Vísir - 06.10.1951, Side 4

Vísir - 06.10.1951, Side 4
• V Laugardaginn 6. okótber 1951 ¥fisi% D A G B L A Ð Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa Austurstræti 7. Dtgefandi: BLAÐADTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla:^ Ingólfsstræti 3. Símar 16G0 (fimm línur). Lausasala 1 krónu. Félagsprentsmiðjan h.f. Lánveitingar til íbúðarliúsa. |j||eðan nokkru var úrtað spila og ausið var út fé til fjár- festingar, láðist að taka það með í reikninginn, hver eðlileg fjárfesting væri árlega í íbúðahúsabyggingum. All- ir gjaldeyrissjóðir voru þurrausnir og lánsstofnunum þjóð- arinnar lagðar þungar liyrðar á herðar, ættu þær að bera uppi rekstur nýrra framleiðsíutækja cða iðnvara. Jafnframt var svo ekki sinnt um eðlilega þörf þjóðarinnar fyrir neyzluvörur, enda gerði skorlurinn á nauðsynjum fljót- lega vart við sig, ásamt svörtum markaði og öðrum spill- ingarfyrirbrigðum, sem í flestum löndum fylgir í kjölfar sfyrjáldar. Þótt dregið hafi verulega úr óeðíilegri fjárfest- ingu, og úín stund hafi verið keppt að því, að birgja þjóð- ina upp af nauðsynjum, fer því fjarri, að enn hafi jafnvægi skapast, né eðlilegri lánsfjárþörf verði sinnt, án sérstakra ráðstafana. Tveir þingmenn Reykvíkinga, Jóhann Hafstcin og Gunn- ar Thoroddsen, bera fram tillögu til þingsályktunar á þingi því, er nú stendur, sem felur í sér, að ríkisstjórninni verði falið áð láta safna ýtarlegum skýrslum um lánvcitingar til ibúðabygginga og legg'ja fyrir þingið á grundvelli þeirrar rannsóknar, tillögur til úrbóta, scm miðist við, að hægt sé að fulþiægja eðlilegri lánsfjárþörf, til þess að útrýma heilsu- spillandi íhúðum og bæta úr húsnæðisskortinum. Hefir bæjarstjórn Reykjavíkur, ekki alls fyrir löngu, samþykkt áskonm til þings og stjói’nar, um að gera ráðstafanir til eflingar almenni’i lánastai’fsemi til íbúðabygginga, þannig að bætt verði úr hinum tilfinnanlega húsnæðisskorti, en tiJIaga ofangreindra þingmanna cr mun víðtækai’i. Felur hún í sér, að safnað verði nákvæmum skýrslum um skil- yrði til lánsútvegana, sem og hve mikil byggingalán hafa vci’ið veitt og hve miklu fjármagni hafi verið varið lil bygginga íbúðái’húsa í sveitum. Þingmennirnir telja, að á grundvelli slíkrar rannsóknar bcri ríkisvaldinu að hafa forgöngu um úrræði, sem full- nægjandi séu til að mæta eðlilegri lánsfjárþörf, til þcss að úti’ýmt verði heilsuspillandi íhúðum. Telja þeir, að elckert menningari’íki geti varið fyi’ir sjálfu sér, eða hafi ráð á því, að börnin og uppvaxandi kynslóðin búi i húsnæði, sem spillir heilsu og þi’oska og rænir borgarana allri lífsgleði án þcss að hafist sé handa um þjóðfélagslegar aðgerðir til úrbóta. Telja þeir, að leggja verði megináherzlu á, að ein- staklingarnir eigi kost á eðlilegum lánum, sem stuðlað geta að því, að útrýma hinu heilsuspillandi húsnæði, en þvínæst bei’i að leita annari’a ráðá til jxess að hæta úr lxúsnæðis- skortinum almennt með eðlilcgi’i lánastarfsemi. Munu það margir mæla, að vissulega sé ástæða til fyrir löggjafann að hef jast handa um raimsókn byggingarmálanna, sem síðar gæti miðað að lausn málsins og fullnægt eðlilegri lánsfjái’- þörf almennings til byggingastarfsemi. Verðlag á byggingarefni hefur verið svo hátt