Vísir - 15.05.1951, Blaðsíða 1

Vísir - 15.05.1951, Blaðsíða 1
y 41. árg. Þriðjudaginn 15. maí 195' 107. tbl Varnir SA- Asíu ræddar í Singapore. Þrivfildaráðstefna hófst i mor.íjnn í Singcipore. Sitja hana fuUtrúar Breta, Frakka og Bandaríkjaingnna, og ræða varnir SA-Asíu og á- sland og horfur í löndimum þar. Af liálfu Breta sitja ráS- stefnuna æ'Sstu yfirmenn ílota, fiughers og iandhers Breta í Suðaustur-Asíu, landshöfðingi og yfirhers- höfðingi Frakka í Indókína og yfinnaður fyrsta Banda- ríkjaflotans. Þetía er ráðgefandi stefna og verða tillögur liennar lagðar fyrir hlutaðeigandi ríkisstjórnir til fullnaðar- samþykktar. Gert er ráð fyrir, að ráð- stefnan standi í 3 daga. Full- trúar Ástralíu og Nýja Sjá- lands eiga áheyrnarfulltrúa á ráðstefnunni. Gullfaxi fór óvenjulega fljóta ferð til Kaupmanna- hafnar á laugardag'. Hafði flugvélin góðan byr á leiðinni út og lenti á Kastr- up-flugveilinum eftir aðeins 5 ldst. og 15 mín. ferð héðan. Er það fljótasta ferð á þess- ari Ieið. 1 morgun fór Gullfaxi trl Lundúna og kemur aftur í kvöld. Bátaafli ágætur hér. 1 morgun komu þrír hátar til Reykjavíkur með ágætan afla. Bátarnir voru íslending- ur með um 50 lestir og Bragi og Þristur með SOlestir livor. Aðrir bátar eru á veiðum. Allir línuveiðabátarnir eru nú hættir veiðum. Lengst hélt Hagbarður út og fór í síðasta róðurinn á vertíðinni s.l. laugardag. Afli linuveiðiháta er aftur tregari orðinn. Af togurunum komu Úr- anus, Hvalfell, Hallveig Fróðadóttir og Þorsteinn Ingólfsson inn um hvíta- sunnuna og i nótt. Afli var misjafn. Brezkir þingmenn skoða land Titos. Brezk þingmannanefnd er mjkomin til Júgóslavíu. Fór hún flugleiðis í gær til Bel- grad og mun ferðast um landið næstu 2—3 vikur. Þingmennirnir eru 12 tals Ins og úr háðum deildum jþingsins og var nefndinni iíjoðið af forseta júgóslav- 3ie.sk a þingsins. Júgóslavneskir þingmenn tfóru fyrir nokkru til Bret- lands í boði brezka þingsins. Guðrún afla- hæsti bátur í Eyjum. Frá fréttaritara Vísis í Vestmannaeyjum. — Aflahæsti vélbáturinn á vertíðinni í Eyjum varð „Guðrún“, skipstjóri Óskar Eyjólfsson. Afli bátsins nam alls 668 íestum, miðað við slægðan fisk. Hásetáhlutur varð um 26 þúsund krónur. Óskar var einnig aflakóngur Eyja- skeggja í fyrra. Einn bátur fórst á vertíð- inni, „Sigurfari“, en mann- björg varð. Einn mann tók út af v.b. „Sæfara“, Halldór Einarsson að nafni, frá Stað- árfelli Eyjum. Var haldin minningarathöfn um hann s. 1. föstudag. Um leið fór fram jarðarför Sigurðar Grétars Karlssonar, sem drukknaði á Suðureyjarsundi 1. maí s. 1. Vertíðarmenn eru nú sem óðast að fara frá Eyjum hina síðustu daga. — Jakob. Tekið fyrir í Öryggisráðí á fímmtudag Stjórnmcdancfnd Sgmein- uðu þjóðanna kemur 'saman til fundar næstk. fimmtudag og ræðir tillögu þá, sem sam þykkt var í gærkveldi í refsi- aðgerðanefiidinni svoköll- uðii. Sú nefnd hafði með hönd- A va.nga stúlkunnar má sjá nýjusíu tízkij á sviði „feg- urðarbletta“. Kattarmynd hefir verið máluð á vanga stúlkunnar, en kötturinn þykir boða heill í trú Aust- mdandabúa. 