Vísir - 22.01.1952, Page 1

Vísir - 22.01.1952, Page 1
42. áirg. ÞriSjudaginn 22. janúar 1952 17. tbl. minnkai hérlendis — |é iítil si. 3 ár. Olympíuleikarnir verða að þessu sinni í Helsingfors í Finn- landi og var Olympíufánin dreginn þar að hún í fyrsta skipti á árinu á Nýársdag. Þessir fánar blakta fyrir framan ráðhúsið í liöfuðborginni. Tilraun verður gerð fii að @ p Eii það verður eríitt við beztu aðstæður. ar hafa sílustu 30 ár Fyrsta skíðamóíið á simnudag. Fyrsta skíðamót ársins, hið svokallaða Stefánsmót, verður háð á sunnudaginn kemur ef veður leyfir. Það er skíðadeild K.R., sem gengst fyrir þessu móti, en Stefánsmótið er haldið á ári hverju til minningar um Stef- án Gíslason, hinn ötula braut- ryðjanda skíðaíþróttarinnar innan K.R. Á mótinu verður keppt í svigi karla og kvenna í öllum flokkum. Eldborg verlur í Borgarnesferium. Bráðabirgðasamkomulag hefir náðst uni það milli h.f. Skallagríms og eigenda Eld- borgar, að hún taki að sér á- ætlunarferðir Laxfoss um stundarsakir. Eldborgin, sem er traust og gott sjóskip, hefir iðulega verið í Akranes's- og Borgarnessferð- um í stað Laxfoss, t.d. þegar hann var í slipp til eftiflits og viðgerðar. Farþegarúm hefir skipið ekki, enda ekki ætlað til farþegaflutninga, en þó verður það að teljast happ, að unnt var að grípa til Eldborgarinn- ar nú, bæði með tilliti til flutn- ingsþarfar íbúa Borgarfjarðar- héraðs og einnig, og er það sér- staklega mikilvægt fyrir þá og íbúa Reykjavíkur, að mjólkur- flutningunum verði haldið á- fram frá Borgarnesi. Taít : Algert stríl við Kína, ef ekki verltsr samið í Móreti. Taft öldungadeildarþing- maður sagði í sjónvarps-við- tali í fyrradag, að ef sam- komulagsumleitanir færu út um þúfur í Kóreu, myndu Sameinuðu þjóðirnar ekki eiga annars úrskostar en að heyja algera styrjöld gegn Kína og þá yrðu gerðar Ioft- árásir á hernaðarmikilvægar stöðvar í Kína en Taft kvaðst vona, að samkomulag um vopnahlé næðist. Ágæt saia Egils Skaiiagrímssonar. B/v. Egill Skallagrímsson seldi ísfiskafla í gær í Grimsby, 2648 kit fyrir 14,584 sterlings- pund. Mun þetta vera einhver bezta sala sem um getur á brezkum markaði, miðað við aflamagn. Hefir fengist yfir 5% pund (5,51) fyrir kittið (63% kg.) eða í ísl. kr. 4,06 pr. kg. Til samanburðar má geta þess, að þegar Elliði seldi 10. jan. fyrir 16,019 stpd. fengust 5,37 stpd. fyrir kittið. Egyptar geymdu skot- færin í kirkjugarðinum SSó í StMreStBfiftSm þ®gtst* Ðretar Sséíts Seit þat\ Að því er Vísir hefir fregnað er hafinn undirbúningur að því, að gerð verði tilraun til þess að ná Laxfossi út, ef veðurskilyrði og aðrar aðstæður leyfa. Þar sem brugðið hefir til norðlægrar áttar hafa horfur frekar batnað en hitt, því að skipinu er í vari þar sem það er, meðan vindur stendur af landi. Hitt er svo augljóst mál, að björgun verður erfið, jafnvel við beztu skilyrði. Tveir könnunarflokkar fóru á strandstaðinn í gær, landveg og sjóleiðis. Voru í þessum flokk um skipstjóri, stýrimenn og vél- stjórar á Laxfossi og Kristján Gíslason vélsmiður, sem náði Eldborginni út á dögunum, og hér um árið kom á flot portúgalska skipinu Ourem (síðar Hrímfaxa), sem strand- aði í Rauðarárvíkinni. Vísir hefir ekki fengið stað- fest, hver taki að sér, ef til kemur, að gera tilraun til að ná Laxfossi út, en komið mun hafa til orða, að Kristján Gíslason geri það. Vísir átti stutt viðtal við Pálma Loftsson forstj. Skipaút- gerðar ríkisins í morgun. Kva8 hann björgunarstarf, eins og komið væri, frekar verkefni fyrir kafara og vélsmið en skip, en björgun myndi ekki útilokuð við góð veðurskilyrði. — Hún mundi þó verða kostnaðarsöm og sennilega taka