Vísir - 29.05.1951, Síða 7
Þriðjudaginn 29 maí 1951
K 1 S I R
æ JPeter Cheyney? ®
| Á háfium brautum.i
I 42 I
isæææææææææææææææææææææ^
Henni var, þótt henni enn þætti vænt um liann, fróun í
því, að einhver gæti valdið honum líkamlegum sársauka
.— henni var nautn í að sjá aðra kveljast, og þess hafði
gætt í framkomu hennar gagnvart Violu — og eftir á —
og Callaghan var skemmt af tilhugsuninni — mundi hún
sennilega hlaupa upp um hálsinn á Donelly og biðja hann
íyrirgefningar, en innst inni var sigurhlakk í liuganum.
Dálagleg kona! En þrátt fyrir allt var sem í kvöld hefði
örlað á einhverju sönnu hjá henni — leit hún ekki á þetta
sem góðverk, sem aðrir mundu njóta góðs af? Eða —
hvað átti liún við með þessu?
Síminn hringdi. Það var Effie Thompson, seni var í
simanum.
„Góðan daginn,“ sagði hún. „Eg vona að þér hafið
sofið vel.“
„Fyrirtaks vel, Effie — og þér?“
„Elcki sem hezt. Eg bjó um mig í hægindastól hérna i
skrifstofunni, þvi að mig grunaði að John Friquet mundi
liringja.“
„Vökul stúlka,“ sagði Callaghan ánægður.
„Hann hringdi ekki fyrr en undir morgun,“ sagði Effie.
„Það heíir komið i ljós, að Rupert Shárpliam, sem eitt
sinn var danskennari í Rosehill danssalnum, er maðurinn
sem allt snýst um. Friquet lýsti honum nákvændega fyrir
mér, og ef þú berð saman lýsinguna á honum og þeirri,
sem er í flughersplöggunum, sem Nikolis færði þér, muntu
sjá, að hann er sami maðurinn. Hann hefir sérkenni, fæð-
ingarblett með jarðarberjalögun, á vinstri handlegg, og
fleiri eiiikenni.“
„Jæja, svo hann er maðurinn," sagði Calíaghan.
„Áfram Effie.“
„Lögreglan i Höfðaborg leitar að honum, enska lög-
reglan í Rhodesíu, og þar næst mun lögreglan i Pieter-
maritzburg eiga eitthvað ótalað við hann. í býrjun árs
1938 kvæntist hann Ernestine Rasslaer hjá borgarfóget-
anum í Höfðaborg, en yfirgaf liana sama ár. Þau eign-
uðust eitt barn. Þessi lcona hans er enn á lífi og hefir
unnið á búgarði i Iiermanos í Ilöfðanýlendunni. Hún hef-
ir stöðugt haldið uppi surnum um hann, síðan er hann
livarf. Friquet sagði, að liann hefði ekki meira að ségja
núna, en það gæti orðið melra er frá liði.“
Callaghan hló.
„Simaðu honum, að þess gerist engin þörf. Eg liefi
feagið uppíýsingar um allt, sem eg þarf að vita, en biddu
hann að senda mér staðfest vottorð um hjúskap hans.
Það vil eg gjarnan fá sem fyrst í flugpósli.“
Hann lagði frá sér hevrnartólið.
„Hver skyldi liafa trúað —“ sagði hann eins og við
sjálfan sig' og gekk svo að skápnum og fékk sér vænan
sopa úr whiskyflöskunni. Svo kveikti hann sér i vindlingi.
Það var barið að dyrum. Það var Patricia, sem komin
var.
„Komdu inn. Er noklcuð i fréttum?“
„Eg náði í númer bankaseðlanna, Slim. Hérna.“
Hún rétti honum pappírsblað með númerunum á.
„Gjaldkerann grunaði ekki neitt.“
Callaghann stalck blaðinu í vasann.
„Þökk, Patricia,“ sagði hann, „þú hefir veitt mér mikil-
væga aðstoð?“
Haun bauð henni vindling.
„Hefír þér orðið nokkuð ágengt, Slim?“ spurði hún.
„Eg er smeykur um, að eg sé i klípu, vegna Gringalls
— hvar er Honoria frænka?“
„Hún kemur heim eftir hálfa klukkustund — og
Gringall situr heima og bíður eftir lienni. Hann hringdi
tvisvar árdegis í dag. Það verður víst ekki unnt að varna
honum aðgöngu lengur. Heldurðu ekki, að allt fari vel,
Slim?“
„Við skulum vona það, Patricia,“ sagði hann, en það
fór ekki fram hjá henni, að hann var áhyggjufullur á
svip. „Það er ýmislegt dálítið — óþægilegt þessa stundina.
Meðal annara orða — hvar er Viola?“
„Hún er lieima. Þarftu að tala við hana?“
„Já, mjög svo gjarnan. Þegar þú ert komin heim, þá
skaltu biðja hana að hitta mig við dyrnar nálægt skógar-
götunni. Eg' ætla að vera kominn þangað kl. hálfþrjú i
dag síðdegis.“
„Eg skal gera það,“ sagði Patricia. Hún stóð upp og
sagði:
„Jæja, eg fer þá enn einu sinni. Farðu nú varlega, Slim.
