Vísir - 21.12.1949, Page 6

Vísir - 21.12.1949, Page 6
 V 1 S I R Miðvikudaginn 21. desember 1949 Æ. •/. Jfohns&n. (Jón Ágúst Kristjánsson, frá Marteinstungu), fyrrverandi bankagjaldkeri. Fæddur 9. ágúst 1879. — Dáinn 11. nóvember 1949. IN MEMORIAM. Hve glöggt eg man þig forðum, er geymdirSu bankans sjóð, og geyrna vissi eg þig sitthvað fleira. Eg kynntist þér ei mikið, en kynnin voru góð. Því kýs eg nú að láta til min lieyra. Eg man það vel, að oft, er eg gekk i gjaldsins búð, þitt glaða viðmót huga mínum lyfti. Þin fi’amkoma var einörð og frjálsmannleg, en prúð. Mér fannst það gott að eiga við þig skipti. — Eg sagði, að fleira gyemdirðu eu gildan bankans sjóð, því glöggur varstu ó margs kyns þjóðleg fræði. Þú áttir þina drauma og elskaðir fögur ljóð, en ekki minnst sjálfs lifsins lieljukvæði. Þú unnir fögi'um listum. Þú dvrkaðir söngsins dís og dreymdir ])ig oft burt frá myrkri og vetri. Hún leysti af þér fjötra og álög skugga og skýs og skapaði þér nýjan heim og betri. Til liinztu stundar unnir þú æsku þinnar byggð og íslands merki hátt þú vildir reisa. Við vini þína ýmsa batzt ævilanga tryggð, og allan þeirra vanda kaust’ að leysa. Nú ríkir þögn og fyrnska um feril þinn á slorð. — Það fýkur yfir sporin léttu og þungu. Þau týnast sjálfsagt líka, nún eftirmælaorð um Ágúst Kristjánsson frá Marteinstungu. — En þó að orðin lýnist, þá huggun samt ég lief, að íiugsun mín, ])óll naumt sé mæld og vegin, og er hér fram að gægjasl og glyngra við þessi stef, -— liún gcli fylgt þér, vinur, hinuni megin. i (Úr Rangárþingi berst þér með blænum kveðjuljóð, frá bænum þínum gamla og austurfjöllum. Og ástvinir þér helga sinn hjartans bezta óð, og heitar þakkir titra á strengjum öllum. Gretar Fells. Geðþekk Ijóðabók. ÓSKASTUNDIR. Ljóðmæli eftir Kjartan Ólafsson, Reykjavik. — Prent- smiðja .Tóns Helgásonar, 1948. Kjartan Ólafsson, bruna- vörður i Revkjavik, hefir áður gefið út þrjár ljóðabæk- ur, og er því löiigu kuhnur orðinn fyrir lj()ðagerð sina. 1 þessari nýju bók hans cr safnað í einn stað liiriii helzta, sem eftir hann liggur i Ijóð- um, og gefur hún því góða mynd af skáldskap hans í heild sinni. Það, sem sérstaklega ein- kennir kvæði hans, er lipurð- in og léttleikinn, límgáfa, sem sjaldan fatasl tökin, sam- Jiliða göfgi í lmgsun og bjart- sýni; og fyrir það eru Ijóð lians éinnig geðþekkur lestur, ])ó að þau séu hvorki sérlega frumleg né tilþrifamikil. Ó- ' ncitanlega er ]k) að finna i safni hans mörg bæði vel ort og falleg kvæði. Má þar eink- um segja um náttúrulýsingar hans, eins og „Kom, vorsins hlær“, sem er á þessa leið: w „Kom, vorsins blær, að vekja dagsins rós, á vængjum þinum hjartans óskir líða, þú yngir hverja sál við sólarljós og signir geislum drauma- lundinn blíða. Hvp mildur er þinn koss við kvöldsins ós, er kveður aldan ljóð um suðrið þýða. Kom, vorsins blær, þú inildá lifsins ljóð að leysa hjartans free úr vetrardrómá, og strjúk um vanga lilýrri geislaglóð, er gleðibros í fögrum arigum ljóma, og hvísla að vinurn þinum ástaróð í yndislundi fyrstu sumar- blóma“. Þetta er bæði þýlt og fallegt kvæði. Gegnir sama máli um kvæðið „Sumar- nótt“, þar sem skáldið nær