Vísir - 27.12.1950, Síða 1

Vísir - 27.12.1950, Síða 1
40. árg. Mijðvikudaginn 27. desember 1950 290. tbl. MacArthur býst við nýrri stórsókn Kínverja í Kóreu Þessi mynd var nýlega tekin í Lake Success af Sir Bene- gal Rau, fulltrúa Indlands hjá S.Þ. cg nefndarmanni í vopnahlésnefndinni. Hann ræðir þarna við annan fulltrúa frá Indlandi Gopola-Menon (til hægtri) og einn af fulltrúum Pekingstjórnarinnar Iíuan-Chua. Hátt fiskwsrS í Fleetwood. Einkaskeyti frá U. P. — London í morgun. Sökum þess, að ekkert barst að af íslenzkum fiski í gær í Flettwood rauk t'iskverðið upp úr öllu valdi og varð þrefalt hærra en hámarksverðið gamla. Ýsa seldist fyrir 16 shillinga „pr. stone‘‘ (6.35 kg.)? en hámarksverðið var 5 shilíingar, og þorsk- ur 15 sh., en hámarksverð var 5 sh. Mæðrastyrksnefnd og Vetrarhjálp aðstoðuðu á 10. hundrað fjölskyldna 0g einstaklinga. Æ&&S S&ÍMMÖMSÉ MMM ■ 17ú þús* mrnlk fmínaÖMr. Framlag til hjálparstarfsemi þeirrar, sem rekin er hér í bænum fyrir og- um jólin, náði nýju hámarki að þessu sinni. Alls söfnuðust til þeirra tveggja stcfnana, sem starf- semi þessa annast, Vetrarhjálparinnar og Mæðrastyrks- nefndair, yfir 176 þús. kr., en á 10 hundrað fjölskyldur og einstaklingar nutu aðstoðarinnar. Báðar stofnanirnar starfa fram yfir árámótin. Vetrarhjálpinni bárust fyr ir jólin í peningum kr. 96.403.82 (þar af söfnuðu skátar kr. 49.411.02). Að- stoðarinnar nutu 556 heimili og einstaklingar Úthlutað var með ávísunum á mat- vælf og mjólk kr. 124.782,30, og að auki talsverðu af fatn- aði. Til samanburðar má geta þess, að í fyr.ra söfnuð- ust kr, 76.488.25, og hafa því safnast um 20 þúsund kr. meira nú en þá. í fyrra nam úthiutun kr. 111.613.55 og að auki 25 þús„ kr. til ein- staklinga í ýmsum stofnun- um, svo sem Elliheimilinu, Arnarholti, Farsóttahús- inu, Kumbaravogi o. s. frv., en það var ekki gert nú, þar sem bærinn o. fl. sjá um þess ar stofnanir,, — Vetrarhjálp in starfar áfram fram yfir áramótin og má gera ráð fyr ir, að enn berist gjafir til hennar. — Forstöðumenn Vetrarhjálparinnar láta í ljós mikla ánægju yfir und- irtktum og hjálpsemi bæj- arbúa, sem hafa brugðist hið bezta að vanda við tilmæl- um um aðstoð handa þeim, sem bágt eiga. Heildarsöfnun til Mæöra- styrksnefndar nam 80 þús. kr., en í fyrra um 60 þús. ki\, og var þá miklu hærri en hún hafði nokkurn tíma áð- ur verið. Mikið safnaðist að auki af fatnaði. Seinasta söfnunardaginn, á Þorláks- messu, söfnuðust 12.850.00. Úthlutað hefir verið fyrir um 60 þús. kr., en enn liggja fyrir margar beiðnir um að- stoð. Um 370 barnaheimili og einstæðingsmæður og aðrir einstaklingar, sem eng an eiga að, hafa notið að- stoðar. — Mæðrastyrksnefnd hefir beðið Vísi að bera öll- um stuðningsmönnum sín- um kveöjur og innilegt þakk læti fyrir mikla rausn og sí- vaxadi tryggð. ísrael' fær fiási. Export-import bankinn í New York hefir veitt Israel lán að upphæð 35 millj. doll- ara til ýmissa framkvæmda heima fyrir. Lán þetta eiga Israelsmenn að greiða aftur á 15 árum. Þetta er annað lánið, sem Israel er veitt úr bankanum. ser drukknar a! Það slys varð á Halamið- um á aðfangadag, að mann tók út af b.v. Bjarna riddara og drukknaði