Vísir - 08.01.1952, Síða 2
2
Hitt og þetta
Dwight Morrow vildi ekki
kannast við það fyrir vinum
sínum að hann væri utan við
sig — hann sagðist aðeins vera
dálítið annars hugar. Þá kom
það fyrir einn daginn er hann
var á hraðri ferð eftir götu, að
vinur hans einn ávarpaði hann
og bauð honum til hádegis-
verðar með sér — og hann þáði
það. Stakk Morrow svo upp á
því að þeir mötuðust á greiða-
sölustað rétt hjá, því að þar
þætti honum gott að koma.
Þegar þeir voru að ákveða hvað
snæða skyldi sagði Morrow:
„Eg vil bara fá eitthvað létt.
Eg er ekki vitund svangur.“
„Fyrirgefið,“ sagði þjónninn.
„Þér voruð rétt að ljúka máltíð
hérna, fyrir fáum mínútum.“
Á Grikklandi, í fornöld, létu
konur klippa hár sitt til merkis
um að þær væri syrgjendur. —
En Rómverjar létu sér vaxa
skegg, er svo stóð á.
Það var sakleysisleg og stór-
eygð yngismær, sem stóð í
vitnastúkunni og talaði máli
sínu. Hún sagði, að það væri
alrangt að saka sig um að aka
of hratt, hún hefði ekki ekið
fram mót rauðu Ijósi og hún
hefði ökuleyfi.
Dómarinn var gamall og föð-
urlegur og hugsaði sér að vera
vægur.
„Jæja, barnið gott,“ sagði
hann. „Eg er fús á að trúa yð-
ur, en eg verð að vita vissu
mína. Vitið þér hvernig fer
fyrir þeim sem ljúga fyrir
rétti?“
„Já, herra. Lögfræðingurinn
minn sagði mér það.“
„Og hVað sagði hann að fyrir
kæmi ef framburður yðar væri
rangur?“
„Hann sagði að þá gætum
við unnið málið.“
Messalína, kona Klaudiusar
keisara, setti upp gula hárkollu
til þess að dulbúa sig þegar hún
fór út í ævintýraleit. Síðar varð
hárkollan einkenni vændis-
konunnar og lauslátar konur
svo og J>ær, sem vafasamar
voru að siðferði, hafa síðan
verið kenndar við Messalínu.
CiHU AÍHHÍ i)aK...
Meða'l bæjarfrétta Vísis um
þetta leyti fyrir 30 árum voru
þessar:
Súkkulaðigcrðin Freyja
hefir ekki fengið leyfi til að
flytja inn efni til súkkulaði-
gerðar og er það að því leyti ó-
sanngjarnt, að allmikið út-
lent suðusúkkulaði hefir verið
flutt inn allt til skamms ííma.
Ekki miðar það til þess, að
„efla innlendan iðnað“.
27 þúsund króna
verður á þessu ári varið til
skálda og listamanna. Umsókn-
ir eiga að sendast dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu fyrir
20. þ. m.
Snjór
er talsverður á götunum og
sáralítil bifreiða-umferð.
V I S I R
Þriðjudaginn 8. janúar 1952
Þriðjudagur,
8. janúar, — 8. dagur ársins.
Sjávarföll.
Árdegisflóð var kl. 5.45. —
Síðdegisflóð verður kl. 18.10.
Ljósatími
bifreiða og annarra ökutækja
er kl. 15.20—9.50.
Ungbarnavernd Líknar,
Templarasundi 3, er opin
þriðjud. kl. 3.15—4 og fimmtud.
kl. 1.30—2.30.
Kveldvörður L. R.
(Kl. 18—0.30)
er Kristbjörn Trýggvason.
Næturvörður L. R.
(Kl. 24—8)
er Bergþór Smári.
Næturvörður
er í Lyfjabúðini Iðunni; r.ími
7911.
