Vísir - 06.02.1952, Side 8

Vísir - 06.02.1952, Side 8
VISIR Miðvikudaginn 6. febrúar 1952 limræðum um utanríkismál í brezka þinginu frestað. líomi’iigs nilnnsf í hrezka> þinginu' og funduon siðan Brezka bingið kom saman til fundar á venjulegum tíma. Var hins látna konungs rninnst og þingfundum bar með frestað. — . I í gær fluttu aðalræðurnar Eden ' utanríkisráðherra og At'tlee fyrrverandi forsætisráð- hérra. Stjórnarandstæðingar hafa lagt fram tillögu, þar sem lýst er ánægju yfir stefnu fyrr- verjandi stjórnar í utanríkismál um varðandi Kína og Kóreu, en síðari hluti tillögunnar felur í sér gagnrýni á Churchill fyrir að taka ekki skýrt fram í Wash ington, að sú stefna væri ó- bréytt. Atkvæðagreiðsla fer fram að loknum umræðum í kvöld. Eden kom víða við í ræðu sinni sem að líkum lætur. Nokk ur höfuðatriði ræðunnar voru: Minni hætta er á bráðri styrjöld í Evrópu. Saardeiluna væri auðið að leysa með gætni og stjórnhyggindum. Bretar munu hafa nána samvinnu við Vestur-Evrópuþjóðirnar. Brezki herinn á meginlandinu mun hafa náið samstarf við fyrir- húgaðan Evrópuher, m. a. að því er varðar þjálfun, birgðir o. s. frv. Bretar vilja í allri ein- lægni, að samkomulag náist, er tryggi öryggi Suezskurðar. í>eir vilja einnig samkomulag um Sudan en án þess að ganga á bak loforða sinna til Sudan- búa. Bretar vilja lausn brezk- persnesku olíudeilunnar og telja samkomulagshorfur hafa batnað eftir seinustu ummæli Mossadeghs forsætisráðherra. Heppilegra hefði verið, ef jap- anska stjói’nin hefði frestað viðurkenningu sinni á stjórn kínverskra þjóðernissinna. — Bretar hefðu ekki tekið sér á herðar nýjar skuldbindingar í Washington varðandi Kóreu- styrjöldina. — Viðræður yrðu hafnar þegar, ef vopnahlé í Kóreu yrði rofið. Fundirnir í Washington. Einn þingmanna jafnaðar- manna vitnaði í ummæli banda- ríska flotamálaráðherrans og Fechtélers flotaforingja, þess efni's, að herja yrði á Kína,' ef vopnahlé yrði ekki samið. Ed- en sagði, að á fundunum í Washington hefði ekkert verið sagt, sem kæmist í námunda við að vera í samræmi við þessi ummæli. Eden kvað Bandaríkja stjórn ekki vilja útbreiðslu Kóreustyrjaldarinnar. Hvatti hann eindregið til rétts skiln- ings-manna á afstöðu hennar og minnti á fórnir Bandaríkja- manna í Kóreu. Attlee sagði í ræðu sinni, að ræða Churchills í Washington hefði frekar borið keim sölu- mennsku en stjórnvizku, og hún hefði ekki verið í sam- ræmi við það, sem hann sagði í ræðu sinni í neðri málstof- unni eftir heimkomuna. Hann kvað sum ummæli í ræðu Churchills hafa vakið mikinn kvíða margra, einkanlega þau ummæli, sem menn skildu svo, sem Churchill vildi styðja stjórn Chiangs Kai-shéks. — Attlee mælti nokkur viðvörun- arorð til þeirra, sem með ógæti- legum skrifum og ummælum stofna samstarfi Breta og Bandaríkjamanna í hættu. — Hvatti hann til stuðnings við þá Bandaríkjamenn, sem vilja hindra útbreiðslu Kóreustyrj - aldarinnar. Meira frjálsræði á Suez-eiði. Erskine hershöfðingi Breta á Suezeiði liefir tilkynnt, að dregið verði úr hömlum á frjálsræði manna á Suezeiði og takmörkun á olíufiutningum frá Suez til Kairo. Egypzkum verkamönnum, sem starfa fyrir Breta, fer nú aftur fjölgandi. Farouk konungur hefir opin- berlega vottað samúð sína að- standendum þeirra, sem létu lífið í óeirðunum í Kairo. Fellur Faure fljótlega? Faure forsætisráðh. Frakk- lands hefir farið fram á traust- yfirlýsingu vegna ágreinings, sem upp er kominn, um stefnu stjórnarinnar í kaupgjalds- og launamálum. Hefir stjórnin lagt fram til- lögur um stig-hækkandi og lækkandi kaup í samræmi við verðlagsbreytingar. Umræða um þessi mál hefst á morgun. Faure hefir boðað að hann muni og ræða Saar- málið og Tunismálið. Vígbúnaðarkostn- aður Breta. Churchill var spurður að því, hvort hann hyggði að endurvíg- búnaðaráætlunin, sem