Vísir - 15.05.1951, Blaðsíða 8

Vísir - 15.05.1951, Blaðsíða 8
<9_ Þriðjíidaginn 15. maí 1951 líeiiigTiáiiIsfar u Kóreu ureð Vi Sameinuðu þjóðirnar hafa nó ekkert iið norðan 38o breiddarbaug. 1 Kommúnistar í Kóreu' Jialda áfram liðflutningum1 sínum suður á bóginn í átt- ina til 138. breiddarbaugs, þrátt fijrir ákafar árásir flug véla Sameinuðu þjóðanna á flulningalestirnar. Þykir sýnt, að kommún- istar nndirbúi nýj'a sókn af kappi, og muni koma í ljós sem fyrr, að jieir muni ekki hika við að fórna miklu í von um árangur. í fyrradag voru gerðar yfir 800 flug-l yélaárásir á flutningalestirn | ar, í gær milli 450—500. Tal-j ið er, að kommúnistar hafi allt að liálfa milljón mánna tiltæka til sóknar. Könnunarflokkar Samein uðu þjóðanna hafa þreifað fyrir sér á vígstöðyunum allvíða, án þess að verða varar könunúnísta, og hvergi liefir komið til átaka að ráði seinustu daga nema austarlega á vígstöðvunum, milli kommúnista og Suður- Kóreumanna. Neyddust hinir síðar- nefndu til að yfirgefa slöðv- ar sínar norðan 38. hreidd- arbaugs og hafa Samcinuðu Jjjóðirnar nú ekkert lið norð an baugsins. 1 Bandaríkjunum hefir verið veizt nokkuð að Suð- ur-Kóreumönnum fyrir slæ- lega frammistöðu í seinustu sókn kommúnista. Van Fleet yfirmaður 8. hersins hefir tekið svari þeirra drengi- lega. Kvað hann þá hafa har- izt af lmgrekki hæði á vest- ur- og austurvígstöðvunum, og á austurvígstöðvunum einum hefðu þeir fellt 5000 kommúnista á 5 dögum. Bandarík jamenn gramir. Yaxandi gremju gætir nú í Bandaríkjunum yfir því, að Bandaríkin verði að hera liita og þunga dagsins i har- dögunum i Kóreu ásamt Suð u r-Kó reumö nn um. Til dæmis hefir Nýsjálending- um verið horið á hrýn, að þeir hafi lítið lagt af mörk- um, en því ncita Nýsjálend- ingar, og segja, að miðað við íhúatölu þurfi þeir ekki að fvrirverða sig fyrir þátttök- una, því að þar sc Banda- ríkjamenn og Suður-Kóreu- menn að cins þeim í'remri. Marshall hefir tilkynnt, að Bandaríkin geti frá því i næsta mánuði flutt rúmlega heilt herfylki mánaðarlega til Kóreu, án þess að draga úr skuldbindingum annars staðar. Marshall sagði i gær, að Ridgway hershöfðingi væiri algerlega samþykkur stefnu Trumans í Asíumálunum. Æ fgfreiösiea VÍSIS ej* íratnvefýis í Ingólfsstræti 3. ■ Agætur karfaafli. Togwri Síobm til ÆSiB'etness wtteö 373 Íestiw• inteítt. Togararnir hópast nú inn, sumir eftir fremur skamma títivist, til þess að losa afla isinn og komast út afttur fyr- |r fimmtudagskvöld. Þá hefst verkfall á mið- íiætti, ef ekki næst samkomu- Jag milli félaganna, sem verk- fall hafa boðað, og vinnu- veitenda. Er þeirra meðal, sem iunnugt er, verkamannafé- lagið Dagsbrún. Togararnir, sem á karfa- yeiðum eru, afla nú fyrirtaks vel. Bjarni Ölafsson kom til Akrancss í gær með cinhvern mesta, cf ckki mesta afla, sem hann nokkurn tíma hef- ir fengið á karfaveiðum, 373 lestir. Mestur hluti aflans var karfi. Togarinn Fylkir kom einn- ig iil Akraness. Hann vár með fullfermi og landaði 100 lestum á Akranesi, en fór mcð hitt lil Hafnarfjarðar. Loks kom togarinn Nep- túnus til Akraness með full- fermi. Þorskafli er tregari. — Til Reykjavíkur hafa komið af veiðum Þorsteinn Ingólfs- son, Uranus og Hallvcig Fróðadóttir og Vestmanna- eyjatogarinn Elliðaey mcð brotið spil. Skúli Magnússon og Ölafur Jóhannesson fóru á veiðar laugardag s.I. S.l. föstudag ók drukk- inn maður á vörubifreið hjá Sætúni 8. Við rannsókn kom í Ijós að auk þess sem mao- urinn var drukkinn var hann einnig ökuréttindalaus. Þetta