Vísir - 04.10.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 04.10.1950, Blaðsíða 4
N I H Miðvikudasinn 4. október 1950 irfsxis. D * >' B L i 8 ■ Rítstjórar: KristjáD < xuðlaugsson, Hersteuu ^«1**.«» Skrifston \usturstrætt 7 Otgefandi: BLaÐAOTGAFAN VISIB H/i Afgreiðsla: Hverfisgon i 2 Símar 1660 i tuim uðuj- j Lausasala 60 aurar. FélagsprentsEQÍðjan h.l Þegar krosstrén bregðasi Svo sem viðskiptamálaráðherra, Björn Ólafsson, sýndi fram á í útvarpsræðu þeirri, sem hann flutti nýlega og fjallaði um viðskiptamál þjóðarinnar og afkomu, eftir að gcngislækkunin hefur verið framkvæmd, hefur hækkun á verðlagi orðið meiri en ráð var fyrir gert. Ber þar til í'yrst og fremst að erlendar afurðir, sem flytja þarf inn, hafa liækkað stórlega í verði og hefur það leitt af styrjöld- inni, sem nú er háð í Asíu og menn gera ráð fyrir að breiðist um heim allan fyrr enn varir. Matvörur, vefnaðar- vörur, málmvarningur allur og flestar aðrar nauðsynjar hafa hækkað stórlega í verði, cn islenzkar útflutnings- v.örur njóta ekki nema að litlu leyti góðs af slíkum hækk- unum á erlendum markaði. Ull og gærur hafa hækkað mjög í verði, sama sá segja um lýsi og olíur, mjöl og fóðuryörur. Eykur þetta verðmæti íslenzks útflutnings, að svo miklu leyti, sem slílcar vörur hafa ekki verið seldar fyrirfram á föstp verði. Þótt óáran hafi verið í landinu síðustu árin og mjög liafi dregið úr útflutningi, sennilega bæði að þvi er verð og magn útflutnings afurðanna snertir, fer því víðs fjarri að nokkur ástæða sé til að örvæn.ta og ei heldur til að leggja árar í bát við framleiðslustörfin. Hins- vegar er ljóst að bylting hefur orðið, að því er varðar verkun fisks og sjávarafurða yfirleitt, þar sem segja má að útflutningur ísaðs fisks sé úr sögunni, en framleiðslu- magn saltfisks og niðursuðuvara liafi hækkað til muna. Slíkar breytingar hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir þjóðar- búskapinn i heild, enda tekur það vissulega tíma að vinna nýja markaði fyrir framleiðslúvörurnar, þegar þeir bregð- ast, sem byggt hefur yerið á, svo sem brezki markaðurinn hefur gert á þessu ári. Vegna togaraverkfallsins er nú svo komið, að um ís- fislcsölur til Þýzkalands verður ekki að ræða á þessu ári, og þjóðin verður að vera án þeirra nauðsynja, sem þar hefðu fengist. Stórfelít tap hefur leitt af verkfallinu að öðru leyti, með því að togaraflotinn hefði að einhverju leyti getað stundað karfaveiðar og flutt þar björg í bú. Jafnframt munu ísfiskssölur hafa verið viðunandi á brezk- um markaði í septembermánuði, eða frá því er ávaxta- tímanum og sumarhitunum lauk, og yfir vetrannánuðina hefir brezki markaðurinn ávailt mátt heita tryggur. Bret- ar hafa nú takmarkað nokkuð það magn, sem hvert skip má flytja á markað í einni söluferð, cn þrátt fyrir það er vafalaust talið að sölur á brezkum markaði geti reynzt hag- stæðar. Þarf því öllu öðru frekar að leysa togaraverkfall- ið hið bráðasta, en til þess má cngin ráð spara og hvergi hlífast við. Nauðsynjaskortur er nú tilfinnanlegur í landinu, enda fullyrðir ráðherrann að hann miini sjaldan hafa verið meiri og stafar það af eðlilegum ástæðum, þar sem kaup- ge.tan er ekki fyrir hendi. Gegn slíkum nauðsynjaskorti má vinna, ef þjóðin skilur að annarsvegar verður að auka framleiðsluna og þar má enginn liggja á liði sínu, en hins- vegar verður að gæta ítrasta sparnaðar og nýtni í öllum efnum, þannig