Vísir - 29.09.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 29.09.1950, Blaðsíða 4
Föstudaginn 29. septeinber 1950 DAGBLXS Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Harstemrt EálMsob Skriístofa Austurstræti 7, Dtgefandi: BLAÐADTGAFAN VISIR HZE Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm Lausasala 60 aurar. Félagsprentsmiðiaa SOdveiðar og nppdráttarsýkL CJíldargengd virðist óvenjumikil í Faxaflóa og raunar við suðurströnd landsins alla. Síld hefur veiðst um allan í'lóann utanverðan, jafnt í Jökuldjúpum sem í Garðssjón- um. Veitt hefur verið nægjanlegt magn af beitusíld fyrir vetrarvertíðina alla, en auk þess mun hafa verið saltað i tæplega fimmtíu þúsund tunnur og er það valin síld, sem talin er jafngildi Norðurlandssíldarinnar. Auðsætt er að slík síldveiði skapar allverulegar og óvæntai* tekjur fyrir þjóðarbúið, en ef miðað er við hcildarþörfina, verður ekki annað sagt, en að litlu verður Vöggur feginn, og ber þó sízt að vanþakka þau gæðin, sem berast að ströndum landsins og nýtt eru af dugandi og athafnasömum höndum og nútíma tækni. Tvo siðustu dagana hefur ekki gefið á sjóinn sökum veðurofsa, en sjómenn telja nú síldarlegt víða, og marka það meðal annars á því, að í Flóanum utanverðum er nú mikil hvala- og hnísuvaða, auk þess sem beinhákarlar bylta sér í síldartorfunum. Jafnframt her það við, sem er sjaldgæft hér syðra, að þéttar sildartorfur sjást vaða, þannig að sjómenn telja að herpinótaveiði gæti komið til greina, en. meðan reynslan er ekki fyrir hendi, verður heldur engu um árangurinn spáð í þeim efnum. Gætinn og glöggur maður, Ingvar skipstjóri Pálmason, sem stondað hefur síldveiðar um margra ára skeið og fyrstur varð til að veiða Hvalfjarðarsíld hér á árunum, telur að mikil áta hafi þegar horist hér inn í sundin og jafpframt nökkuð af síli, en af því dregur Iiann þá álykt- nn, að ekki 'verði talið ósennilegt að síldin slái sér inn í Flóann. Nokkuð veltur þetta þó á straumum og vindátt. Stillur hafa ríkt að undanförnu þar til nú síðustu dagana, er vindátt hefur verið talin lieppileg fyrir göngu síldar i Flóann innanverðan. Munu hátar vafalaust leita fyrir sér, þótt síldarleitarskipið Fanney sé ekki tiltækt, með því að verið er að húa hana nýjum tækjum, sem líkleg eru til betri árangurs af leit hennar, en orðinn er til þessa. \ Fari nú svo að verulegt síldarmagn veiðist í Flóanum, eða fjörðunum liér í grend við höfuðstaðinn, munu verk- smiðjur þær lcoma að góðum notum, sem reistar hafa verið víða hér við Flóann, og mun þá hækka hagur lysti- snekkjunnar Hærings, sem lcngi hefur heitt þrásetu innan hafnárinnar. Síldin er í háu verði og síldarafurðir liækk- andi á erlendum markaði og mjög eftirsóttar. Má telja sennilegt að markaður verði nægur fyrir allt það magn, sem við getum framleitt, þótt öllum tækjum verði beitt við veiðar og nýtingu síldarinnar, sem við höfum tök á. Veið- arnar myndu rétta við hag bátaflotans, ef næg veiðarfæri oru fyrir hendi, en á því hefur orðið misbrestur, sem oftast aður er á hefur þurft að halda. En það er óloft í þjóðarbúinu, og þótt þjóðin öll hefði munninn fullan af síldarmjöli, gæti hún ekki blásið því burt. Meðan aflasælustu og stærstu framleiðslutækin, —- nýsköpunártogararnir liggja bundnir við hafnargarða er