hann. Hét hann Guðmundur Danivals- son. Tveim bjarghringum var þegar kastað til mannsins, en hann virtist ekki hafa mátt til að halda sér uppi og stökk þá annai' skipverji fyrir boi'ð, en vað var brugð- ið um hann miðjan. Báðir mennirnir náðust síðan um borð og gerðu skipverjar lífg unartilraunir á Guðmundi og skipinu haldið til lands. Héraðslæknirinn á Þing- eyri fór til móts við skipið, en Guömundur var örendur, þegar hann kom um borð. Guðmundur var ungur maöur, ókvæntur og barn laus. Um jólin var hráslagalegt veður á Bretlandsevjum, viða þokusamt, slydda eða rigning. Truman forseti kominn aftur til Washington. Sat i gær fund með Bielztu? ráHgjöfum sínum. Truman Bandaríkjafor-höfðingja til Evrópu í jan- úar. Eins og áður hef-ir ver- ið skýrt frá mun Eisenhow- er fara til Evrópu til þess að kynna sér varnir Vestur-Ev- rópuþjóðanna, en hann hef ir veriö skipaöur yfirmaður sameiginlegs varnarafla þeirra. Þegar Eisenhower hefir kynnt sér möguleikana á vörnum Vestur-Evrópuþjóða mun hann gefa forsetanum skýrslu og gera tillögu um hve mikinn herafla og hve mikið af hergögnum Banda ríkin verði að leggja- fram til þess að tryggja varnir Evrópu. seti kom í gær til Washing- ton aftur úr jólaleyfi sínu og var það degi fyrr en œtl- að var. Hann dváldi um jól- in í Missouri. Forsetinn sat í gær 2Vz klukkustundar fund með helztu ráöamönnum sínum, en fundinn sátu einnig Ache son utanríkisráðherra, Brad ley forseti herforingjaráðs- ins og Snyder fjármálaráð- herra. Snerust umræðurnar að- allega um Kóreustríðið, heimavarnirnar og væntan- ega för Eisenhowers hers- í herstjórnartilkynningu MacArthurs í morgun segir að þess sjáist nú Ijós merki að Kínverjar séu að undir- búa nýja stórsókn fyrir norð- an 38. breiddarbaug. Hermenn úr 9. bandaríska liernum standa vörð við 38. breiddarbaug og hafa engar alvarlegai’ árásir verið.gerð- ar á þá ennþá,, Sums staðar hafa þó fámennir hópar kommúnista gert árásir, en þess ar árásir hafa naum- ast haft annan tilgang en að reyna styrk varna S. Þ. Stöðugir liðsflutningar. Könnunarflugvélai’ Sam- einuðu þjóðanna hafa orðið varar við mikla liðsflutninga suður á bóginn. Kínverjar virðast safna að sér miklu liði og hergögnum, sem bend ir til þess að ekki verði langt að bíða nýrrar sóknar. Enn- þá hafa engar kínverskar hersveitir sótt suður fyrir 38„ breiddarbaug. V arnarherinn fœr liðsauka. Eins og skýrt er frá á öðr- um stað í fréttum tókst und anhald 105 þúsund her- manna S.Þ. frá Hungnam mjög giftusamlega og munu nú þessar hersveitir verða skipulagðar og látnar taka þátt í vörnunum við 38. breiddarbaug, ef til árásar kemur af hendi Kínverja og Norður-Kóreumanna., Risaflugvirki gera árásir. Flugsveitir úr flugher S.Þ. í Kóreu halda uppi stöðug- um loftárásum á liðflutn- ingalestir Kínverja og vörp- uðu risaflugvirki niður. miklu magni af sprengjum á stöövar Kínvei'ja í gær. í herstjórnartilkynningu MacArthurs, sem aö ofan getur, segir ennfremur að hermenn 8. hersins hafi orð- 'ið varir bæði hermanna úr hersveitum Noröur-Kóreu- manna og kínverskra her- manna skammt fyrir norðan landamæri Suður- og Norð- ur-Kóreu„

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.