Vísir - 24.08.1950, Side 4

Vísir - 24.08.1950, Side 4
4 V I S I R D A G tí L A Ð Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VlSIH H * I Ritstjórar: KristjáD Guðlaugsson, HersteiHD Páiason. Skrifstofa Austurstræti 7 Mgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm Uxtur), Lausasala 60 aurar. Félagsprentsmiðjan M.f. Stfrfelílin á „heiitta^gstöðvnnum." Iafnhliða því, sem hlóðug átök fara fram í Kóreu, sem kommúnistar _ efndu til í upphafi með vopnavaldi, heyja þeir stjn’jöld sína á ýmsum öðrum vígstöðvum, sem hijóðara er þó um. Viðleitni þeirra beinist að því fyrst og fremst, að hindra flutningá á hernauðsynjum til vig- vallanna í Kóreu, að reka skemmdarverkastarfsemi í verk- smiðjum, að efna tii verkfalla, einkum í hafnarhorgum og við jámbrautir og vinna á þann hátt að sigri kommúnista í Kóreu. Þessir nienn berjast þannig gegn hagsmunum heimaþjóðar sinnar, þótt ekki sé sú barátta blóðug, að öðru leyti en þvi að þeir kunna að fórn lifi ótalinna landa sinna á vígvöllunum, vegna vanrækslusynda sinna og skemmd- arverka. Forsætisráðherra Breta lýsti nýlega yfir því, að nauð- syn bæri til að staðið yrði/á verði gegn skemmdarstarfsemi „innan frá“ og skoraði á þjóð sína að sameinast á verðin- um. Þá höfðu margvísleg skemmdarverk verið unnin i Bretlandi, hergögn sprengd í loft upp, flugvélahlutir skað- aðir og bein sviksemi hafði einnig komið í ljós við ýmsa verksmiðjuvinnu í hergagnaframleiðslunni. Öll slík skað- semdarverk nlátti rekja til ákveðins flokks manna, sem ráðherrann nefndi að vísu ekki, en sem engum duldist hver var. Slíkum aðferðum er beitt í öllum löndum, sam- kvæml fyrirlagi erlendrar stórþjóðar, sem vill hrjótast til heimsyfirráða með vopnavaldi. Fyrsta skilyrði til ótruflaðs hernaðarrekstrar, er að samgöngukerfið sé í lagi, þannig að aðflutningar heftist ekki um langan tíma eða skamman. Slíkir flutningar fara að sjálfsögðu aðallega fram með skipum og járnbrautum. Kommúnistar vita, að hezta framlag þeirra í þágu Ráð- stjórnarríkjanna, er að trufla samgöngurnar í heimalandi sínu, hvar sem er á hnettinum, ef þjóð þeirra snýst öndverð gegn yfirganssemi Rússa. Fyrir því hafa þeir smeygt sér inn i öll félög þafnarverkamanna og starfs- manna við járnbrautir og hafa viða komizt til áhrifa og valda, með skipulagðri svikastarfsemi. 1 ýmsum borgum á meginlandi Evrópu hafa kommúnistar efnt til verkfalla að undanförnu, en nú síðast til verkfalls hafnarverkamanna í Rotterdam og Amsterdam, en þetta eru hvorttveggja hafnarborgir, sem mikla þýðingu hafa fyrir inn- og út- flutning meginlandsins. Þaðan eru fluttar nauðsynjar til margra Asíulanda, en þótt ekki sé um hergögn eða vígvélar að ræða, getur slikur nauðsynjaflutningur truflað allar hernaðaraðgerðir þar austur frá. Nú i fyrradag efndu kommúnistar til verkfalls við járn- hrautir Canada og Bandaríkjanna, en talið er að það verk- fall breiðist óðfluga út. Slíkt tiltæki kemur engum manni á óvart, sem kynnt hefir sér starfsemi kommúnista í Ves- urheimi. Hefir Budens, fyrrum ritstjóri Daily-Worker og íyiTum einn helzti foringi kommúnista þar vestra, lýst þessum fyrirætlunum í bók sinni: „Men Without Faces“, sem vakið hefir gífurlega athygli um heim allan. Er þar flett ofan af allri svikastarfsemi kommúnista, gegn föður- landinu og heimaþjóðinni, en upplýsingar þessa sama manns fyi'ir amerískum dómstólum, leiddu til j)css, að lög- reglu Bandaríkjanna tókst að hafa hcndur í hái'i foringja skaðsemdarvarganna og sitja þeir nú mai’gir í fangelsum. En jxi'átt fyrir jxað stai’fa deildir flokksins innan