þjóðin haldin slíkri uppdráttarsýki, að síldarmjölið eilt nægm ekki til næringar né varanlegs hata. Fiskmarkaður er nú góður og öruggur í Bretlandi, en þess má vænta að við getum búið að honum yfir vetrarmánuðina. Hagur likisbúsins og þjóðafhúsins er nú þannig, að hvorugt má við áföllum. Þær stéttir, sem skcrast úr leik er framleiða jjarf til kaupa á lífsnauðsynjum, — sem kaupa verður í oindaga, — eiga sannarlega engar þakkir skilið af alrnenn- Ings hálfu og allra sízt verðlaun. Togaraverkfallið og öll sú deila er sýki er þjóðin tók á stríðsárunum og hefur enn ekki læknast af. Við gjöldum nú fyrir þær syndir sem <lrýgðar voru þá í sæluvímu pengingaflóðsins, er þjóðin var svo gerspillt, að jafnvel kommúnistar byltu sér í æðstu valdastöðum. Nú súpum við af því seyðið, og er engan Jun að saka, nema allan almenning, sem sá ekki framar ien nef hans náði í tilveru hversdagsleikans. Radíómiðunarstöðvar í Vestmannaeyjum og á Skipbrotsmannaskýllð á Faxa- skeri fulSgert. Stjórn Slysavarnafélags íslands er ákveðin í að kosta uppsetningu á radiomiðunar- stöðvum bæði á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Garð- skaga, ef samkomulag næst um þetta við Landsímastjórn- ina og Vitamálastjórnina, sem góðar vonir standa til um. Er hcr um að ræða mikið og margra ára áhugamál sjó- manna og slysavarnadeilda á viðkqmandi svæðum. Slarfræksla radiomiðunar- stöðvar á Akranesi liefir sýnt og sannað öryggi þeirrar starfrækslu fyrir fiskibáta, er Ieita verða lands í hvernig veðri sem er. Frú Guðrún Jónasson form. kvennadeildar Slysa- varnafélags Islands liefir til- lcynnt fyrir hönd kvenna- deildarinnar að deildin vilji kosta úppselningu tækjanna á Garðskaga pg hefir stjórn Slysavarnafélagsins tekið þvi hoði með þökkum. Er skrifstofustjóri Slysa- vafnafélagsins var í Vest- mannaeyjum fyrir skömmu gerði liann sér sérstakt er- indi til að athuga möguleika á þvi að koma fyrir radio- miðunarstöð á vitavarðarbú- staðnum á Stórliöfða, cn bæði vitavörðurinn og vitamála- stjórinn eru þessu rnáli hlýnntir. Er nú jjess að vænta að þessar þýðingarmiklu örygg- isframkvæmdir geti orðið nú á næstunni. Skipbrotsmannaskýlið á Faxaskeri. Lokið er að fulln við'býgg- i ngu skipbro tsmannaskýlis- ins á Faxaskeri i Vestmanna- eyjiim og búið að ganga frái öllum útbúnaði i það. Skýlið cr steinsteypt, 4x4 metrar að' ummáli og 2.6 metrar á hæð. í ráði er að byggja vita í þaki1 skýlisins. ' Félag skókaupmanna í Reykjavík liefir aflxent Slysa- varnafélagi Islands sjóstígvél að gjöfífyrir skipbrotsmanna- j skýlið í Faxaskeri og enn- j frcmur skófatnað fyrir annað skýli. Þá hefir Ullarverksmiðjan Framtíðin í Reykjayík gefið Slysavarnaféiaginu ullarnær-» fatnað fyrir Faxaskersskýlið. j Helicopterbjörgunarvél. Slysavarnafélaginu er stöð- ugt að berast gjafir til kaupa á Helicoptervél, síðasta gjöf- in er frá Slysavarnadeildinni „Hafrún“, ' Eskifirði, kr. 1000.00. Handsnúinn neyðarsendir (Tlie Gibson girl). Slysavarnafélagið óskar að vekja eftirtekt skipstjórnar- manna og flugferðaeftirlits- ins á liinum heppilegu hand- snúpu neyðarsendunx eins og þeim er varð til að bjarga á- liöfninni af „Geysi“, en lýs- ingu á þeim nxeð mynd er að finna 1 síðustu Árbók Slysa- varnafélagsins. Nú inuuu að- eins millilanda fl ugvélarnar