Vísir - 31.01.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 31.01.1952, Blaðsíða 8
V I VISIR. Fimmtudaginn 31. janúar 1952 Dregur tii sátta með Bretum og Egyptum. Sendiherra Greta ræðir við Farúk og Ali Maher. Brezki sendiherrann í Kairo gekk í gær á fund Farouks kon- ungs, ert áður ræddi hann við Ali Maher pasha forsætisráð- herra. Jafnvel egypzk blöð gefa nú í skyn, að fjórveldatillögurnar séu komnar á dagskrá. Það er einnig til marks um hið breytta viðhorf, að þekkt blað í Kairo hefir gagnrýnt harðlega framkomu Nahas pasha, eftir að óeirðirnar brut- ust út. Kvað það forsætisráð- herrann hafa farið rangt með . staðreyndir, er hann reyndi að .skella skuldinni á Breta fyrir að óeirðirnar brutust út, — stjórn hans sjálfs væri um að kenna fyrir að leyfa óaldar- mönnum að hafa æ meiri of- stopa í frammi. Blaðið sagði, að dagurinn væri „svartasta blaðið í sögu Egyptalands“, — eyðileggingin meiri og grimmdarverkin, en þótt erlendur her hefði ráðist .inn í borgina, — og þó hefðu hér verið að verki synir Egypta lands. Samkvæmt skýrslum, sem iErskine hershöfðingi hefir feng- ið um atburðina í Kairo, hafa hermdarverkamenn komið fram af ótrúlegri villimennsku. T. d. var ruðst inn í brezkt fé- lagsheimili (klúbb), hlaðinn köstur úr húsgögnunum og kveikt í. Sumum Bretum er þarna voru tókst að flýja, en hinir flýðu upp á efri hæð og brunnu þeir inni. Einn reyndi að bjarga sér niður á voð, en var drepinn er niður kom. — Hermdarverkamenn létu æði sitt jafnvel bitna á líkum þeirra sem drepnir voru. Sérfróðir menn telja ógerlegt að áætla tjónið af óeirðunum nákvæmlega, en telja að það sé a. m. k. 20 millj. sterlingspund, en kunni að reynast -allt að 50 millj. ■—Atvinnurekstur fjölda fyrirtækja hefir stöðvast og þar af leiðandi hafa 10—15. þús. menn misst atvinnuna og engar líkur fyrir, að þeir fái atvinnu aftur. Knattspyrnumönnunr- boöið til námsdvalar I Þýzkalandi. Fjórir ungir knattspyrnu- menn úr Knattspyrnufél. Fram fóru með Lagarfossi sl. föstu- dag áleiðis til Þýzkalands, en þar eru þeir boðnir til dvalar 2—3 mánuði á íþróttaskóla Knattspyrnusamb. Rínarlanda í Koblenz. Er það í annað sinn að knatt- spyrnumenn héðan eru boðnir til dvalar á íþróttaskólanum í Koblenz; í fyrra vetur dvaldi Ríkarður Jónsson, hinn góði knattspyrnumaður þar í góðu yfirlæti, en nú fóru þeir Dag- bjartUr Grímsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Lúðvíksson og Magnús Jónsson þangað eins og fyrr segir. Eins og mönnum er kunnugt, þá komu hingað sumarið 1950 knattspyrnumenn frá Rínar- löndum í boði Fram og Víkings og síðan fóru þessi félög sl. sumar til Þýzkalands. Voru Þjóðverjar mjög ánægðir með dvöl sína hér á landi og hafa sýnt þakklæti sitt en á ný í verki með því að bjóða þéssum fjórum ungu 'piltum á íþrótta- skólann. Churchill lét undan til að rjúfa ekki eininguna. Yfirflofaforirigi á Atlantshafi verðtzr amerískur. Churchill ræddi í gær í neðri málstofu brezka þingsins um sum þeirra mála, sem rædd voru í Washington og Ottawa, en aðalskýrslu sína um þau mál flytur hann á þingi í næstu viku. Hann kvaðst ekki hafa skipt um skoðun, að því