Vísir - 04.01.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 04.01.1952, Blaðsíða 1
42. árg. Föstudaginn 4. janúar 1952 2. tbl, 44 hæðir og 300 m. turn. New York (UP). — Lát- i8 heíir yeriS upp hér í borg, að bráðlega verði hafizt handa um smíði byggingar, er verði hin hæsta í heimi. Verður um 44 hæða háa skrifstofu- byggingu að ræða, en ofan á hana á að koma 300 metra hár turn, sem verð- ur notaður fyrir loftnet sjónvarpsstöðvar. — Með turninum verður bygging- in 500 metra há. SMrm h m £mf$œ weöw r í Bretar stöðva um- ferð á Suez. Brezkt lierlið stöðvaði í morgun umferð á öllum veg um, sem Iiggja til Suez, meðan rannsókn fer fram xit af árás- um þeirn, sem gerðar voru á Breta í gær. Var skipzt á skotum í tvær klukkustundir, eftir að hermd- arverkamenn hö.f ðu byrj að skotárásir á tvær brezkar varð- stöðvar. Nokkrir menn særðust af liði beggja, þeirra meðal tveir brezkir liðsforingjar. 4ra st. fundur í Panmunjon — ssss esireeseefsgg’s. í morgun var haldinn 4ra klst. fundur í Panmunjom. Kommúnistar höfnuðu til- lögu um, að skipti færu fram þegar í stað á særðum og veik- um stríðsföngum. Barist hefir verið í návígi á vesturvígstöðvunum um fram- stöðvar og flugvirki hafa gert sprengjuárásir á járnbrautar- stöðvar í Norðvestur-Kóreu. Heltoginn af Windsor var nýlega á ferð urn Þýzkaland, og lenti þá einu sinni í erfið- leikum — varð að ýta bíl kunn- ingja sinna, sem fastur varð í aurbleytu. Myndin sýnir buxur hertogans — hann er næsíur — sem nú ku vera komnar í móð á ýmsum stöðum. Þýzk smáríki sameinuö. Bonn (UP). — Þrjú þýzk smáríki hafa nýlega samþykkt einróma að sameinast í eina heild. Ríki þessi eru Baden, Wúrtt- emberglBaden og Wurttem- berg-Hohenzollern. íbúar þeirra eru samtals 6,6 milljónir, og verða þau sameinuð fjórða stærsta ríkið innan véþanda V.-Þýzkalands. Enginn Ameríkupóstur hing- að síðan 20. desember. Fcrðir FAA hafa fallið niður, en héðan fer pósinrinn nm Ifretlaiael. Póstur frá Bandaríkjunum hefir ekki komið hingað síðan 20. desember s.k, og hefir þetta að sjálfsögðu vakið nokkura furðu og umtal. Vísir hefir átt tal við skrif- stofu póstmálastjórnarinnar um þetta og fengið þar eftirfarandi upplýsingar: Það er bandaríska flugfélag- ið Pan American Airways, sem haldið hefir uppi póstflutning- um milli Bandaríkjanna og ís- lands, samkvæmt samningum. Nú hafa ferðir fallið niður hjá félaginu undanfarið, án þess að nánar hafi verið frá því greint, hverju valdi. í dag átti póstur að koma hingað að vest- an, en sú ferð féll einnig nið- ur, og ekki von á pósti þaðan fyrr en 10. þ. m. Hins vegar hefir póststjórnin íslenzka sent póst héðan vest- ur hinn 27. des., þá 2. janúar (um Bretland) og loks verður næsta ferð vestur næstk. þriðju dag, 8. þ. m. (um Bretland). Pósti með þeirri ferð verður að skila fyrir kl. 6 e. h. þann 7. þ. m. Það er því ekki á valdi póst- stjórnarinnar íslenzku að hlut- ast til um póstflutninga að vest- an, en þetta er hér tekið fram vegna misskilnings, sem upp hefir komið í þessu sambandi. Farþegar margra bíla' í erfíðleikum í veðrinih í gærkveldi tirðu miklir sam- gönguérfiðleikar í úthverfum bæjarins og nágrenni hans af völduin skafrennings. Svo sem kunnugt er var mik- ill snjór fyrir á götum og með- fram vegunum, en þegar tók að hvessa, skefldi í brautir og bíl- ar áttú í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Strax á 9. tímanum í gær og úr því að klukkan varð 9 voru samgönguerfiðleikarnir orðnir svo miklir, að fjöldi bíla sat fastur hingað og þangað í úthverfum bæjarins og grennd við hann. Bæði Slysavarnafé- Iaginu og lögreglunni bárust beiðnir um aðstoð og var eink- um reynt að koma fólkinu til hjálpar, en láta farartækin fremur eiga sig. Oítazt um Vífilsstaðabíl. Áætlunarbílar — bæði til Hafnarfjarðar og Vífilsstaða — stöðvuðust