Vísir - 13.02.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 13.02.1952, Blaðsíða 8
IVSiSvikudaginn 13. febrúar 1952 l>jó$bðfðingjar streym vegna útfarar E Fólk gengur þúsundum sam fflii eÓ gíkbómvu keuuugs Yfir 76.000 manns gengu í gær að líkbörum Georgs VI. konungs í Westminster Hall, en 70000 manns biðu, er opnað var í morgun. í gærkveldi biðu menn í 10 •—15 faldri röð, sem var hálfur annar kílómetri á lengd, er loka átti, og var því haft opið lengur en upphaflega var á- kveðið. Útfarardaginn verður 120 götum í London lokað til um- ferðar, en meðfram gangstétt- um frá Westminster Hall til Paddingtonstöðvar verða 9000 hermenn eða við þær götur, sem líkfylgdin fer um til stöðv- .arinnar. Skotið verður af fall- byssum í Hyde Park og Lond- ■on Tower. Þjóðhofðingjar streyma nú til Hondon og annað stórmenni og fara herskip og flugvélar til xnóts við þá. Winston Churchill forsætis- ráðherra gekk í gær á fund El- isabetar drottningar á heimili hennar í Clarence House. Veitti hún Churchill þannig fyrstum allra áheyrn. Drottningin hefir sent orð- sendingar til landhers, flota og flughers og þakkað hollustu og störf í stjórnartíð föður henn- ar, Georgs konungs VI. Belgiska stjóritin bíiyr ásipr Belgiska ósigur við ríkisstjóniin beið|Stjórninni um, en forsætisráð- atkvæðagreiðslu í herra svaraði og sagði, að vegna 18 þús. tonn af sorp! flutf á efmi ári. Sorphreinsunarbílar fluttu sorp hér í bænum að magni 17942 tonn árið 1950. Lætur það nærri að vera 320 kg. á hvern íbúa. Tala sorpíláta var þá 9,6 þús- und að tölu og voru flest þeirra tæmd einu sinni í viku, en sum tvisvar eða jafnvel þfisvar í viku. Sorpbílárnir voru 8 að tölu. I Vilfa SuntMl Vesturbænum, Aðalfundur íþróttabandalags Reykjavíkur hófst í gær, en fundurinn stendur venjulega yfir í tvo daga. Framkvæmdaráð Í.B.R. lagði ýmsar tillögur fyrir þingið og var eftirfarandi tillaga sam- þykkt í gær: „Ársþing Í.B.S., haldið 12. febrúar 1952, samþykkti að verja ágóða af Samnorrænu sundkeppninni í Reykjavík, sem er kr. 6.176.02, til byggingar væntanlégrar sundhallar í Vest- urbænum, og ítrekar jafnframt fyrri áskorun sína til Bæjar- stjórnar Reykjavíkur, um að hafizt verði handá um fra'm- kvæmd verksins sem fyrst.“ Ýmsar aðrar tillögur voru lagðar fyrir fundinn og verður skýrt frá efni þeirra síðar. Skautamótinu lauk á Iþrótta- vellinum í gær, og varð Kristj- án Árnason úr K.R. Islands- meistari, hlaut 228.317 stig. í gær var keppt í tveim greinum karla, 1500 og 5000 m. og sigraði Kristján í þeim báð- um. í hinu fyrrnefnda hlaupi sigraði hann á 2.45.4 mín., sem er nýtt íslandsmet, en í lengra hlaupinu á 10.04.0 mínútum, og er það einnig nýtt met. Þá setti Edda Indriðadóttir frá Akureyri nýtt met í 1500 m. hlaupi kvenna á 3.28.9 mín. 180 millj. manna í USA árið 1960. Washington (UP). — Árið 1960 verða Bandaríkjamenn sennilega orðnir nær 180 millj., að því er manntalsskrifstofa ríkisins áætlar. Hefir skrifstofan komizt að þessari niðurstöðu með því að gera athuganir á fólksfjölgun- inni frá árinu 1920. Þó getur svo farið, að fjölgunin verði hægari á næstu árum en undan- farið, þótt ekkert bendi til þess. New York-fylki er mannflest. fulltrúadeildinni í gær, með 91 atkvæði gegn 84, en biðst senni- lega ekki lausnar. Samþykkt var tillaga sem fól í sér gagnrýni á þeirri ákvörð- un Baudoin konungs, að vera ekki viðstaddur útför Georgs VI. Bretakonungs en hann send ir þangað Albert prins bróður sinn sem sérstakan fulltrúa. Stjórnarandstæðingar kenndu Gjalda Bandaríkin liku ðíkt? Verðnr ferðafrelsi Bússa skert ? Það getur farið svo, að sömu Iiömlur verði lagðar á ferðalög sendimanna Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, og lagðar eru á ferðir opinberra sendimanna austan járntjalds. Það hefir jafnan þótt sjálf- sagt, að opinberir sendimenn fengju að fara frjálsir ferða ■ sinna um ríki þau, þar sem þeir , gegna fulltrúastörfum, en aust- anJárntjalds hafa aðrar reglur gilt í þessu efni. Þar mega op- tnberir sendimenn ekki fara iiema örstuttan spöl út fyrir