Vísir - 30.09.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 30.09.1949, Blaðsíða 4
Föstudagipn 30. scpteniber 1949 4 V I S 1R VfSXR DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐADTGAFAN VISIR H/í, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Herstenm Pélsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. AfgretQsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (finun iinur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan hi. Alitlegui þjóðaibúskapur? Við höfum um nokkur undanfarin ár búið við „áætlunar- kerfi“ í öllum viðskiptamálum. Stjórnskipaðar nefndir eða útvaldir sérfræðingar hafa vegið og metið þarfir þjóðarinnar til nýsköpunar og neyzlu, legið yfiwog reikn- að út hver útflutningurinn þyrfti að verða að krónutali, en þvínæst liafa allar aðgerðir byggzt á slíkum áætlunum og búum við nú við afleiðingar vísindanna. Er þá heldur ekki úr vegi, að menn geri sér grein fyrir hver aðstaðan er, sem og hvort hún hafi batnað verulega tvö síðustu árin, eða frá því er Fjárhagsráð tók til starfa, sem herra tit sjós og lands, ef frá eru talin óbein áhrif viðskipta- málaráðherrans, og rikisstjórnarinnar í heild. Þegar Fjárhagsráð tók til starfa var málum svo komið, að gjaldeyrir allur var upp urinn vegna óhóflegrar fjár- festingar, sem og yarnings til viðhalds og rekstrar nýsköp- unartækjanna, sem áætlanir höfðu verið gerðar um og ekki hafði heldur verið reiknað með í kapphlaupinu við ráðstöfun gjaldeyrissjóðanna. Til landsins höfðu verið fJuttar vörur fyrir tugi milljóna króna, sem lágu hér óinn- leystar i vörugeymslum eða á liafnarbakkanum, en þjóðin í heild liafði fengið á sig slíkt óorð í viðskiptum, að opinbcr verzlunarmálgögn annarra þjóða vöruðu kaup- sýslumenn sérstaklega við skiptum við Island. Starf Fjárhagsráðs var framan af góðra gjalda vert, en allt hefur sigið á ógæfulilið l'yrir ráðinu upp á síðkastið. Vanskilaskuldir þjóðarinnar munu hafa verið greiddar að mestu, enda var hreinsað til eftir getu þegar í upphafi, þótt aldrei hafi fengist Iireint borð til fulls. Nú er hins- vegar svo komið að Fjárhagsráð hefur misst öll tök á verkefnum sínum, ineð því að gjaldeyristekjurnar, sem allur áætlunarbúskapurinn byggðist á, hafa brugðizt til- fjnnanlega. Sannar ástandið í dag örugglega hvort stefna, sem miðar að enn frekari þjóðnýtingu, ríkisrekstri og áætlunarbúsliap, með öllu nefnda- og haftafarganinu, hentar þjóðinni og atviunuháttum hennar, en svo virðist sem Alþýðuflolekurinn og raunar kommúnistar einnig byggi kosningabaráttu sína algjörlega á slíkum áætlunar- búskap og framtíðarskipan. Þess var getið hér í hlaðinu í gær, að engir vefnaðar- vörureitir fylgdu að þessu sinni skömmtunarmiðunum, en þess jafnframt getið að æskilegt hefði verið, að almenn- ingi hefði verið gert þetta kunnugt, áður en það vai'ð verulegum vonhrigðum valdandi við úthlutun skömmtun- armiðanna. Segja má það, en ekki eru allar syndir Fjár- hagsráði að kenna. Svo er mál með vexti að Fjárhagsráð hefur í áætlun sinni fyrir yfirstandandi ár, gert ráð fyrir ríflegum innflutningi vel'naðarvara. Viðskiptanefndin mun einnig hafa úthlutað slíkum leyfum til heildsala og verzl- unarfyrirtækja, kaupsýslumennimir hal'a gert pant- anir hjá erlendum viðskiptavinum sínum, en kaup hafa ckki getað farið fram nema að óverulegu leyti sökum þess íið enginn gjaldeyrir hefur verið fyrir hendi, til fyrirfram- greiðslna vegna vörukaupanna, en hafi einhvcrjar slíkar greiðslur lengist yfirfærðar, liafa greiðslur vegna endan- legrar innlausnar vörunnar ekki fengist inntar al' hendi, Jiannig að varan liggur óinnleyst í vörugeymsliun. Bank- arnir greiða fyrir slíkum viðskiptum eftir heztu getu, en gjaldeyrir er ekki til og það ræður úrslitum. Áætlanir Fjár- hagsráðs og annarra séifræðinga hal'a hrugðizt, og áæthm- erbúskapurinn birzt í sinni sönnu og réttu mynd, miðað við íslenzka atvinnuhætti. Þetta er það ástand, scm vinstri flokkarnir hafa skapað og vilja við halda enn um skeið. Leggja þeir slíkt kapp á að vernda áætlunarbúskapinn og skipulagninguna, að þeir Ijygf?ja kosningastefnuskrá sína upp á enn frekari áætlun- um og enn frekari höftum og kúgunaraðgerðum gegn einstakiingsframtakinu. Endaulegt mark lic&sara flokka er að koma á algjörri „landsverzlun“ með innflutnings- og úlflutningsvörur, en sá áfangi, sem þegar er náð, spáir yissulega engu góðu um framhaldið. Half-kapur éiril. og köflóttar, stakar eða með jiilsi úr dökku cheviotti. . T 0 F T. Skólavörðustíg 5. Karlm.