að verðmætum sé ekki kastað á glæ fyrir hirðuleysis sakir. Fígúruhátturinn, sem svo mjpg hefur selt svip sinn á þjóðlíf vort í heild undanfarin ár, vercjur að hverfa og þjóðin missir einkis í, en ljfir heilbrigðara lífi. Þjóðin sjálf hefur myndað það ófremdarástand, sern hún lifir við, — að vísu undir ötulli forystu stjórnmála- mannanna, — en engin getur fedmað meinin, ef hann nýtur ekki til þess stuðnings almennings. Tclji menn heppilegt að efna til verkfalla eða vinnustöðvunar, þegar þjóðar- nauðsyn krefst að enginn sitji auðum höndum, þá ráða þeir því áð vísu, sökum þess að við búum við lýðræði i landinu. En slíkir menn tefla ekki einvörðungu eigin gæfu í voða, heldur hagsmunum þjóðarinnae í heild, ep. fyrir slíkt hættuspil eiga þeir enga umbun að hljóta, enda getur svo farið, að allt athafnalif verði þá að byggja upp á nýj- liin grunni, — sem vafalaust verður ekki sórsankalaust. ! Þessi mynd er úr ferðalaginu, sem Guðmundur segir frá í bók sinni. Er hanu þarna staddur á Piazzp di Ferrare í Genova. a „Sumar 6 SuðurEöaidi&iii66 eftir Guð-anund Oaníeísson. Þegar menn verða fertug- ir er venjulega ekki talin á- stæða til þess að geta þess sérstaklega í blöðunum, enda þótt um þjóðkunna menn sé að ræöa. Menn þykja víst ekki nógu rosknir til þess að þá sé „staldrað við og litiö yfir farinn veg“, þá er svo margt ógert, mann dómsárin enn framundan. Þess vegna er ástæóulaust að hrópa húrra, þó að Guð- mundur Daníelsson rithöf- undur sé fertugur í dag, fjórða október, og til þess eru línur þessar heldur ekki ritaðar, aðallega. En svo ber við, að nú er komin í bókabúðir alveg ó- venju skemmtileg ferðabók einmitt eftir þenna sama Guðmund Daníelsson, sem hann hefir nefnt „Sumar í Suöurlöndum“„ l Þaö er fullkominn óþarfi | aö kynna Guðmund Ðaní- elsson sem rithöfund. Hann | hefir þegar skipað sér á bekk með beztu rithöfundum þessa lands, og látið frá sér fara 15 bækur, skáldsögur, ljóð og feröaminningar, en það út af fyrir sig er ærið afrek ekki eldri manni. Sem betur fer er Guðmundur ekki eldri en þetta, enda yrðu það vinum hans vonbrigði, ef hann léti hér staðar num- ið, en á því er varla nein hætta, ef ég þekki Guðmund rétt. Þessi síðasta bók Guð- mundar er fyrst og fremst skemmtileg bók. Ferðasögur eru jafnan kærkomið lestr- arefni hér á landi, en alveg sérstaklega ef höfundurinn kann þá gullvægu list að kunna aö ferðast, Guðmund ur Ðaníelsson kann að ferö- ast. Hann er ekki einungis þeim kostum búinn að vera athugull og eftirtektarsam- ur ferðalangur, sem að sjálf- sögðu er ómetanlegt, held- ur er honum svo sýnt um að setja það fram, sem fyrir augu og eyru ber, á lifandi og glaðlegan hátt Fyrirtaks kímnigáfa hans kemur hon- um þar áð góöu. haldi, hann sér hið smáskrítna og spaugi lega 1 hverjum hlut, án þess þó að vera illkvittinn, en sumum húmoristum, sem ekki kunna með þá gáfu að fara, hættir allt of oft við. Smávægileg atvik á ferð hans verða Guðmundi hið skemmtilegasta yrkisefni, og á stundum finnst manni maður vera meö honum á labbi á Charnps Elysées í París, á úrsvölum morgni í Skotlandi eða undir skugga sælum hvelfiiigum einhvers miðaldaklausturs suður á Ítalíu. Stíll Gúðmundar í þessari ferðabók er umfram allt per- sónulegur. Hann er dásam- lega laus við allt Baedeker- snið, sem stundum vill verða vart hjá ritglöðum mönnum, sem þykjast hafa feröazt um allar jarðir, skrifa bók eftir bók