mjög vel þeim hugblæ, sem björt sumarnóttin á norður- vegum vekur með hljóðleik síniim og töfrum. í kvæði sinu „í fjalladaln- um“, segir Ivjartan: „Þar far- sæll og ungur eg tók við land- ið trvggð“, og ljóð hans berá því órækt vitni, að þau orð eru töluð út úr hjarta lians, þvi hariri yrkir margt ein- lægra og lilýrra ættjarðar- lcvæða og álthagaljóða, þar sem-ást hans á landi hans og þjóð, bjartsýni og framtiðar-, trú, lýsa sér ágætlega. Og þjóðrækni lians nær einnig t ríkulega til landa hans vestan | hafs, eins og sjá má glöggt af | liinum mörgu kvæðum í safninu sem orl eru til ís- lendinga liérna megin hafs- ins, er heimsótt liafa ælt- landið á síðari árum. Lýsa þau kvæði öll djúpstæðum og drengilegum ræktarhug i vorn garð, setri méta ber og þakka. Munu þau flest eða öll á sínum tíma liafa verið end- urþrentuð i islénzku blöðun- um hérlendis. Kjartan er Akurnesingur, alinn upp í einni af helztu út- gerðarstöðvum landsins. Þekkir hann þvi af eigin ’ reynd þá hörðu baráltu, sem islenzkir sjómenn heyja i ó- ( vægri sókn á liendur Ægis, enda eru þeir og harátta, þeirra honum hugstætt yrkis-j efni, svo sem fram kemur í .,Sjómannsljóðum“ hans og þá eigi siður í hinu samúðar-1 rika kvæði haris „Gamla sjó-j mannsekkjan“, sem hefst og lýkur á þessu erindi: ' ■ ■ „Iiún situr við gluggann og hlustar hljóð, um huganri fer gamalt og slitið ljóð. Það vermir sem eydd og útbrunnin glóð, sem ilmur frá bliknuðum rósum. En jólakvöldshclgin ber sinn blæ, yfir bvggðina, fjöllin, land og 2íe, og gefur sin himnesku friðarfræ, og fögnuð í hátiðaljósum“. Upp úr sama jarðvegi cr binn fallegi „Sjömannasálm- ur“ skáldsins sprottinn, er lýsir vel djúpri trúhneigð hans og trúarvissu. Mörg af kN-æðum Kjartans ei’u tækifæriskvæði, meðal annars eigi allfá erfiljóð, misjöfn að skáldskapargildi, eins og verða vill um slikan kveðskap, en vel kveður hann t. d. Jón Þorláksson, borgar- stjóra. Ágætast þeirra er þó minningarkvæðið um Jón Magnússon skáld, og munu vinir og aðdáendur þess öðl- ings á einu máli um það, að bæði skáldinu og manninum sé rétt lýst i erindum sem þessum: „Söng i sálu þinni sólarstrengur fagur. Mcnnt og dýru ittáli merktur er þinn bragur. Hollur þjóð, og þrunginn þungum undirstraumi hærra lífs og huga, heillar skáldsins draumi. Ileiðarlörid ineð lyngi, lind í hláu rjóðri, söng úr strengjum seiddi sveit og vafin gróðri. Iívöld i kyrrum skógi, kirkja Drottins þjóða, varð þér yrkisefni, allt það fagra og góða.“ Hér er þýðlega í strengina gripið, enda tekst skáldinu ó- víða betur en í þessu kvæði. Þykir mér svo vel sæma að Ijúka umsögn þessari með síðustu Ijóðlínunum í bók- inni, í kvæðinu „Hljómbrot“: „Vor ævi er stutt, en listin löng, vort iíf á hljóm í fögrum söng“. Richard Beck. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmsðnr. Skrifstofutimi 10—12 og 1—8. Aðalstr. 8. Simi 1043 og 80950 Á heismsenda köldum Eftir frú Evelyn Stefánsson, konu hins heimsfræga landa okkar Vilhjálms Stefánssonar, í þýðingu Jóns Eyþórssónar veðurfi'æðirigs ,er bókin sem allir bóka- vinir kjósa sér. PreftUtniÍjmt 044i k.jj. \ilir Laucgaveg 15

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.