5 ára drengur drukknar nyrira. Það hörmulega siys varð í Ólafsfirði á föstudag', að 5 ára gamall di'engur drukkn- að þar við vestur-hafnargarð- inn. Bafði litli drengurinn ■— Örn Ragnar Þorsteinsson — horfið að heiman um eftir- miðdaginn á þríhjóli sínu og mátti rekja för þess ixt á annan hafnargarðinn. Var slætt meðfram honum og líksins leitað samdægurs og' um nóttina, en morguninn eftir fannst það rekið skammt utan við garðinn. Datt af hest- :i oq slas- Það slys vildi lil npp við Rauðavatn i gær, að kona féll af hesti og slasaðist. Slys þetta muii hafa skeð á sjöunda tímanum í gær- kveldi. Konan mun hafa rið- ið allgreiít en hesturinn lent í klakahlaupi og stungist á höfuðið. Eftir að konan féll úi’ hnakknum dró hesturinn hana nokkurn spöl og við það slcarst hún töluvert á höfði. Auk þess hafði hún viðbeinsbrotnað. Lögreglunni i Reykjavík var gert aðvart um slysið. Fór hún upp að Rauðavatni og flutti konuna í sjúkrahús. Líðan konunnar var í morg- un eftir atvikum góð. Hún heitir Elínhorg Finnboga- dóttir. Mjólkurskömmtun tekin upp af völdum verkfalla austan fjaíls. uin athugun á, livort tiltæki- legt væri að stofna til refsi- aðgei'ða gegn Pekingstjórn- inni vegria íhlutunar lienn- ar i Kóreustyrjöldinni. Allar tillögur varðándi refsiaðgerðir mættu í upp- hafi mikillí andspvrnu ým- issa ríkja, cn svo er nú kom- ið, að nefndin samþykkti með 11 atkvæðum gcgn eiigu að banna skyldi allar vojma- sénding.ar tii hins kommún- istiska Kína og Norður-Kör- eu, og nær hann þetta til vopna, skotfæra, annarra hernaðartækj a, kj arnoi-ku- tækja og vopna, olíu o. s. frv. Þessar tillögur fær nú stjórn- máíariefndin til meðferðar, en þar næst ganga þær til allsherjarþingsins, og þarf þar % atlcvæða til löglegrar samþvkktar. Fréttai'itarar segja, að eiig inn vafi sé á, að þær muni ná samþykki þar, þótt gera verði ráð fyrir að fu-lltrúar. arahisku ríkjanna og Asíu- x'íkjanna, sem leitast liafa við að miðla málurn, greiði tillögunum ekki atkvæði, og að sjálfsögðu má vænta al- gex-rar mótspyrnu Rússa og leppþjóða þeirra. Fulltrúi Egyptalands sat hjá við átkvæðagreiðsluna i í’éfsiaðgei'ðanefiidinni, og af þvi þykir mega draga þá ályktnn, að arabisku ríkiri greiði tillögunum ekki at- kvæði. VEGNA ERFIÐLEIKA á að ná xnjólk til bæjarins hefir orðið að gripa til mjólkui-skönmxtunar í bili og stafa þessir erfiðleikar af verkfalli bílstjcra austanfjalls. Hefir ekki verið hægt að vinna að vegaviðhaldi vegna verkfalls- ins. Hefir vegurinn spillst svo í grennd við Kotströnd og Gljúfurholt í Ölfusi, að hann er ófær. Þá eru og ófærir lcaflar út um sveitir, en bændur sunxs staðar sjálfir farnir að gera við þá. Mjólk er flutt hingað úr vésturhluta Ölfusins og úr Borgarnesi munu berast um 16.000 lítrar í dag og vænt- anlega daglega næstu daga, en þáðan hafa borizt áður 9000 iítrar daglega. Mjólk berst og að úr nærsveitun- um. í gær var talið, að nást mundu í dag hingað 26.000 lítrar samtals, en munu verða uin 39.000. Til sanian- burðar iná geta þess, að vanalega fara úr mjólkur- stöðinni í búðirnar hér 43 til 48 þúsund lítrar daglega. Mjólkurbú Flóamanna náði í gær mjólk úr vestur- hliita Holtanna en ekki ann- ars staðar frá austan Þjórs- ár, engu.úr Laugardal, Bisk- upsiungum né Grímsnesi, en talsverðu af Skeiðum og Hreppum og má þakka það vegabótum bænda. Úr Fló- anum náðist mjólk, en veg- ir í Bæj ahreppnum eru að verða ófærir. í morgun snemma var ekki húist við nema 30.000 lítrum til bæjarins í dag, en svo hárust fregnir um, að réynt yrði að selflylja nijóllc frá Flóabúinu yfir versta kaflann og korna 9000 litr- Framli, á 7. síðu. Færeyjakol keypt hingað til lands. Frá fréttaritara Yísis í Vestmannaeyjum. — Nýlega kom v.b. „Skóga- foss“ til Eyja með kola- farm frá Færeyjum. Kolin eru unnin úr jörðu í Færeyjum og mun þetta fyrsti farmur færeyskra kola, sem hingað er flutt- ur. Verðið á kolum þess- um er talið hagstætt, og er ráðgert, að báturinn fari aðra ferð til Færeyja eftir hvítasunnu. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.