Alþýðublaðið - 19.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.05.1920, Blaðsíða 1
Miðvikudaginn 19. maí 111. tölubl. Félagsmál 09 framkvæmdir Síðan Alþýðuflokkurinn hóf starf ■sitt hér á iandi, hefir hann stöð- ugt sótt fracn. Og fram mun hann sækja, þó stundum sé þungur róðurinn. Hreyfingar í þjóðfélags- skipulagi, eins og sú, sem Alþýðu- fiokkurinn beitir sér fyrir, eru seinar að ryðja sér til rúms. Öll framsókn er erfið. En ef altaf miðar áfram, aldrei aftur á bak, þarf enginn að iáta hugfallast. Gott málefni sigrar altaf að iokum, og svo mun um þetta. Margt er það, sem Alþýðu- Jokkurian hefir færst í fang nú á seinni árum, og alt miðar það til góðs, — miðar til eflingar og styrktar þeirri stétt, sem mesta þörfina hafði á að eflast. Eg á hér við verklegar framkvæmdir, sera teknar haía verið upp, og stefna að því að hindra það, að Fétur eða Páll geti notað orku dagiaunamannsins eins og laga- lega eign sína. Hindra það, að daglaunamaðurinn striti á afléts, íil þess að einhver letingi, sem varla nennir að stinga höndunum f vasann — hvað þá að taka þær upp úr þeim — geti komist á bað góða íag, að láta lífsnauð- synjar manna smjúgá gegnum greipar sínar, og skila ekki aftur úr greipunum meiru en honum gott þykir. Eg á hér auðvitað við hin ó- eðíilega háu og algerlega óheið- arlegu milliliðsgjöld, sem margir á stdðsárunm urðu *vo bráð- fikntr f. Mikill hluti af orku okkar verka- manna gengur í það, að fita vömbina á landeyðum þessum. Sum af fyrirtækjum Alþýðuflokks- ins miða að því, að ráða bót á þessu. Mikill hluti starfsins stefnir einnig að því, að gæta réttar verkamanna og leitast við að tekjur þeirra séu cokkum vegirm á hlutÍBlli við útgjöldin. Það hefir verið mikið verk og erfitt, að hrinda fyrirtækjum Al- þýðuflokksins af stað. En það er ekki síður vandasamt og erfitt, að halda þeim áfram. Þar má aldrei undan síga, eftir að farið er af stað; öllu verður að halda í horfinu, og stöðugt að sækja fram. Og það er það, sem eg vildi með þessum línum vekja athygli á. Sá, sém þetta ritar, er töluvert kunnugur félagsstörfum hér í bæ og félagslífi yfirleitt, og reynslan sýnir, að margt, sem hér á að vinna með samtökum og félags- skap, fer um koll og hjaðnar. Hér þarf því árvekni, því þetta tr alvarlegt mál. Það er betra að fara ekki af stað, en að gefast upp á miðri leið. En hvert er það sker, sem samstarfið oftast strandar á? Eg skal reyna að svara því. Félög erustofnuð. Fundirhaldn- ir. Mörg eru áhugamálin og margt þarf að gera. Einhver talar, og allir eru samþykkir. Nefnd er kosin og framsögumaður máisins, formaður nefndarinnar. Nú þarf margt að athuga, semja reglu- gerð, breyta lögum, finna ýmsa menn að má!i, útvega margt og margt, og störfin kaffæra nefnd- ina, því allir þurfa að vinna fyrir sér á daginn, en sófa á nóttunni. En eitthvað verður að gera. AUir þurfa að flýta sér. Illa hugs- uð tillaga er borin upp og sam- þykt. Alt gengur í flaustri, sem mest þarf að vanda, og strandar svo á skeri athugaleysis og óvand- virkni. Þannig eru nefnda- og fé- lagsstörf oftast í þessum bæ í fléstum eða jafnvel öllurn félögum. Og sama er orðið uppi á ten- ingnum á löggjafarþingi þióðar- innar. Þingmennirnir hafa ekki tíma til að hugsa og semja lögin — þeir verða að komast heim. Þetta er veiki punkturinn, og þessu þart að breyta til batnaðar. Og því verður breytt til batnaðar á einn hátt. Þar sem félagsstarfsemi er orð- in eins víðtæk og Alþýðuflokks- ins, er alveg óhjákvæmilegt að hafa fasta starfsmenn — að minsta kosti einn, — sem hafa tíma til að kugsa rækilega um málefnt flokksins og hrinda þeim í fram- kvæmd. Alþýðuflokknum er orðið lífsnauðsyn á þessu. Það verður að taka málin al- varlega fyrir, áður en þeim er hleypt af stað,' Ieggja alt niður fyrir sér, raða öllu, flokka alt, og koma svo með þau heilsteypt og undirbúin á fundinn. Þetta er að miklu leyti andleg starfsemi. Auk þess myndi með þessu fyrirkomulagi vera unt að leggja alúð við ýms önnur störf, sem nú verða að gerast í hjáverkum. Störf þessa flokks mega ekki fara í mola fyrir það, að enginn hafi tíma til að sinna þeim. Hálfkák er verra en ekkert, bæði í starfi hugar og handa. Þess vegna má ekki draga þetta mál á langinn. Það er hlutverk Alþýðuflokks- ins, að ráða þessu máli til lykta. Takist það vel, þá teldi eg Al- þýðuflokkinn hafa stigið stórt framfaraspor. K. Að nordan. Geislastoí'nun hefir nú verið sett á laggirnar í sambandi við spítalann á Akureyri. Jónas læknir Rafnar veitir henni forstöðu. Hann hefir kynt sér Ijóslækningar er- lendis. Berklahælið á Norðurlandi. Þeir eru ekki áhugalausir Norð- lendingarnir, einkum Akureyring- ar, við að safna fé til þessa þarfa fyrirtækis. Áður hefir verið getið utxi fjárstuðning ýmissa félaga, og nú í nýjustu norðanblöðam er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.