Víðförli,
tímarit um guðfræði og
kirkjumál. Próf. Sigurbjörn
Einarsson, sem er ritstjóri tíma
ritsins, ritar áramótahugleið-
inu, og á þarna auk þess grein
arnar Nútímaviðhorf í guð
fræði, Skólarnir og þjóðin.
Vottar Jehóva. Auk hans ritar
í blaðið Helgi Tryggvason,
Þórir Baldvinsson, próf. Magn-
ús Már Lárusson og Sigurður
Magnússon. Ritið er allt hið
læsilegasta.
Útvarpið í kvöld:
20.30 Erindi: Utanríkisverzl-
un fslendinga á þjóðveldisöld-
inni; I. (Jón Jóhannesson próf-
essor). 21.00 Tónleikar plötur).
21.25 Upplestur: „Sagan af
Napóleon“ (Jón Norðfjörð
leik.). 21.45 Frá útlöndum (Jón
Magnússon fréttastj.) — 22.10
Kammertónleikar (plötur).
Hvar eru skipin?
Hekla kemur væntanlega í
dag frá Vestfjörðum. Esja er í
Álaborg. Herðubreið er á
Breiðafirði. Skjaldbreið er í
Rvk. Þyrill er væntanlega á
leið frá Vestfjörðum til Rvk.
Ármann er í Rvk.
Skip SÍS: Hvassafell er í
Stettin. Arnarfell er í Aabo í
Finnlandi. Jökulfell lestar freð-
fisk á Austfjörðum.
Slökkviliðið
var kvatt út fjórum sinnum
í gær, tvisvar að sama húsi,
frystihúsi S.Í.S. við innra
Kirkjusand. í fyrra skiptið
hafði komizt eldur í einangrun
í vegg, en í síðara skiptið háfði
rafmagnstaug fallið í þakrennu
hússins, sem varð rauðglóandi.
Þá kviknaði í -húsi við Arnar-
götu í Skerjafirði, og urðu þar
talsverðar skemmdir af eldi og
vatni, áður en slökkviliðinu
tókst að kæfa eldinn. Loks var
kveikt í rusli í porti hússins nr.
98 við Sætún.
Kennsla féll niður
í barnaskólum bæjarins í dag,
vegna þess, hve veðurútlit var
slæmt í gærkveldi.
Útför Finns Jónssonar alþm.
fór ■ fram í Ðómkirkjunni í
dag kl. 2. Þingfundir falla niður
vegna hennar.
Próf. Sigurbjörn Einarsson
hefur Biblíulestur í kvöld
fyrir almenning kl. 8 y2 í sam-
komusal kristniboðsfélaganna,
Laufásvegi 13.
Veðurhorfur:
Hvass vestan og norðvestan,
él. —
UnAAqáta hk ISI7
Lárétt: 1 Hlé, 3 þröng, 5 fjör,
6 örlítið, 7 skátafélag, 8 óska,
9 beita, 10 gamanleikrit, 12
tónn, 13 á bersvæði, 14 útl.
ávarp, 15 á siglu, 16 flík.
Lóðrétt: 1 á hurð, 2 frétta-
stofa, 3 sjáí, 6 lár., 4 fyrir föt,
5 í hringleikahúsi, 6 íþrótta-
maður, 8 regla, 9 sagnfræðing-
ur, 11 ýta, 12 við prjón, 14 al-
gengt fangamark.
Lausn á krossgátu nr. 1516:
Lárétt: 1 tál, 3 FS, 5 sag, 6
þýt, 7 Ok, 8 kóla, 9 bál, 10
Omsk, 12 si, 13 nár, 14 Bör, 15
SR, 16 gól.
Lóðrétt: 1 tak, 2 ÁG, 3 fýl, 4
stafir, 5 Soions, 6 þol, 8 kák, 9
BSR, 11 Már, 12 söl, 14 BÓ.
Sumarnámskeið
British Coundl.
