Vísir - 19.04.1950, Blaðsíða 4
4
V I S I R
Miðvikudaginn 19. april 1950
WtSXR
D A G B L A Ð
Dtgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR H/F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Austurstræti 7.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Snmardagurinn fyrstL
Barnavinafélagið Sumargjöf hefur um margra ára
skeiÖ haldið uppi gagnmerkri starfsemi hér í baSmim
í þágu yngstu borgaranna, sem oft vilja verða út undan
í önnum og amstri hins daglega lífs. 'Smælingjarnir liafa
ekki skilyrði til að tala máli sínu við stjórnvöld bæjar
og ríkis, og geta hvorki haldið uppi kröfugerðum né
verkföilum, til þess að þoka fram kjarabótum sér til handa.
Þeir, sem vaxnir eru úr grasi, hafa misjafnan skilning á
þörfum þeirrar æsku, sem á að erfa landið, enda láta ýmsir
sig lillu máli skipta, hvort börnin hljóta það uppeldi og
þá þroskamöguleika, sem líklegir séu til að gera þau að
nýtum borgurum síðar á lífsleiðinni, þegar leikurinn hættir,
en hin svo kallaða lífsalvara tekur við, með öllum hennar
kvöðum og skyldum, boðum og bönnum.
Bæjarfélagið hefur á síðari árum stóraukið framkvæmd-
ir, sem beinlínis miðasf við þarfir smælingjanna. Hafa
þannig verið byggðir allmargir leikvellir fyrir börn, sem
koma í góðar þarfir vegna umferðayss og göturyks, svo
og annarrar óhollustu, sem börnunum er búin, hafi þau
ekki að öðru að hverfa en götunni einni. Barnavina-
félagið Sumargjöf hefur hinsvegar beitt sér fyrir starf-
rækslu barnaheimila, þar sem mæður gela komið börnum
sínum í gæzlu, er þær stunda dagleg störl', til þess að sjá
þeim farborða. Hefur þessi starfsemi einnig komið sér vel,
sökum fólkseklu, sem nú er ríkjandi, enda hefur svo
verið um langt skeið að stúlkur hafa ekki fengist til hús-
verka. Þær vilja miklu frekar vinna ömurleg verksmiðju-
slörf, misjafnlega þörf, enda þýðir ekki að keppa við
iðnaðinn um vinnuaflið.
Rekstur sá, er Barnavcrndarfélagið Sumargjöf hefur
með höndurn, er orðinn æði umsvifamikill. Gert var ráð
fyrir að félagið þyrfti að greiða allt að tveimur milljönum
ki'óna til þess að lxalda uppi reþstri daglieimilanna á þessu
ari, cn þó var þar ekki rniðað við klippta og skorna krónu,
svo sem hún er orðn nú. Vegna gengislækkunarinnar þai'f.
vafalaust meira fjármagn til rekstrarins. Þótt bæjarfé-
lagið hafi styrkt síarfsemina mjög ríflega og af myndar-
skap, hafa boi'gararnir heldur ekki legið á liði sínu, en
á styi’k þessara aðila lifir félagð, ef frá er talið fórnfúst
stai'f áhugamanna, sem í félaginu eru, en jafnvel stjórn-
endurnir taka ekki gi’ænan eyi'i í þóknun fýrir sitt mikla
starf. Félagið hefur undanfarin ár leitað lil hæjai-búa á
sumardaginn fyrsta, ekki með beinum styrkbeiðnum en með
bækur og rit, sem til sölu eru og svo merki, sem helguð eru
deginum sérstaklega og öllum ætti að vera ljúft að berá.
Með þessu móti, svo og skemmtunum, sem haldnar hafa
vei'ið í flestum samkomuhusum bæjarins, hefur íelaginu
boi’izt í’íflegur styrkur, auk þess sem einstaklingar hafa í
sumum tilfellum rétt því hjálparhönd með fjárframlagi.
