Vísir - 04.09.1948, Blaðsíða 4

Vísir - 04.09.1948, Blaðsíða 4
4 V I S I R Laugardaginn 4. september 1948 1 DAGBLAÐ Ctgefacdi: BLAÐAtJTGÁFAN YISIR H/F< Kltetjórar: Krlatján Guðlaugsson, Hersteinn PáLse&a. Skrifstcfa: Félagsprentsmiðjunni. Mgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm iínnr). Félagsprentsmiðjan h,f, Lausasala 50 aurar. Viiþnrrð og vöruskortui. Hér í blaðinu var fyrir skömmu rætt um þá vöfuþurrð, sem farin er að gera vart við sig í landinu og virðist fara vaxandi með mánuði hverjum. Var á það bent, að margar almennar neyzluvörur væri með öllu ófáanlegar og þessi vöruskortur stafaði ekki sízt að því, að hlutl’allið í irinflutningi milli „kapitalvara“ og neyzluvara væri orð- ið mjög várhugavert. Skortur væri á hinum síðarnefndu, er gæti haft alvarlegar afleiðingar og takmörk væri fyrir þvi hversu mikium hluta gjaldeyrisins væri varið til inn- fiutnings „kapitalvara'1. Alþýðublaðið þoldi ekki þessa bersögli vegna þess að gjaldeyfis og innflutningsmálunum er stjórnað af ráð- herra Alþýðuflolcksins. 'Setti það strax af stað leiðara með fynrsögninni „Meira glingur, en færri togarar“. Er þar ráðist að Vísi á mjög dóígslegan hátt, er sýnir, að Alþýðublaðið hefur misst alla stjórn á skapsmununum. Segir hlaðið að sfáðhæfingin um vöruskortinn sé upp- spuni og til þess eins komið á framfæri, að hægt sé að fá innflutningsleyfi fyrir vissum vörutegundum, en það séu þær vörutegundir, „sem menr.irnir er kosta útgáfu Vísis, Ieggja mesta áherzlu á að flytja inn í landið og selja“. — Margir vissu áður að Alþbl. er illa á vegi statt að því er skynsamlegt vit snertir, en þar virðist nú um algera vitþurrð að ræða. Blaðinu til upplýsingar má geta þess, að útgáfa Vísis er ekki kostuð af neinum sérstökum mönnum. Dtgáfan er kostuð af lesendum, sem eru um helmirigi fleiri en lesendur Alþýðublaðsin». Vísir hefur aldrei sótt um né fengið nokkurn styrk frá erlendum aðihun og er það meira cn ýmsir aðrir geta talið sér til gildft. Fáviska Alþbl. i innflutningsinálurium er ekkert nýtt fyrirbrigði. En í þetta skipti gerfr blaðið sig að athlægi, vegna þess að hinn pólitíski taglhnýtingsandi er svo rikur í því, að það telur sér skylt að hælbíta þá sem gagnrýna framkvæmdir er heyra undir ráðherra Alþýðufiokksins. Blaðið segir að Islendingar lifi við alsnægtir. „Það eru til þjóðir sem búa við skort á matvæknn og fatnaði, en Is- lendingar eru sem betur fer ekki í þeirra hópi“. Ennfrem- ur segir blaðið: „Vísir er alveg óhætt að leggja niður önn- ur cins fíflalæti og þau að reyna að tclja lesendum sínum trú um, að hann sé að hugsa um að skóa og klæða alþýðu- manna, þegar hann fer með fals eins og það, að þjóðin þurfi að fá fleira en „varanleg verðmæti“ til landsins“. Þannig geta ekki skrifað aðrir en andlega volaðir. Vill ekki Alþbl. spyrja sjómennina okkar um það livernig þeim gangi að fá vinnuvetlinga og sjóstígvél. Þetta er hvortveggja ófáanlegt og ástandið hefur verið þannig undanfarið, að legið hefur við borð að sjómennirnir hafi orðið að fara herhentir á sjóinn. — Vill ekki blaðið spyrja einhverjar alþýðukonur um það, hvernig þeim gangi að fá skó á börnin sín, einkum þau yngri. Vill það elcki líka spyrja Jiær hvernig þeim gangi að l'á tvinna, sokka léreft í rúmfatnað, handklæði, eða efni í algengustu kjóla? Allt er nú þetta ófáanlegt. Ef blaðið vildi ómaka sig til þess að láta líta inn í stærstu vefnaðarvöruverzlanirnar i bæn- um, Jiá mundi J)að komast að raun um að flestar hyllur eru tómar. Það sem J)ær hafa að selja er ósamstæður tíningur, og þær tegundir