er varðaði yfirstjórn á Atlantshafi. En hann hefði ekki séð sér fært vegna mikilvægis samvinnu Breta og Bandaríkjamanna, að halda til streitu kröfu um breyt ingar á því fyrirkomulagi, sem samkomulag hafði orðið um, er jafnaðarmenn fóru með völd. Samkvæmt því verður yfir- stjórnin í höndum bandarísks flotaforingja. Hins vegar kvaðst hann hafa komið til leiðar breyt ingum varðandi flotastjórnina, sem væru til bóta. Það hefir nú verið tilkynnt, að yfirflotafor- ingi bandalagsins verði McCor- mick, yfirmaður Atlantshafs- flola Bandaríkjanna, en næst- ur honum Andrews, brezkur flotaforingi. Churchill kvað ummæli sín, er hann ávarpaði þjóðþing Bandaríkjanna, varðandi Kína, hafa átt að sýna einingu og samhug', en þau bæri ekki að skilja sem skuldbindingu Breta um þátttöku í loftárásum á Kína. Hann kvað rætt hafa ver- ið um þær hættur, sem sköpuð- ust við það, ef vopnahlé væri gert og síðan rofið. — Churc- hill ræddi nokkuð þær hættur, sem „nær eru“ og Bretar verða að horfast í augu við. Hann sagði, að ef 50 herfylki væri jafnan reiðubúin til varnar Evrópu, þyrfti ef til vill ekki að treysta eins á atómsprengj- urnar og nú. ' Flugleiðum innanlands skipt milli flugfélaganna. AöalskÉptíng: F.l. fær AkureyirS og Austur- lancS, Loftleiösr Eyjar og Vesturland. Þjóðverjar gefa hingað fiugvéi- arfarm epia. Klukkan 3 eftir hádegi í dag var væntanleg hingað flugvél frá Þýzkalandi með fullfermi af eplum — þrjár smálestir — sem eru gjöf til íslendinga frá evangelisku hjálparstofnuninni í Hessen. Með flugvélinni koma auk þess tveir þýzkir blaðamenn og prestur. Déutschlander að nafni. Það er Hans Scubring, sem hér var s.I. sumar, sem þakka ber fyrst og fremst fyrir eplasendingu bessa, en hann hafði skrifað sr. Sigurbirni Á. Gíslasyni um gjöfina fyrir nokkru. Eru eplin ætluð sunnudagaskólabörnum. Flugvélina leggur ameríski flugherinn til, og fer hún aftur á morgun, og farþeg- arnir með henni. Fór hann að- éans i Band ? Ekkert hefir enn frétzt til skipverjans af Tröllafossi, sem hvarf af skipinu, er það var vestan hafs í síðustu för fyrir áramót. íslenzk stúlka kvaðst hafa séð manninn á götu í New York, en það eru síðustu fregn- ir af honum. Hinsvegar þykir mega ætla, að hann hafi ekki orðið fyrir slysi, því' að hann mun hafa haft eitthvað af eig- um sínum með sér, er hann fór síðast af skipinu. -----♦---- Á að hjálpa við notkun peninganna London (UP). — Brezkur hershöfðingi hefir verið ráðinn ráðgjafi sheilcsins í Kuwait við Persaflóa. Kuwait er smáríki, en þar eru auðugar olíulindir, og hef- ir sheikinn því meiri tekj- ur en nokkur annar maður í heimi. Sheikinn ætlar að láta reisa skóla, sjúkrahús, vatns- veitu og ráfveitu, svo að Kuwait verði fyrimyndarríki. Fiskveri lækkar í Breflandi. - Fiskverð hefir lækkað mik- ið á brezkum markaði að und- anförnu, eins og seinustu sölur bera með sér. Horfur um hækkandi fiskverð eru ekki góðar sem stendur, vegna mjög mikils framboðs, og má gera ráð fyrir, að það verði einnig mikið alla næstu viku. Verður þá óvenjulega mikið um aflasölur íslenzkra togara í Bretlandi eða 2—3 á dag. Er sennilegt, að 13 