Vísir - 28.10.1948, Blaðsíða 1
38. árg.
146. tbU
Fimmtudagnrinn 28. október 1948
rbandalag Atlantshafsríkja ?
Patreksfjarðarhöfn verður
ein bezta höfn á landinu.
Einkaskeyti til Yísis
frá UP.
IJkur eru taldar miklar á
því, að Bandaríkin gerist að-
ili að varnarbandalagi At-
lantshafsrkjanna.
Fulltrúi í utanríkisráðu-
neyti Bandarikjanna i "Wasli
ington ræddi væntanlegt
varnarbandalag viö frétta-
menn í gær.
Fulltrúi utanríkisráðuneyt-
jsins sagÖi, að ef til þess
Meira heitt
vatn í dag.
/ morgun var um 2 metr-
■urn hærra vatnsborð í heita-
uatnsgéymunum á Öskjuhlíð
•en undanfarna morgna.
Hafa bæjarbúar þegar
brugðizt vel við og víða lok-
að fyrir heita vatnið að nótt-
unni.
Helgi Sigurðsson hitaveitu-
stjóri tjáði Vísi í morgun, að
í nótt hefði heitavatnsrennsl-
ið í bænum numið um 95
lítrum á sekúndu í stað 148
sek/1. að undanförnu. í
kuldakastinu um daginn var
vatnsborðið í geymunum
ekki nema um 4 metrar að
morgni, en nú í morgun uni
eða yfir 6. m.
Ekki þurfa bæjarbúar að
óttast, að ekki verði nægi-
legt heitavaln næstu daga, ef
menn gæta þess að loka fyr-
ír renslið á nóttunni, ekki
sizt þegar veður er svo milt
sem í dag. En ástæða er til
að brýna fyrir fólki að fara
sparlega með vatnið, ef frost.
gerir á nýjan leik á næst-
unni.
PýzkSr hers-
höfðingjar
dæBndir.
Bandarískur dómstóll hef-
ir haft til meðferðar mál ým-
issa þýzkra hershöfðingja, er
sakaðir voru um stríðsglæpi.
Flestir liershöfðingj anna
voru sekir fundnir og verða
dómar cf til vill kveðnir upp
í málum þeirra í dag.
kæmi, að Bandarikingerðust
aðili að varnarbandalaginu.
sem byggt væri á sáttmálan-
um, er Vestur-Evrópurikin
undirrituðu r Brússel, myndi
hernaðarnefndinni verða fal
ið að sjá um dreifingu lier-
gagna þeirra, er Bandarikin
létu þjóðum þessum í té.
Norðurlönd.
Hann sagði ennfremur, að
ástæða væri til þess að á-
lykta, að Noregur myndi
ganga i bandalagið og' búist
við því, að Svíar myndu
einnig sjá sér bág í því að
lokum. Enda þótt Bretar,
Frakkar og Beneluxlöndin
væru búin að leggja grund-
völlinn að varnarbandalag-
inu, væri þó ekkert ennþá
ákveðið með önnur riki, en
eðlilegast væri, að bæði
Bandarikin og Kanada yrðu
aðilar að þvi.
Forsetakosningarnar.
Það er þó almennt álitið
að Bandarikin taki ekki
neina ákveðna afstöðu til
varnarbandálags Atlants-
hafsríkja ’fvrr en forseta-
kosningarnar eru um garð
gengnar, en þær fara, eins
og' kurtnugt er, fram 2. nóv-
ember n.k.
80 manns staiia
við breytingn á
Hæringi.
Sæmilega gengur að koma
síldarbræðsluvélunum fyrir í
Hæringi, að því er Jón
Cunnarsson, verkfræðingur,
tjáði Vísi í gær.
Er nú lokið við að koma
öllum aðalvélunum, sem
voru hér í Reykjavik, um
borð í skipið og hefir hver
vél verið sett á sinn stað. -—
Vinna nú um 80 manns að
staðaldri að frekari niður-
setningu þeirra. Er unnið af
kappi við breytingarnar á
skipinu og þeim lu-aðað eins
og unnt er.