sjást ekki, sem mest er þörf fyrir. Vafalaust telur Alþbl. ekki mikla þörf á því að ahnenningur geti hreinsáð í sér tennurnar enda hefur tannkrem verið ófáanlegt um langt skeið. Svona mætti lengi telja og sýna fram á fáfræði Alþbl., sem er svo mikil að hún getur aðeins jafnast við illgirnina í ritsmíð J)ess. Blaðið J)ykist ætíð hafa einkarétt á ])ví að rita fyrir aíþýðufÓlk, vegna þess að það vill eitt hafa áhrif á skoðanir þess. Vísir hefur ekkert á móti J)ví að Alþbl. haldi áfram að skril'a um „allsnægtirnar" fyriy alþýðu manna. Ekkert mundi betur opinbera andleg ör- hirgð þess. Til umhugsunar: Menry Wallace. - Framfaraflokkiirmn ameríski. - Varaforsefaefns skemmflr. - Kommiin- Isfar bjoða fram. ~ Anðmaðurinn Wallace Kommúnistar dá fátt, sem amerískt er, nema — eins og sakir standa — Henry Wall- ace og fylgismenn hans, sem flestir eru kommúnistar. En Wallace heitir vitanlega ekki. kommúnisti á þeirra máti, hann er bara viðsýnn og frjálslyndur stjórnmála- maður, sem séð hefir þau augljósu Sannindi, að Rússar hafa alltaf á réttu að standa og Vesturveldin þar af leið- andi alltaf á röngu, því að varla geta háðir dciluaðilar i máli lialdið fram réltum málstað. Wallace er líka einn þeirra manna, sem telja sjáll'a sig algóða og að allir aðrir haldi upp ofsóknum gegn þeim. — Það er sama „manían“ og kemur fram, er kommúnistar hakla að það sé ofsóknir á liendur Sovétríkjunum, þeg- ar spyrnt er gegn því, að þ.au gleypi öll völd í fleiri lörid- Urii en þau hafa þ.egar gert. 'Ar Þegar þing republikana og demokrata stóðu yfir í sum- ar, birtu Þjóðviljinn fjálgleg- ar lýsingar á skrípaleik þcim, sem þar liefði átt sér stað, strípaðar stelpur hefði verið að spígspora um þingsalinn og þar fram eftir götunum. Hinsvegar bilaði fréttaþjón- ustan, þegar fylgismenn Wallaces tóku uþp á saraa fjára og vitanlega var þess ekki getið, að Glen Taylor, sem cr varaforsetaefni Fram- faraflokksins (Þjóðviljinn kann ekki yið Eramsóknar- | flokksnafnið), skemmti þing- heimi með söng og dúlli. ! Önnur blöð hér hafa því ' miður ekki gert þcim stór- ' viðburði eins góð skil og J Þjóðviljinn og er það vitan- lega til skammar. Kemur þar til greina, að þau gera sér ekki sömu vonir og Þjóð- viljinn um að geta haft áhrif á kosningarnar vestan liafs, hafa og samúð með liinúm villuráfandi sauði, sem glæpzt hefir i framboð fyrir einn flokkinn, Henry Wall- ace. Telja þau þögnina geyma liann bezt. En rétt er að geta uffl sitt af hverju, sem fram fór á stofnþingi Wallace-flokksins, því að þau atvik varpa sterku ljósi á það, hverjir eru þar innstu koppar í búri. Eitt var það lil dæmis, að sam- þykkt var að „einfaldurj meirihluti “ nægði til að á- kveða stefnu flokksins, er miðstjórn hans kæmi saman.1 Þetta er ákaflega þægilegt,1 því að þá geta til dæmis tveir eða þrír kommúnis.tar ráðið öllu. Yar umræðum um þetta hraðað eftir mætti af kommúnista þeim, sem var í sæti fundarstjóra og at-' kvæðagreiðslan afgreidd með methraða. ★ Hægri liönd fundarstjór- ans var maður að nafni William Gailmore, þekktur kommúnisti. Hann var lát- inn stánda fyrir samskotum fyrir flokkinn á þinginu, en er annars þekktur fvrir að vera dæmdur hílþjófur. — Skömmu eftir bilþjófnaðinri var hann tekinn úr umferð og lagður inn í geðveikrahæli til alhugunar. Nú virðist hann „hafa fundið sjálfan sig-“ Einri helzti ræðumaðurinn —■ sá sem flutti stefnuræðu flokksins — heitir Viío Marcantonio. Hann er eini kommúnistinn, sem situr á þingi í Bandarikjunum og stjórnar félagi því, sem vinnur fyrir liann i kjördæmi hans í New York, líkt