Vísir - 09.01.1951, Side 8
Þriðjudag'inn 9. janúar 1951
íslenzkar flugvélar 1
39060 farþega árið
Vöruflutningar námu yfir 500 smá- -
lestum og jukust gífurlega á árinu.
.. Flugfélag Islands flutti ár-
ið 1950 samtals 24169 far-
þega og' er það hátt á 8.
þúsund færri farþega, en
árið áður, því þá flutti fé-
lagið 32039 farþega.
Aftur á móti hafa vöru-
flutningar aukizt til mikilla
muna, eða úr 230781 kr. árið
1949 í 302688 kg. árið sem
leið.
Póstflutningar hafa aftur á
móti minnkað um allt að
þriðjung frá því 1949, eða úr
94272 i 64362 kg.
Að bæði póst- og farþega-
flutningar hafa minnkað frá
því 1949 stafar annarsvegar
af verkfalli því sem flugvéla-
virkjar stofnuðu til unr ára-
mótin í fyrra og stóð fram
undir vor, en hinsvegar líka
af minnkandi kaupgetu og
um leið minnkandi ferðalög-
um fólks.
Samanburður í utanlands-
fluginu er sá, að 1950
fljúga 3579 farþegar milli
landa i stað 5023 árið áður.
Vöruflutningar milli landa
nær þrefaldast, komast úr 16
lestum í nær 46 lestir og
póstflutningar milli landa
2Vz faldazt, komast úr 4895
kg. 1949 í 11075 kg. s.l. ár.
Hafa einkum hérlendir kaup-
sýslumenn hagnýtt sér flugið
miklu meir en áður til vöru-
flutninga, og má gera ráð
fyrir að á því verði fram-
hald.
Flugdagar í innanlands-
flugi voru 278 s. 1. ár, en
291 árið áður. Þess má þó
geta að frá maíbyrjun og til
nóvemberloka í haust féllu
aðeins 8 dagar úr, sem ekki
var hægt að fljúga og má
það teljast mjög gott.
Desembermánuður var
nietmánuSur lijá Flugfélagi
íslands í vöru- og póstflutn-
ingum. Þá fluttu vélar þess
43 smáiestir af vörum innan-
lands og 9%' tonn milli landa,
en 14 tonn af pósti innan-
lands og 2 tonn milli landa.
Miðað við póstflutninga í
sáma mánuði i fyrra liafa
þeir tvöfaldazt innanlands og
fjórfaldast milli landa.
I-Ijá Loftleiðum ferðuðust
14511 manns árið sem leið,
flutt voru 234801 kg. af vör-
um og 33009 kg. af pósti.
Heildar fólksflutningar
með íslenzkum flugvélum
liafa því verið tæp 39 þúsund
manns, 536 smálestir af vör-
um og í rösldega 97 smálestir
af pósti.
----4.----
Stjörnubíó:
..Mttistivns-
fótkiö**.
„Stjörnubíó“ byrjar í
kvöld sýningu á stórmynd-
inni „Bastionsfólkið“.
Myndin, sem er tekin af
Columhia-félaginu, er byggð
á heimsfrægri sögu Margaret
Ferguson. en hún hefir komið
út í íslenzkri þýðingu og náð
miklum vinsældum.
Efni myndarinnar verður
ekki rakin hér, en leikur
þeirra, sem með aðalhlut-
verkin fara, er með miklum
ágætum. Af leikendum ber
mest iá Susan Peters og Alex-
ander Knox.
Kjötfranslefðsfan 700 lest-
um minni 1950 en 1949.
Um 50 þús. fjár færra slátrað
s.l. haust, en haustið áður.
Niðurstöður haustslátrun-1527 tonnum á s. I. hausti, en
arinnar á s. 1. ári sýna, að j var 860 tonn haustið áður.
kjötframleiðslan varð 700 'pannig, að framleiðslan á
fonnum minni en árið áður,
og um 50 þúsund færra sauð-
fé slátrað en 1949.
ærkjöti hefir minnkað um
330 tonn og er það þg lilut-
fallstala.
Árið sem leið nam heildar- j Framleiðsla á öðru kjöti
framleiðslan 3.854.900 kg., en.nam 130 tonnum í haust.
4.556.617 kg. árið 1949. í Mest mun hafa verið slátr-
Af dilkakjöti er fram-j að hjá Sláturfélagi Suður-
leiðslan 234.7 tonnum minni1 lands eða sem nam 667
s. I ár en árið næsta á undan.
í fyrra nam dilkakjötið
3.C67.480 kg., en í hitteðfyrra
3.292.238 kg.
Ærkjölsframleiðslan nam1
tonnum.
Heildartala slátraðs sauð-
fjiár vár á haustinu sem leið
252.600, en liaustið 1949 var
liliðstæð tala 305.519.
©;
I gærkveldi kom upp eld-
ur í vikurverksmiðju Jóns
Loftssonar við Grandagarð,
og hlauzt töluvert tjón af.
Kl. um 8 í gærkveldi var,
slökkviliðinu tilkynnt, að eld
ur væri uppi í byggingunni,,
Var þegar brugðið við og far
ið vestur eftir með tvo
slökkvibíla.
Var talsverður eldur í
verksmiðjunni er að var kom
ið og var slökkviliðið um 2
stundir að kæfa hann. Taliö
er víst, að kviknað hafi út
frá olíukyndingu, en enginn
mun hafa verið í verksmiðju
byggingunni, er eldurinn
kom upp.
Óvíst er enn, hve mikið
tjónið er, en skemmdirnar
eru einkum af reyk og
vatni, að því er Vísi var tjáð
í morgun hjá slökkvistöð-
inni„
emm.
