Vísir - 23.08.1950, Side 4

Vísir - 23.08.1950, Side 4
V I S I R Miðvikudaginn 23. ágúst 1950 DA6BLA9 Otgefandi: BLAÐAOTGAFAN VlSIR H/R Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn EáLuíon. Skrifstofa: Áusturstræti 7» Aígreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimni línuij, Lausasala 60 aurar. Félagsprentsmiðjan ftl* Handritamálið í deiglnmd. Nokkur skriður virðist vera kominn á afgreiðslu hand- ritamálsins, en um það hefir verið hljótt um skeið. Nefnd, sem skipuð var dönskum fræðimönnum, hcfir fjall- að um málið nú um langt skeið, en siðustu fregnir herma, að hún muni skila áliti mjög bráðlega. Má vænta vinsam- legrar afgreiðslu þessa máls af Dana hálfu að óreyndu, enda fer best á því, að málið leysist á þá lund, sem norræn- um vísindum hentar bezt og að mikill hluti handritanna hverfi aftur til síns heimalands. Við íslendingar munum flestir telja, að sum hand- ritin eigum við óumdeilanlega, eða þau, sem fengin hafa verið að láni i upphafi, en lent hafa fyrir handvömm í Árnasafni. Um rétt til ánnarra handrita má deila, en til þriðja flokksins eiga Danir allan lagalegan rétt. Kröfur Islendinga um afhendingu handritanna, hafa sumpart hyggst á lagalegum rétti samkvæmt ofansögðu, en aðal- lega á siðferðilegum rétti og eðli málsins, sem er það að handritin koma ekki að hálfu gagni meðan þau liggja í erlendu safni, lítt eða ekki notuð. Fyrir Norðurlöndin öll og raunar allan hinn menntaða heim, fer bezt á því, að Háskóli íslands verði miðstöð norrænna vísinda, svo sem hann í rauninni er, en fyrr en handritin verða hér til frjálsra vísindalegra afnota, nær norrænudeild skólans elcki fyllilega tilgangi sinum. Hafi danskir vísindamenn skilning á þýðingu norrænna vísindaiðkana og vilji þéim framgang, munu þeir einnig með tilliti til þess, -— auk þess, sem þeir vilja vel gera til íslendinga, — mæla með afhendingu handritanna. Mál þetta hefir vafalaust þurft vendile'gan undirbúning þannig að ekki yrði rasað um ráð fram, en óneitanlega hefir drátturinn orðið lengri, en ástæða var til að ætla í upphafi og menn gerðu sér vonir um. Samkvæmt blaða- skrifum, sem nýlega hafa birst, er húið svo að Árnasafni, að það getur ekki talizt vera í öruggri geymslu og jafnvel í yfirvofandi hættu, ef ófrið skyldi bera að höndum skyndi- lega. Á ófriðarármmm munu sérstakar ráðstafanir hafa ver- ið gerðar að vísu, til þess að varðveita safnið, og má vænta þess, að sami háttur verði á hafður, ef út af ber, en víst er, að íslendingar verða ekki i rónni fyrr, en safninu hefir verið komið fyrir hér heima á tryggilegum stað. Prófessor Sigurður Nordal hefir í Idaðaviðtali gert ráð fyrir því, að Árnasafni yrði gerð sérstök, örugg bygging, ef til heimflulnings kæmi. Má vænta þess, að engin fyrir- staða verði frá opinberri hálfu i því efni, en miklu frekar ætti það að reynast okkur metnaðarmál. Jafnframt væri athugandi, með tilliti til norrænna vísindaiðkana, hvort tkki væri rétt að efna til sérstakrar sjóðsstofnunar, til þesss að stuðla að og styrkja slíkar vísindaiðkanir erlendra manna, þannig að hlutur þeirra yrði að engu Iakari, en hann gerist nú í Kaupmannahöfn. Slíkur sjóður gæli hor- ið ríkulegan ávöxt á ýmsa lund, en ekki myndi hann stuðla sízt að æskilegri landkynningu. Væri þetta jafn- fram nokkur þakklætisvottur fyrir vinsamlegan skilning ‘á vísindalegri aðstöðu hér hcima fyrir. Handritamálið á að leysa án deilna og með gagnkvæm- um skilningi. Myndi það bæta mjög sambúð þeirra tveggja frændþjóða, sem hlut eiga að