íslenzk- ir toggrar selji þar í næstu viku. Frá og með morgundeginum, 1. febrúar 1952, hefir áætlun- arflugleiðum innanlands verið skipt milli Flugfélags íslands h.f. og Loftleiða h.f., og hefir samgöngumálaráðuneytið látið Vísi í té eftirfarandi upplýs- ingar um þetta: Flugfélag íslands fær sér- leyfi til þess að halda uppi á- ætlunarferðum frá 1. febrúar 1952 til 31. janúar 1953 á eft- irtöldum leiðum: Reykjavík— Akureyri, Akureyri—Sig'lu- fjörður, Akureyri—Norður- og Austurland, Reykjavík—Kópa- sker, Reykjavík—Austurland, Reykjavík — Kirkjubæjar- klaustur, Reykjavík—Fagur- hólsmýri ' og Reykjavík— Hornafjörður, en Reykjavík— Blönduós og Sauðárkrókur 1.— 18. hvers mánaðar, sem hefir 31 dag, en 1.—17. hvers mán- aðar, er hefir 30 daga og 1.—16. febrúar. Loftleiðir munu halda uppi áætlunarferðum á þessum leið- urn sama tímabil og að ofan greinir: Reykjavík—Sandur, Reykjavík—Hólmavík, Reykja- vík—-ísafjörður, Reykjavík— Vestfirðir (Vestfjarðaskagi), Vestfirðir, millifjarðaflug, Reykjávíkur—Siglufjörður, og Reykjavík —- Vestmannaeyjar (Hellá), en Reykjavík— Kyrrð á Suez. Síðan Bretar handtóku hjálp arlögreglumennina egypzku í Ismailia á dögunum, afvopn- uðu þá og gerðu þá brotíræka, hefir allt færst í betra horf þar. Ilafa ekki borizt fregnir um neina árekstra að undanförnu. í gær ræddi fulltrúi brezku herstjórnarinnar við vara-land stjórann á eiðinu, og varð sam- komulag um það, að lögreglu- mennirnir 50 úr fastalögregl- unni, sem handteknir voru um leið og hjálparlögreglumenn- irnir, hverfi flestir aftur til sinna fyrri starfa. Blönduós og Sauðárkrókur 19. —31. hvers mánaðar, er hefir 31 dag, og 18.—30. hvfers mán- aðar, sem hefir 30 daga og 17. —28. (29.) febrúar. Eins og að ofan greinir fá flugfélögin sérleyfi til þess að halda uppi áætlunarferðum á þessum leiðum, en jafnframt eru þau skylduð til þess að halda slíku áætlunarflugi uppi, eftir því, sem flutningsþörfin krefur á hverjum tíma. , Með þessari ákvörðun sam- göngumálaráðuneytisins virð- ist hin hvimleiða togstreita flugfélaganna og lítt viðunandi samkeppni á sömu leiðum vera leyst, og munu landsmenn sjálfsagt fagna þessum mála- lokum. Elísabet leggur land undir fát. Elisabet. ríkisarfi Bretlands og maður hennar, hertoginn af Edinborg, lögðu í dag upp í langferð. Fara þau loftleiðis til Kenya í Austur-Afríku, Ceylon og Ástralíu, en þau verða fjarver- andi að heirnan í 5 mánuði. Viðstödd í flugstöðinni, er lagt var af stað, voru konungs- hjónin, Margrét prinsessa, Churchill og fjöldi ráðherra og fulltrúar samveldislandanna. Varðarfundisr i kvöld. Landsmálafélagið Vörður efn- ir til fundar í Sjálfstæðishús- inu í kvöld, og hefst hann kl. 8.30. Bjarni Benediktsson utan- ríkismálaráðherra mun hefja umræður um þingmál og stjórn málaviðhorfið nú. Á eftir ræðu hans verða frjálsar umræður. Gera má ráð fyrir, að fleiri þingmenn flokksins muni sækja fundinn og taka til máls, en allir sjálfstæðismenn eru vel- komnir, meðan húsrúm leyfir. Eitthvert frægasta kri ' rnulið Evrópu er frá Vínarborg og sést hér ms ðurinn, Zeman, á æfingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.