undan- farin ár og kaupgjald hefir hækkað svo tilfinnanlega, að litlar líkur eru til, að um viðtæka hyggingarstarfsemi yrði að í’æða, jafnvel þótt almcnningur hcfði frjálsræði til slíkra lramkvæmda, sem raunar er enn ekki. Fjárskortur leiðir til þess, að einbýlishús og stærri íbúðir geta nú talizt illseljanlegar fyrir kostnaðarverð, enda má ætla, að vci’ðlag á shku húsnæði fari fallandi. Þótt ekki liti fi’iðvæn- lega út i heiminúm, er tæpast gérandi ráð fyrir aukinni vei’ðjxenslu frá því sem .nxi er, en víst er liinsvegar, að úr byggingum Iiiytur að draga stórlega, nema því aðcins að vei’ðlag og kaupgjald ofbjóði ekki getu einstaklinganna. Menn verða að gera ráð fyrir áföllum, ráðis't þeir í bygg- ingar á slíkum tinium, en úr húsnæðisskortinum verður hinsvegar að grciða eftir föngum.' Bankarnár þykjast sjá fram á verðfall og hafa heldur ekki miklu fjái’magni úr að spila umfram nauðsyn atvinnuveganna, en þá væri ekki óeðlilegt, að ríki og bæjarfélög hlypi undir bagga um slundarsakir, því að öll ósköp taka endi og svo er einnig um neyðarkjör varðandi íbúðarhúsabyggingar. Gullbrúðkaupsdagur merkishjóna. — IÞreffaSt stfstffiimabráöSaaap Gullbrúðkaupdag eiga í dag merkishjónin Guðbrandur Sigurðsson og Ólöf Gilsdóttir, Hrafnkelsstöðum, Hraun- lueppi, Mýrasýslu. Minnast þau gullbrúðkaupsdagsins hér í Reykjavík og sitja um leið brúðkaup þriggja barna sinna. Guðbrandur Sigurðsson varð snemma meðal fremstu atorkumanna i islenzkri bændastétt og á langri og farsælli búskaparævi hefir Ólöf kona lians verið honum styrk stoð. Hafa þau lijón verið samhent í hvívetna og heimili þeirra orðlagt mynd- arlieimili og sveitarmiðstöð. Allar frainkvæmdir Guð- brands hafa borið stórhug vitni. Þau hófu búskap sinn að Þverholtum, Álftanek- hreppi, 1901, og var sam- göngum þangað þann veg háttað j)á, að Guðbrandur varð að bera þángað búslóð sína á bakinu. Árið eftir fluttust þau að Litlu-Gröf í Stafholtslungum, cn 1907 að Hrafnkelsstöðum. Þar er heimili þeirra enn, en Ing- ólfur hreppsljóri sonur j)eirra hefir nú tekið upp nierki föður síns. Guðbrandur hefir gegnt fjölda mörgum trúnaðar- störfum, var m. a. um langt skeið oddviti og sýslunefnd- armaður. En þrátt fyrir miklar annir í þágu sveitar og einstaklinga var aldrei legið á liði sínu við jarð- ræktarstörfin, eins og túnið á Hrafnkelsstöðum er bezt vitni um. Börn þeirra Guðbrands og Ólafar eru: Ingólfur, hrepp- stjóri, Sigurður, mjólkurbús stjóri í Borgarnesi, Jenny, ógift, Stefanía, gift Geir Jónssvni, Borgarnesi, Hall- dóra, gift Brynjólfi Eiríks- syni bfrstj., Ólöf, gift Þórði Bogasyni, og svo eru þau jþrjú, sem giftast í dag: And- rés, sjómaður, kvænist Ingi- ibjörgu Sigurþórsdóttur, frá Kollabæ í Fljótshlíð, Sigríð- jur, giftist Guðmundi Snorra Júlíussyni, og Hrefna, sem jgiftist Gunnari Ferdinands- syni járnsmið. j I kvöld verða þau Guð- brandur og Ólöf á heimili dóttur sinnar Guðrúnar og manns hennar, Ottós Þor- erínissonar, Víðimel 19. I Hinir mörgu vinir gull- ^ brúðhjónanna og barna iþeirra óska þeim til ham- ingju með daginn i dag. A. Th. ár en fyrstu 9 mánuði ársins 1950. Alls flutti F. I. 22.688 far- þega til septemberlóka i ár, þar af 19.019 innan lands en 3669 milli landa. Yöruflutn- ingar