vera xitbxmar þessum tækj- um, en þau eru jafn nauð- synleg fyrir aðrar flugvélar .sem og björgunarbáta skipa og srnærri fiskibáta, sem og alla er ferðast i óbyggðum eða á hafi úli. Varizt hættulegar sprengjur á víðavangi. Laugardaginn 16. sept. lcom Önundur Jósepsson að' 5 börmirn sem voru að leika sér að sprengju i Káranesi við Skerjafjörð þannig að sum þeirra lágu yfir lienni pg voru að slá steinum i Iiana. Litlu munaði að þarna yrði stórslys, er þyí full ástæða til þess að aðvara bæði unga pg gamla, sem finna slilc morð- tól að afhenda þau næsta vfirvaldi senx næst í. Þessi sprengja var aflient lögreglunni í Reylcjavik og var liún fullvirk. Gólfteppi Hqfum verið beðnir að selja nokkur notuð gólf- teppi. Gólfteppagerðin Barónsstíg-Skúlagötu. PÍANÓ óskast til leigu. sUppl. í síma 81951. Stúlka óskast í á telpur 10-14 ára. Þriðjudagsmorguninn síð- astliðinn grúfði' annarlegt rökkur yfir liöfuðstaðnum. Vekjaraklukkan hringdi ó- lundarlega í eyrað á manni kl. 7.30 eins og venjulega. „Þetta getur varla staðizt“, hugsuðu sumir, „það getur ekki verið orðið svona fram orðið- Klukkan hlýtur að vera vitlaus.“ Og svo sannreyndu menn, aö klukkan var sanxt arjðin svona niargt, og þó var þetta óhugn- a,nlega rökkur líkast því, sem það er svartast í skammdeginu. og þó ekki- Einhver dularfull lithrigði voru þar.na á ferðinni, einhver gulleit eða jaínvel brúnleit slikja, sem kom ókunn- uglega fyrir. Og svo hélzt þessi furöulegi bjarmi fram eftir morgninum- Á skrifstofum blaðanna stanzaöi síminn varla vegna fyrirspurna írá fólki úti um bæ. Allir vildu yita, hverju þetta sætti, og eklci vissi eg meira en aSrir. Ólíklegusu tiT gátur voru á lofti, allt frá.leyui- legum atómtilraunum einhvers | staðar út í heimi. til eidgosa á ■ Filippseyjixm ■ og skógarelda í| Kanada. Ög; þetta var ekki baraj hér í Reykjavík, heldur uröu menn einnig varir viö undar- legan bjarrna eða rokkur á Norðurlöndum og á Bretlands- eyjum. :jc Engin : fullnægjandi skýr- ing fékkst á þessu, en ef til vill var það undarlegasta við þetta allt saman, að engum tve.im .mqnnum, sem um þetta töluðu, har sarnan urn, íivernig rökkurbirta þessi hefði verið. Blaðafregnir sögðu frá „bláum sólum“ á Bretlandi, og hér í Austur- stræti var birtan gul, græn, rauð og brún eða einhver af- brigði af þessu öllu saman- * Þaö getur því stundum veriö erfitt aö trúa framburði „vitna“. 011 sáum viö hið sama þenna undarlega þriö j udagsmorgun, en sennilega höfum' viö jafn- rnargar skoðanir á litnum og ástæðunum fyrir þessum órann- sakanlegu tiltektum náttúr- unnar. Þetta rninnir mig á ann- aö og næsta óskylt fyrirbæri. Þaö er þegar rnenn eru beðnir að lýsa því, hvernig einhver tiltekinn maöur í morömáli, skulum viö segja, hafi yeriö klæddur- Einn fullyröir, _aö liann liaíi verið meö baröastór- an hatt, í gráum frakka, annar segir liaiiti hafa verið hatlaus- an á brúnum jakka,; þriðji, að hanri hafi verið með „derliúfú’ og svo framvegis. 'l' Einn gárungi hringdi tii mín og sagðist hafa skýring- una á birtunni eða rökkrinu á þriðjudagsmorguninn á reiðum höndum. Hún var þessi: Þetta var „reykurinm af friðarpípu Jakobs Maliks, aðalfulltrúa Rússa á þingi Sameinuðu þjóðanna“. Þá segjum við það.----ThS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.