Vísir - 01.02.1951, Blaðsíða 4

Vísir - 01.02.1951, Blaðsíða 4
V 1 S I R Fimmtudaginn 1. febrúar 1951- D A G B L A Ð Ritstjórar: Iu’istján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa Austurstræti 7. Ctgefandi: BLAÐADTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Hverfísgötu 12. Simar 1660 (firnm línur)’. Lausasala 75 aurar. Félagsprentsmiðjan li.f. Afhyglisverð samþyhkt. yerkalýðsfélag eitt á Norðurlandi gerði nýlega þá athyglis- verðu samþykkt, að nauðsyn Iiæri til að útvegsmenn réðu nýliða á skip sín, þannig að einum unglingi eða fleirum væri ætlað rúm á hverju skipi. Ekki er að ófyrir- synju, að slíka samþ. er gerð. Otvegsmenn og skipstjórar vilja ekki liðléttinga á slcip sin, enda veltur þar á miklu að réttur maður sé á réttum stað. Slíkir óvaningar fá ekki ráðningu, nema því aðeins að algjör hörgull sé á vönum m.önnum, en þá hrýtur nauðsyn lög svo sem of't vill verða. Þær raddir hafa þráfaldlega heyrst, að unga kynslóðin hyggði nú frekar að dufli og dansi, en l'ramleiðslustörfum til lands og sjávar. Allir kysu nú helzt að gerast skrif- stofuþjónar og ganga uppdubbaðir með hvítt um hálsinn, en forðuðust í lengslu lög að dýfa hendi i kalt vatn. En er þess að vænta að margir gerist nýliðarnir við sjávar- sókn þegar þeim virðist allssstaðar ofaukið, þar sem fram- leiðslustörfin eru sótt af kappi, — og hvað hefur verið gert af opinberri hálfu tli þess að grciða þcssum æskulýð brautina til framleiðslustarfanna? Sjómannaskóli hefur verið stofnaður og er starfræktur í myndarlegustu húsakynnum þessa lands, en þann skóla sækja ekki aðrir en þeir, sem áður hafa gengið í skóla lifsins og sótt sjó um lengri eða skemmri tíma. Þar cr bóklræði kennd og eitthvað í hagnýtum starfsgrcinum til sjávarins, en það sem raunverulega á skortir, er að við eignumst fullkomið skólaskip, af hæfilegri stærð, þar sem viðvaningum er kennt að „snúa sér við á dekki“ og öll undirstöðu atriði í venjulegum störfum til sjávarins. Erum við sennilega eina siglingaþjóð, sem nokkuð kveður að, er ekki heldur úti viðunanlegu skólaskipi, til Jiess fyrst og fremst að glæða áhuga ungmenna fyrir sjósókn og kenna þeim nauðsynlegustu vinnubrögðin. Fvrir nokkrum árum var skcnnntisnekkja flutt hingað til lands, lítið skip, en vaíidao og vel búið. Ivom til tals að skipið myndi reynast hentugt til kennslu sjémannaefna, en ráðamenn þjóðarinnar litu svo á að það myndi of dýrt í kaupum og rekstri, þótt það fengist keypt fyrir gjafverð og rekstur þess þyrfti ekki að reynast óhófleg byrði, þar sem skipshöfnin yrði að mestu skipuð viðvaningum, sem leituðu fræðslu í skóla lífsins, en gerðu hinsvegar ekki kaupkröfur fyrst og fremst, svo sem. þeir sumir, er þykjast færir 1 flestan sjó, þótt þeir hafa aldrei lært vcnjulcg eða viðunandi vinnubrögð. Þröngsýni forráðamannanna og fálækt þjóðarinnar leiddi svo til jiess, að innviðir flestir voru rifnir úr skipinu, og það búið til flutninga, en kom J þar aldrei að neinu gagni, enda var það rekið með tapi og j loks selt úr Iandi. Ungir menn veigra sér við að gerast liðléttingar um borð í skipum, þar sem Jieir eru einhvei'skonar horn- rekur, þótt í misjöfnum mæli sé, cn uppeldið á sjónum er oft strangt, þar sem lítils skilnings gætir í garð ung- mennanna. Þetta þckkja allir sjómenn, cnda munu þeir kunna frá mörgu að segja af fyrstu lífsreynlsu sinni á sjónum. Hæfilegt skólaskip þyrfti að rúma nokkra tugi ungmenna, vera búið seglum og sterkri hjálparvél, en að öðru leyti svo úr garði gert, að sæmilega gæti farið um menn í misjöfnum veðrum. Svo veðrasamt er hér við land að ekki verður treyst á seglaumbúnaðinn