Vísir - 28.08.1950, Side 1

Vísir - 28.08.1950, Side 1
40. árg. Mánudag'inn 28. ágúst 1950 189. tbl. skip í Siglii' jari Á Siglufirði liggja nú eitt- Iivað á fjórða hundrað skip, innlend og útlend, og' hafa þau flest legið þar frá því á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Siðan hefir verið ófært veður og ekkert skip hreyft sig nema tveir báfar, sem ætluðu út í gær, en sneru nftur. Er mannmargt á Siglu- firði þessa dagana og þykir ekki gerlegt að hafa vínverzl- unina opna. A laugardaginn var slík stórrigning á Siglufn-ði allan dagihn, að elztu menn muna ekki annað eins vatnsveður. Féllu þá aurskriður víðsveg- ar úr fjöllunum, en allar smáar og ollu ekki tjóni. Sömuleiðis fylltust allir ár- og lækjarfarvegir og allar sprænur flóðu langt yfir bakka. Frétzt hefir, að reknetabát- ar hefðu orðið síldar varir vestur við Skagaströnd, en á austursvæðinu er allt tíðinda- laust, cnda hafa sldp þar ekki hreyft sig síðustu dag- 74.000 króna sekt. Brezkur togari var tekinn að veiðum í landhelgi í Garð- sjó aðfaranótt Iaugardags- ins og er búið að dæma skip- stjóarn í 75 þús. kr. sekt. Það varð varðháturinn Vilííngur, sem tók togarann ana. I dag er batnandi vezur á Siglufirði, en þó ekki betra en svo í mprgun, að neitt skip lireyfði sig. Ef útlit er að hirti til, er húist við að skipin haldi út upp úr há- deginu. 5000 krónum stolið. Aðfaranótt sunnudags var innbrot framið í skrifstofu Ólafs Gíslasonar & Co., Hafn- arstræti 10—12. Braut þjófurinn upp dyrn- ar að skrifstofunni, og rólaði þar i öllum skúffum og hirzlum. Fann liann lykiíinn að peningaskápnum, tókst að opna liann og stal úr hon- um rúmuni 5000 krónum. Einnig hafði hann á brott með sér lítinn peningakassa, en í honum var aðeins 50-—70 kvittanir o. fl. Málið er nú í höndum rann- sók narlögreglunnar. Paynler frá Grimsby að ólöglegum botnvörpuveiðum innan landhelgilínunnar á laugardagsnóttina. Varðbáturinn kom með togarann til Reykjávíkur og var málið strax tekið til með- iferðar. Féll dómur þannig, að .skipstjórinn á togaranum var dæmdur í 75 þús. kr. sekt, auk ])ess sem haim var dæmdur til greiðslu máls- koslnaðar, en veiðarfæri og' afli gert upptælct. Skipstjórinn hefir áfrýjað dóminum. Þessi mynd var teKin íyrir utan heimili Elísabetar Englandsprinsessu um það bil, sem hún eignaðist dótturina á dögunum. Fólk síendur í röð til að komast að spjaldinu, þar sem fest er upp tilkynning urn líðan mæðgnanna. f Evrópumeistaramót ið: * . ’ m.w°ðw áttumdu af 23 Bifreiðaslys- Bifreiðarslys varð í Axar- firði — árekstur — síðastl. laugardag. Áætlunarbifreið frá Kaup- félagi Noröur-Þingeyinga, sem var á leið frá Akureyri til Raufarhafnar með tvo farþega, rakst á jeppabifreið skammt frá bænum Skinna- stöðum í Axarfirði. í jepp- anum voru tveir farþegar og skárst annar í framan, en hinn fékk heilahristing. Önn ur slys urðu ekki á mönnum, en bílarnir skemmdust tals- vert — einkum jeppinn. Gerðu befur en hiner Neróur- BendaisjéÓirnar — fengu tvo meistara. ÞÓTT ÍSLENDINGAR séu lámennastir NorSur- landaþjóðanna þriggja, var frammistaða þeirra þó betri á Evrópumeistaramótinu