Vísir - 13.02.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 13. febrúar 1952
V í S I R
— hví gerist þér svo ósvífinn að stiga fæti inn fyrir þröskuld
minn. Eg vil hvorki heyra yður né sjá.“
„En hvorttveggja verðið þér nú að sætta yður við nokkur
augnablik."
Sir Róbert kreppti hnefa heilu handarinnar og ætlaði að
stinga handleggsstúfnum í barm sér, en hætti við það, og
veifaði honum þess í stað, eins og hann hygðist ráðast á gest-
inn, en svo var sem örvænting ætlaði að buga hann — hann
hneig' niður í stólinn tautandi og mælti:
„Elísabet, skildu okkur eftir eina.“
„Jæja, kannske eg bregði mér frá, en eg fer ekki langt —
svo að þið skuluð hegða ykkur vel, báðir tveir, eða eg mun
fmna ykkur i fjöru.“
Hún kinkaði kolli til beggja, en Sir Róbert hnyklaði brúnir
og horfði illilega á jarlinn.
„Jæja, lávarður sæll, hvers vegna verð eg að þola þessa
móðgun? Hvers vegna eruð þér hingað kominn?“
„Leyfið mér að spýrja, Sir Róbert, hafið þér verið að heim-
an? Eg sé, að reiðstígvél yðar eru rykug?“
„Hvað varðar yður um það, en raunar er þetta ekkert leynd-
armál. Eg var úti.að ríða og kom fyrir klukkustund heim aftur.
Aftur spyr eg: Hvers vegna eruð þér hingað kominn?“
„Til þess að skila hlut, sem er yðar eign — skammbyssu
þessari."
Og' jarlinn lagði skammbyssuna á borðið.
Sir Róbert leit aðeins á hana sem snöggvast og mælti:
„NÚ?“ ■
„Fyrir tæpri klukkustund varð hestur minn fyrir skoti úr
þessari byssu og beið bana af. Skammbyssan fannst'eigi langt
frá — enn volg. Eg er kominn til þess að spyrja, hvort byssu-
kúlan hafi verið ætluð hestinum — sem ekki hafði neitt illt
af sér gert — eða mér?“
„Wrybourne, þér móðgið mig.“
„Sir Róbert, eg bíð eftir svari yðar.“
Sir Róbert stóð þegjandi um stund ygldur á brún, en svar-
aði loks:
„Þar sem vopnið er mitt, get eg ekki áfellst yður fyrir að
spyrja og mun eg nú svara spurningu yðar. í fyrsta lagi, þá
hefi eg enga hugmynd um það, í öðru lagi er eg ekki jafn-
vígur á vinstri hönd sem hægri — meðan eg fekk notið henn-
ar — í þriðja lagi mundi eg ekki gera mér það til vansæmdar
að flekka þá höndina, sem eg á eftir, með því að fremja morð.
Þetta er sannleikurinn, lávarður minn, og getið þér nú trúað
mér eða trúað mér ekki, alveg eins og þér viljið. Eg læt mér
í léttu rúmi liggja hvað þér ætlið.“
„En eg vil nú samt taka fram, að eg tek yður trúanlegan.“
„Og trúið þ-á þessu líka, lávarður minn. Undir engum kring-
umstæðum mundi eg — skjóta yður. Það væri of snöggur og
rniskunnsamlegur dauðdagi.“
Jarlinn hneigði sig, gekk til dyra, nam þar staðar og spurði:
„Það væri fróðlegt að vita hver gæti hafa tekið vopn yðar
til þess að drepa hest minn — eða mig? Grunar yður nokkurn?“-
Sir Róbert hristi höfuðið og mælti af miklum þunga:
„Eg get aðeins beðið yður um það, Wrybourne, að fara sem
allra gætilegast, hvort sem þér farið ríðandi, akandi eða gang-
andi — mín vegna.“
„Yðar vegna, aha, þér —?“
„Eg á við það, að líf yðar er ihjög dýrmætt — svo dýrmætt,
að það væri óbærilegt áfall fyrir mig, ef einhver yrði til þess
að svipta yður því — snögglega.“
; Jarlinn hló og skellti á lær sér sem Sam sjómaður mundi
gert hafa:
„Það mætti segja mér, að leita þyrfti lengi að manni, sem
hatar eins innilega og þér getirð, Sir Róbert — vist skal eg
gera það, sem í mínu valdi stendur, til þess að treina í mér
líítóruna sem allra lengst — þó ekki væri nema til þess að
þér gætuð komið fram hefndum.“
Og út stikaði Sam og kom þar að sem Elísabet McGregor
var að láta hest hans eta epli úr lófa sér.
