Vísir - 29.10.1948, Blaðsíða 7

Vísir - 29.10.1948, Blaðsíða 7
Föstudaginn 29. október 1948 V 1 S I R OQOQQQQQOQQQQOQQQQOQQQQQQQQQQQQQQQQOOQOGlQQOaQOC ISAMUEL SHELLABARGER föraqharefat □ 5 | OOQOQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQ færi i handaskolum. Síðan lýsti hann því fyrir Frakkanum, hyernig hann Iiugsaði sér að losa Fjallaborg úr höndum Ramirez og manna Borgía. Sá Andrea, að Bayard hafði mikinn áhuga fyrir viðureigninni, sem framundan var og varð því enn vonbetri en áður um, að hann gæti fengið hann til að taka þátt í stjórn áhlauþsins. Að lokum gat Bayard ekki á sér setið lengur og sagði: „Orsini, vinur minn, eg geri kröfu til þess að mega taka þátt í þessum bardaga fyrir frelsi Madonnu Kamillu Baglióne! Nei, eg heimta að fá að berjast fyrir hana. Það gerir ekkert til, þótt eg leggi niður störf fyrir konunginn i nokkra daga. Eg játa, að eg er dálítið hikandi, þar sem cg mun þarna berjast með Maríusi de Montbel, en því er ekki að neita, að hann hefir komið lofsamlega fram gagn- vart yður. Hvers vegna ætti ég líka að neita öðrum synd- ara um það, sem eg vil sjálfur fá að njóta af gæðum heimsins? . .. . í stuttu máli: Eg krefst þess, að mér verði falið að framkvæma einlivern liluta þessarrár ráðagerðar, þótt ekki væri nema mjög lítinn. Eg mun verða yður æv- inlega skuldbundinn, ef þér fallizt á þetta.“ Andrea svaraði ekki, heldur rétti honum höndina yfir borðið. Hann vissi, að nú væri engin hætta á því, að á- hlaupinu á borgina yrði ekki vel stjórnað. „Það er eg, sem verð yður skuldhundinn,“ sagði hann síðan, „og eg mun aldrei geta endurgreitt yður hjálpina. Meiss liöfuðsmanni mun þykja sannur heiður að því að hafa svo frægan aðstoðarforingja sem yður.“ Bayard hellti víni í bikara lianda þeim: „Eg vinn eið að þvi að vinna vel fyrir frelsi hinnar göfugu Kamillu Baglíóne!“ Sextugasti og þriðji kafli. Síðla dags þ. 22. október riðti þeir Ándrea og Maríó Bellí upp dalinn til Fjallaborgar. Belli var klæddur rauð- um og gulröndóttum klæðum, einkennisbúningi Borgia, en Andrea var í dularklæðum. Hafði honum meira að segja tekizt svo vel, að Belli liafði ekki þekkt hánn, er þeir hittust í Fabríanó. Hann hafði brugðið sér í gerfi prófessors frá Padúu, læknis, sem hann hafði kynnzt á námsárum sínum og tekið nafn hans einnig traustataki. Jafnvel þjónn sá, sem liann hafði ráðið i Kagli, liafði ekki hugmynd um, að húsbóndi sinp væri annar en liinn frægi læknir, sem hann lézt vera. „Það segi eg satt,“ mælti Bellí, er hann virti Andrea fyrir sér enn einu sinni, „að bctra dulargerfi liefi eg aldrei séð. Eg vona bara, að allt fari vel.“ Þeir höfðu ekkert frétt frá borginni, síðan Alda hafði komið boðum til Andreas fyrir viku. Bændurnir, sem njósnuðu fyrir þá, kunnu aðeins að segja frá nýjum af- tökum og hryðjuverkum spænska setuljðsins. Alþýða manna beið óþreyjufull eftir merkinu um að rísa úpp gegn kúgurunum. En þeir félagar höfðu ekki hugmynd nm það, sem gerðist i höllinni eða kastalanum. Löngu áð- ur en mennirnir tveir gátu greint aðra lduta borgarinnar blasti vesturturn kastalans við þeim. „Það eru herbergi í turninum, vænti eg,“ mælti Belli. „Já, en þau voru mannlaus cftir að Paóló stjörnuspek- ingur flýði. Merki frá turainum mundi sjást bæði í borg- inni og' á þeini stað, þar sem sveit Meiss á að safnast sam- an, en ekki úr liöllinni. Annars gerir það ckki til, þótt merkið sé ekki gefið í turninum, ef aðeins er hægt að veifa ljóskeri hjá gluggum, er snúa til beggja átla og eru nægi- lega liátt frá jörðu.“ „Eg skal sjá um þetta, ef eg verð enn uppi standandi,“ mælti Bellí og klappaði á hnakktösku sina. „Hérna er ljóskerið.....Eg vildi óska, að þinn hlutur væri ekki erfiðari. Hefir þú liugsað þér, hvernig þú átt að fara að ná fund Madonnu Kamillu‘?“ „Nei, eg verð að finna ráð, þegar þar að kemur. Við verðum að gæta þess fyrst og fremst, að lienni sé engin hætta búin. Eg vona, að Ramirez hafi ekki borizt neitt' til eyrna!“ Belli kinkaði kolli. „Já, þetta er vitanlega áhættusamt, eins og alltaf þegar svona margir eru í vitorði. En eg held, að hertogann hafi ekki grunað neitt, þegar eg fór frá ímólu. Hann heldur, að eg hafi farið til Langbarðalands, eins og hann skipaði mér.