Menn geta orðið Ieiðir á mei’kjasölu, en málefnið á ekki
að gjalda þess, þótt fé sé saínað undir misjöfnum mei’kj-
um og helzt til oft sé þeíta gert á ári hverju. Vafalaust
viljum við öll láta eitthvað af hendi rakna til yngstu kyn-
slóðarinnai’, sem óhægasta á áðstöðuna, en þegar jafn-
framt er vifað að fénu verður vai'ið í þjóðar þágu, ekki
aðeins í nútíð heldur miklu fremur vegna framtíðai'innar,
má ekki sinnuleysi leiða til þess, að menn telji eftir sér að
kaupa merld dagsins, bækur eða rit, sem börnin hafa að
bjóða á vegum Sumargjafai'. Kornið lyllir mælinn og
breðist menn almennt vel við konm ungu gestanna á sum-
ardaginn fyrsta, létt-ir það starfsemi Sumargjafar stórlega,
auk þess sem alrnenn vinsemd verður félaginu hvatning
til starfs og dáða. Sumardagurinn fyrsti á að vera hátíð
æskunnar í stundlegum efnum, svo sem jólin eru það í
hinum andlegu. Báðar þessar hátíðir Ixoða hækkandi sól
og vaxandi gróður. Ef æskan vill rétta þér örfandi liönd,
þá ertu á framtíðarvegi, kvað þjóðskáldið, — en hvers
vegna réttir þú þá ekki þína hönd á móti, þegar til þín
ter leitað af æskunni sjálfri.
GLEÐILEGT SUMARI
Göring lét
grafa þýfið.
Mikil auSæfi í silfri og
gulli og öðrum gersemum,
sem Herman Göring hafði
sölsað undir sig, hafa nýlega
fundizt.
Hafði Göring falið auðaífi
þessi undir Feldstein, kastala
sínum í þorpinu Neuhaus —
í Bæjaralandi. Höfðu dýr-
gripirnir verið grafnir í jörðu
og síðan múrað yfir. Sam-
kvæmt fréttunx frá þýzlxu
fréttastofunni D. P. A„ hafa
þarna fundizt m. a. gull- og
silfurmuríii', fræg hstaverk
og allskonar aði'ir dýrgripir
og stafa sumir frá hollenzku
konungsf j ölskyldunni og
aðrir voru 1 eigu Rotchild-
f j ölskyldunnar. Gr ef tri n un í
undir kastalamim heldiír á-
fraih.
Einn nýjasti togari Eng-
lendinga kom hingað tii
Reykjavíkur í fyirinótt,
vegna smábilunai'.
Heitir hann „Red Rose“ og
er knúinn dieselvél. Er bygg-
ingarlag hans nokkuð frá-
brugðið því, sem líðkazt
hcfir. Er skipið mjög renni
legt og áfei’ðarfallegt og búið
mörgum fullkomnum tækj-
um. Björgunarbátarnir eru
úr aluminíum og stýi’ishúsið
er þi’jár hæðir, eins og á
sáputogurunm svokölluðu.
Þá er engin af.tui'-sigla á
skipinu.
Skip þetta vakti strax
mikla athygli og fóru mar.g-
ir til þess að skoða það.
í
;+;
ÞJÖDLMKHUSIÐ
20. apríl, á sumardaginn fyrsta, kl. 19,15:
NÝÁnSNÚTTlN
eftir Indriða Eiharssön.
Leikstjói'i: Indriði Waage.
Vígslusýning. — Eingöngu boðsgestir.
21. apríl, kl. 20:
FJALLA ■ EIVIADIIH
eftir Jóhann Sigurjónsson.
Leikstjóri: Haraldur Björnsson.
Frumsýning.
22. aprll, kl. 18.
SSLAIVDSKLUKKAN
eftir Ilalldór Iviljan Laxness.
Leikstjói’i: Lárus Pálsson.
Frumsvning.
Aðgöngumiðar að sýningum á „Fjalla-Eyvindi“ og
„íslandskiukkunni“ er á miðvikudaginn 19. apríl kl.
13,15—18.
Sími: 80000.
tiB sölu
tveggja hektara land við þjóðbraut nálægt Reykjavík.
