Vísir - 28.02.1950, Blaðsíða 7

Vísir - 28.02.1950, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 28. febrúar 1950. V ! S I R Sr Vertíðin í Keflavík. Æf&inn ord/nn iiiie 3300 skipp. seiut í séösesíge vs&ísb* Til Keflavíkur skrapp fréttama,öur frá Vísi síðast- liðinn laugardag, til þess að hnýsast eftir aflabrögðum og ýmsu öðru viðvíkfandi yfirstandandi vertíð. Var hann illa a<5 heiman búinn, því að ’ekki þekkti hann nokkurn mann í því plássi, þegar til kom, en Elías' Þorsteinsson útgerö- armaður úr Keflavík, sem dvelur nú löngum í Reykja- vík, við nefndarstörf, benti honum á mann, sem kom honum í samband við þá menn alla, sem hann þurfti helzt við að tala en þeir tóku honum síðan hver öðrum betur. Fyrstan hitti hann vigtar- manninn, Kristinn Jónsson. Stendur hann í skýli sínu og les á vogarálmu eina mikla, sem hann hefir fyrir framan sig, jafnskjótt og hver bíll rennur upp á vogarpallinn, fýrir framan skúrgluggann. Þannig er aflinn veginn, — slægður, með haus, — jafn- skjótt og bátarnir koma að landi á degi hverjum, — og bókaður jafnharðan. Hörmulega rýr vertíð. Nú stóð einmitt svo á, þeg- ar fréttam. bar þarna aö garði, að fyrstu bátarnir voru að koma að, og voru bílar því að koma á vigtina, með stuttu millibili. Var því ekki hægt um hönd fyrir Kristinn að sinna fréttam. Og þó fékk hann hjá honum margskonar fróðleik á skammri stundu. Því að und ir vigtarálmunni, sem fyrr er nefnd, hafði hann fyrir framan sig doðrant einn mikinn, dálkastrikaðan, þar sem inn er færöur heildar- afli bátanna eftir hvern róð- ur og leyfði hann fréttam. að skyggnast í þessa fróð- leiksnámu. Skal nú hér til tínt sitt af hverju af því, er hann fræddist um þar: Það eru nú ekki lengur nein tíðindi, aö yfirstand- andi vertíð er hörmulega rýr, á öllum verstöðvum við bœði vegna ó- Faxaflóa, gæfta og aflatregðu. Gæftir hafa þó verið misjafniega góðar á verstöðvunum. T. d. sé eg hér, (í Kv.) að „Von- in“, sá báturinn, sem farið hefir héðan flesta róörana, hefir farið 30 róðra, það sem af er vetíð og með laugard. (25/2). (Á Akranesi mun „Ásmundur“ hafa farið 19 (?) róöra, en úr Sandgerði hefir ,,Mummi“ úr Garði far- ið flesta róðra á sama tíma eða 32). Aflahœstu bátarnir. Frá Keflavík róa á þessari vertíð 22 bátar með línu — og raunar 23. En einn („Frey dís“ frá ísaf.), er stakur.og eins og út af fyrir sig. Fjórir aflahæstu bátarmr eru þessir: „Jón Guðmundsson“ meö 23 róðra og 142.312 kg. heild- arafla 25/. Mesti afladagur hans var 24/2: 12.790 kg. „Ólafur Magnússon“, með 29 róðra og 164.184 kg. heild- arafla 25/2. Mesti afladagur hans: 15/1: 10.316 kg. „Vonin“, með 30 róðra og 154.746 kg. heildarafla. Mesti afladagur hennar: 15/1: 9.342 kg. ,,Smári“ með 28 róðra og 154.987 kg. lieildarafla. Mesti a'fli hans var 19/2: 7.454. Meðal-dagafli þessara afla hæstu báta úr Keflavík, er því: „J. G.“ .... „Ó. M.“ . . . . ,,Vonin“ . . „Smári“ ... 6.188 kg. 5.661 — 5.158 — 5.534 —Ó 1) En meðaldagafli á Akra- nesbáta, það sem af var vertíð til 15; þ. m. var 5.203 kg; og nieðal- afji',17 báta, sem á sjó fóru bezta afladag vertiðarinnar, 17. þ. m. var 8.340 kg. Og er það senni- lega metdagur við flóann á þess- ari vertið(?). Forvitnast um lifrina. Af því að svona stendur á, að vigtarmaðurinn er í önn- um, er ekki hægt að koma því við, aö fá hjá honum, að sinni, nákvæmlega upp gef- iö aflamagn allra bátanna, það sem af er vertíöinni. EEnda er nú skammt til mánaðamóta og mun Vísir þá geta birt heildartöluna. Hins vegar er hægt að kom- ast að því á annan hátt — svona nokkurn veginn, ef vit aö er, hversu mikið er lifrar- magnið, sem komið hefir úr aflanum, því aö taliö er að 77 lítrar lifrar fáist úr hverri smálest fiskjar. Og þá er að fara aftur á stúfana og hitta umsjónar- mann lifrarbræösluhnar. — Hann heitir Ragnar J. ! Guðnason og hitti eg hahn I í hans kompu í lifrarbræðslu jstööinni, þar sem hann og starfsmenn hans, þrír eða fjórir, eru að enda við að drekka eftirmiðdagskaffiö. Þeir fara út, starfsmennirn- ir, en fréttam. sezt hjá Ragnari, sem tekur honum vel og flettir strax upp sín- um bókum. Lifrarmagn og heildarafli. Fljótlegt er að finna það, sem fréttam. fýsir helzt aö vita, því áð þarna er „bók- haldiö“ ekki svo sem