skeði laust fyrir kl. 11 um morguninn. Sá sem álti vöruhílinn ákvað strax að ná í lögregluna, er hann sá hve ölvaður maðurinn var. Bað liann félaga sinn að gæta mannsins á meðan, en þegar hann var farinn vildi sá drukkni endilega fara á bif- reiðaverkstæði Hrafns Jóns- sonar og lcvaðst eiga þangað hiýnt erindi. Taldi gæzlu- maðurinn sér ekki annað fært en leyfa honum það, ók honum þangað og skildi hann þar eftir. Þegar sá drukkni hafði staldrað þar við ofur- litla stund hélt hann áfram og fyrir bragðið varð að líon- um allmikil leit. Loks fann rannsóknarlög- reglan manninn á ákveðnum matsölustað hér i bænimi og tók hann þar fastan. Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn var ökurétt- indalaus. Skemmdir á farartækjun- um voru litlar. Ví og ASÍ ræð- ast við enn. • Nefndir vinnuVeitenda og verkalýðsfélaganna, sem boðað hafa verkföll koma sarnan á fund í dag kl. 4. Þær komu einnig saman á fund | gær kl. 21/2 og stóð hann fram eftir degi. KI. 11 árd. á Iaugardag fóru 3 fulltrúar úr hvorri nefnd á fund ríkisstjórnar- innar og ræddu við hana, en kl. 2 á laugardag var svo fundur haldinn og varð þar samkomulag urn áð leggja málið í hendur sáttasemjara. Frá viðræðum þessum er ekki unnt að segja nán- ar á þessu stigi1 málsins, en ar því sem hér hefir verið sagt má sjá að leitast er við að finna samkomulags- gtrundvöll. Myndin hér að ofan er frá einni af sigurförum þeim, sem MacArthur hei-höfðingi fór í Bandarikjunum við ltomu sína þangað. Er myndin tekin í San Francisco og eru Warren fylkisstjóri og Robinson bcrgarstjórii með honurn í bílnum. Eldur hjá tveim kaupféiögum. Bæði á Þsngeyri og Vopnafiröi og tjón meira þar. Fyrir hvítasunnu kom upp eldur í vörugeymslum tveggja kaupfélaga — sitt á hvoru landshorni — og varð tjón all-mikið. Snenima á laugardags- morgun kom upp eldur í vörugeymslu Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeýri. Vann slökkvilið staðarins ötullega að slökkvistarfinu, en ekki var þó húið að kæfa hann fyrr en kl. 8 um morguninn. Varð talsvert tjón á vörum Kaupfélagsins, hæði af eldi og vatni. Laust eftir hádegi á laug- ardag kviknaði einnig í vörú- geymslu kaupfélagsins í Vopnafirði. Þar voru m. a. geymdir 200 hesthurðir af töðu og kom éldurinn uþp í heyinu. Vatn var horið á heyið, en meðan eldinúm í því var haldið í skefjum, var unnið að því að ryðja öðr- um varningi úr húsinu. Hey- Ullarverð í Ástralíu lækk- ar enn, Iiefir lækkað um % miðað við verðlag i marz, er það náði hámarki. ið eyðilagðist en öðrum vör- um varð bjargað með þessu móti og þótt húsið standi enn er það ónýtt með öllu. Hefir tjón því orðið tilfinnanlegt þar eystra. Óvíst er um eldsupptölc á báðum stöðum. Nýrrar gerðar tvíhreyfla orustuflugvéla hefir orðið vart yfir Norður-Kóreu. Þetta eru þrýstiloftsflugyélar af rússneskri gerð. f Ingólfur Gíslason lækriir. Ingólfur Gíslason læknir létzt á sjúkrahúsi í gær- kveldi. Ingólfur var fpeddur að Þverá í Þingeyjarsýslu 17. júlí 1874. Hann lauk stúd- entsprófi 1896, en skipaður læknir í Reykdælaliéraði 1901. Sama ár var hoiium veitt Vopnafjarðarhérað og Borgarneshérað 1923. Hann fékk lausn l'rá embætti 1941 og fluttist skömmu síðar hingað til Reykjavíkur. Ingólfur - var gáfiunaður, skáldmæltur og ritfær í hezta lagi. Hann hefir skrif- að tvær minningahækur, sem notið hafa mikilla vinsælda, „Læknisævi“ og „Vörður viö veginn“ og í útvarpi þótti hann hinn skemmtilegasti fyrirlesari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.