langan tíma. Cliyrchi kv@faður. Aflýst hefir verið í New York opinberri kveðjuathöfn og viðhafnarakstri um götur borg- arinnar, er Churchill heldur til skips, þar sem hann hefir veikst af kvefi. Churchill ferðast heim á haf- skipinu Queen Mary, sem á að koma til Englands mánudag næstkomandi. Piogsilt eftiar tvo eHaga? Gera má ráð fyrir, að Alþingi ljúki störfum að þessu sinni n. k. fimmtudag. Þó. er þetta ekki alveg víst, en fari svo, mun þingið koma saman aftur til funda hinn 1. október í haust, hafi ríkisstjórn- in ekki kvatt það saman fyrr, en það getur hún gert, eins og kunnugt er, ef ástæða þykir til. í gær var bardagi háður í kirkjugarði í Ismailiu, þar sem Bretar fundu — að loknum á- tökunum — mestu skotfæra- birgðir, sem til þessa hafa fundist á Suezeiði. Þegar hafa fundist þúsundir riífilskota og allmikið af riffl- um, falið í grafhvelfingum, en leitin er seinleg og varð hvergi nærri lokið í gær. Verður henni haldið áfram í dag. Þegar brézkt herlið um- kringdi kirkjugárðinn í gær, hófu Egyptar, sem 'voru á verði þar yfir skotfærabirgðunum, skothríð allmikla, en eftir litla stund urðu þeír að gefast upp. Vo.ru þá 5 menn fallnir af liði þeirra. Hinir voru teknir höndum. Útför bandarísku nunnunnar, systur. Anthony, fer fram í dag, að þeim viðstöddum Erskipe hershöfðingja og ræðismanni Breta 1 Ismailiu. Egypzka stjórnin ctilkynnir, að það sé sannað mál, að systir Anthony hafi orðið fyrir skoti, er Bretar og Egyptar börðust. Samkvæmt fyrri tilkynningu myrtu egypzkir hermdarverka- menn hana köldu blóði að ásjá- andi hinum systrunum. — Er- skine hershöfðingi hefir fyrir- skipað hernaðarlega rannsókn varðandi ‘ allt, sem gerðist, er nunnan var drepin. Mælingar fram- kvæmdar á 40 skriðjöklum. SuiB&tÍB' tengfdust cs sL ári. Jöklar hafa yfirleitt farið minnkandi síðustu 20 árin, ekki aðeins hér á Iandi, heldur um Evrópu alla þar sem jöklar eru. Skipulegar mæilngar á jökl- um íslands hófust 1930 og voru það þeir Jón Eyþórsson veður- fræðingur og Helgi Hermann Eiríksson skólastjóri sem byrj- Uðu á þeim. Síðan hafa ýmsir menn annast jöklamælingar Víða um land, en Jón Eyþórs- ton hefir safnað skýrslum þess- ara manna saman og gert úr þeim yfirlit sem síðan hefir verið prentað á vegum alþjóð- tegrar nefndar, er vinnur úr skýrslum frá öllum jöklalönd- Um Norðurálfu. Samtals eru mælingar nú framkvæmdar við um 40 skrið- jökla hér á landi, en mælinga- ctaðirnir ei*u samt miklu fleiri, því að sumir skriðjöklar eru mældir á mörgum stöðum.. Elestar eru mælingarnar við sunnanverðan Vatnajökul, hinsvegar hefir ekki verið kom- ið við mælingum við norður- hluta hans vegna kostnaðar. Jöklar fara minnkandi. Að því er Jón Eyþórsson veð- urfræðingur hefir tjáð Vísi hafa jöklar yfirleitt farið tninnkandi frá 1930, eða frá því er mælingar hófust hér á landi. Sumstaðar hafa jöklar styzt um hálfan annan kílómeter á þessum tíma. Aftur á móti hef- ír leysingin yfirleitt verið minni síðustu þrjú árin og meira að segja hafa einstöku ckriðjöklar gengið lítilsháttar fram. Svipaða sögu er einnig að segja frá öðrum löndum þar cem jöklar eru mældir. Um einstaka jökla og mæl- ingar á þeim er þetta að segja: Kaldalónsjökull hefir gengið fram 15 metra frá haustinu 1950 og til jafnlengdar 1951. En árið næsta áður styttist hann um 37 metra. Annars hef- ír Kaldalónsjökull í heild styzt frá því 1930, en þó minna en ýmsir aðrir jöklar. Annar skriðjökull frá Drangajökli, sem gengur niður í Reykjarfjörð, hafði stytzt um 150 metra á árunum 1948—’51. Á Snæfellsjökli voru mæld- ir 3 skríðjöklar í haust og höfðu Framh. á 8. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.