Vísir - 19.01.1952, Blaðsíða 1
42. árg.
Laugardaghm 19. janúar 1952
15. tbh
fjax£@ss!SÍraiMl£lfe
10.
sfraiMÍatiI í biiiMÍbyi
a
Ogerlegft ssð a*et§mm &jöirgmm
Ims á asstÞirf§Btas vefgmm h vmssvii&s'is.
Um kl. 11 í gærkveldi strandaði m.s. Laxfoss á Brautarholts-
nesi hjá Kjalarnestöngum í roki og svartabyl, en um kl. 8 í
morgun hafði björgunarsveitinni á Kjalarnesi tekizt að bjarga
öllum farþegunum í land, svo og skipverjum nema skipstjóra,
stýrimanni og vélstjórum, sem komu í land Iaust fyrir kl. 10.
fyrlr S525 stpd.
B.v. Hvalfell seldi ísfiskafla í
Grimsby í dag, 2071 kit, fyrir
9525 stpd., eða yfir 4 stpd. fyrir
kittið.
Ófrétt var um sölu Jóns Þor-
lákssonar, þegar blaðið fór í
preníun.
Fiskverð hátt í Bretlandi
vegna lítils framboðs.
BMegnið af Hskinessm s'ev sslenzkmsst
étifgssB'isass.
Laxfoss var á leið frá Akra-
nesi til Reykjavíkur er hann
strandaði. Afspyrnurok var á
sunnan eða suðaustan og hríð-
in svo svört, að ekki sá út úr
augum.
Varðskipinu Þór, sem statt
var í Flóanum tókst að miða
skipið, svo og miðunarstöðinni
á Akranesi. Var skotið upp
flugeldum frá Laxfossi, til þess
að Þór mætti vita, hvað skipið
væri í mikilli fjarlægð og
glöggváð sig betur á því, en
svo var hríðin svört, að flug-
eldarnir sáust ekki, enda þótt
vitað væri, að Þór væri skammt
undan. Þórður Guðmundsson,
skipstj. á Laxfossi tilkynnti um
nóttina, að enginn sjór væri x
vélarrúmi skipsins, en hins
vegar væri einhver leki kom-
inn að framlest.
Farið á staðinn.
Slysavarnadeild Kjalarnes-
hrepps brá þegar við í nótt, er
tilkynnt var um strandið og um
kl. 7 í morgun kom hópur
manna á strandstaðinn, sem
reyndist vera í Brautarholts-
nesi, vestan við Nesvík svo-
nefnda, austan við Kjalarnes-
tanga. Hafði björgunarsveitin
meðferðis línubyssu, björgun-
arstól og annan útbúnað. Klukk
an 8 í morgun hafði tekizt að
bjarga öllum farþegunum í
land, en þeir voru 5 konur og
9 karlar. Gekk björgunin mjög
greiðlega, en skömmu síðar var
skipverjum bjargað með sama
hætti, en skipstjóri, stýrimenn
og vélstjórar héldu kyrru fyrir
í skipinu, enda í ráði að reyna
björgun jafnskjótt og aðstæð-
ur leyfðu. Kl. 10 fóru þeir
einnig í land, enda ógerlegt að
koma taug í Laxfoss frá sjó.
í nótt var sendur björgunar-
leiðangur áleiðis uppeftir á
bílum héðan úr bænum, til
frekari öryggis, en færðin var
svo slæm, að kl. 8 í morgun
voru bílarnir ekki komnir
lengra en að Brúarlandi.
Guðmundur Jónasson kom
Framh. á 4. síðu.
Þessa gjöf færði Churchill Truman, er hann kom á fund hans
vestur um haf að þessu sinni. Þetta er líkan af hinu fræga segl-
skipi „Mayflower“ sem flutti fyrstu innflytjendurna til Ameríku.
Verðlag á fiski er mjög hátt
í Bretlandi um þessar mundir,
eins og seinustu aflasölur tog-
aranna bera vitni um, — stund-
um talsvert á 5. sterlingspund
fyrir kittið.
Framboð á fiski er lítið urn
þessar mundir í Bretlandi. T.d.
voi-u horfur þær í gær, að ekki
mundu verða nema upp undir
Miófkurskort
Nægileg mjólk verður í bæn-
um í dag, en aftur á móti er
allt í óvissu með nijólk á morg-
un.
Mjólkurbílar voru að vísu
lagðir af stað frá Flóabúinu í
morgun áleiðis til Reykjavíkur.
en búist er við mikilli ófærð á
vegunum og allt í óvissu hve-
nær þeir komist hingað. Þá
voru einnig nokkur þúsund
lítrar mjólkur með Laxfoss, er
hann lenti í strandinu í gær-
kveldi. Að því er Mjólkurstöð-
in tjáði Vísi í morgun er enn
ekki vitað hve mikil mjólk
kemst í bæinn í dag eða hvort
nokkuð kemst.
Margt féik gisti í skrifstofu
Slysavarnafélagsins í nótt.
Svaf þar í stólum eða
20 pjóðvegfir enn
tepptir.
f gær voru 20 þjóðvegir enn
tepptir af völdum fannkomu í
Skotlandi og norðurhéruðum
Englands.
Bílðf komusf
ekki í úfhverfin.
f gærkveldi gerði afspyrnu-
rok um Suðvesturland allt og
reyndar víðar með hríðarveðri
svo varla sá úr augum.
Af verulegu tjóni eða mann-
raunum hefir ekki frétzt enn
sem komið er, nema Laxfoss-
strandið, en frá því er skýrt
á öðrum stað í blaðinu.