samtaka flutningavei'kamanna, hvort sem er í hafnarborgum eða við járnbrautii'ixai', og ávÖxturinn af starfi þeirra hirtist nú í vei'kföllum, jxegar mest ríður á að hraðað sé flutn- ingum til Kóreu. Slik er afstaða kmmúnista til hermann- anna, sem á vígvöllunum bcrjast. Þeir vilja fórna lífi jxeirra fyi'ir Ráðstjórnarríkin, og tefia almennu öryggi sinnar eigin þjóðar í voða. Jafnframt eru þessir menn reiðubúnis til að lxefja blóðug átök og efna til byltingar innanlands, er því verður við komið, en þó einkum ef styrjöld skyldi hefjast við Ráðstjórnarríkih, sem ýmsar líkur benda tii. • - YV V' ■ ’ . ■ ‘ ,j \ V Meðferð neyzlumjólkur fer stórum batnandí. - Arið 1946 fór nær hiuti hennar í 3. og 4 en tæpur 20. hðuti i ár Meðferð mjólkur fer stór- um batnandi hér á landi hin síðustu ár, og er nú svo kom- ið að á s.l. ári fóru í öllum mjólkurbúum landsins að- eins 4.74% í þriðja og. fjórða floklc, en þremur árum áður eða 1946 lenti í sömu flokka 9.36% af mjólkurframleiðsl- unni. Má telja þetta ágætan ár- angur, enda gengið ríkt eft- ir við bændur að þeir vandi sem mest og bezt til meö- ferðar mjólkurinnar. Tíðindamanni Vísis gafst nýlega kostur á að tala við nokkura aðila sem vinna saman að mjólkurfram- leiðslu, vinnslu og eftirliti, en þeir voru Eðvarð Frið- riksson mjólkureftirlitsmað ur, Siguröur Ingi Sigurðs- son mjólkurbússtjóri, Jón Pálúson dýralæknir, Vil- hjálmur Einarsson bóndi á Laugarbökkum og Þorbjörn Bjarnason bóndi á Orms- stöðum,, En báðir framan i greindir bændur framleiða aðeins 1. flokks mjólk og gætu því verið öðrum bænd- um til fyrirmyndar. Er þó ,á öðrum bænum, Ormsstöð- um, um 40 ára gamalt fjós að ræða, en hreinlætið og meðferð mjólkurinnar hins vegar í hvívetna til sannr- ar fyrirmyndar. Þeim aðilum sem hér eiga hlut að máli kom saman um þaö, að aöalorsakir slæmrar mjólkur eru tvennar, ann- ars vegar óþrifnaður og slæm meðferð, en hins veg- ar veiki í kúm. Skýrði Jón Pálsson dýralæknir svo frá ' aö á svæði Mjólkurbús Flóa- manna, en það er nær allt j Suðurlandsundirlendið, (væri júgurbólga eittf erfið- asta vandamálið.til úrlausn- ar, ekki sízt vegna þess hve illa gengur að fá flutt inn meðul við þessum kvilla. Hvað hreinlæti og aðbúnaö búanna snerti hefði það allt fariö batnandi á undanförn- um árum og væri nú víðast svo komið, að fjósin væru j orðin björt og loftgóð og j kýrnar hreinar. Berklar í kúm eða aðrir smitandi sjúk dómar, sem fólki eru hættu- legir, þekkjast ekki„ Samkvæmt skýrslu um flokkun mjólkur áriö 1946 var mjólkurbú Flóamanna fyrir neðan meðallag, og komu þá 10„55%. þriðja- og f jórða flokks mjólkur til bús- ins, en nú hefir þetta breytzt stórlega til batnaðar og * stendur búið nú sennilega fremst þeii’ra allra hvað vörugæði snertir, enda var á s.I. ári aðeins 3.05% mjólk urinnar í 3. og 4. flokki. Ástæðurnar fyrir þessum ; miklu umbótum eru fyrst og fremst stöðugar umkvartán- ir við þá bændur sem versta mjólkina hafa. í öðru lagi hefir eftirlits- og leiöbein- ingamaður verið sendur á þau heimili sem oft hafa sent þriðja eða fjórða flokks mjólk, og loks er mjólkin nú Fimmtudaginn 24. ágúst 1950 sótt daglega, en áður aðeins annan hvern eða jafnvel þriðja hvern dag„ Verða flutningarnir að vísu eitt- hvað dýrari fyrir bragðið, en gæði vörunnar líka þeim mun betri. Þess skal getið, að til fjói’ða flokks er mjólkin tal- in þegar að gerlarnir í hverj um kúbiksentimetra eru orðnir yfir 20 milljónir að tölu, enda má þá ekki selja hana sem neyzlumjólk. En í fyrsta flokks mjólk má gerlafjöldinn ekki komast yfir y2 milljón