Vísir - 28.10.1948, Blaðsíða 5

Vísir - 28.10.1948, Blaðsíða 5
Fimmtudagurinn 28. október 1948 V I S I R a Það var í byrjun septem- ber að eg tók mér far með einni af flugvélum „Loft-1 leiða“ til Akureyrar. Ástæða er til að geta þess alveg sér- staklega, liversu gott er að ferðast í flugvél, og ekki gíeymi eg flugþernunni Ingu Loftdóttur sem gerði allt sitt til þess að okkur farþegim- um liði sem bezt; mér er nær að halda að það fólk sem annast flugþjónustu liér með islenzku flugvélunum sé éin- hver sú kurteisasta stétt manna hér á landi. Á Akureyri ætlaði eg nð skoða helztu skrúðgarða hæj- arins, ferðast um nágrennið og fara í Vaglaskóg. Fyrir mörguxn árum voru skrúð- garðarnir á Akureyri taldir bera af öðrum skrúðgöðum hér á landi, einkiun „Listi- garðurmn“ og' . Schiöths- garðurinn, en byrjað var á skipulagningu þessarra garða 1912, og Gróðrarstöðin á Akureyri, eign Ræktunarfé- lags Norðurlands, var stofnuð 1903. Þar er einhver falleg- asti trjálundur liér á landi. Nokkrir aðrir garðar setja svip sinn á bæinn, t. d. Rvels- garðurinn og garðurinn við Menntaskólann (Stefánsgarð- urinn) sem er í námunda við listigarðinn, ennfremur er Bjarkargarðurinn mjög snot- ur skrúðgarður og vel hirtur, Þegar eg skoða þessa garða sem eg ætla ekki að lýsa hér nánar, þar sem það liefir áð- Ur verið gert af svo mörguxn, minnist eg þess að á garð- yrkjusýningu Norðurlanda er haldin var í Kaupmannahöfn árið 1937 var sýnd garðvrkju- lcvikmynd er Garðyrkjufélag Islands hafði látið taka hér heima. Sýndi kvikmynd þessi, ýmsar garðyrkjufram- kvæmdir hér og þar af land- inu. í einum texta myndar- innar er þess getið að á Ak- ureyri, liöfuðstað Norðui’- lantls, séu fegui'stu skrúð- garðar á íslandi. Á Akureyri setja skrúðgarðarnir og gróskumiklir trjálundar svip á eldi'i hluta bæjarins. Til að kynnast allri garð- yrkjustai’fsemi þarna nánar en hægt er með því einu að skoða það sem fyrir augu ber, heimsótti eg garðyi’kjuráðu- naut Akureyrar, Finn Árna- son, er sýndi mér góðfúslega lielztu ræktunaiframkvæmd- ir í bænuin, og fékk eg hann til að segja mér frá þeim framkvæmdum sem hann héfir umsjón með fyrir bæj- ai’ins hönd og helztu áhuga- xnálum sínum í því efni að fegra bæinn með fjölskrúð- ugúm blóma og trjági'óðri. Akureyri er fallegur og vinalegur bær, er hefir með réttu oft vex-ið nefndur trjá- ræktarbærinn. En bærinn er í mjög öruin vexti sem bezt má inarka á því hve mikið hefir verið byggt þar af íbúð- arhúsum á síðustu árum og live mörg hús eru þar nú í byggingu. Nokkuð vill þó skoi’ta á það að Umgengni al- mennings sé með þeim snyrtibrag sem æskilegt væri ekki síður en liér, en þetta stendur vonandi allsstaðar til hóta. Finnur Áinason. Eitt af helztu áhugamálum sínum telur Finnur ráðu- |nautur að stofnað vei’ði fegi- unarfélag þar á staðnum er . hafi sarna hlutverki að gegna og fegrunarfélagið hér, en það er að stuðla að aukinni fegurð og snyrtibrag og bætt- um heilbrigðisháttum. Þær framkvæmdir í skrúðgarða- málum er ráðunauturinn tel- ur mest aðkallandi er nýít og fagurt ráðhústorg er væri skreytt hlómagróðri ámóta og Austurvöllur í Reykjavik Sem allsstaðar er þekktur fyrir sitt mikla hlómahaf. Telur Finnur að bifreiða- stöðvunum sem nú eru kring- unl ráðhústorgið á Akureyri ætti að útvega annan stað í bænum og sömuleiðis stæði fyrir einkabíla. | Á Akureyri er ein fegursta kirkja landsins, Matthíasar- kirkjan, hún síendur á fall- egri lóð og ber lxátt yfir þegar gengið er um helzíu umferða- götur bæjai’ins. Umhverfi kirkjuimar verður