Brezka menningarstofnunin
British Council efnir til ýmissa
námskeiða við háskóla og önnur
menníasetur í vor og sumar.
Bæklingar með upplýsingum
um námskeið þessi fást hjá
brezka sendiráðinu hér, en
þeir, sem kynnu að óska frekari
upplýsinga, ættu að skrifa til:
The Director, Courses Depart-
ment, British Council, 65 Davies
Street, London W.l.
Gunnþórunn
heiðruð.
Annað kvöld efnir Þjóðleik-
húsið til sérstakrar afmælissýn-
ingar á GuIIna hliðinu í tilefni
af áttræðisafmæli Gunnþórunn-
ar Halldórsdótíur ieikkonu, sem
er á morgun.
Fer Gunnþórunn þá með sitt
gamla hlutverk, Vilborgar
grasakonú og mun mörgum
vafalaust þykja gaman að sjá
þennan gamla kunningja enn-
þá einu sinni.
Gunnþórunn er nú búin að
leggjr: leikstörfin á hilluna,
enda i oá segja að hún sé búin
að gera vel. Gunnþórunn kom
síðast fram í. hlutverki konu
Jóns bónda í Fjalla-Eyvindi er
Þjóðleíkbúsic' var opnað vorið
1950. Er það í fyrsta og einasta
'skiptið, sérti hún hefir leikið í
'ÞjóðleikJrúsinú þar tíl nú.
* Afmælissýníngin á morgun
Argentina fékk fiest stig
á Pan-amerísku leikunum.
Randaríh in
Nýléga voru háðir í Buenos
Aires í Argentínu Pan-
amerískir leikar, sem er
íþróttakeppni með þátttöku
Ameríkuríkja einna.
Argentína fékk flest stig
eða rúmlega 1000, en þá
komu Bandaríkin með rúm-
lega 700 st.
Náðist að sjálfsögðu góður
árangm- í ýmsum greinum,
og er úrslita í nokkrum þeirra
getið her á eftir:
10.000 m. hl.: 1) Curtis
Stone, Bandaríkin, 31.08.6
mín., 2) Ricardo'Bralo, Arg-
entinu, 31.10.4 mín.
Hástökk: 1) Virgil Sev-
erns, B., 1,94 m. 2) Cal Glark,
B., og Addilton de Almeida
Luz, Braziliu, 1,89 m.
400 m. grindahlaup: 1)
iTaime Aparicio, Colombiu,
53.4 sek., 2) Wilson Gomez
Carneiro, Brazilíu, 53.7 sek.
50 km. ganga: 1) Sixto
Ibanez, Argentínu, 5 ldst. 6
mín. 6.8 selc. 2) J. H. Jack-
son, Trinidad, 5.21.12,9 klst.
Japan sigraði 4
Asíu leikunum.
Asíuleikir — hinir fyrstu,
sem efnt er til — voru háðir
í Nýju Delhi í sumar og
gengu Japanir með sigur af
hólmi.
Var þetta í fyrsta sinn,
sem þeir komu fram í keppni
erlendis eftir stríðið. Sköruðu
konumar í sveit Japana einlc-
um fram úr á leikunum, enda
þykir það víða óviðurkvæmi-
legt í Asíu, að konur leggi
stund á íþróttir, nema þar í
landi.
* Stig voru ekki gefin
leilcum þessum, en sé afrelc
einstakra þjóða reiknuð á
þann hátt, fengu Japanir alls
130 stig, en Indverjar hlutu
alls 95. Um þriðja sætið varð
mjög hörð keppni Persa og
Filippseyinga. Voru það afl
raunajötnar hinna fyrr-
nefndu, sem tryggðu þeim
3ja sætið með 43 st., en hin-
ir fengu 42. íran fékk fyrstu
verðlaun í öllum lyftinga-
greinum — sjö alls.