einri, heldur verður áhöfnin að geta gripið til vélaaíls, sem haldið gæti skipinu í horfi Jiótt álandsvindur væri. Öryggið verður að tryggja þeim mun betur, sem kunnátta sjómannanna er minni. Sjómenn og siglingafræðingar ættu að hefja umræður um Jætta mál, og gera opiriberlega grein fyrir skoðunúnf sínum, þannig að almenningur geti tekið afstöðu með eða móti. Orð eru til alls fyrst. Sýndist lull ástæða til að sam- tök sjómanna, slysavamafélög, samtök útvegsmanna og allir þeir, sem velferð sjávarútvegsins bera fyrir brjósti legðu lið sitt til að hrinda xnáiinu fram, enda mun J»á ekki standa á opinberum aðgerðum, ef almenningsálitið Icggur l»eim aðilanum til „vélakraftinn,,. Sjötti hver landsmaður er nú innan vébanda SVFI. Félagatalan hefir 200- faldazt frá stofnun þess. Slysavarnafélag Islands átti afmæli nýverið, stofnað 29. jan. 1928 liér i Reykjavík fyrir forgöngu Fiskifélags Islands og Skipstjói’a- og stýrimannafélagsins „Aldan" með Guðmund Björnsson Jiá- verandi landlækni og Jón E. Bergsveinsson fyrrv. forseta Fiskifélagsins í fararbroddi. Frá J)cim tíma liefir félagið haft forystu í J»eim málum, er slysavarnir og öryggi al- mennings varðar og notið al- menns og opinbers trausts og stuðnings til stai'fseminnar. Stofnendur félagsins voru í upphafi 128 áhugasamir menn og konur. Nú eru deild- ir félagsins um gjörvallt landið orðnar 176, en tala fé- lagsmanna er samtals orðin rúmlega 25 þúsundir. Félagið hefir með starfsemi sinni bor- ið gæfu til að bjarga manns- lífum og svo hundruðum skiptir fyrir utan aðra mik- ilsverða aðstoð. Sambugur almennings og áhugi fyrir vexti og viðgangi félagsins Iiefir vei'ið aðdáunarverður. Félagið á nú og rekur 70 björguriarstöðvar,. J»ar með talin 4 skipbrotsmannaskýli er áður hafa vci'ið í umsjá vita- og hafnarmálastjórnar- þmar, sem vitamálastjói'inn Íir. Emil Jónsson, hefir nú um áramótin afhent Slysa- varnafélaginu mcð ley.fi ráðu- neytisins og eru nú allar björgunai'stöðvar og skýli hér við land reknar af í'élag- inu. A Jjessum afmælisdegi fé- lagsins hel'ir Slysavarnaféíag- Hiu borizt tvennar veglegar minningargjafir. Kr. 2000,00 fræði fi’k. Ragnheiður Jóris- dóttir forstöðukona Kvenna- skólans í Rvík frá Gjafa- sjóði Landsspítala íslands, til minningar um Ingu L. Lárusdóttur, er var einn af stofnendum kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Rcykja- vík og lengi átti sæli í stjórn hennar. Þá voru forseta Slysa- varnafélagsins Guðbjari Öl- afssyni afhentar í fyrradag tvær sparisjóðsbækur að uppliæð samtals kr. 10,884,47, sem minningurgjöf l'rá Sigur- vin Edilonssyni fyrrv. útgerð- armanni til heimilis á Litla Árskógssandi, er lengstum hefir vei’ið forgöngumaður Slysavarnadeildarinnar J>ar. 'Stjói-n Slysavamafélags Is- lands þakkar gefendunum þcssar veglegu gjafir. Þessa afmælis Slysavarnafélags Is- lands var , ekki minnst neitt séi-staklega, en félags- stjórnin sendir öllum félög- um og stuðningsmönnum l'é- lagsins árnaðaróskir og þakk- ir. Frjúlsur íþróttir: K.R. átti 13 íslands- og 2 Evrópumeistara á s.l. ári. Setti auk þess 18 íslandsmet. Frjálsíþróttadeild Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur getur talið sér það til ágætis að hafa sett 18 staðfest Is- Iandsmet á árinu sem leið og auk þess hlaut hún 13 rneist- ara af 20 mögulegum á Is- landsmeistaramótinu í sum- ar. En þar með cr J»ó ekki öll hennar frammistaða talin, Jjví bún hefir innan vébanda sinna tvo Evi'ópuineistara frá s.l. sumri, |>á Gunnár Huseby og Torfa Bryngeirs- son. Og með tilliti til þess að i írjálsíjn’óttadeildinni eru ekki nema 270 meðlimir er Jætta einstæður árangur og