„Jæja, lávarður minn,“ sagði hún, „þér vitið þá á hverju þér
eigtð von — eg lagði við hlustirnar, eins og þér skiljið. Hon-
um er hefndin í huga.“ v
„Þetta er brjálæði,“ sagði Sam og hristi höfuðið.
„En svona er Robert,“ sagði Elisabet. „Honum er ekki sjálf-
rátt.“ '
Eftir stutta þögn bætti hún við:
„Þér trúið því, að hann sé ekki valdur að því, sem gerðist?"
„Að sjálfsögðu.“
„Vegna þess að Sir Robert er hvórki hugléysingi né morð-
ingi, hvað sem annars má um'hann segja:“
„Það er orð og að sönnu, lávarður’ minn. En hvað vitið þér
annars frekar um það, sem gerðist?“
„Aðeins að einhver skaut -r- úr launsátri — úr runnaþykkni
Verksmiðju-
B I T A II
:if gluggatjaidáefhiínum
komnir aftur. Mjög ódýrt.
II. TOI T
Skólavörðustíg 5.
EGGERT CLAESSEN
GÚSTAF A. SVEINSSON
hœstaréttarlögmenn
Hamarshúsinu, Tryggvagötu.
Allskenar lögfræðistörf.
Fasteignasala.
Minningarspjöld
Barnaspítalasjóðs Hringsins
eru afgreidd í Hannyrða-
verzl. Refill, Aðalstræti 12,
(áður verzl. Aug. Svendsen),
í Bókabúð Austurbæjar,
Laugav. 34, Holts-Apoteki,
Langholtsvegi 84, Verzl.
Álfabrekku við Suðurlands-
braut og Þorsteinsbúð,
Snorrabraut 61.
Til sölu
er mikil hlunnindajörð í Strandasýslu.
Jörðin er vel húsuð; tún að mestu véltækt og mikið
land auðræktanlegt. Jörðin liggur vel til hverskonar út-
gerðar, enda góð hafnarskilyrði. Af Jilunnindum má
nefna, æðarvarp, selveiði, silungsveiði og trjáreka.
Nánari upplýsingar gefa
SVEINBJÖRN JÓNSSON og
GUNNAR ÞORSTEINSSON,
hæstaréttarlögmenn.
JOSEPH GUNDRY & £0. LTD.
BRIDPORT
Eins og að undanförnu útvegum við frá þessum
lieimsþekktu verksmiðjum ýmsar tegundir veiðarfæra,
t. d. efni í herpinætur, síldarnetaslöngur, tauma, línur,
netagam og margt fleira.
Sölustjóri firmans, Mr. J. Reiss, dvelur hér stuttan
tíma og er til viðtals á skrifstofu okkar næstu daga.
Ólafur Gíslason & Co. h.f.
Hafnarstræti 10—12. — Sími 81370.
BRIDGEÞATTUR
Þegar spil er hæpið, er nauð-
synlegt fýrir sagnhafa að at-
huga vel alla möguleika og
gera sér rökrétta grein fyrir,
hvernig líkur sé á spil liggi. í
spilinu, er hér fer á eftir, mátti
ekki miklu muna og fór sagn-
hafi, sem sat suður, rétt ineð
spilið. Vestur gaf. Austur og
Vestur voru í hættu.
A
V
♦
*
A, 10, 4, 3
7, 6, 4, 2
K, 10
G, 8, 2
A G, 6, 5, 2 N. A 9, 7
V K, D, G, 8, 3 V. A V 9
♦ G, 8, 6 S. ♦ D, 7, 4, 3
* D * K, 10, 6, 5, 4,
S spilar 3 grönd, en V og A
höfðu báðir sagt pass.
V kom út með K í hjarta og
þegar S gaf, þá hélt V áfram
og lét út D, sem A lét í lauf 6.