Stig skiptust annars þann-
ig: Singapore 17, Burma 8,
Indonesia 5, Afghanistan 2,
Geylon 2, Thailand og Nepal
0. —
Búizt hafði verið við miklu
af Japönum í sundi, en þar
reyndist Singapore sigursæl-
asti þátttakandi.
Næstu AsíuleLkir verða í
Manilía 1955.
roru nœst.
Langstökk: 1) Gaylord
Bryan, B., 7,19 m. 2) Albino
Geist, Arg. 7,01 m.
Kringlukast: 1) James
Fuchs (heimsmetliafi í
kúluv.) 48,87 m. 2) Richard
Doyle, B. 47,29 m.
800 m. hlaup: 1) Mal Whit-
field, B., 1.53.2 mín. 2) Will-
iam Brown, B., 1.53.3 mín.
5000 m. hlaup: Richardo
Bralo, Arg., 14.57.2 min. 2)
John Twromey, B., 14.57.5
mín.
Stangarstökk: 1) Bob
Richards, B., 4,53 m. 2)
jaime Piqueras, Peru, 3,92 m.
200 m. hlaup: 1) Rafael
Fortun, Kúbu, 21.3 sek., 2)
Arthur Bragg, B., 21.4 sek.
Þrístökk: 1) Da Silva,
Braz., 15,29. 2) Coutinho da
Silva, Braz., 15,17 m.
Kúluvarp: 1) James Fuchs,
B., 17,25 m. 2) Juan Kahnért,
Arg., 14,47 m.
Spjótkast: 1) Riehardo
Heber, Braz., 68,09 m. 2)
Stephen Seymour, B. 67,90 m.
110 m. grindahlaup: 1)
Attlesey, B., 14 sek. 2) Koc-
ourek 14,2 sek.
400 m. hlaup: 1) Whit-
field, B., 47.8 sek. 2) Maiocco,
B., 48 sek.
4x100 m. boðhlaup: 1)
Bandaríkin, 41 sek. 2) Kúba,
41.2 sék.
4x400 m. boðhlaup: 1)
Bandaríkin, 3.09.9 mín. 2)
Chile, 3.15.9.
Maraþonhlaup: 1) Cabrera,
Arg., 2.35 Idst. 2) Valaquez,
Guatemala, 2.45 ldst.
10 km. ganga: 1) Laskau,
B., 50.26.8 mín. 2) Turza,
Arg., 52.27.5 klst.
Bandaríkjamenn fengu
flest sín stig fyrir frjálsar
á íþróttir og sund, en Argen-
tínar sköruðu fram úr á öðr-
um sviðum.
er 7. sýning á Gullna HliSinu að
þessu sinni, en á 8. sýningunni,
sem er á fimmtudaginn, verða
alþingismenn og sendiherrar
erlendra ríkja gestir Þjóðleik-
hússins.
er ekki
Latifiieiða.
Ágúst Hafberg, forstjóri Land
leiða, hefir átt tal við blaðið
vegna greinar þeirrar, sem
birtist í gær frá Kópavogsbúa.
Var spurt um það í grein-
inni, hvernig á því stæði, að
Landleiðir ykju ekki ferðir um
Kópavogshrepp, eins og til hef-
ir staðið. Kvað Ágúst Hafberg
því til að svara, að ekki stæði
á Landleiðum í þessu efni, en
hreppsnefnd Kópavogshrepps
hefði látið undir höfuð leggjast
að gera við vegi í hreppnum,
sem ætlunin er að aka um, svo
að þeir eru ekki íærir — stór-
hættulegt að ýmsu leyti að aka.
um þá. Hefir stjórn Land-
leiða reynt að reka á eftir þessu.
hvað eftir annað, en ekki bor-
ið þann árangur, að hægt væri.
a heðfja þessar ferir. Þegar
hreppsnefnd Kópavogshrepps
hefði gert sitt í þessu máli,
mundi ekki standa á því að
ferðir hæfust.