Þú veizt livað mér er annt um þig.“
_ „Hafðu engar áhyggjur, Patricia. Þetta fer allt vel.“
Þegar Patricia var farin fór liann að athuga númerin
á bankaseðlunum og bar þau saman við númerm á seðl-
unum, sem Corinne hafði fengið lionum i kránni. Hann
brosti. Corinne liafði ckki aðeins svikið Violu systur
sina, heldur og Donelly. Að öllum líkindum voru þessir
seðlar liluti þess fjár, scm Viola hafði greitt Corinne
vegna hótana liennar. Hún hafi ekki látið seðlana fara
lengra en í sinn eigin vasa. Þess vegna hafði liún sagt,
að Donelly krefðist meira fjár. Callaghan stakk seðlun-
um og miðanum frá bankanum í vasa sinn. Skömmu
siðar tólc hann hatt sirtn og fór út og ólc liægt frá Alfriston
til Pevensey-víkur. — Það stefndi allt i rétta átt og ef
ekkert óvænt kom fyrir var lausn gátunnar framundan.
Fimm mínútum síðar skildi hann bifreið sína eftir í
útjaðri skógar milli „Dark Spinney“ og Kóngavegarins
til Eastbourne. Hann gekk eftir bugðóttum vegi utan i
hæð nokkurri og gegnum skóginn að veggnum með grænu
dyrunum.
Viola Alardyse beið hans í námunda við dyrnar. Sól
skein á skóginn fagra. Hár Violu virtist næstum hvítt í
sólskininu. „Fögur sem gyðja,“ liugsaði hann. Vissulega
var til mikils að vinna. Ilún brosti til hans, er hann kom
nær.
„Góðan daginn, Slirn. Þér lítið prýðilega út, en það
gerið þér nú raunar jafnan. Þér minnið mig á brosandi
vin i blakkri eyðimörk."
„Eg liefi aldrei heyrt mér lýst svo fagurlega fyr, en eg
þakka gullhamrana. Jæja, Viola, eg er smeykur um, að
eitt eða vennt, sem eg hefi að færa yður muni koma
ónotalega við yður — en kannske góð tíðindi líka. Eg tel
mér slcylt að segja yður frá þessu, ef til þcss skylcli koma,
að eg hyrfi.“
„Hyrfi — við hvað eigið þér? Þér ætlið þó ekld að fara
liéðan? Það mundi mér þykja mjög leítt.“
„Mundi yður þykja það leiðinlegt — hvers vegna?“
Hann liugsaði með sjálfum sér, að hverfa skyldi hann
ckki, nema Gringall setti hann í steininn.
— —
ÓSKA eftir fæði og þjón-
ustu á sama stað. Hreinleg
atvinna. Bréf sent Vísi, —
merkt: „Einhleypur —
173“ fyrir laugardag. (8SS
NOKKURIR menn geta
fengið fæði á Vatnsstíg 16,
uppi. Sími 4294. (913
RÓÐRAR-
DEILD
ÁRMANNS
ÆFING
i kvöld kl. 8 í Nauthólsvík,
MætiS vel. — Stjórnin.
4. FLOKKUR, A og B-
mót, heldur áfram í dag
kl. 6 á Grímsstaöaholtsvell-
inum með leik milli K. R. og
Víkings. B-liö og K. R. —
Þróttur, A-liö, strax á eftir.
Keppendur mæti í ungmenna-
félagsskálanum á GrímsstatS-
arholti.
FRAM.
ÆFING
hjá III. fl. kl. 7—S og
IV. fl. kl. 8—9. Stj.
í. R.
SKÍÐA-
FÓLK.
ÁRÍÐANDI
rabbfundur aö Kaffi Höll i
kvöld kl. 9. Verölaunaaf-
hending fyrir innanfélags-
mótin. Rætt um sjálfboöa-
vinnuna (dráttarbrautina,
sttökkbautina, lýsinguna o.
fl.j. Áríöandi aö sem flestir
mæti. Mætiö stundvíslega.
Skíðadeild 1. R.
Handknattleiksæfing
fyrir meistara og annan fl.
kvenna veröur miövikudags-
kvöld kl. 8—9.
Kertaperw
25 watta
VÉLA &
RAFTÆKJAVERZLUNIN
Tryggvag. 23. Sími 81279.
Distr. by Utiiled Fcature Syndíca&rfn’:
Steinhella seig niður úr loftinu, en
jafnframt heyrðist eins og hvæsandi
hljóð.
Þeir korfðu skelfdir á þétta,’ og
vissu fyrst ekki, hvað var að gerast,
en það kom á daginn.
Allt i einu var gulri þoku spúð inn
um raufina. Á sama augnabliki var
gangurinn sem sjóðandi ketill.
Tarzan kallaði: „Þetta cr bienni
steinsgufa. Kastið ykkur til jarðar
fljótir nú á gólfið.