um fjarlæga staði, en skilja svo aðeins eftir í vit- und lesandans óljósan grun um, að flest hafi hann „lesið á sig“ í túristabæklingum. Það er unun að því að ferð ast með Guðmundi um París og Ítalíu í þessari bók. Leið- sögn hans er aldrei leiðin- leg. Hann fitjar alltaf upp á inhverju nýju, staldrar við og rabbar og rabbar við lít- inn dreng í kyrrð San Mich- 1 ele, teygar andrúmsloft þess yndislega staðar, þar sem Prainh. á 7 síðu. > BERGMAL + Það, sem sagt var um ým- islegt í sambandi við Mjólk- ursamsöluna hér í Bergmáli um dagi;m, hefir vakið npkk- ura athygli, enda kom það á daginn, sem eg raunar vissi, að fleiri eru sama sinnis en eg í þessum málum. Eg held nærri því að mér sé óhætt að fullyrða, að fá verzlunarfyrjrtæ.ki þessa lands láti sér jafn-innilega á sama standa um óskir við- skiptavina sinna, en ýmislegt bendir til, að almenningur sé orðinn langþreyttur á því fá- dæma sleifarlagi, sem virð- ist á rekstri þessa fyrirtækis. * ; Þesgu til spnnunar skal hér birt bréf, seni mér barst i gær frá „Húsmóöur“, og hygg eg, aS hún mæli fyrir munn fleiri. Bréfið er svona: „Þér spy.rjiS (pg von er), hv.að Mjólkursam- salan græði á því aö svíkja v.iS- skiptavinni sína um pappír- Eg held, að svariS sé augljóst: Hún græSir þaö, aS geta náS sér iiiöri á þeim. Þ.etta grátbros- lega verzlunarfyi'irtæki yirSist nefnilegá gaíigá m’eS einhverja duld (komplex) í garS álntenn- ins og þurfa íneð öllu hugsan- legu inóti að yfeyiia .að .klckkja á fólki. Margir muna enn, hversu lengi Samsalan þver- skallaðist við því að setja mjólk á flöskur og bar viö „tappaleysi". Síðan loksins var horfið að ])ví ráði að afgreiða mjólkina á flöskum þurftu menn helzt að búa sig út með bæði flöskur og brúsa undir teama lítrafjölda af mjólk, eins og frægt er orðið- Hvaö ætli Samsalan græði á því? * Síðan flöskurnar voru teknar í notkun (og skorti þá ekki sjálfhælnina í sam- tölum viö fréttamenn), hefir reynzt ómögulegt að aka þessari stofnun til þess að afgreiða mjólkina heim til fólks, 'eins og sjálfsagt þyk- ir alls staðar annars staðar, og sjálfsagt þótti í Reykja- vík áður en Samsölunni var þröngvað upp á bæjarbúa- Hvað ætli Samsalan græði á því ? * Þegar loksins tókst að þrúga þessu fyrirtæki til að taka up,p skömmtun á mjólk á nef (áðúr var s.kannntað jaf-nt hverjuin scm keypti), þá tókst henni méð naumi11dum iað bjarga skyrinu undan skömmtun, svo aö hægt yrði að hafa gamla lagið á því: afgreiöa þá, sem fyrstir koma — hinir fá ekkert, tlvað græðir Samsaían á því ? •— Með dugn- aði og harðfylgi hefir Samsöl- unni tekizt að halda í biöraS- irnar vi'ð MjólkurbúSirnar. Það fyrirkomulag stelur miklum tíma af öllum viðskiptavinum og gerir afgreiijslufólkið grimmúðugt í skapi- Én þetta kemur heiin: Samsalan græðir- Henni tekst að gera viðski’íta- vininá óánægða. Það er liennar fyrsta og siöasta boSorö.“ Þetta var þá bréfið frá „Húsmóður“, Og fleira er til, hæði bréflegt og eips það, sem sagt hefir verið við undirritaðan f síma út af hinum furðulega rekstrí þessa „öndvegisfyrirtækis'þ sem sér íbúum þessa bæjar fyrir mjólkurafurðum, með þeim endemum, sem öllum eru ljós. Ep. þetta verður að duga að sinni- En gæti apn- ars hugsast, að Samsalan reyndi einhvern. tíma a.ð koma til móts við okkur, sem verzlum við hana. Eg held varla, þá hlytu að vera eip- hver feigðarmórk á, heani.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.