Vísir


Vísir - 22.01.1952, Qupperneq 8

Vísir - 22.01.1952, Qupperneq 8
Þriðjudaginn 22. janúar 1952 :8= SterEíngSöndín ætla ai VI S b a arinu. S^ttÖ ít fj €>$•£& pMW&flÍÖ ftö eitirsóttum pptieitts iöti Fjármálaráðherrar samveld- islandanna brezku hafa lokið ráðstefnu sinni í London og komið sér saman um tillögur, sem miða að bví að ná við- skiptajöfnuði við lönd utan sterlingsvæðisins á síðari helmingi þessa árs. Tillögurnar leggja ráðherr- arnir hver fyrir sína ríkis- stjórn. — Butler fjármálaráð- herra Breta sagði í gær, er hann gerði grein fyrri störf- um ráðstefnunnar, að þar hefði komið fram hjá öllum fulltrú- unum traust á framtíð. sterl- inglandanna og sterlingspunds ins og að ráðstafanir þær, sem gripið yrði til, myndu ná til- gangi sínum. Hann kvað fullt tillit mundu verða tekið til sér- stöðu hvers lands, en megin- áherzlu yrði hvarvetna að leggja á að berjast gegn verð- bólgu og halda í skefjum verð- lagi á lífsnauðsynjum. Tillögur f j ármálar áðherr a Breta verða síðan lagðar fyrir neðri málstofuna mjög bráð- lega. Kunnugt er, að þær fjalla m. a. um ráðstafanir til aukips útflutnings. Á ráðstefnunni, sagði Butler í gær, var ekki rætt um að- Isteðjandi vandamál, heldur hversu hagnýta megi sem bezt ' atvinnu- og viðskiptaskilyrði I sterlinglandanna, sem hefðu Inær óþrjótandi auðlindir og skilyrði til bættrar atvinnu og afkomu. Ráðstafanir þær, sem samkomulag varð um, miða að því að gera sterlingspund eft- irsóttari og traustari gjaldmiðil og miða að frjálsari skiptum á sterlingspundum. Vafnsaflsstöðvarnar framleiða nú fulla raforku. Vatnsrennslið í Soginu hefir aukizt um tæplega 5 tenings- metra á sekúndu í úrkcmun- um undanfarna daga. Samkv. upplýsingum Ágústs Guðmundssonar, stöðvarstjóra í Elliðaárstöðinni, var vatns- rennslið um 90 teningsmetrar á sekúndu s.l. föstudag. í gær reyndist það tæplega 95 ten.m. á sekúndu. Má segja, að báðar vatnsaflstöðvarnar (Ljósafoss- og Elliðaárstöðin) framleiði nú. fulla rafmagnsorku, og eru því horfur sæmileffar eins og er. Slérlrii ©r norðanlands. Liflar gæftir þau1 fsá áraEnnótum. í nótt brast á norðan stórhríð á Norðurlandi, og er Vísir átti tal við Akureyri og Siglufjörð í morgun var þar hið versta veður. Siglfirðingar kvarta mjög undan ógæftum og það sem af er þessum mánuði hefir varla komið sá dagur að bátum hafi gefið á «jó. Þó gátu þeir róið um helgina og í gær og öfluðu sæmilega. Þrátt fvrir erfitt tíðarfar hafa Akureyringar getað haldið uppi samgöngum við nærliggj- andi sveitir og engir teljandi erfiðleikar verið á mjólkurflutn ingum til þessa. Þótt vegir hafi teppzt í bili hafa ýtur jafnan verið til taks og rutt vegina. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er vindur norð- an- og norðaustanstæður um allt land með snjókomu á Norðurlandi. Veðurhæð er 5— 7 vindstig víðast hvar á land- inu nema eitthvað hægari á Austurlandi. Bjartviðri er á Suður- og Austurlandi, en skýj að og víðast úrkomulaust við Faxaflóa og Breiðafjörð. Kaldast var á Hæli í Hrepp- uh, 6 stig í nótt, en hlýjast um frostmark við suðausturströnd- iná. Þýzku flugvélarnar gátu ekki fhitt sprengjur til Hvalfjarðar. Bandamenn skutu niður margar flugvélar yfir íslandi. Enn leitað í dag við Hlíðarvatn. Leitinni að Sigurgeiri Guð- jónssyni, sem hvarf frá sam- ferðafólki sínu við Hlíðarvatn s.l. föstudag, er enn haldið á- fram, að því er Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi SVFÍ, tjáði Vísi í morgun. Fjölmennir flokkar tóku þátt í leitinni í gær og í fyrradag, en hvergi urðu menn Sigurgeirs varir. Að vísu fundu leitarmenn spor, sem hugsanlegt er, að gætu verið eftir Sigurgeir, en þó ekki víst. Meðal leitarmanna voru um 50 samverkamenn Sigurgeirs frá Sogsvirkjuninni, en fyrirliði þeirra var Sverrir Tynes verkstjóri. Þá hafa menn frá Selfossi, Eyrarbakka og Selvogi tekið þátt í leitinni, í morgun lagði um 20 manna flokkur sjálfboðaliða frá BSR af stað suður eftir Bratt er frá veginum ofan í Hlíðarvatn, og var talið hugsan- legt, að Sigurgeir kynni að hafa hrapað þar niður, en þar hefir verið gerð nákvæm leit, og þykir því fullvíst, að svo hafi ekki farið. Síra Schubring, þýzki pró- fasturinn, sem hér var á ferð s.I. sumar, hefir fengið bréf frá þýzkum flugmanni, þar sem nánar er greint frá flugmönn- um þeim, er skotnir voru niður 5'fir Hvalfirði, og jarðsettir voru í