sennilega ekki mörg hliðstæð lelög eða íþróttadeildii' í álf- unni, scm geta stært sig af jafn góðri franimistöðu. Það verkefnið, sem nú er el'st á baugi lijá Frjálsiþrótta- dcild K.R. er íjirótíasvæðið og félagsheimilið á Kapla- skjóli, en hvoi'utveggja er á veg komið og verður tek- ið til notkunar i vor. Það er aðeins eftir að setj’a eitt lag á hlaupabrautina, en J)vi verð ur lokið áður en útiæfingar liefjast i vor. Sömuleiðis er verið að gailgá frá J»eim hluta félagsheimilis sem hefir verið í byggingu að undanföniu og er J>að nú í J)ann veginn að komast í nótkun. Binda félagar Frjálsijirótta- deildarinnar miklar vonir við þetta nýja svæði sitt og að geta hafið þar æfingar i vor, J»ví að æfingar á Melavellin- um eríi mjög áskipaðar af liinuni ýmsu féíögum pg erf- itlt að köinast Jiar að, Jiannig að það fiillnægi æfingaþörf félagsins. Eftir er að byggja viðbót við félagsheimilið, og á Jiað að verða stór iþróttasalur með malargólfi, Jiar sem bægt er að stunda flestar eða allar útiíþróttir og þar á með- al frjálsar íjn’óftir, knatt- spyrnu og handknattleik, en auk Jxess ýmsar inniíþróttir, eins og glímu, lmefideika o.fl. A aðalfundi Frjálsíþrótta- deildar K.R. i fyrrákvöld var Gunnar Sigurðsson endur- kjörinn lormáður, varafor- maður var kosinn Sveinn Björnsson, Ing. Brynjólfsson ritari, Björn Vilmundarson gjaldkeri og Mai’ia Jónsdótt- ir mcðstjórnandi. ♦ BERG ♦ Þar sem fólk kemur sam- an eina kvöldstund og rabbar um daginn og veginn. eins og gerist og gengur, er það ekki ótítt- að talið berist að útvarpinu. Svo var í vikunni, þar sem eg var staddur- M. a. barst talið að Passíusálmun- um, sem nú eru lesnir í út- varpið. Sýndist sitt hverjum. *. Flestir voru þó' þeirrar skoð- unar, að engan veginn bæri að amast vi'S lestri þeirra stutta stund. og aS mörgum væri hug- fró í þeim. En állir voru á einu máli um, aö ástæSulaust væri, aö næst á eftir þeim kæmi æsi- legt jazz-lagaspil. Þaö viröist vera undarleg smekkleysa, sem auövelt ætti aö vera aö lagfæra. Passíusálmar kunna aö vera góöir fyrir sig, og jazzinn, er sjálfsagt góöur á sína visu, en skelfing íer þetta dagskráefni ilía saman, svona hvaö á eítir ööru. AlVeg er eg viss utn, að fleiri munu á sama máli og eg. aö þessu beri aö brcyta. Þeir munu vera ali-margir, sem fögnuðu því, að upp var tekinn dagskrárliðurinn „djass-þáttur“. Virðist í sjálfu sér ekki ástæða til að amast við honum sem slík- um. En hitt er svo annað mál, að alveg er fráleitt, hvernig þessi þáttur fer fram. Þaö getur veriö gaman a'Ö jazz, stundum ákaflega gaman. Einkum á hann sínar vinsældir meöal yngri kynslóöarinnar- En ekki kemur mér til hugar, aö þeir séu márgir, sem áhuga hafa fvrir því, hvaö „tfombón- leikarinu", „klarínettistinn" cöa trumbuslagarinn heit.ir hjá hin- um ameríska eöa enska Jóni Jónssyni, sem flytur eitthvert danslagiö, Hvort Buzzy Wuzzy, Teddy Breddy eða Slim Pini þeytir lúöurinn í viðkomandi liljómsveit, viröist tíiér ekki eiga erindi til margra hlust- enda. Miklu frekar veröur þetta. aö teljast hugöarefni lítils hóps manna, ,,sem géngu upp i" jazz, saínar jazz-plötum, eöa stendur fyrir „jams,essíónum“ heima hjá sér. Er ekki hægt aö gera jazz- þáttinn alþýðlegri og að- gengilegri en liann er nú hjá hinum ágæta jazz-manni Svavari Gests? Svavar hlýt- ur að renna grun í, að þetta fer fyrir ofan og neðan garð hJ5 95—99% af hlustendum.. Það er oft gaman að hlusta á jazz, jafnvel heyra sömu lögin leikin af mismunandi hljómsveitum og í mismun- • andi útsetningum. En hvort það er Buzzy, Teddy, eða Slim---------nei, þetta éir ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.