“ „Eg er líka sannfærður um, að enginn hafi orðið var ferða minna í Úrbinó, því að eg liélt kyrru fyrir í björtu en var grímuklæddur, ef eg fór út eftir myrkur.“ Þeir virtu borgarveggina vandlega fyrir sér, cr þeir nálguðust borgina. Spánverjar höfðu neytt menn til að vinna að viðgerðum veggjanna og kunni Andrea því vel mcð tilliti til þess, að vel kunni svo að fara, að borgin yrði að verjast Borgía aftur fljótlega. Þeir sáu verði á gangi á veggjunum, eins og við var að búast, þar sem setuliðið var einangrað og mátti búast við árás fyrri sam- herja. Þetta þurfi alls ekki að tákna, að upp liefði komizt um fyrirætlanir Andreas. „Svei!“ sagði Andrea allt i einu. „Sjáðu þarna!“ Ilann hafði ekki tekið eftir því fyrr en þetla, að nokkur lík höfðu verið liengd utan á kastalaveggina, vafalaust til þess að sýna borgarbúum, að þannig færi fyrir þeim, sem sýndu setuliðinu mótþróa. Boi garhliðin voru lokuð, er þeir komu að þeim, en menn könnuðust þegar við Bellí, svo að honum var hleypt inn umsvifalaust, svo og förunauti lians, meistara Felix Ambrósíó frá Padúu, sem Sesar Borgía sendi til Fjalla- borgar til að rannsaka sjúklinginn — Kamillu Baglíóne. Belli létti mikið, þegar hann sá, að engan spænsku her- mannanna grunaði, hvernig í öllu lægi. Einn þeirra spurði hann þó, livernig hann hefði getað komizt til borgarinar fi'ámhjá óvinunum í einkennisbúningi sínum. Svaraði Bellí þá, að liann hefði verið í öðrum einkennisbúningi, unz þeir komu til borgarihnar. Að svo mæltu riðu þeir Andrea til hallarinnar. Ramirez var ekki frekar á verði en hermenn hans, þegar Andrea og Belli var fylgt til einkaherbergis Varanós, sem Spánverjinn hafði tekið fyrir vinnustofu sína. „Eg er hræddur um, að yðar ágæti geti ekki orðið henni að neinu liði,“ mælti hann við Andrea. „Henni liefir hrak- að svo, að eg neyddist til að grípa til öflugri ráðstafana og láta gæta hennar sérstaklega i Vesturturninuni. Eg skal fylgja yður til hennar, jafnskjott og þér hafið jafnað yð- ur eftir förina.“ Kamilla var þá að minnsta kosti á lífi, en. ekki var golt að gizka á, við livað Ramirez ætti með „öflugum ráðstöf- unum.“ Frásögn Öldu virtist rétt i öllu. „Eigum við að segja, að cg fylgi yður til liennar eftir svo sem klukkustund ?“ bætti Ramirez við. Að þvi búnu bauð hann hermanni að fylgja liinum fræga lækni til herbergis þess, sem honum væri ætlað og ganga honum um beina. „Þér rabbið kannske við mig sem snöggvast, —Smælki Þegar Andrés Fjeldsted á Hvitárvöllum rauf Skalla- grímshaug ]866, kvaö Jón Thóroddsen þessa vísu til hans: hans: Skyggnist allir um allar ættföður luktar gættir, j leifa fornra ólatir f leitið og orku neyti'ð; rctið svörð of sverða seiðstær anda leiði þótt duni jörð og drynji draugur í gömlum haugi. Visa þessi er ekki i kvæða- bók Jóns Thoroddsens, en er hér tekin eftir því sem Fjeld- sted kenndi oss hana haustið 1877. —- Sunnanfari 1891. Prestsekkja skipaði vinnu- manni sínum að bera bezta á- burðinn á leiði manns hennar.. „Hvi á eg að gera það?“ sagði; vinnumaður. „Eg lofaði hon- um séra Jóni mínum sæla, að' gifta mig ekki fyrr en leiði hans^ væri allt orðið grasi vaxið. Mig langar líka til að hlynna að- því,“ sagði hún. HwUcfáta hk 663 Lárétt: 1 Hreysi, 6 tímabil, 7 Ieikur, 8 kvöð, 10 tónn, 11' dans, 12 stilla, 14 bókstafur, 15 látinn, 17 reipi. Lóðrétt: 1 Rámur, 2 tíma-< mælir, 3 bókarheiti, 4 veiði- dýr, 5 dauði, 8 frásagna, 9' rennsli, 10 orðflokkur, 12 hvíldi, 13 miskunn, 16 frum- efni. Lausn á krossgátu nr. 662 í Lárétt: 1 Baknaga, 6 áð; 7 án, 8 flatt, 10 ei, 11 róa, 12 suða, 14 N.N. 15 Rut, 17 rimma. Lóðrétt: 1 Bát, 2 að, 3 nál, 4 anar, 5 aftans, 8 fiðri, 9, tón, 10 E.U., 12 sá, 13 aum, 16 T.M. £. /?. SumucfkÁi — TARZAM 264 „Eg er kominn með mat til þín,“ sagði Cliedvvick stuttaralega. Þá heyriðst lágt urr í Tikar hinum megin við bifreiðina. „Ljón,“ öskraði Chcdvvick, og hann og Sproul sóttu rifflá síiia. T'arzan skipaði Ijóninu að hverfa $ brott, en Tikar fór hvergi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.