signdi hann sig, er maðurinn livarf í dimmuna: „Mér þætti gamau að vita, hvað þessi vofa hefir viljað!“ Tólfti kaíli. Það var til of mikils ætlazt, að húsfreyjan í Fjallaborg iéti ekki þjónustumeyjar sínar vera í námunda, meðan hún ræddi við gest sinn. En svalimar, sem þau sátu á, voru langar og Móna Emilia og Móna Agnóletta, ásamt Seraf litla, sátu á öðrum enda þeirra, en húsmóðir þeirra og Andr'ea á liinum, svo að vart heyrðist á milli. Andrea háfði því nrjög bærilegt næði til að reyna að kynnast skoðunum Kamillu á sér. Þetta var réttur staður og rétt stund. Skáldlegar liug- leiðingar náðu tökum á Andrea og hann talaði eins og honum hjó'i brjósti. Hann skjallaði ekki, þvi að lionunr nægði fullkomlega að segja sannleikann við Kamillu og um hana. Honum var létt um að tala, en þó gat hann ekla sagt allt, sem hánn vildi. „Eg er i vafa um yður Messer Andrea.“ ,,í vafa?“ • „Já, og Lórenzó da Pavia er það lika.“ „1 vafa um livað?“ „Hvort þér séuð raunverulega hermaður.“ „Ilvers vegna, Madonna?“ „Af því að þér talið eins og skáld, listamaður.“ „Eg get ekki annað í návist yðar.“ „Svona nú, enga gullhamra. Segið mér leyndarmál yðar.“ „Er liermanni óheimilt að elska fegurðina?“ „Það cr ekki svar við spurningu minni.“ Hann yppti öxlum. „Það er sannleilcur, Madonna, að eg er hcrmaður. Spvrjið eiginmann yðar. Hann hefir ef til vill lieyrt min getið.“ Hann varð undrandi á svari hennar: „Eg cr b ú i n að spyrja hann, því að eg skrifaði honum langt bréf eftir fund okkar í Feneyjum. Eg fékk svar líans fvrir þrem- ur dögum. Hann ber lof á yður fyrir framgöngu yðar við einhverjá brú í Regnó og lircysti yðar við töku Forlís. Eg efast samt og endurtek, að þér eigið að segja mér leyndarmál yðar.“ Hún laut nær honum brosandi, en hann fékk hjartslátt af að lilýða á rödd hennar. „Frændur mínir eru allir hermenn,“ sagði luin enn- fremur, „því að menn verða að berjast eða falla, til þess að geta stjórnað Perúgíu. Baglíóne-menn hafa einriig rnikið dálæti á fegurðinni, en enginn þeirra hagar orðum sinum cins og þér. Eg efa ekki, að þér hafið barizt víða, eins og eiginmaður minn liefir sagt mér og séuð nú i þjónustu Ferröru, en lreld því samt fram, að þér séuð lislamaður en ekki hermaður.“ Andrea vissi ekki, lrvað liugsa skyldi. Hann var þvi feginn, að Araranó skyldi hafa heyrt lrans getið, þótt hann væri cinn vngsti höfuðsmaður landsins. Enjiinsvegar var það í scnn hressándi og ruglándi, livað Kamilla spurði hann mikið. Ilún kunni að tal'a, svo að menn fóru ösjálf- rátt i varnarstöðu. i fastasvefni, en er nú að rumska. Hún veit um mátt sinn og þakkar Guði fyrir tilveruna. Dagur hefir fyrst runnið á ítaliu, svo að við ítalir erum sérstaklega miklir lista- menn, þvi að'við erum í einu og öllu að skapa nýjan heim, En eg sný ekki aftur með það, að margt verður að jafna við jörðu, áður en hægt er að hefja byggingarstarfið.“ Hefði liann getað talað máli sínu betur, þótt liann liefði rætt um ástina? Fóða revnt að skemmta lienni með hié- góma? Það er stundum bezt að láta svo við konu, sem maður hugsi alls ekki um liana. Kamilla laut nær lionum: „Jafna við jörðu? Byggja hvað?“ „Madonna, eg segi yður hug minn allan. Það þarf að jafna smáríkin við jörðu og byggja þjóð — ítölsku þjóð- ina!