Landinu fylgja tvö góð íbúðarhús, annað fullsmíðað,
en hitt í smíðum. Sanxanlagt íbúðarhúsnæði urn 340
ferm., auk rishæðar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu minni.
Fyrii.spurnum ekki svarað í síma.
ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON, hrl.,
Austurstræti. 14.
♦ BERGMÁL x
Jæja, þá er veturinn að
kveðja, og flestir xnunu víst
taka undir með mér og segja:
sem betur fer. Ekki af því,
að veturinn hafi verið strang-
ur eða sérstaklega illviðra-
samur. Það verður ekki með
sanni sagt. ViÖ getum ek-ki
kvartað yfir harðindunum
að þessu sinni, og þegar
þessar línur eru skrifaðar,
stafar sólin mildum geislum
sínum inn um gluggann, og
yfir bænum hvílir einhver
vorblær, enda þótt kalt sé
í lofti.
;|í
Mér þykir sennilegt, aö fáar
þjóöir fagni jafnmikið komu
sumars og viS íslendingar, og
yíirgnæfandi meifihluta okkar
leiöist veturinn, jafnvel þótt
liafm verði a<5 teljast „mildurd
og miklu mildari en búast mætti
við eftir hnattstöðu þessa lands.
Undir niöri erum við öll sumar-
og sóldýrkendur, og' það eru þá
varla nemff einstö.ku ofstækis-
fullir skíöamenn, ef þeir eru þá
á annað borð til, senx ekki fagna
því, er snjóa leysir í hæðum og
hlíðum, Snjóbleyta einn dagxnn,
frost annan dagánn, ýlfrandi
súgur. kastvindar eða mold-
rok, það er dálaglegur vetur,
eða hitt þó heldur, sem er hinn
árlegi ívlgifiskur ókkar, sem
þennan landshluta bvggjuni.
Flesta dreymir um staðviðri og
stillur. sól af heiöum hinxni.
kyrrð og mildi liins íslenzka
sumars, eins og það gétur verið
hezt, en er svo allt of sjaldan.
❖
Surnir þeir, er þykjast
bera skyn á sálarfræði, vera
miklir hugsuðir og fílósófar,
(og eru það ef til vill) þykj-
ast hafa veitt því eftirtekt,
að menn séu almennt þung-
lyndari og geðverri í skamm-
deginu. Mér þykir mjög
sennilegt að þetta sé rétt, og
það er víst ekki út í loftið,
þegar menn tala um „sól-
skinsbros", jafnvel á hrút-
leiðinlegum mönnum, þegar
vora tekur.
Sjálfur þylcist eg einnig hafa
tekið eftir einhverju svipuöu
þessu. Þaö, sem einkennir flest
fólk á vorin, er tilhlökkun og
bjartsýi'vi.Hlutirnir hafa yfifleitt
ekki á sér einhvern ímyndaðan
ógnarhrag, eins . og mörguiix
finnst þegar haustar og „syrtir
aö“. Þegár vorar, þegar sól fer
æ hækkandi, er líkast því, senx
vonir manna, í hverju seni er,
glæðist að sama skapi. Flestir,
hvað miklir drumbar sem þeir
annars kunna aö vera, virðast
verða léttari í spori, er dagana
lengir og kvikasilíusúlan í
mælinum teygir síg ofar og.ofar
með hverjum deginum. Áuðvit-
að getur hrugðist til beggja
voná um þetta sumar. sem nú
fer i hönd, eins og svo oft áöur,
en hvað um það, viö lifum í
voninni um bjart ó'g sólríkt
sumar, helzt ekki of miklar
rigni'ngár og hvassviöri, heldur
jxau veður, þegar ílugur suða
undir Ixæjarveggnum { sveitiun,
ÍOg Austurstræti og Fríkirkju-
vegur fyllast af yngis.meyjum
höfuðborgarnnar, en slíkt er ó-
rofa tengt sól og smnri.
Svó er bezt eg slái botximn
í þessar hugleiðingar mdð
því að óska öllum lesendum
Bergmáls gleðilegs sumars.