S drap með Ás. Nú þurfti S að
fá 7 slagi á Sp. og Tg. saman-
lagt. Hann lét því fyrst út Tg.
2 og „svínaði" siðan 10 hjá N.
A tók með p. og kom út með
lágt Lf. Nú mátti V ekki kom-
ast' inn végha hjartans og tók
S því með Ás, en þá féll Lf. D
frá V. Suður spilar nú út tígul
5 og tekur með K og síðan spaða
3 frá borði og tekur með D.
Síðan spilar S tígul Ás og fellur an
þá G hjá V, en í Tg. 9 lætur V
hjarta 3. Nú athugar S. alla
möguleikana. V. hefir í upp-
hafi átt 5 hjörtu, 3 tígla, laufa
D sennilega eina, þar sem Aust-
ur hafði „kallað“ í litnum. Vest-
ur hefir því 4 spaða og spilar S.
því út K og „svínar“ síðan Sp.
10. Með þessu rrióti vánn hann
spilið.
Mor5ið í Hálöndunum.
Framh.
líða í áttina að rúmi MacPher-
sons, og varð hún þá svo hrædd,
að hún breiddi upp yfir höfuð.
Morguninn eftir skýrði hún
MacPherson frá þessu, en hann
sagði, að hún gæti verið róleg,
því að ekkert mundi verða til
þess að valda henni frekara ó-
næði.
Hér ber ekki saman, því að
MacPherson segir, að sá er birt-
ist hafi verið klæddur einkenn-
isbúningi — en fram hjá þeirri
staðreynd verður ekki gengið,
að konan sá eitthvað dularfullt
og ræddi um það morguninn
eftir.
MacPherson talaði aðeins
skozka mállýzku, og varð að
þýða það, sem hann sagði, fyr-
ir dómarana. Verjandinn,
Lorkhart, spurði vitanlega á
hvaða tungu Davies hefði mælt,
og kvað MacPherson hann hafa
mælt á eins „góðri mállýzku
(Gaeilic) og hann nokkrun tíma
hefði heyrt í Lochaber“. Kvað
Lockhart það ekki illa af sér
vikið af afturgöngu ensks upd-
irforingja, og kvað þá við hlát-
ur í réttarsalnum. Hinir ákærðu
voru sýknaðir, þrátt fyrir sann-
anir, sem ekki var hægt að
leggja til hliðar skýringalaust.
Síðar játaði Lockhart og sækj-
andi málsins, að þeir hölluðust
að því, að mennirnir hefðu ver-
ið sekir. — En Davies barðist
við Culloden 1746 og var myrt-
ur í september 1749, svo að
hann hefir verið hálft fjórða ár
í fjallahéruðum Skotlands,
svo að hann hefir verið hálft
fjórða ár í fjallahéruðum Skot-
lands, vafalaust haft eitthvað
saman að sælda við alþýðu
manna, og væri þá nokkuð
furðulegt, að hann hefði getað
sagt nokkur orð á mállýzku
þeirra?
Hefnd Önnu Walkesr
Nú verður að lokum sagt frá
enn einu máli frá löngu liðnum
tíma og virðist þar vera um
eins öruggar sannanir og hægt
er að gera kröfu til. Gögn máls-
ins eru enn fyrir hendi í söfn-
um.
Árið 1632 átti maður nokkur
að nafni John Walker heima x
þorpinu Great Lumley fyrir
norðan Durham. Frændstúlka
hans, Anne Walker, var ráðs-
kona hans. Hún varð barnshaf-
andi af hans völdum, en hann
greip til hinna djöfullegustu
ráða til þess að þetta yrði
ekki opinbert.
Hann sendi stúlkuna að heim-
í umsjá konu nokkurrar,
Carr að nafni, en Anne Walker
trúði henni fyrir öllu, og að
Walker hefði haft í hótunum
við sig, hann „skyldi sjá fyrir
þæði henni og barninu11,.—
þetta hefði hánn sagt á þann
hátt, að ekki hefði verið um að
villast, að hann hafði illt í huga.
Kvöld eitt ber illmannlegur
maður að nafni Mark Sharp að
dyrum hjá frú Carr. Sharp var