tekið til skipulagningar og fegrúnar svo fljótt sein auðið er og væntir Finnur góðs samstarfs við kvenfél. staðarins í þvi efni. F. Á. telur réttilega að auka þeri trjárækt á Akur- eyri að mildum mun því góð skilyrði séu þar til tfjáræktar i og að hauðsyníégt ’fé áð bæj; arstjórn og skipulagsnefnd ákveði sem fyrst þær lóðir er | leyft yrði að byggja á neðan i við Eyrarlandsveg og Spítala-, veg svo liægt yrði að taka allar þær hrckkur til fegrun- ar fyrir bæjai’búa. Hugmynd hans er að þar verði gróður- settur fjölbreytfur trjá- og runnagfóðUr er myndi á komandi áruin verða til stór aukinnar fegurðar í bænum og álit hans er að hrekkurnar alla Iejð inn að gróðárs.töð Ræktunarfélagsins séu ekki til það mikiliá nytja að minnsta kosti eins og nú er. Telur hárin því að stefna beri í þá átt að gróðursetja sam- felt skógarbelti frá Gróðrar- stöðinni og út að skógi-æktar- reit Skógræktarfélagsins. Skógræktarfélag Eyfirðinga liefir aðsetur stit á Akureyri, félagið liéfir fengið nokkurt landrými undir starfsemi sína frá Akureyrarbæ. Skóg- ræktaráliugi er mikill á Ak- ureyri og víðar um Eyjafjörð og hefir Skógrækt ríkisins að Vögluin í Fnjóskadal verið trjárækt þeirra Eyfirðinga mikiil styrkur. Víða á Akur- eyri eru mjög sérkenniléga falleg gil og brekkur sem auðvelt er að skreyta á hinn fegursta hátt með trjá- og blómagróðri. Á Akureyri er mjög riiyndarleg sundlaug og er hún í svonefndu Grófar- gili; hugmyndin er að um- skipuleggja umhverfi hennar að nokkru leyti og prýða það á ýmsa vegu. Skanmit frá sundlauginni og nokkru neð- ar er hinn margumtalaði Andapollur sem virðist eiga þar miklum vinsældum að fagna, enda er þar að stað- aldri mikið af fuglum, eink- um öndum. Virðast þær una sér vel þarna og dregur poli- urinn nafn sitt af þeim. Legg- ur Finnur til að pollurinn verði stækkaður til muna og umhverfi hans girt lilýlegra og fegurra. Að lokum minntist Finnur á live nauðsynlegt það væri að Akureyrarbær léti starf- rækja skólagarða svo börn og unglingar geti lært að rækta og umgangast gróður- inn og að það ætti að hafa nógu fjölbreyttan gróður í skólagörðunum svo börnin liafi unun af og fái áhuga fyrir hverskonar ræktun og geti síðar unnið sjálfstætt að öllum venjulegum ræktunar- störfum að námi þeirra loknu í skólagörðunum. Finnur Árnason er mikill á- hug'a og' dugnaðarmaður, má mikils af honum vænta í franitíðinni. Þegar rætt er um garð- yrkjú þeirra Akureyringa er vert að minnast tveggja bræðra að vefðleikum, en það eru þeir Jón og Kristján ’ Rögnvaldssynir, en þeir hafa verið mikill styrkur öllum garðyrkjumálum þar á staðn- uin og á heimili þeirra, Fífil- gerði í, Eyjafrði er eini jurta- garðurinn (Botanisk-Have) sem til er hér á landi. Sigurður Sveinsson. Sparið heita vatnið. Hitaveita Reykjavíkur get- ur fullnægt þörfum notenda [í Reykjavík,. ef fólk aöeins gætir þess að loka fyrir heita vatnið að nóítu til. j Helgi Sigurðsson, vatn’s- og' hitaveitustjóri, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær, en undanfarið liefir borið á tilfinnanlegum heita- vatnsskorti hjá um * l/~, not- enda i bænum. 