-frakkdr úr uHarefui, Drengjaúlpur úr inn, og útl. efni. H. T 0 F T, Skólavörðustíg 5. Ráðskona óskast f sveit, má hafa með sér slálpað haní. Þrír menn í heimili. Uppiýsing- ar í síma 81578. 12-15 hundinð hrónur á ntánuði Ung barnlaus hjón óska eftir íbúð strax. Uppl. i síma 5622. Elisabeth Göhlsdorf byrjar að kenna ensku og Jiýzku i Garðastræti 4, þriðju hæð. Sími 3172. — Dodqe-mótor til sölu. Nýstandsettur Dodgemotor 3V4 tonn, miðstærð. lljipl. í síma 4274. Trésmiður óskast lil að gera tilboð í að innrétta rishæð í Hlíð- arhverfinu. Uppl. í síma 6155. Píanókeimsla Byrja að kenna 1. okt. — Uppl. í síma 4535 kl. 5—7 í dag og næstu daga. Anna Sigríður Björnsdóttir. öllum þakka eg þeim kjartanlcga, sem mmntust 60 ára afmælis míns á ýmsan hált. Sérstaklega þakka eg forráðamönnum Fé- lagsprentsmiðjunnar, sem sendu mér dýrgrip í tilefm dagsms. Einnig þakka eg alúðlega starfsfólki fyrir- tækisms, sem sendi mér annan kjörgrip. öðrum vinum mínum er eg emmg þakk- látur, sem létu þennan dag líða sem aðra daga og gerðu af hpnum engan viðburð. Með virðingu og þakklæti, Arngrímur Öfafsson. 5 herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu til sölu. íbúðin er Iaus til íbúðar nú þegar. Greiðsluskilmálar aðgengilegir. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður Aðalstræti 8. Símar 80950 og 1043. A u g I ý s i n g nr, 20 1949 frá skömmtunarstjóra. Samkvæmt Iieimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takniörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðið að útliluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. okt. 1949. Nefnist hann „Fjórði skömmtunarseðill 1949“, prentaður á hvítann papp.ír í hláum og rauðum lit, og gildir liann samkvæmt því sem hér segir: Reitirnir: Sykur 31—40 (báðir meðtaldir) gildí fyrir 500 grönunum af sykri hver rcijtur. Reitir þessir gilda tiljpg með 31. des. 19,49. Reitirnir: Smjörlíki 12—-16 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grönnnuin af smjörlíki hvor rejtur. Reit- ir Jiessir gilda til og með 31. des. 1949. Reitirnir: Smjör nr. 2 og nr. 3 gildi fyrir 500 grömmum af smjöri hvor reitur, þó þannig, að óheimilt cr að aflienda snijör út á reit nr. 3 fyrr en el'tir 15. nóv. n.k. Reitir þcssir gilda til og með 31. des. 1949. „Fjórði sköiiuntunarseðill 1949“, afhendist aðeins gegn því, að úthlulunarstjóra sé samtimis skilað stoi'ni af „þriðja skömmtunarseðli 1949“, mcð árituðu nafni og lieimilisfangi svo og fæðingardégi og ári, eins og form hans scgir til um. Neðantaldir skömmtunarrpitir halda g-ildi sínu til ársloka 1949. Af „Fyrsta skönmitunarseðli 1949“. Vcfnaðarvöru- reitirnir 1—400. Shómiðar 1 15 og skammtar nr. 2 og nr. 3. Aí' „öðrum skömmtunarseðli 1949“. Vefnaðarvöru- reitirnir 401—1000 og sokkamiðarnir nr. 1 og nr. 2. At' „Þriðja sköinmtunarseðli 1949“. Vefnaðarvöru- reitirnir 1001 1600 og sokkamiðarnir nr. 3 og nr. 4. Ákveðið hefir verið að„YfirfatasgSill“ (í stað stpfiir auka nr. 13) skuli enn haldagildi sínu til 31. des. 1949. Finnig hefur verið ákveðið að vinnufataseðill nr. 5 skuli halda gildi sínu til 1. nóv. n.k. Fólki skal bent á, að geyma vandlega skammta nr. 12 17 á „þriðja skömnitunarseðJi 1949“, eí' til kæmi, að þehn yrði gefið gildi síðar. Reykjavik 30. sept 1949. Skömmtunarstjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.