Vísir - 20.10.1950, Blaðsíða 1

Vísir - 20.10.1950, Blaðsíða 1
mi ¦»-52E33f 40. árg. Éteiudág'lnn 20. október 1950 235. tbl. í dag á að reyna að hræða einhverja Reykvíkinga íil þess að skrifa undir hið fræga plagg, Stokkhólms- ávalpiS, og ségir „Þjóðviljinn" í morgun, að menn verði spurðir þessarar samvizkuspurningar: Ertu fylg'j- aitdi kjarnorkumorðum á milljónum varnaiiausra manna? Ertu á flótta undan ofbeldisáróSri stríðs- æsingabiaðanna, eða ertu heill og óhræddur barátíu- maður friðar? Um leið og menn gera upp við sig, hvort þeir vilji yfirleitt svara svo fávíslegum spurningum (hvaða Reykvíkingur er fylgjandi kjarnorkumorðum?!!), geta menn jafnframt velt því fyrir sér, hvernig á því standi, að mestu ofbeldismenn og ófriðarseggir vorra tíma skuli beita sér skelegglegast fyrir „friðarhreyfingunni" og Stokkhólmsávarpinu. Menn geta jafhframt haft það hugfast, að kommún- isíar hafa hvergi komizt til valda í nokkru landi í heiminum, néma nteð ofbeldi, samsæri og morðum. Menn geta líka haft í huga viðbrögð ýmissa forustu- manna kommúnista (Tpgliatti og fleiri), er kjarnorku- sprengju var varpað á Japan, en þá hafði ekki verið bcðuð „friðai'sókn". Aldrei hefir viðbjóðslegri hræsni verið borin fram á Islandi, í nafni mannúðarinnar. — Vei yður, þér hræsharar. M«*ileleBwaílimn : ufinri aðeins tæpur ungur aflans í fyrra. €*s*m aíieiöingar toff' €§M*a verhfa llsims. Mynd þessi er af hóp af amerískum hermönnum, sem teknir voru til fanga af kommúnistum í Norður-Kóreu. Margar cyggjandi sannanir hafa nú fengist fyrir illri meðferð á föngum í Ncrður-Kóreu og vitað er, að stundum skutu kommúnistar fanga, éf þeir þurftu að flýja vegna framsóknar herja Sameinuðu þjóðanna. '— sett niður 4i riaii Pyongyang. 000 tn. Heilduraflmn á öllu land- inu frá áramótum til 30. september s.l. nam 257.723 lestum, en í fyrra á sama tíma 287.176 lestum. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi íslands skipt- ist aflinn þannig (tölur frá í fyrra í svigum): Síld 46.474 lestir (64.286), útfluttur ís- fiskur 26..802 (113.898), til frystingar 47.113 (73591), til herzlu 475 (59), til niður- suðu 64 (271), til söltunar 113.642 (45.776), til neyzlu innanlands 1612 (2648), til vinnslu í fiskimjölsverk- smiöjum 30.650 (ekkert). Allt miöaö við slægðan fisk með haus, en síld og fiskur í fiskimjölsverksmiðjur' er vegið upp úr sjsó., Hiö athyglisverðasta og jafnframt raunalegasta við: þessar tölur Fiskifélagsins, er að sjálfsögðu hið litla ís- fiskmagn, sem flutt hefir verið út, eða aðeins-fjór-ðung ur þess, sem flutt var út á sama tíma í fyrra. Er þetta ein afleiðing hins válega tog- araverkfalls, sem enn stend- ur yfir og algerlega eróvíst um, hverjar afleiðingar kann að hafa um það er lýkur. Að segja, að slíkt ástand sé með öllu óviðeigandi, er mildilega til orða tekið, því að hér er um hreinan þjóðarháska að ræða, ef ekki verður tekið í taumana nú þegar. segir af sér. Sir Stafford Cripps, fjár- málaráðherra Breta, oaðfsí í gœr lausnar vegna heilsu- brests. Hefir verið opinberlega tilkynnt "að ráðherrann hafi sagt af sér embætti og um leið þingmennsku, Síldaraflinn hér sunnan- lands nemur nú sem nœst 85.000 tunnum að pví er skrifstofustjóri Fiskifélags ins tjáði Vísi í morgun. í nótt var veiðin treg eftir því sem fregnazt hafði í morgun, en veður er gott og síldveiðiflotinn allur á sjó. Flestir eru bátarnir út af Eldey og hafa aflað lítið., þeir sem bezt hafa veitt eru með 50—70 tunnur, en aðr- ir með minna og margir með ekkert. Bátar sem lögöu net í Miðnessjó í gærkveldi, fengu ekkert. ÍU'iTBÍn er ao fyffis* anndanliald fi9 a -i ansjuriu Framleiðsla aukin með bandarískri Washington UP). — Tru- man forseti hefir skipað Acheson að hrinda 4. grein stefnuskrár Bandaríkja- stjórnar í framkvæmd. Þessi fjórða grein fjallar um aðstoð við þjóðir sem búa í löndum, þar sem fram- leiðsluhættir eru ófulkomnir og á lágu stigi. í morgun settu Bandaríkja menn 4 þús. manna lið fall- hlífamanna niður um 40 kílómetrum fyrir norðan Pyongyang. MacArthur stjórnaði sjálf Hjískólaháfíðin á morgyii. 620 stúdentar skráðir. Háskólahátíðin, eða Kin formlega setning Háskóia íslands, fer fram á morgun. Rektor Háskólans, dr. Al- exander Jóhannesson pró- fessor, flytur ræðu. Þá flyt- ur prófessor Jóhann Sæ- mundsson erindi um nýjung ar í læknisfræðl, Dómkirkju- kórinn syngur undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Háskólahátíðin hefst kl. 2 í- hátíðasal skólans og verð- ur að öðru leyti með sama sniöi og tíðkazt hefir. Um það bil 620 stúdentar eru skráöir til náms í Há- skólanum í vetur, en voru um 560 í fyrra. ur liðflutningum þessum úr flugvél, en fallhlífahermenn þessir voru úr 11., fallhlífa- herfylki Bandaríkjahers. Herlið þetta var flutt frá Kimpo-flugvellinum við Se- oul og önnuðust 80 flugvél- ar flutningana. Fallhlífalið- ið var sett niður á flatlendi nálægt þjóðveginum til Man sjúríu en verkefni þess mun vera að koma í veg fyrir að aöalherstyrkur kommúnista sem flýr frá Pyongang, kom ist norður á bóginn og yfir landamærin til Mansjúríu. Herflutningaflugvélar fluttu með herliði þessu alls konar hergögn og annan út- búnað m. a. skriðdreka, fall- byssur, jeppabíla og önnur þungahergögn., Hersveitir S.-Kóreumanna eiga nú aðeins örfáa kíló- metra ófarna að þjóðvegin- um frá Pyongyang. Heita má aö Pyongyang sé nú öll á valdi hersveita S.Þ., en bandarískt herlið var í gærkveldi komið inn í miðja borgina. Mikill f jöldi fanga var tekinn í gær og munu 6 þúsund hermenn kommúnista hafa gefist þar upp. Jj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.