Kóreufregnir árdegis í dag herma það, að hernaðar-
aðstaðan á vígstöðvunum bar hafi ekki breyzt. Hersveitir
kommúnista áttu á bardögum við hérsveitir Sameinuðu
þjóðanna á tveimur stöðum, sem báðir eru um 80 km.
suður af 38. breiddarbaug.
Annar þessara staða er á vopnahlésnefndin fengi frest
Wonjusvæðinu, hinn vestar,|til athugunar á vopnahlés-
nálægt Osan. Sagt er frá tillögunum, sem fulltrúi Isra
snörpu gagnáhlaupi, sem el bar frarn,, Virðist tilgang-
hersveitir Sameinuðu þjóð- urinn að fá nú úr því skorið,
Fleiri bátar á
veiðar fyrir
Bátarnir Víðir og' Hermóð-
ur hafa undanfarið verið á
fiskveiðum fyrir bæjarbúa,
Hermóður fyrir Fiskhöllina
og Víðir fyrir Fisksalafélagið.
Hafa þeir aflag vel og m. a.
fékk Víðir s. 1. laugardag
röskar 6 smálestir á aðeins
26 hjóð, í stað þess að venju-
lega er róið með 40 og allt
upp í 50 bjóð. Má þetta því
teljast afbragðs afli.
Nú er í ráði að fleiri bátar
fari í róðra héðan úr bænum,
m. a. Svanur, sem væntan-
lega veiðir fyril’ fisksala
fyrst um sinn, og fer hann í
dag á veiðar. Hagbarður fer
einnig einhvern næstu daga
og veiðir fyrir bæinn.
anna gerðu á öflugt lið kom-
múnista, sem urðu fyrir
miklu manntjóni.
650 flugvélar Sameinuðu
þjóöanna, sem hafa bæki-
stöðvar í Japan, fóru til á-
rása í gær„
Kommúnstiskar
hervœðingaraðferðir.
Fregnir hafa borizt um,
'að kommúnistar neyði unga
menn í þorpum Kóreu til
þess aö fara í herinn, einnig
á herteknum svæðum sunn-
an 38. breiddarbaugs. Stöðva
þeir alla umferð til þorpanna
og fara hús úr húsi og neyða
menn til að fara í æfinga-
stöðvar til þjálfunar,, Jafn-
vel meðal Norður-Kóreu-
manna verður vart mikillar
tregðu á að hlýða fyrirskip-
unum í þessu efni.
Aðvörun til kín-
verskra kommúnista.
Stórnmálanefndin hefir
frestað fundum til fimmtu-
dags. Mæltist Sir Gladwyn
Jebb fulltrúi Breta til, að
hvort Kínverjar vilja fallast
á vopnahlé. Geri þeir það
ekki, sagði Sir Gladwyn, geí-
ur það leitt til klofnings
milli Kína og hinna frjálsu
þjóða, er hefði hinar hættu-
legustu afleiðingar, ekki sízt
fyrir Kína.
Kóreumálið er nú mjög
rætt á Samveldisráðstefn-
unni í London, sem hefir tvo
fundi í dag um Asíumálin,
til þess að reyna að ná sam-
komulagi um sameiginlega
slefnu.
Bandarikin hafa enn minnt
lússa á skuldir þær, sem
eir söfnuðu vestan liafs á
tríðsárunuin.
í vor verður byrjað að gera
eðanjarðarbrautarkerfi í
issábon í Portúgal.
Aðalfundur
Auroro.
Esperanistafélagið Auroro
hélt aðalfund sinn 5 þ. m. og’
var hann vel sóttur.
Fyrir kostnaðarsakir verð-
ur félaginu ekki unnt að hafa
miðstöð starfsemi sinnar
framvegis á Vesturgötu 3, en
erindum til þess er hezt að
koma í pósthólf 1081, Rvik.
Varaformaður, Ragnar V.
Sturluson, flutti skýrslu
stjórnarinnar fyrir liðið
starfsár, sem var allsögulegt
fyrir íslenzka esperantista.
Ber þar einum að nefna komu
júgóslavneska prófessorsins,
dr. Ivo Lapenna, sem kom
liingað s. 1. vor.
Fórmaður var kjörinn
Árni Böðvarsson cand. mag.,
varaformaður Ragnar V.
Sturluson, en meðstjórnendur
Jóhann Bjarnason, Óskar
Ingimarsson og Pétur Ilar-
aldsson.
Rögnvalcðtir
heldur hljóm-
lelfka í Færeýjum
í ráði er, að Rögnvaldur
Sigurjónsson haldi hljóm-
leika í Þórshöfn í Fœreyjum
á leiðinni út.
Mun Dronning Alexand-
rine sennilega standa nægi-
lega lengi við í Þórshöfn, til
þess að af þessu megi verða,
en Hans A. Djurhuus skáld
hefir séð um alla fyrir-
greiðslu. Hljómleikarnir fara
fram í landsbókasafni Fær-
eyinga.
Kveðjutónleikana heldur
Rögnvaldur í kvöld„
Síld í Sund-
unum í gær.
Tveir bátar fengu rúm 100
mál síldar hvor í gœr inni í
Sundum.
Var þetta kræða og lögð í
bræðslu hjá Lýsi og mjöl í
Hafnarfirði.
Frá því í nóvember hafa
þessir bátar lagt upp kræðu
hjá Lýsi og mjöl: Bragi, Gylfi
Dagsbrún, Aðalbjörg, Skóga-
foss og Þristur,, Aflinn nem-
ur samtals um 2000 málum.
Undanfarna daga hefi r
orðið vart talsvert mikils
smásíldarmagns í sundun-
um, en hún liggur djúpt, þeg
ar kalt er, og erfitt aö ná
henni með þeim tækjum, er
bátarnir hafa..