á sama tíma námu 469.293 kg., en ekki nema 153.969 í fyrra. Imianlands námu flutningarnir 359.265 kg., en milli landa 110.028 kg- Milli landa flutti Gullfaxi einkum varahluti í vélar (liingað), enrifremur véfriað- arvörur, ýmis lyf, fréttablöð og fréttafilmur fyrir kvik- myndahúsin. Þá flutti GuIIfaxi ýmsan nýstárlegan flutning, svo sem lifandi býflugur frá London og sæljón frá Kaupmanna- höfn. í septembermánuði s. I. flutti F. I. samtals 2840 far- þega, þar af 2336 innanlands, en 504 milli landa. Gullfaxi flutti býflugur og sæljón. Vöruflutningar Flugfélags fslands milli landa voru fimm sinnum meiri fyrstu 9 mánuði ársins í ár en á sama tíma í fyrra, en vöruflutn- ingar með vélum félagsins þrefölduðust yfirleitt. Farþegaflutningar voru hins vegar um 12% meiri í Old boys-kappleikurinn ,er kl. 2 á morgun. Það er á morgim kl. 2, sem íslandsmeistarar Vals og Reykjavíkúrmeistarar V ík- ings 1940 leiða saman hcsta sína, og má búast við mjög skemmtilegum leik. Alkunna er, að margir af- bragðs knattspyrnumenn epptu þá með félögum þess- um, og mun marga fýsa að sjá, hvort ekki lifir í göml- um glæðum. Byrjað verður að útvarpa músík í gjallarhornskerfi vallarins kl. 1.30, en auk kappleiksins verður 11x100 m. boðhlaup núverandi meistaraflokka Vals og Vik- ings. Mtlfáöfœral. í sóffsn Síðastl. miðvikudag háiðu hljóðfæraleikarar og starfs- menn Landsbankans keppni í knattspyrnu. Leikurinn var fjörugur og lauk honum svo og hljóð- færaleikarar unnu með einu marki gegn engu. — Hafa hljóðfæraleikarar háð slíka kappleiki við ýnisa aðra starfshópa undanfarið og oftast reynzt sigursælir. BERGMAL „Svisslendingur, sem hér var staddur í sumar er leið, varð forviða er honum var gert að greiða sérstakt auka- burðargjald með flugpósti til heimalands síns. $ ' ! Fullyrti liann, að allur bréfa- póstur, sem sendur væri frá Sviss til annarra landa, væri sendur í flugpösti, ef |)að þsétti á annaö borS flýta fyrir flutn- ingi hans.. Væri ekki krafizt n'eins flugpósts- eða atikaburð- argjalds í}'rir hann og kom þetta fyrirkomulag hér heima honum mjög svo spánskt fyrir sjónir.“ * Á þessa leið ritar mér J. Dg., og verð eg að segja, að mér er þetta líka undrunar-j efni, ekki síður en honum. ■ Ekki alls fyrir löngu fekk eg tvö bréf, annað frá Noregi, hitt frá Danmörku, og bæði voru merkt 25 aura frímerkj- um, en höfðu bæði komið í flugpósti. Óþarft er að taka fram, aö hvorugt þessara bréfa var sér- staklega auðkennt á þann veg, að það skyldi sent loftleiðis, meö þvi, aS Norðmenn og Dan- ir munu líta svo á, aö allur bréfapóstur fari loftleiðis „af sjálfu sér“, án þess, að mönnum sé gert að greiða fyrir það sér- stakt, mjög hátt gjald, eins og hér tíðkast. Nú er mér spurn: Eru ekki einhver ákvæði al- þjóðapóststofnunarinnar um, að bréfapóstur skuli fara loftleiðis, þar sem það þykir heppilegra, án sérstaks gjalds? Og eru ís- lendingar ekki aðilar að þeirri stofnun? Mér þætti vænt um, ef póststjórnin hér vildi upplýsa þetta hér í Bérgmali, * Eg fæ ekki séð, að nokkur ástæða sé til þess, að við ís- lendingar eigum að sæta svo miklu verri kjörum um bréfa- póstsendingar en aðrar þjóð- ir, eins og dæmin sanna. — ThS.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.