í gærdag um tvöleytið byrj-
aði að hvessa á Suðvesturlandi
og voru þá komin 8 vindstig á
Stórhöfða. Um fimmleytið var
byrjað að snjóa og voru þá
komin 6 vindstig við Faxaflóa
en 9 vindstig á Stórhöfða.
Hvassviðri skellur á.
Um áttaleytið var skollið á
hvassviðri um allt Suður- og
Vesturland. Hvassast var í
Vestmannaeyjum og Keflavík
14 vindstig í byljum. Hvassast
í Reykjavík varð 12 vindstig.
í morgun var lxlýviðri komið
um mest allt landið, en þó var
enn frost sums staðar norðan-
lands. í Reykjavík var 2,5
stiga hiti kl. 8 í morgun.
Á götum Reykjavíkur var
moldbylur í gærkveldi og stóð
hann langt fram á nótt. Komu
snemma skaflar á götur og snjó
traðir fylltust svo að bifreiða-
umferð tepptist er líða tók á
kvöldið. Strætisvagnaferðir
féllu að meira eða minna leyti
niður og fólk átti í mestu vand-
ræðum með að komast heim til
sín. Leitaði fjöldi fólks á náðir
lögreglunnar, en hún átti erf-
itt með að sinna beiðnum þess,
ekki sízt vegna þess að bifreið-
ar hennar eru yfirleitt ekki öðr
um bílum betur búnar með að
komast í gegnum ófærð.
Amasamt hjá Slysa-
varnafélaginu.
Slysavarnafélagið hafði líka
nóg að gera í alla nótt með að
aðstoða fólk og bíla, sem ekki
komst leiðar sinnar. Strax og
fréttist um strand Laxfoss fór
björgunai-sveit Slysavarnafé-
lagsins áleiðis upp á Kjalarnes,
en lenti í mikilli ófærð og var
ekki komin lengra en að Brú-
arlandi í morgun. Flugbjörgun-
arsveitin starfaði með Slysa-
varnafélaginu í alla nótt að
því að flytja og sækja fóllc og
liðsinna því eftir þörfum og
getu. Voru þar fremstir í flokki
þeir Úlfar Jacobsen, Björn Br.
Björnsson og Hrafn Jónsson
sem lögðu bíla sína og eigin
krafta fram til hjálpar fólki.
Sofið í skrifstofu SVFÍ.
Ein hjálparbeiðnin sem Slysa
varnafélaginu barst var frá
konu í barnsnauð sem búsett
var fyrir sunnan Silfurtún. —
Sendi félagið þangað bifreið
með ljósmóður sem það fékk á
Fæðingardeild Landsspítalans.
Þá hýsti Slysavarnafélagið
fjölda fólks á skrifstofum sín-
um, var það einkum utanbæj-
arfólk eða fólk út úthverfum
sem komst ekki heim til sín.
•Svaf það í sjúkrabörum, í stól-
um eða teppum á gólfinu og
var því. öllu gefið heitt kaffi.
Um tíuleytið í morgun var
sumt af þessu fólki enn ófarið.
Framh. á 4. síðu.
3000 kit á markaðnum í Grims-.
by í dag, en þar hefir Hvalfellið,
er selur þar í dag, um 2000 kit.
Jón Þorláksson selur í Hull í
dag og mun sennilega hafa yfir
2000 kit. —• Undanfarna daga
hefir lítið borist af fiski á
brezkan markað, nema það, sem
íslenzku togarnir hafa flutt
þangað, en orsök þess hve lítið
berst að, er gæftaleysi og afla-
leysi.
Brezku togarax-nir eru flestir,
hinir stærri að minnsta kosti,
í norðurhöfum, við Bjarnarey
og á Hvítahafi, og berast fregn-
ir þaðan um gæftaleysi og afla-
leysi.
Hér við land hafa komið
smáhrotur, en gæftaleysi hefir
verið alveg óvenjulega mikið,
veðrahamur oft svo mikill, að
ekki hefir verið viðlit að fiska.
í næstu viku rnunu 4—5 ís-
lenzkir togarar landa í Bret-
landi, allir síðari hluta vikunn-
ar, nema Egill Skallagrímsson,
sem selur á mánudag.
Að sjálfsögðu bjargar það
miklu hve fiskverð er gott nú,
því útkoman hefði ella orðið
næsta bágborin í gæfta og afla-
leysinu.
100 whisky-
flöskur til
lækninga.
St.hólmur (UP). — Lækn-
ir hér í borg, sem vinnur að
vísindarannsóknum, hefir
fengið 100 flöskur af
whisky fyrir tilstilli heil-
brigðisstjórnarinnar, þar
sem hann ætlar að nota á-
fengið til lækninga á fólki
með hjarta- og æðasjúk-
dóma. Ýmsir læknar telja þó
rétt, að lyfjagjöfin fari fram
í sjúkrahúsi, þar sem hægt
er að hafa eftirlit með henni.
Haf narfjörðtvr
ralmagRslaus.
Háspennulínan til Hafnar-
fjarðar bilaði um kl. 4 í nótt,
og var því straumlaust þai*
syðra í morgun.
Hefir þetta jafnframt í för
með sér, að rafmagnslaust er
nú í Keflavík og annars staðar
á Suðurnesjum. Samkvæmt
upplýsingum, sem Vísir fékk í
rafsstöðinni við Elliðaár laust
fyrir hádegið, höfðu menn ver-
ið sendir til þess að finna bil-
unina á línunrii, en ekki var
talið líklegt, að hún væri al-
varleg.