gerla. | Þeir bændur sem ekki senda 1. flokks mjólk eru aðvaraðir. Komi það þráfald- lega fyrir að mjólk lendir í 3. eða 4. flokki frá sama heimili, er mjólkin endur- send, en bæti heimilin sig ekki að heldur, hætta mjólk- urbúin að taka við mjólk frá þeirn,, Eðvarö Friðriksson mjólk- ureftirlitsmaður tók við því starfi á miðju sumri 1947. Er hann nú að vinna að heildarniðurstöðum í mjóík- urbúum landsins um 5 ára skeið, eða á árabilinu 1946 j—50. En bú þau sem heyra undir þá skýrslugerð eru Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkurstöðin í Rvík, Mjólk- urbú Hafnarfjarðar og j Mjólkursamlög Borgfirð- inga, Skagfirðinga og KEA. | Telur Eðvarð mjólkurgæð in hafa farið stórum batn- andi á þessu 5 ára bili, en umskiptin til batnaðar þó orðið mest 1948 og úr því. Hann segir að það séu ör- fáir einstaklingar á hverju jfélagssvæði sem séu miklu erfiðastir eða kærulausastir , um meðferð mjólkur og hreinlæti, en tiltölulega eru þeir einnig fáir sem fi'am- leiða einvörðungu 1. flokks jmjólk. Helgi Bjarnason hefir sent mér pistil um málefni, sem nú er mjög rætt manna á meöal hér ír bænum. Já, les- ari góður, þu átt kollgátuna, hann skrifar um Vatnsber- ann og sem gamall vatnsberi sjálfur hefir hann fullkomna heimild til að leggja orð í belg! * ■ Helgi segir : „Eg er algerlega sammála Gunnari Einarssyni í skrifum hans gegn því af- skræmi, sem nxenn vilja telja, aö sé eitthvert clæmi mn þessa „liorfnu stétt“. Eg tel, að þeim mörgu, senx báru vatn fyrir bæjarmenn áður fýsr eða sóttu vatn fyrir heimili sín, sé eng- inn sórni sýndur með þessari mynd. Það er mín skoöun, aö ef ætlunin cr aS fegra bæinii nxeð listaverkum og það hlýtur að vera tilgangurinn, úr því að Fegrunarfélagið hefir forgöng- una í þessum málum, þá eigi að gera það með öðrum hætti.Þeim tilgang'i verður ekki náð — þvert á móti — með þvi aö setja Vatnsberann upp á al- mannafæri. Hann getur aldrei orðið ti! skrauts og hann heiðr-J a'r einkis rnanns minningu- * Mig langaði annars tll að koma á framfæri hugmynd, sem hefir verið að veltast fyrir mér undanfarið og er einmitt í sambandi við vatns- bera og fegrun bæjarins um leið. Hvernig væri að gera lágmynd af vatnspósti og umhverfi hans? * Á slíkri lágmynd mætti sýna þau inargvíslegu tæki eða ýmsu aðferöir. sem hafðar voru til að sækja vatnið og flytja það lieim til bæjarmanna- Þar sæist vitanléga vatnspóstúrinn sjálf- ur. Umhverfis hann .væri maður nxeð hjólbörur, annar með tunnu á vagni, þriðji með „vatnsberá“ eða „létti“ eins og það tæki var kallað, sem menn hengdu yfir axlirnar og festu föturnar í. /’tjeira mæfti ■ sýna, sem hugmyridaríkur listamaður mundi ekki vera lengi að énóta. Og þetta mundi verða sönn, fróðleg og skemmtileg mvnd ur bæjarlífinu fyrr á árurn, áður en hin frumstæðustu þægindi — vatnsveitan kom til. sög- unnar. Eg veit, að það er einn galli á þessari hugmynd, en hann er ekki af því tagi, að frágangssök sé að athuga hana. Það er kostnaðarhlið- in, en á henni er hægt að sigrast, ef allir leggjast á eitt. Eg er ekki í neinuni vafa um það.“ * Það væri garnan að heyra fleiri raddir unx þetta mál, því að það er rnikið rætt í bænum. Annars kom hjáróma rödd frarn í Tímanum í gær-'Hún er því andvíg, að sett verði upp afsteypa af Útilegumanni Ein- ars Jónssonar, telur.að það eigí að gera vegna „pólitiskra heimilisástæðna". Gáfulegt er það og ekki svaravert, en að- eins á þetta minnzt hér til þess að menn geti kynnzt fáránlegrt skoðun á þessu máli og haft hana sér til skemnxtunar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.