Brautarholti á Kjalar- nesi. Síra Schubring, Gísli Sigur- björnsson forstjóri og nokkrir Þjóðverjar fóru í sumar að Brautarholti og reistu þar tré- kross í kirkjugarðinum þar, en sérstakt félag í Þýzkalandi hef- ir umsjón með gröfum þýzkra hermanna og flugmanna, sem jarðsettir eru erlendis, og mun síra Schubring hafa gengizt fyrir þessu í umboði þessa fé- lags. Flugmaðurinn, sem skrifaði 9 raeðismanns- skrifsfofum Níu ræðismannsskrifstofum Bretlands í Persíu var lokað í gær að kröfu persnesku stjórn- arinnar. Gengu fylgismenn stjórnar- innar fagnandi um götur Te- herans af því tilefni. Stjórn- málamenn í London eru þeirr- ar skoðunar, að hinar mörgu orðsendingar persnesku stjórn- arinnar að undanförnu, sem m. a. fjalla um lokun ræðismanns- skrifstofanna, séu óspart not- aðar í áróðursskyni og stjórn- inni til framdráttar í kosninga- baráttu þeirri, sem nú er háð í landinu. síra Schubring, heitir Hugo Löhr. Segir hann þar frá ýmsu, er gerðist á árunum 1942—44. Var hann þá foringi í setuliöi Þjóðverja í Noregi, en hann hafði einkum þann starfa að fljúga í njósnaflug til íslands, einkum til Hvalfjarðar, en þar söfnuðust saman skip, er áttu að fara til Murmansk, eins og kunnugt er. Flugmönnunum var bannað að gera árásir þar, segir í bréfinu, enda var leiðin svo löng, að benzínið myndi hafa þrotið, ef flugvélarnar ættu að bera sprengjufarm. — Flugu þær því hingað og tafar- laust aftur til Noregs. Yfir Hvalfirði voru skotnar niður tvær flugvélar úr sveit Löhrs, og eru sex flugmenn úr þeirn grafnir í Brautarholti, en hinn sjöundi komst lífs af og var tekinn til fanga. Margar fleiri ‘flugvélar skutu Bretar og Bandaríkjamenn niður hér. Segir að lokum í bréfinu, að áðurnefnt þýzkt félag muni þakka Ólafi bónda Bjarnasyni í Brautarholti fyrir göfuglyndi hans og ræktarsemi, en hinir þýzku flugmenn hlutu legstað- í landi hans. Konrad Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands fór nýlega í heinisókn til London. Var mynd þessi tekin, er hann heim sótti Churchill í forsætisráðherrabiistaðinn. Kommúnisíai og fylgsinnar þeirra fjölmenntu við komu Adenauers ov dreifðu flugmiðum, þar sem á var ritað: „Adenauer snúðt heim.“ Innrás frá Formósu. í norska útvarpinu hefir ver- ið birt fregn um, að þjóðerriis- sinriar á Formosu hafi sett lið á land á meginlandi Kína, og hafi það komið sér fyrir í fjall- lendi og muni hefja árásir með vorinu. 51 milljarðnr til landvarna Bandaríkfanna. Truman forseti hefir sent þinginu frv. til fjárlaga fyrir næsta fjárhagsár, en þar er gert ráð fyrir 85 milljarða dollara útgjöldum. Landvarnaútgjöld Banda- ríkjanna eru áætluð um 51 milljarðar dollara, til hernað- arlegrar, efnahagslegrar og tæknilegrar aðstoðar við aðrar þjóðir eru áætlaðir 10 millj- arðar dollara og til kjarnorku- framleiðslu 5 milljarðar. Gert er ráð fyrir aukningu flughers- ins upp í 143 flugsveitir, en landhersins í 23 herfylki. í flot- anum verði 400 herskip jafnan reiðubúin, auk varaskipa o. s. frv. Sérstaklega er farið fram á 8 milljarða dollara til smíði kjarnorkuvopna á næstu 5 ár- um. • . Þetta eru hæstu fjárlög USA á friðartímum. — Jöklarnir. Framh. af 1. síðu. þeir stytzt um 10—35 metra á árinu. Skyndileg breyting. Sólheimajökull hafði stytzt um röskan kílómetra á árunum 1930—1950, en á s. 1. ári hafði hann gengið fram um 10—15 metra á 3 mælingastöðum, en á fjórða mælingastaðnum hafði: hann stytzt um 5 metra. Skriðjöklar á Vatnajökli hafa langflestir stytzt á s. 1. ári, en ein veruleg undantekning er- þó á þessu og það er Skafta- fellsjökull. Hann hefir gengið fram á öllum, fjórum, mæling- arstöðunum, 14—44 metra. Á miðhálendinu virðast jökl- ar hafa farið minnkandi á ár- inu sem leið. Við Nauthaga við sunnanverðan Hofsjökul nem- ur stytting skriðjöklanna 20— 50 metrum og svipað er að segja um jökla í Hrútafelli og norðanverðum Langjökli. Mælingastaðir eru því miður alltof fáir á miðhálendinu, þar sem mælingar verða þar tæp- lega framkvæmdar án verulegs kostnaðar. Fyrir sérstakan vel- vilja gangnamanna úr Gnúpa- verjahreppi er mælingum hald- ið uppi við Nauthagajökul og Múlajökul í sunnanverðum Hofsjökli. Þá hefir Jón Eyþórs- son gert ferðir norður á Kjöl á haustin eftir því sem við verður komið til að mæla skriðjökla í Hrútafelli og norðanverðum Langjökli. V

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.