“ Þetta var ekki nýr draumur, en Kamilla hlýddi á Andrea með hálfopin munn og virtist honum sammála. Minning Rómarikis hins forna lifði cnn með mennluðum mönnum. Þeir töldu cf til vill fyrslu skyldu sína vera við borgriki silt, Feneyjar, Flórens, Perúgíu eða livað það liét, en næst kom ítalia i augum þeirra. „Burt með hina útlendu villimenn!“ sagði Andrea og bandaði frá sér með liendinni. „Burt með Fráldca, Spán- vcrja, Svissara, Þjóðverja! Eiga þeir glæpamenn að ráða lógum og lofum á ítalíu? Hvers vegna gera þeir það? Af þvi að smáríkin lcita fulltingis þeirra hvert af öðru, til þess að geta komið öðrum smárikjum á kné. Er ekki liægt að bjarga þessu? Jú, lækningin liggur i augum uppi. Eceola! (Sjá þarna!) Eining Eitt ríki, ein þjóð, nægi- lega öflug til að reka fjandmennina af höndum sér. Ann- að hvort það — eða hrun, dauði. En sá stjórnskörungur og listamaður, sem hrindir þessu í framkvæmd, verður að hrjóta hina litlu á bak aftur, áður en hann getur bvggt hið mikla riki.“ „Heyr!“ mælli hún með aðdáun. „Eg vildi óska, að maðurinn minn hefði getað heyrt til yðar. Eg held, að hann mundi vera yður sammála, þótt það vrði okkur dýrt, þyi að við mundum missa allt okkar. En hvernig á að fara að þessu? Hvaða borgriki á að hafa forustuna? Hvaða borgriki er nægilega öflugt eða vinsælt?“ „Það borgriki ,er ekki til. Einstaklingur verður að gera það.“ „Og hvar er hann að finna?“ „Já, hvar?“ Hann sagði ekki meira, en lét anda nætnr- innar, óljósan og ástriðufullan, túlka mál sitt. Þetta var eitt þeirra augnablika, þegar hugmyndaflugið fær vængi, liið erfiða virðist leikur einn og hið vafasama víst. Hann gat ekki sagt lienni, að ef Guð lofaði og gæfan væri hon- um hliðholl, ællaði hann sjálfum sér þetta lilutverk. Hann gat lieldur ekki skýrt henni frá verlcefni liennar i þessu sambandi. Nei, hann ætlaði sér aðeins að kanna ýmsar aðstæður þetta kveld. Ef til vill gæti það komið fyrir, að andi draumsins næði tökum á henni og livíslaði að henni þvi, sem hann hafði þagað >411’. Ilonum var það ókunnugt, að þetta liafði einmitt orðið j með einhverjum óslciljanlegum hætti, að hún leit hann skvndilega öðrum augum, full eftirtektar og þó óttaslegin, var sér skvndilega meðvitandi um hæltu,. sem var enn meiri vegna þess, að hún laðaði að sér. Þegar Andrea tók aftur til máls, var eins og liann íal- aði af þvi, að hann hefði flett ofan af sér. „Þér komið ekki upp um mig, frú? Eg liefði átt að vera gætnari í orðum.“ Ilún hallaði sér skyndilega að lionum og lagði höndina á hné lians. Það var eins og rafmagnsstraumur færi um hann. „Koma upp um vður?“ En svo varð hún aftur jafn- f jarlæg og áður ogbætti við:„.Tá, spurningin er, maðurinn.“ Ilún þagnaði, starði um liríð út í nóttina og sagði siðan: „Eg skal segja yður, að eiginmaður minn hefði verið hinn rétti maður, ef hann sæktist eftir völdum og synir hans væru á lifi.“ Hann svaraði, þótt hann hefði ekki ætlað að gera það: „Ivann að vera. En er ekki hægt að vera listamaður jafnl og Iiermaður?“ „Skapari jafnt og eyðileggjari!“ „Yitanlega. Ilann eyðileggur til að geta skapað.“ Hún hló. „F)g veit ekki, hyort e’g skil yður. \'ið vorum að fala um listir.