máli, og fullyrða má, að vinveittar eru hvor annarri, þrátt fyrir smádeilur og gagn- kvæman misskilning á síðari áriun. Sú gjöf yrði seint of goldin, ef handritasafnið yrði af hendi látið, og það myndi vissulega draga sviðann úr öllum sárum liðinna alda. Núlifandi Islendingar eru vaxnir upp úr Danahatri, en kunna að meta menntun og menningu þeirra þjóðar, sem vissulega á einnig rík ítök hér á landi, þar sem við höfum sótt menntun okkar að mestu til háskólans í Kaup- mannahöfn. Munu margir hafa hér álíka skömm á Dana- liatri, ef til væri, og það var talið sjálfsagt á fyrsta fjórð- ungi þessarar aklar. Hugleiðing um ör< yggi innflytjenda. Á nýársdag s.l. fluttu nokkrir foryslumenn stofn- ana og félagssamtaka, erindi í útvarpið er fjölluðu flest unx ástand og afkomuhorfur í þeirn greinum er þeir töluðu fyrir. Meðal þessara ræðumanna var einn bankastjóri Lands- bankans. Hluti af erindi hans fjallaði um hið sívaxandi kæruleysi margra skuldu- nauta bankans að standa eigi við gefin loforð og skuld- bindingar sínar. Ekki skal hér boi’in fram nein afsökun fyrir liönd þessara manna. Hinsvegar hafa þessi orð bankastjórans gefið mér til- efni til umbugsunar um það öryggi, sem viðskiptamenn bankanna og þess opinbera geta vænst af þessum aðilum, af fenginni reynzlu. í flestum löndum beims hefir öryggi (tability) verið ein nxeginregla hvers Ixaixka, en á þessu Iiefir því miður misbrestur orðið lxér heima fyrir, svo senx eftirfarandi dæjpxi samxar. Á s. 1. hausti ákváðu inn- flutningsyfirvöldin í saixi- í'áði við útgerðarnxenn, að fyrir andvirði Faxaflóasíldar skyldi veitt innfl,- og gjald- eyrisleyfi fyrir fatnaði, skó- fatnáði og ýmsum bygging- arvörum og átlu leyfi þessi að falla undir svokallaðan „frjálsan gjaldeyri“ þ. e. a. s. handhafi leyfanna greiðir viðkonxandi útflytjanda nxis- mun á söluverði og ábyrgð- ai’vei’ði síldai’innai', senx síðar leggst á vöruna. I þessu til- felli nam uppbót þessi frá 30—40% af nafnverði leyf- anna. Kaupendunx þessara leyfa var á sínunx tíma tjáð, að þá- Jverandi ríldsstjórn liefði gef- | ið útgerðármönnum loforð I uixx, að gjaldeyrir sá, sem . imx kænxi fyrir þessa síld j skyldi geynxdur á sérreikn- ingi bankanna og einungis notaður til greiðslu á vörum þeinx, er fluttar yrðu inn á leýfi þessi og mun ríkis- stjórnin hafa gefið bönkuxx- um ski’ifleg fyrirnxæli uxn þetla. Yaran var pöntuð skv. leyfunum, eix þcgar greiðslan átti að fara franx í böhkun- um revudist liinix keypli gjaldeyrir ekki fyrir hendi og leyfiix urðu því aðeiixs gágnsllflir pappírar. Hvers gæti einslaklingur eða fyi’irtæki vænzt, senx þannig lxagaði sér gagnvart viðskiptavinum sínuni ? — Þeirri spurningu getur Ixver og eimx svarað. Því skyldi bankinn geta væixzt hins gagnstæða? Innflytjandi. Gestur, sem styrr hefir staðið um. Danski læknirinn frú Kiistine Nolfi er nýkomin til bæjarins í boði Náttúrulækn- ingafélags íslands. Mun hún dveljast hér í hálfan mánuð og flytja fyrir- lestra bæði hér í Reylcjavík og víðar um laixd. Dr. Nolfi liefir nú slundað lækningar í full 40 ár. 1 12 ár var liún sjúkrahúslækixir við ýms sjúkrahús og gat sér þar svo góðan nrðstír, að hiin var árum saman 1. að- stoðarlæknir við þekkt sjúlírahús í Ivhöfix. Alger þátlaskipti urðu í lífi hennar fyrir uixi 10 árum. Fékk hún þá ki'abbamein í annað brjóstið, en í stað þess að láta 1 skera það burtu, tókst lienni að lækna sig á fáuixi nxánuð- juixx nxeð breyttu mataræði, sól- og' sjóböðunx. Hún vildi j nxiðla öðruixx af þekkingu þeii’ri og