1 Tvær meginástæður eru fyrir skortinum: ! fyrsta lagi óhófleg notkun vatrisins að næturlagi og í öðru lagi, að nú koma ekki nema um 250 sek./lítrar .af vatni frá Reykj- um í stað 300 sek./l., eins og það er þegar rennslið er mest. Stafar þetta líklega af ó- venju þurrkasömu sumri. Þá er í ráði að stilla rennsli til lnisanna þannig, að nota rnegi nrinna, en heilara vatn, fyrir tilverknað varastöðvar- innar við Elliðaár, en þessi breyting tekur um það bil mánuð. Fá þá allir nóg heitt vatn þegar þess er þörf, en brýnt er fyrir bæjarbúum að loka fyrir vatnið að næt- urlagi. Má geta þess ,að það svarar til 175.000 kr. verðmæta á máriúði hverjum að láta lieita vatnið renna að nótlunni, en niánaðartekjur hitaveitunnar eru um 750 þús. kr. köldustu iriánuðina. Má af þessu sjá, að hér fai'a veruleg verð- Færri tundur- dufS rekur. Á þessu ári hefir nokkuru fæn-i tundurdufl rekið á strendur landsins en í fyrra, að því er Skipaútgerð ríkis- ins hefir tjáð Vísi. | Á öllu árinu í fyrra rak samtals 132 tundurdufl á strendur landsins og voru þau gerð óvirk jafnóðum og: til þeirra spurðist. Nokkuru færri tundurdufl liefir rekið i ár eða innan við liundrað. Aðal „duflasvæðin“, ef svo mætti segja, liafa verið á söndunum 1 Austur-Skafta- fellssýslu og á norðaustur- landi. 42 vísað úr landL JnnanríkisráðherraFrcikka skýrði frá því gær, að 42 er- lendum verkamönnum hefði verið vísað úr landi. Ilöfðu verkamenn þessir tekið þátt í verkföllunum í Frakklandi og staðið fram- arlesa æsingum gegu stjóririmii.. Vitað er um marga fleiri erlenda verka- meim, er æstu til verkfalla og eru þeir nú flestir í haldi og bíða dóms. mæti til spillis, auk þess ó- hagræðis, sem af þessu hlýzf. ivristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður Jón N. Sigurðsson liéraðsdómslögmaður Austurstræti 1. Sími 3100. Á ítalíu er nú mikið rætt um tvær læknisaðgerðir. Er önnur til þess að lækna liða- gigt, en lrin til þess að lengja líf manna. Aðgerðir þessar urðu báðar almenningi kunn- ar á sérstæðan hátt. Sú siðar- nefnda varð fyrst kunn, er níræður leilcari Erfnete Zacconi ritaði grein i tímaiit, þar sem hann neitaði því, að Serge Voronoff liefði" yngt liann upp. Voronoff var kunnur af þvi að reyna að yngja menn upp með því að taka kirtla úr öpuin og setja í ilienn. Hann var of t nefndur „apakirtlamaðurinn“. Leikarinn sagðist ciga starfsorku sína að þakka læknisaðgerð, er prófessor Alcide Frascliini hefði gert á honum. Prófessor þessi býr í Milano og' skýrir svo frá að aðferð han.s sé sú, að" spýta vissum horniónategundum í fólk, sem hanri telur að sér- staklega glati gildi sínu eftir þvi sem aldur færist yfir það. Þessir liormónar eiga að gcra það að verkum að ellimörk- unum seinki og aftur náist jafnvægi innvortis, en rösk- un þess telur hann vera ein einkenni eílinnar. Hvernig svo sem skýringar prófessorsins eru, þá er það víst að hinn níræði leikari telur sig vera 50 árum yngri eftir innspýtingar þessar. Hann segist aðeins harma það, að hann skyldi ekki liafa kynnzt Fraschirii fyrr. i Dr. Alberli Rinaldi var •ítalskur læknir, er taldi sig. vera búinn að firitíá öruggt meðal við liðagigt og notaði hann það með góðum árangri þangað til hann var myrtur árið 1935, Aftur á móti var hann líka kaupmað- ur og lét engan vita um upp- finningu sína og gætti hennar sem mikils leyndarmáls. Hann notaði alls konar töfra og særingar í sambandi við læknisaðférð sína, sem aðal- lega byggðist á innspýtungu vissra efna. Þetta gerði hann til þcss að villa mönnum sýn, því hann vildi vera einn um læknisaðferð þessa. Hann læknaði heldur aldrei fólk nenia að næturlagi. Þegar Rinaldi lézt, eins og að ofan er getið, týndist „for- mulan“ fyrir lvfi hans. Nú liefir lyfjafræðingtir nokkur í Siena dottið niður á þessa efnablöndu, er gerði dr. Riri- aldi frægan á sínrini líma. Ýmislegt bendir a. m. k. til að hér sé utn nákvæmlega sömu aðferðina að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.