“ Wpjj$Jf.ípjj!|i „Er eg ekki lika að tala um listir? T.ist stjórnskörimg- anna, ,sem beita sverði í stað penna, nieitils eða pensils. Látið þér þetta orð aðeins tákna skáld, mj-ndhöggvara og máiara? Er ríkisstjórn ekki list á sina visu?“ „Þér eruð slægur, svo að eg verð að hætta uð spyrja yður. Það er sama, hvort þér eruð hermaður eða lis.ta- maður. Þér eruð óvenjulegur maður í mínum augum.“ „Nei, eg er ekki óvenjulegur, en við lifum á óvenjulegri öld. Finnið þér það ekki? Mannkindin hefir lengi verið Andrca lézl hlýða á með athygli, þótt honum væri illa við þetla tal um Mark-Antóníó. „P e r D i ó, já! Enginn hcrshöfðingi er eins frægur og hann.“ „Ilann er styrkur og djarfur,” hélt hún áfram, „eru sannur og mildur. Menn fylgja honum af ást. Ifann er göfugur maður og eg get vel dæmt um það eftir allar deil- urnar, sem cg kynntist í Perúgíu! Hann hefir verið hetja í augum minum, siðan eg' var lionum gefin. Ilann hefði byggt upp þjóð, sem hefði haft tryggð og réttlæti fyrir hyrningarsteina. Eg vildi óska, að þið gætuð ræðzl við.“ „Eg þrái þann hciður,“ svaraði Andrea og varð hugsað tii loforðs Borgia. „Yei'ð'ið þið vetrarlangt í Fjallaborg?“ „Já, við hrcyfum okkitr ekki eftir heimkom'ima frá Róm.“ Orsíni varð orðlaus uin hríð. Hafði hann hevrt rétt? „Róm?“ —Smælki— Þa<5 er aldagömul trú hjá Mb. hamedsmönnúm, aö loftsteinár og stjörnuhröp sé eldibrandgr, sem englarnir slöngvi a<5 illuin öndum þegar þeir komi of nærri hliðutn himnaríkis. FurSnlegt sakamál var hafi'S áriö 1900 í Foochow í Kína, gegn 15 Buddhalíkneskjum. Tilefniö var það, aö eitt af þess- um goðum haföi falliö af stallí sínum og banað manni. Fjöl- skylda hans var mikilsmetin og áhrifarík og hóf mál gegn goö- inu og fjórtán öðrum goðum á sama stalli og ásakaöi þau um rnorö. Goðin voru dæmd til dauða og áttu aö hálshöggvast og fór aftakan fram opinberlega nokkuru síöar. U.in 1400 ára skeiö hafa menn tekið eftirrit af Nýja Testa- mentinu og hafa margar breyt- ingar veriö geröar á þeim tíma, eins og trúlegt tnun þykja. Hef_ ir svo víöa veriö dregiö úr sjxengilegu oröalagi, en á hinn bóginn sett ákveönari utnmæli þars em handritin þóttu um o£ óákveöin, — aö nú munu vera til 150.000 mismunandi liandrit af þessum liluta biblíunnar ein- göngu. Eng'jnn ntaöur hefir átt stærra frímerkjasafn en Philipp von Ferrari, sem bjó um 50 átfa skeiö í Svisslandi en þar dó hann árið 1917. Flann átti mörg samstæð írimerki en þó aö sam- stæ'ðurnar væri frátaldar átti hann samt utn 400.000 frímerki. Frímerkin voru boðin upp á ár_ unutn 1922—25 og íengust fyrír þau 1.960.000 dalir. HnMyáta hk 614 Lárétt: 1 Farinn, 6 per- sónufornafn, 7 samsetning, 8 sýnir reiðimerki, 10 verzlun- armál, 11 flani, 12 endur- hæta, 14 ónefndur, 15 svað, 17 á flíkum. Lóðrétt: 1 Orustulið, 2 sam- lenging, 3 fleyta; 4 sjá eftir, 5 likainshlutinn, 8 ungviði, 9 elskar, 10 tveir eins, 12 hvild- ist, 13 sár frumefni. Lausn d krossgátu nr. 613: Lárétt: 1 Úrakaða, 6 iná, 7 op, 8 klakk, 10 ár, 11 Rán, 12 klak, 14 La, 15'gæs, 17 birta. 1 Lóðrétt: 1 Óma, 2 rá, 3 kol, 4 apar, 5 auknar, 8 kragi, 9 kál, 10 ál, 12 ká, 13 kær, 10 S.T.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.