reynslu, er liún liafði lilotið af liinni nýju aðferð og setti í þvi skyni upp lieilsu- liælið „Huixilegaarden“, sem fjoldi nxanns sækir árlega. Mikill slyrr hefir staðið unx dr. Nolfi og aðferðii’ hennar í Dannxörku og ríðar á Norð- urlöndum. Hefir liún verið gagnrýnd harðlega og jafnvel höfðað nxál gegn lienni, er sykursýkisjúklingur einii andaðist á lxæli hennar. Hihs- vegar hafa ýmsir norskir og sænskir læknar tekið nxálstað hennar opinberlega. Fyrirleslrarferðir hefir hún farið víða um Norður- lönd og einnig Holland. Kenxur hún nú í fyrsta skipti til íslands og flytur fvrir- leslra sem fyrr segir i Reykja- vík og víðar. Fyrsti fvrir- leslur hennar verður í Lista* nxannaskálanum n. k. mið- viluidag. JTi S'k yn es s ee <r/ frá Slysavarnaféiagi íslands. Sjúkrabifreið Slysavarna- félagsins hefir að undan- förnu farið tvær ferðir út á Reykjanes að sækja sjúkl- inga. I fyrra skiptið var unx að ræða einn af þeim nxönn- unx, sem vinna við að bjarga úr oHuf lu tnin gask ipinu „Clam“ út við Reykjanesvita og fcngið liafði slænxa zink- eitrun nicð háum liita. Hin ferðin var farhx til að sækja konu, sem liafði lær- brotnað i Grindavík. ♦ BERGMAL > „HÁB“ hefir sent liiér eftir- íarandi hugleiöingar um land- búna’Barmál. Hanix segir m- a-: „. .. . Ljótt er þaö rne'5 óþnrrk- ana á Austurlandi í sumar. Þaö er svo sem ekki ný bóla á þessu landi, aö drojii komi úr lofti og fleiri en einn eöa tveir. Samt er þaö sannleikur, að íslenzkir bændur treysta á sól og þerri til að verka hey sitt, en miklu rninna hefir verið gert að því að verka súrhey eða bara vot- hey. Eg held, að votheysturn- arnir hljótí að vera mesta þing, heyið” bezta fóður úr þeim og mjólkin sem á sumardegi. En turnarnir eru ekki nægilega margir og eru vafalaust margvíslegar á- stæður til þess — skortur á einhverju sviði, því að ann- að þekkist ekki á landi voru nú. En þeir eru framtíðar- tæki, sem gera bændur ó- háða mesta fjandmanni sín- um — og vini — veðrinu. * Annars flaug mér dálitiö í hug, senx kom nxér til þess að hripa þessar línur. Og hugdett- an er þessi: Er ekki lxægt að lxraðfrysta hey ? Hvernig væri ■að reyna slíkt? Menn frysta all- an fjandann nú á dögum, græn- meti í mannskepnuna og hvers vegna er þá ekki lxægt aö frysta gras ofan í venjulegar skepnur? Mér datt t. d. Reyöarfjörður í hUg í þessu sambandi- Þar hefir veriö óþurrkatíð'í sumar eins og annars staðar á þeini lxjara lxeims, en þar niun víst hver fjölskyldunxaður éiga nokktirar skjátur eða eina belju og vitan- lega þarf þetta hey. * Á staðnum er hraðfrysti- hús, sem ekkert hefir að gera að sumarlagi og ætti þess vegna að geta fryst tuggu fyrir menn og geymt. Það ætti að geta komið sér vel í óþurrkatíð eins og verið hef- ir þar eystra í allt sumar, svo að menn hafa engu náð inn.“ * Eg er lxvorki sérfræöingur i grænum grösum né frystitækni, svo að eg skal ekki dæma um . þessa hugmynd, en eg' segi eins . og Ixréfritarinn — hvers vegna skyldi ekki vera hægt að frysta gras ofan í skepnur, úr því aö j grænmeti, fryst fyrir nxann- , skepnuna, þykir bezti nxatur ? j Hinsvegar er eg anzi hræddur um, að það yröi dýrt hey, senx j íengist úr frystihúsinu og að mjólkurd’ropimx yrði ekki al- l veg gefinn, sem fengist úr þeirri kú, er gefiö væri lxraöfryst- En um það skal ég ekki fullyrða og' ef einhvern langar til að at- huga möguleikajxa á að franx- kvæma hugmynd FIÁB, þá nxun honuýi það gleðiefni að falja frá öllu tilkalli til höíundár- ! lauua-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.