Vísir - 09.12.1948, Síða 4
4
V I S I R
Fimmtudaginn 9. desember 1948
WlSlR
D A G B L A Ð
Dtgefandi: BLAÐADTGÁFAN VlSIR H/F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Austurstræti 7.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hver dagur er dýr.
Jllþingi hefur verið aðgerðalítið allt til þessa. Við af-
■“ greiðslu mála hefur verið farið á hægum lestagangi,
og eru þau mál tiltölulega fá, sem fengið hafa endanlega
úrlausn í nefndum. Dylst þó ekki að þing þetta verður
þýðingarmikið, með því að mörg og merldleg frumvörp
liafa verið lögð fyi'ir það, einkum af dómsmálaráðherra
cða fyrir tilstilli hans. Varða frumvörp þessi aðallega rétt-
arfar í opinberum málum, sem og fógetaaðgerðir og full-
nægingu dóma og margt fleira, sem nauðsynlegt er og
sjálfsagt.
Almennmgur og raunar Alþingismenn sjálfir kvarta
mjög undan seinaganginum á þingi. Sér til gamans og af-
þreyingar ræða þingmenn dag eftir dag áferigismál, eða
lmcykslanlegan meðferð opinbers fjár í sambandi við
jarðakaup og verksmiðjurekstur. Dtanrikismál ber á góma
annað veifið, án þess að sýnilegur árangur sé áf slíkum
umræðum, en fyrirspurnum rignir svo niður frá degi til
dags og eru þær ræddar eða þeim drepið á dreif. Á slíkum
störfum þingsins ber mest út á við, en allt er hljóðara
um nefndarstörfin. Fjárlögin eru i nefnd og flest Önnur
þýðingarmestu frumvörpin, þannig að hin ómerkari mál
ein ber á góma á þingfundum, Cn eftir meðferð þeirra eru
störf þingsins dæmd af almenningi.
Vert er að hafa í huga, þegar þingstörfin eru rædd, að
aldrei munu meiri erfiðleikar hafa verið á afgreiðslu fjár-
laga, en einmitt nú. Vel undir búið fjárlagafrumvarp hefur
verið lagt fyrir þingið, en ef haldið skal áfram niður-
greiðslu afurðaverðs, svo sem gert hefur verið, verður að
finna nýja tekjustofna til handa ríkissjóði, en illt væri og
örlagaríkt, ef horfið yrði frá því að greiða dýrtíðina niður,
svo sem gert hefur verið á undanförnum árum. Gjaldeyris-
afstaðan út á við er erfið og tekjustofnar rildssjóðs
allsendis óvissir. Sem dæmi mætti nefna að verulega velt-
ur á því, að vetrarsildin veiðist svo sem í fyrra, en veiðiri
befur verið dræm allt til þessa. Mikil síldveiði getur skapað
þjóðinni verulcgar gjaldeyristekjur, og vafalaust yrði þeim
varið til aukins innflutnings, sem aftur leiddi til stór-
lega hækkaðra ríkistekna á næsta ári Má gera ráð fyrir
að þingmenn líti svo á, að fjáriögin verði ekki afgreidd
svo sem vera ber, fyrr en séð verður hver afkoma reynist
á árinu, og allt hangir í rauninni á þeirri horriminni, hvort
síld veiðist á vetrinum eða ekki.
Ekki bæta þau tíðindi úr skák, að brezka stjófnin mun
nú nýlega hafa ákveðið allverulega verðlækkun á hausuð-
um fiski, og miðað þá verðlækkun við íslenzk fiskiskip
lyrst og fremst. Afkoma botnvörpunganna flestra var
enganveginn góð fyrir, en verðlækkun sú, sem hér um
ræðir, mun nema um 2 £ á tonn fisks, og rýrir það gjald-
eyristekjurnar nokkuð, auk þess sem það getur ráðið al-
gjörum úrslitum um afkomu fiskiskipanná. Afkomuhorfur
eru því þungar, enda er í rauninni eina vonin að íslenzk-
um fiskiskipum verði heimilað að selja framleiðslu sína
á meginlandsmarkaði, fyrir viðunandi verð. Samningar
um það efni standa nú yfir, en um árangur er ekki vitað.
Seinagangurinn á Alþingi á rætur sínar að rekja til
þeirra erfiðlcika, scm löggjafinn á við að stríða og þeirrar
óvissu, sem ríkjandi er um alla afkomu þjóðarinnar. Á
undanförnum árum héfur gætt of mikillar bjartsýni í efna-
liagsmálum, en það hefnir ,sin nú, er harðna tekur um á
<3alnum. Þingmenn hafa verið með sama marki brenndir og
almenningur, og hafa jafnvel gengið feti framar í fjár-
bruðli en bjartsýnustu einstaklingar. Samvinna andstæðra
stjórnmálafloklca. hefur leitt til bræðings við afgreiðslu
flestra mála, en þó einkum að því er varðar opinber út-
gjöld til misjafnlega þarfra framkvæmda. Fjármálaráð-
herra hefur á hverjum tíma vai’að við óhofseyðslu, en
talað fyrir daufum eyrum. Nú verður að snúa við og fara
að öllu mcð gát. I rauninni er hver dagurinn dýr, sem
Aljiingi situr á rökstólum, en enginn dagur verður of dýr,
ef vel tekst um afgreiðslu jicirra mála, sem bráðrar úr-
Jajíisnar bíða.
3 glæsilegar
Athyglisverð
bók
MerkiSegar
þjóðlífs-
lýsingar.
Aívinnu-
saga
Frásagnir af
kunnustu
mönnum
þjóðarinnar.
Gunnar Ölafsson
Um helgina kemur í bókabúðir sjálfsævisaga hins kunna athafnamanns
Gunnars Ólafssonar kaupmanns og konsúls í Vestmannaeyjum.
•
Gur.nar Ólafsson er nú komin hátt á 85 aldursár og hefir því lifað tvenna
tímana, eins og hann minnist á sjálfur í eftirmála í bók sinni. Harðinda- og
liafísár 19. aldar, jiegar fólk flúði landið í stórum hópum, sakir bjargarskorts
og vonleysis um bættan hag, og svo nýju tímana, sem 20 öldin færði með batn-
andi veðráttu, er mest af öllu glæddi framtíðarvonir þjóðarinnar og jók afl
hennar og áræði til framkvæmda á flestum eða öllum sviðum.
0
Gunnar hefir því lifáð all viðburðarrika ævi. Hann lagði fyrst stund á skó-
smíðanám, sjómennsku og verzlunarnám. Hann var verzlunarmaður í Reykja-
vík á árunum 1896—1899, en fluttist j>á til Víkur í Mýrdal og veitti þar for-
stöðu verzlun J. P. Bryde. Árið 1909 fluttist hann til Vestmannaeyja og hefir
rekið jiar síðan umfangsmikla útgerð og verzlun.
0
Á þessum langa lífsferli, við margvísleg störf kynntást hann mönnum og mál-
efnum betur en flestir aðrir, og segir hann frá jicssu öllu í bók sinni á djarf-
legan og skemmtilegan hátt.
0
Mun éhætt a$ íu!lyiða9 aS þassl hék er eitt bezta innlegg
í meimingarsegu þjéðadimar,
0
Endurmmnmgar Gunnars Ólafssonar @r bék, sem vand*
látustu békaunnendur kjósa sér til að lesa um jólin. —