og einræðisherra. ★ Hámark sínu náðu skrípa- lætin á þessu kommúnisla- J)ingi, þegar Glen Taylor hélt ræðu og kvaðst fús til að vera í kjöri fyrir flokkinn. Að ræðu sinni lokinni lióaði hann saman fjölskyldu sinni, konu, þrem kprnungum drengjum og bróður sínum og öll hersingin „gaf númer“, sem var fólgið i að syngja sönginn „When you were sweet sixteen“. Litlu síðar kom Wallace sjálfur akaridi eins og róm- verskur sigurvegari i opinni bifreið og hélt ræðu. Kenndi hann stjórn Bandaríkjanna um allt milli himins og jarð- ar, scm illa færi, en blakaði ekki við Rússum, erida hefði það verið hin mesta góðgá og hann liklega fengið á bauk- inn fyrir, hefði hann gerzt svo djarfur og sjálfstæður, Frh. á 6. s. Útvarpið í kvöld. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón- leikar: Sanrsöngur (plötur). 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Upplestur og tónleikar: a) Bókárkafli: „í grýtta jörð“ eftir dósent les). b) Rvæði (Ævar R. Bo Giertz (Sigurbjörri Einarsson Kvaran leikari les). c) Smásaga (Sigurður Skúlason magistcr les). Ýms lög. 22. Fréttir. 22.05 Danslög (plöturj. — (22.30 Veð- url'regnir). í dag er laugardagur 4. september, — 248. dagur ársins. Sjávarföll. Árdegisflóð var kl. 6,55 i morg- un. Síðdegisflóð verður ld. 19.20 i kvöid. Helgidagslæknir cr Þórarinn Sveinsson, Rcykjavíkui-vegi 24, sínii 2714. — Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, sími ■ 5030, Næturvörður er í Laugavegis Apó- teki. Næturakstur i nótt og aðra nótt annast Ilreyfill, sínji 0633. Meistarainót Hafnarfjarðar í frjálsum íþrótt- um yerður háð dagana 18. og 19. september. Iveppt verður í 11 i- þróttagrejnum. Það er' íþrötta- bandalag Hafnarfjarðar, sem sér um mótið. Nýlega ; tilkynnti Frandeiðsluráð land- búnaðarins verðlækkun á ný- ( slátruðu dilkakjöti. Verð þess er nú lcr. 15.85 pr. kg. í smásölu. í fyrrakvöld komu fjórir af íþróttamönnun- um, sem dvalið liafa að undan- förnu á Norðurlönduni, liingað til Reykjavíkur. Iþróttamennirn- ir eru': Finnbjörn Þorvaldsson, Sigfús Sigurðsspn, Óskar ffóns- son og Torfi Bryngeirsson. — Þeir Clausens-bræður eru vænt- anlegir um miðjan mánuðinn. Norræna myndlistarsýningin verður opnuð ld. 4 í dag lyrir almenning. Kl. 2 opnar Forseti íslands, berra Sveinn Björnsson, sýninguna. í fyrradag hófst fundur Stéttarsambajids bænda að Reykjaskóla í Hróta- firði. 48 fulltrúar sitja fundinn, auk stjórnar sambandsins og ;'nokkurra gesla. A bæjarstjórnarfundi í fyrradag kom tillaga þcss efnis, að loka injólkur- og brauða- J)úðum kl. 4 á laugardögum og siinniidögum allt- árið. Tillögunni var visað til bæjarráðs. Nemendur i skólagörðum Reykjavíkur eru bcðnir að koma í garðana við Löngublíð kl. 1 e. h. á mánudag til þess að taka upp kartöflur. Brúðkaup. í dag verða gefin saman í Iijónaband, Lára Kristinsdóttir, Ránargöfu 32, og Valtýr Ludvigs- son, rafvirkjamcistari, Tjarnar- götu 10. Heimili þeirra verður í 'i ‘jarnargötu 10. Utanríkisráðuneytið befir afhent Slysavarnaíélagi íslands peningaávísun að upplneð kr. 4.229,00, fyrir hönd norska sendiráðsins í Reykjavik, en upp- bæð þessi er gjöf til Slysavarna- félags ísiands frá áhöfnum ellefu norskra síldveiðiskipa og er ætl- ast til að fénu verði varið lil kaupa á björgunarflugvél fyrir Slysavarnáfélag íslands. Messur á morgun. Dóipkirkjan: Messað á morgun. kl. 11 f. h., síra Jón Auðuns. Fríkirkjan: Messað á niorgim kl. 2 e. b., síra Árni Sigúi’ðsson. Lúðrásveitin Svanur (eiluir á Arnarhóli i dag kl. 4 cf veður ieyfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.