aldeil- is á eftir tímanum, fremur en hjá Kristni vigtarmanni — allt fært og aögengilegt fram á seinustu stund, — og byrjað aö taka á móti lifur úr bátunum, sem eru að koma að. Aðeins eftir aö leggja saman, því að ekki eru nema 2—3 róðrardagar eftir af febrúar. Og við leggjum þarna saman. Út- koman verður þessi: Það, sem af' er vertíö, að föstu- degi 24. þ. m. meötöldum, hefir aflinn skilaö 204.354 lítrum lifrar, en úr þeirri lifur hafa unnist 126.208 lítrar meðalalýsi eða 62% hérumbil. Af þessu má svo sjá, að aflinn, sem skilaö hefir þessu lifrarmagni, mun vera jum eða rétt innan við 2660 smál. eða samsvarandi 5320 skipp. Fleira þykist. fréttam. ekki geta af Ragnari grætt, aö þessu sinni, og kveður hann með vinsemd, en bætir viö „Feginn vil eg eiga þig að!“ Fiskúrgahgunnn. Þá er eftir aö athuga, hvað orðið hefir um fiskúrgang- inn. En Síldarbræðsluverk- smiðjan Fiskiðjan h.f. er þarna á næstu grösum, — en bæði þessi fyrirtæki eru spölkorn fyrir innan aöal- | kaupstaöinn. Er verksmiðja jþessi sameign flestra hrað- | frystihúsanna á Suðurnesj- jum og senda þau (t. d. frá Garði og Sandgerði, auk Keflavíkur-íshúsa) allan íiskúrgang þangaö til vinzlu, jen Huxley Ólafsson er fram- kvæmdarstjóri. Verksmiðja þessi er allmikiö bákn og mun geta afkastað 3500 mál- um síldar á sólarhring. Nú |Vinnur hún úr fiskúrgang- inum, og var í fullum gangi þegar fréttam. bar að garði og töluverður „peninoa- þefur“ þar, bæði inni og útti. Aðal-upplýsingarnar, sem H. Ólafsson gaf fréttam. voru þessar: Af hráéfni hefir verið tek- ið á móti á verstööinni til föstudags 24/2., um 1300 smál. frá ofangreindum ver- stöðvum, og úr því er búið aö vinna til sama tíma um 250 smál. af mjöli. Eins og í öðrum verstöðv- um hér við flóann, fer megn ið af aflanum t.il hraðfrysti- húsanna. en nokkuö er þó saltað, einkum það, sem afl- ast á laugardögum, því að hraðfrystihúsin hafa ekki unnið á sunnudögum til þessa. 25 ár sakBaus- í fangelsi. Chicago U.P. —- James Montgomerv, 57 ára gamaH sverting'i, sem setið hafði í 25 ár í fangelsi fyrir glæp, er hann hafði ekki framið, hefir krafist 250 þús. dollara bóta. Montgomery var dæmdur í æfilangt fangelsi. en var Dregirr úr húsa- smíðitm á Akranesi. Minna var byggt á síðastl. ári á Akranesi en mörg ár- in næstu á undan, en á þeim áfum reis upp fjöldi glæsi- legra íbúðarhúsa og mikilla bygginga til annarra nota. Jóhann Guðnason bygg- ingarfulltrúi hefir gefið Vísi uppl. þær sem hér fara á eftir: Árið 1949 var hafin bygg- ing 7 íbúöarhúsa á Akranesi | með samtals 9 íbúðum. Flat- armál þessara húsa allra er 1716 m1 2 en rúmmál 4119 m3, Ekkert þessara húsa er full- gert enn og sum skammt á veg komin. Öll eru húsin byggð úr steinsteypu. j Sex hús hafa verið stækk- uð og endurbætt, þar af eru tvö timburhús. Nemur aukn ingin fimm íbúðum. Rúm- málsaukningin nemur 1497 m3. j Þá hefir firmað Haraldur Böövarsson & Co. byggt hraöfrystihús úr járnbentrí steinsteypu, 737 m3 að flat- armáli og 6968 m2 að rúm- máli. Frystihús þetta er nú senn tilbúið. ;' Kaupfélag Suður-Borg- firðinga hóf í haust bygg- ingu mjólkurstöðvar íír jjárnbentri steinsteypu, 259 m2 að flatarmáli, en 1424 m2 að rúmmáli. Loks var svo byggt yfir Bjarnalaug og er rúmmál þeirrar byggingar 500 m3. Hinn nýi og vandaði spítali stendur nú fullgerð- ur, en staðið hefir á leyfum yfirvaldanna til þess að fá húsgögn í hann. Stóran barnaskóla, tvær hæðir og kjallara, — er ver- að að byggja. Er húsið kom- iö það langt að búið er að múrhúða það að innan. Skól. inn mun ætlaður fyrir um 300 börn. sleppt á s. I. ári vegna þess að sakleysi hans sannaðist, Hann gei'ir nú kröfu til þess ág Ulinoisfylki greiði lionum 250 þús. dollara i bætur, en hann segist hafa þurtt að lifa. á atvinnideysisstyrk siðan I hommi var sleppt. £ BuwwqkAi Þegar hér var komið, gekk Lúlli fram. „Við förum ekki til Leopoldville,“ sagði hann. „Héðan í frá takið þér við fyrirskip- unum frá Crinip og mér,“ maelti hann önugur. Lúlli og Crimp töldu, að Tarzan hefði farizt undir hinum fallandi köss- um, og fóru síðan með skipstjórann upp i brú. En það, sem þcir vissu ekki, var, að Tarzan var i fullu fjöri og veitti þeim cftirför.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.