vegna ófærðar. Á- ætlunarbíil til Vífilsstaða, sem lagði héðan úr bænum kl. 8 í gærkveldi var ókominn suður eftir um hálf tíu leytið. Var þá farið að óttast um hann og að farþegarnir mundu e. t. v. hafa lent í hrakningum. Var bæði Slysavarnafélagið og lögreglan í Reykjavík beðin aðstoðar og fékk Slysavarnafélagið marg- hjóla „truckbifreið“ til þess að hefja leit. En í sama mund bár- ust fréttir um það að Vífils- staðabíllinn hefði snúið af tur og væri kominn til Reykjavíkur. Samt var bíllinn sendur suður á Hafnarfjarðarveg til að sækja þangað fólk sem orðið hafði að yfirgefa bifreiðar sínar vegna ófærðar, og kom hann því til hjálpar. Bílar sem lögðu um 8 leytið í gærkveldi til Hafnarfjarðar og gátu brotizt alla leið, voru nærri 3 klukkustundir á leið- inni. Ameríska körfuknattleikslið- ið fór í gærkveldi áleiðis til Keflavíkur, en bíllinn sem flutti það fór út af á Hafnar- fjarðarveginum og íþ'rótta- ’ mennirnir voru fluttir til Rvík- iur aftur. Sjö tíma ferS að Kolviðarhóli. Guðmundur Jónasson bif- reiðarstjóri var beðinn að sækja skíðafólk að Kolviðarhóli í Prámh. á 7. síðu. Sjóræningjar á Kyrrahafi. Melbourne (UP). — Herskip áströlsku stjórn- arinnar hafa verið send til aS leita sjóræningja, sem vart hefir orðið á ýmsum smáeyjum á Kyrrahafi sunnanverðu. Hafa ræn- ingjarnir einkum sótzt eft- ir copru — þurrkuðum kókoskjörnum, sem kókos- olía er unnin úr. Þrátt fyrir víðtæka leit hefir ekki enn tekizt að finna sjóræningj- ana. Þessi Goliat á myndinni heitir Walter Talum og vegur 146 kg. Hann leikur Goliat í stórmynd- inni „Davíð og Batseba“ — sem hér verður sýnd bráðlega — og ér myndin tekin, er hann kom tií Englands í sambandi við auglýsingasókn vegna kvik- myndarinnar. Úrkoman í nótt 23 mm. í morgun var rigning komin um land allt með suðaustan stinningskalda og sums staðar hvassviðri nema hér við Faxa- flóa og á Suðvesturlandi. Hér er hægur suðvestankaldi með éljaveðri og búist við að þannig verði áfram í dag, nema hvað talið er líklegt að hvessi. En þótt hlýindi séu nú kom- in um land allt var sums stað- ar allmikið frost í gærkveldi og fram eftir nóttu. Mest á Gríms- stöðum á Fjöllum, 15 stig, og á Akureyri 14 stig. Úrkoma mældist mest hér í Reykjavík í nótt 23 mm. Þar næst í Kvígindisdal og Vest- mannaeyjum. „jFwglinm fiesseef fgsse'&tslfsiss....** Vishinsky vill endilega flýta vopnahléi í Kóreu! Yill aykafumð Öryggssráðs um þetta. Vishinsky utanríkisráðherra Ráðstjórnarríkjanna gerist nú æ umsvifameiri „friðarpostuIi“. Lagði hann til í gær í 2ja klst. ræðu í stjórnmálanefnd- inni, að Öryggisráðið yrði kvatt saman til aukafundar, ,til þess að hraða vopnahléi í Kóreu og bæta sambúð þjóða í milli! Alkunnugt er, að Rússar hafa í hendi sér, að hraða samkomu- lagsumleitunum í Panmunjom, þar sem kommúnistar hafa hindrað samkomulag með sí- felldu málþófi, en allir vita hvað Rússar hafa raunverulega gert til þess að bæta sambúð þjóða í milli. Enda er litið svo á, að hér sé um að ræða ehn eitt bragð þeirra, sem eigi að sýna, að þeir séu þéir einu, sönnu friðarins raenn. Stjórn- málamenn S. Þj. taka tillögu Vishinsky með varúð, en íhuga hana vitanlega. Með tillögum þessum er Vis- hinsky og að reyna að hindra ) samtök S. Þj. til varnar gegn ofbeldi, segir þau fram komin til að skerða vald Öryggisráðs- ins, sem Rússar vilja hinsvegar að hafi æðsta vald, af því að þar geta þeir beitt neitunarvaldi, og hafa óspart gert, þótt þeir hefðu ekki aðstöðu til þess að því er varðaði Kóreu, þar sem fulltrúi þeirra sótti þá ekki fundi. Sáttmáli S. Þj. gerir ráð fyr- ir, að kveðja megi saman auka- fundi í Öryggisráðinu, með þátt- töku utanríkisráðherra eða annara sérstaklega valinna fulltrúa, en til þessa hafa slíkir aukafundir ekki verið haldnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.