ráðgert er að framkvæma á 3 árum, og verja til 4700 milljónum sterl- ingspunda, yrði framkvæmd á áætluðum tíma. Churchill sagði, að hann hefði áður látið í ljós, að það yæri vafasamt, að áætlunin gæti staðist, en hún kynni að kosta allt að 5200 millj. stpd. vegna hækkaos verðs á hra- efnum. Næg mjólk barst í gær. Mjólkurstöðinni bárust í gær um 30 þús. lítrar mjólkur frá Mjólkurbúi Flóamanna, 6—7 þús. lítrar frá Borgarnesi, nokk ur þúsund lítrar frá Akranesi og úr nærsveitum Reykjavíkur, eða samtals 46—48 þús. lítrar. Fékk Mjólkurstöðin þannig venjulegt mjólkurmagn eða það, sem hún þarf. Mjólkur- flutningarnir méga nú heita komnir í vanalegt horf aftur og sýna tölurnar einnig, að mjólk- urflutningar til mjólkurbúanna eru að komast í betra horf. — Mjólkurbú Flóamanna mun í gær hafa fengið mjólk úr öll- um sveitum, nema Mýrdaln- um. Mjólkurflutningar til Borg arnessbúsins munu ganga greið lega. Hætti ekki á að lenda við Sauðárkrók. Flugvél frá Flugfélagi íslands tyllti sér á flugvöllinn við Sauð árkrók í gær, en flugmaður taldi ekki rétt að nema staðar vegna glerhálku á vellinum. Fugvélin hélt síðan áfram til i Melgerðismelavallar í Eyjfirði og lenti þar. Þykir flugmaður- inn hafa sýnt mikla aðgæzlu og varúð við þetta tækifæ.ri, sem ástæða er að geta,. með ,því áð kunnugt er, að stórslys hafa orðið víða á flugvöllum, er flugmenn hafa reynt að hemla vél sína á hálli flugbraut. Batnandi horfur í Panmunjom? Aðalsamninganefndir Sam- einúðu Þjóðanna og kommún- ista komu saman á fund x morg- un í Panmunjom. Var þetta fyrsti fundur aðal- nefndanna í tvo mánuði. Full- trúar kommúnista lögðu fram tillögur um ráðstefnu forystu- manna á sviði stjórnmála, og skyldi hún haldin eigi síðar en 3 mánuðum eftir undirritun vopnahlés. Allsherjaþinginu lokiö. Sjötta allsherjarþingi S. Þj. lauk í París í gær. Seinasta ályktunin, sem það samþykkti var um að allsherj- arþingið skyldi kvatt saman, er vopnahlé yrði gert í Kóreu, eða ef knýjandi ástæður væru fyrir hendi. JarðbéfBii Iwar- vefna aiiestaix* fjalls. Færð austanfjalls er emt mjög þung og víða illfært, að því er Vísi var tjáð á Sclfossi £ gær. Þá var ennnfært í Laugardal, en mjólk er flutt á sleðum á móts við bíla að Apavatni, en þar skipzt á vörum. Flóinn var mokaður í fyrradag, þá er fært í Holtin, um Rangárvelli, í Fljótshlíð, upp. á Land og í Þykkvabæ. Illfært er austur undir Eyjafjöll. Þá hefir leiðin til Eyrarbakka og Stokkseyrar opnazt. í fyrrinótt var hæg hláka austanfjalls, en í gær gekk á með útsynningi og éljum. Jarð- bönn eru alls staðar austan- fjalls. Bíllinn féll úr „stroffu.“ Fyrir nokkru eyðilagðist bíll í eigu Reykvíkings í Englandi, og með nokkuð óvenjulegunr hætti. Var þetta Buick-bifreið, eigix Ásbjarnar Ólafssonar, stór- kaupmanns. Var hann á leið til Danmerkur á Gullfossi, og var bíllinn í lest. Þegar komið var til Leith, þurfti að flytja bílinn til, svo að komizt yrði í næstu lest fyrir neðan, en þá mun bíllinn hafa runnið úr ,,stroffu“ eða taug bilað, sem honum var lyft með, svo að hann féll nið- ur og eyðilagðist að mestu. — Ekki er blaðinu kunnugt unx nánari atvik. 18 manns drukkna hjá Singapore. Singapore (UP). — Nýlega drukknuðu 18 manns — þ. á m. 10 börn — af vélbáti í fljóti 6kammt héðan. Vélbáturinn mátti aðeins bera 10 manns, en alls voru á honum 46, sem hlupu út í annan borðstokkiim, þegar báturinn rakst á rekavið, ög hvolfdi þá bátnum. Mynd þessi er tekin af i Elisabeth ríkisarfa og) Philip hertoga, manni: hennar. Elisabetli mun j nú setjast í veldisstól i að föður sínum látnum. Mun hún að sjálfsögðu í hætta við för þá, sem i hún og hertoginn eru i nýlögð af stað í tilip samveldislanda Breta. '| Munu hertogahjónin j hraða sér heim og vera i komin til Lundúna áii morgun.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.