Jón Gunnarsson kvað ör-
uggt um það, að Hæringur
yrði tilbúinn til þess að hefja
siildarbræðslu um áramót.
völi Evrópu.
Spánvcrjar eru að gera
flugvöll hjá Madrid, sem á
að verða hinn stærsti í Ev-
rópu, er honum verður lokið
á næsta ári.
Gela stærstu flugvélar,
sem í notkun eru, notað völl
þenna, en hann er i 2000 feta
hæð yfir sjávarmáli. Það er
talinn mikili kostur við völl
þenna, áð Itann er gerður,
þar sem veðurskýrslur sýna,
að þokur eru ákaflega sjald-
gæfar. (Express-news).
líðnstn eignii
Savoy-ættai-
innai líhiseign.
Róm (U.P.). — ítalska rík-
ið hefir nú loks svift kon-
ungsættina ítölsku öllum
eignum hennar.
Er þarna um að neða
hökkrár hallir, víða um land-
ið, svo sem í Torino, Pisa og
Róm. Auk þessa hefir rikið
gert upptækar lendur, sem
eru nærri 25 þús. ekrur eða
á 7. hundrað ferkm. Stærstu
hallirnar verða fengnar for-
seta landsins til umráða.
Mountbatten lávarður fór
í gær frá London til Malla.
Bretar liafa undirritað
samning úin 310 milljón
dollara lán samkvæmt Mar-
shalláætluninni. Lán þetta
greiðist upp á 35 árum og
eru vextir 2%%. Afborganir
hefjast 1956.
Gæzlustjéri Söínun-
arsjéés kosinn.
í Neðri deild var í gær kjör-
nn gæzlustjóri Söfnunar-
sjóðs íslands frá 1. jan. þ. á.
til ársloka 1951.
Fram kom aðeins einn
listi og með einu nafni —
Bjarna Ásgeirssonar og var
starfa. Ilann hefir gegnt
þessu slarfi undanfarið.
Hafnarhótuin þar wænfaniega
iokið næsta vor.
Búizt er við, að unnf verði
ð ljúka við hafnarmann-
virkin á Vatneyri við Pat-
reksfjörð, nú á næsta vori,
að bví er Albert Kindt, verk-
fræðingur við vitamálaskrif-
stofuna, tjáði Vísi í gær.
Kindt verkfræðingur, sem
haft hcfir yfirumsjón með
verkinu, sagði m.a., að heita
mætti, að 300 metra hal’-
skipabryggja í tjörninni á
Vatneyri, svo og tvær stein-
steyptar bátabryggjur væru
fullgerðar, aðeins minni hátt-
ar verk eftir.
Er nú umiið að því að
grafa skurð gegmim raalar-
kambinn, sent skilur tjörn-
ina — höfnina — frá firð-
inum sjálfum. Mún dýpkun-
arskipið Grettir fara vestur-
eftir mánuð eða svo og verð-
ur þá tekið fyrir alvöru tii
við það verk.
Annars hafa unnið þarná
að staðaldri 10—12 menn ogj
5 vörubifreiðar.
Byrjað var á hafnarmann-
virkjum þessum í maí 1946,;
en verkið hefir tafizt nókk-
uð, einkum vegna þess, að.
all-treglega gekk að lá nauð-
synleg járn frá Bretlandi.
Þegar hafnargerð jiessari
er lokið, geta skip, er ristá
allt að 20 fet, lagst þar að
hafskipabryggjunni og má1
nærri geta, hvílík samgöngu-
bót Patreksfirðingum og öðr-
um nærsveitarmönnum verð-
ur að þessu.
Hafnargerð þessi er mjögj
merkileg í álla stáði og á
ekki sinn líka hér á landi*
Frh. á 8. síðu.
Patreksfjarðarhöfn hin nýja. — Neðst á myndinni til
hægri má sjá gömlu bryggjurnar tvær, en til vinstri sést
skurðurinn, sem nú er byrjað að grafa ge.gnum malar-
kambinn og inn í tjörnina á Vatneyri. Við hafnarbakk-
ann til hægri verður allt að 20 feta dýpi og geta hnf-.
skip því athafnað sig þar. j