en nokkurrar hinna, að því leyti, að þeir unnu tvær þeirra greina, sem þeir tóku þátt í, fengu tvo Evrópumeistara. ekki npp Fundur var haldinn í Hinu íslenzka preniarafélagi í gær og rœtt um samninga félags ins við prenfsmiðfueigend- ur. Varð það niöurstaða fund- arins eftir nokkrar umræö- ur, ,að samningum skyldi ekki sagt upp, en þeir voru miðaðir við 1. október. Hver hinna Norðurlanda- þjóðanna heimtir einn Ev- rópumeistara heim, að und anskildum Dönum, sem fengu engan meistara. Fengu íslendingar alls 28 stig á mótinu,, en á Evrópu- meistaramótinu 1946, sem haldið var í Oslo, komu ís- lenzku keppendurnir heim með eitt meistarastig og 8 stig. Þeir stóðu sig því meira en þrefalt betur að þessu sinni. Loks voru sett fimm íslandsmet þessa daga í Briissel. ’ Þeir Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson skiluöu helmingi stiganna eða sam- tals fjórtán, en auk þess fengu þeir stig bræöurnir Örn og Haukur Clausen, Guömundur Lárusson, Ás- mundur Bjarnason og loks boðhlaupssveitin 1 4x100 m. hlaupinu, en í henn i var Finnbjörn Þorvaldsson, auk þriggja þeirra síðastnefndu. En Torfi er mjög harður í keppni og vex bersýnilega við hverja raun. Þegar til átti að taka skaut hann öll- um keppendunum aftur fyr- ir sig og sigraði á nýju ís- landsmeti, stökk 7,32 m. — Næsti maður stökk 7,22 m Langstökkið. Úrslitakeppnin í lang- stökki fór fram síödegis á laugardag, en Torfi haföi orðið þriðji í forkeppninni. 200 m. og 4x100 m. boðhlaup. í gær fór fram keppni í tveim greinum, sem íslend- ingar tóku þátt í — úrslitin 1 200 m. hlaupi og 4x100 m. hlaupi. Ásmundur Bjarna- son var þátttakandi okkar í 200 m., hlaupinu og varð fjóröi maður. Hann hljóp skeiðið á 22,1 sekúndu. — Fyrstur varð Englendingur- inn Brian Shenton á 21,5 sek., en annar Frakkinn Bally á 21,8 og þriðji Hollend ingurinn Lammer á 22,1 sek. í boðhlaupinu var íslenzka sveitin á þriðju braut. Þar fóru leikar svo, að rússneska sveítin sigraði á 41,5 sek.,, en íslenzka sveitin varð sú fimmta á 41,9 sek. Skemmtilegt einvígi. Ein skemmtilegasta grein mótsins fór fra,m á laugar dag bezta veðri og voru á- horfendur fleiri en nokkru sinni eða 60,000. Þessi grein var 5000 m. hlaupið og átt- ust þar við garparnir Reiff og Zatopek. Þeir höfðu háð einvígi tvisvar áður og Reiff sigrað í bæði skiptin. Að Framh. á 8. síðu. Frakkar tóku fyrsta sæti. Eins og getið var í fréttum í upphafi Evrópu- meistaramótsins, sendu alls 23 þjóðir keppendur til leiks, en af þeim hópi urðu íslendingar áttundu í röðinni og er það ágæt frammistaða. Hér skulu taldar upp fyrstu níu þjóðirnar og eru stigin einungis fyrir þær íþrótt- ir, sem karlar tóku þátt í, en séu konurnar teknar með, breytist myndin tals- vert, en margar þjóðir sendu einungis karla til leiks. 1. Frakkar 82 st. 2. Svíar 73 — 3. Bretar 72 — 4. Italir 65 — 5. Finnar 49 — 6. Rússar 41 — 7. Tékkar 33 — 8. Islendingar 28 — 9. Norðmenn 23 — Séu konurnar hinsvegar teknar með, verður röðin þessi: Rússar 118 stig., Bretar 116, Frakkar 111, Svíar 76 og Italir 73 stig.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.