helztu borgirnar — 40 km., ef þeir mega yfirleitt fara til þeirra. Hinsvegar hafa sendi- menn Rússa getað farið allra sinna ferða um lýðræðisríkin og misnotað það frelsi til njósna, svo sem ótal dæmi sanna. Fyrir nokkru var ferðafrelsi útlendra sendimanna í Russ- landi skert enn til mikilla muna, og ætlar a. m. k. eitt hinna vestrænu ríkja ekki að taka því með þögninni, því að Bandaríkin éru að hugsa um að banna sendimönnum Rússa að fara út fyrir hring, sem hugs- ast dreginn í 55 km. fjarlægð frá Hvíta húsinu í Washington. Ferðabann hefir þegar verið sett á fulltrúa tveggja lepp- ríkja Rússa, Ungverjalands og Rúmeníu. Það gekk í gildi í maímánuði árið 1950. Útlendingar gátu ferðazt hokkurn veginn óhindrað í Rússlandi fram til 1941, er Þjóðverjar réðust inn í landið-, en þá var ferðafrelsi útlend- inga skert. Þó keyrði ekki um þverbak í þessu efni fyrr en ár- ið 1948, þegar „kaldastríðið“ ’tók að kólna verulega. Vestur- veldin hafa hinsvegar ekki svarað í sömu mynt, fyrr en nú •— ef af verður. Oft þarf ai senda ýtur á vettvang. Samgöngur eru nú í sæmilegu lagi á aðalleiðum, en talsverða vinnu verður stöðugt að inna a£ höhdum, til þess að svo sé. Verður allt af við og við að senda ýtur á vettvang, þar sem skafið hefir. í gær skóf t. d. á Hvalfjarð- arströndinni nálægt Ferstiklu og Saurbæ, svo að illfært var í gærkveldi, og er nú verið að laga þarna í dag. í gær varð ófært um tíma meðfram Ing- ólfsfjalli, og ýtur sendar þang- að. — Slarkfært telst allt til Víkur. Meðan barist hefir verið við að halda opnum samgönguleið- um á láglendinu hefir ekki ver- ið reynt að opna Hellisheiðar- veginn, enda sennilegt að það hefði orðið til ónýtis, því að fljótlega hefði skafið í brautir. Hins vegar eru horfur nú all- góðar með að opna Hellisheið- arveginn, ef þíðviðxi gerði þótt eigi væri nema dag eða svo. Hellisheiðarvegurinn hefir ekki vei’ið fær síðan laust fyrir jól og hefir sjaldan verið lokaður svo lengi samfellt á undan- gengnumárum. Bifreiðum verður veitt að- stoð til þess að komast yfir Bröttubrekku í Dalina í dag, en það er gert hálfsmánaðar- lega. Pilturinn var í Hveradölum. í morgun var auglýst í út- varpinu éftir fimmtán ára pilti, er farið hafði að heiman frá Gljúfurhólti í Ölfusi í gær í skíðaferð, og menn farnir að óttast um hann. Pilturinn kom fram í inorgun, heill á húfi. Piitur þessi heitir Guðmund- ur Kristjánsson og átti heima í Gljúfurholti, eins og fyrr segir, en er héðan úr Reykjavík. — Hann hafði lagt af stað að heim an um hádegisbilið í gær og ætl að í skíðagöngu. Menn urðu hans varir í Kömbum um 4-leyt ið síðdegig í gær, en síðan ekki fyrr en um kl. 10 í morgun, er hann var á leið aftur ofan í Ölfus. Hafði pilturinn farið upp á Hellisheiði og dvalið í skíða- skálanum í Hveradölum í nótt, en þar er mannlaust nú, að því er Vísi var tjáð í morgun, og því ekki látið vita um ferðir sínar. Víðtækar ráðstafanir höfðu verið . gerðar til þess að leita drengsins, bæði hér í Reykja- vík og éins í Hveragerði. M. a. fór leitarflokkur héðan í morg- un á snjóbíl Guðmundar Jóns- sonar Undir stjórn Jóns Odd- geirs Jónssonar fullti'úa SVFÍ, en í Hveragerði skipulagði deild SVFÍ þar leit, Sem betur fór urðu endalok þessarar skíða göngu eins og fyrr segir. þess að Baudoin hefði ekki far- ið í opinbera heimsókn til Lond- on, læri betur á því, að hann sendi sérstakan fulltrúa í sinn stað. Vottaði forsætisráðherrann brezku þjóðinni fyllstu samúð belgisku þjóðarinnar í tilefni af andláti Georgs VI. konungs. Eftir atkvæðagreiðsluna kröfðust stjórnarandstæðingar að stjórnin færi frá, en foi-sæt- isráðherra kvaðst ekki líta á samþykkt þessarar tillögu sem vantraust. Imgana. Á Gullfossi seinast komu hingað 5 íslenzkir geðveikis- sjúklingar, sem verið hafa á hælum í Danmörku, en áður voru lcomnir 4. Danskt hjúkrunarfólk var í fylgd með sjúklingunum, sem var veitt viðtaka í geðveikra- spítalanuxh hér. Jafnan; munu hafa verið nokkrir íslenzkir geðveikis- sjúklingar á hælum í Dan- mörku, og liggja til þess eðli- légar ástæður t.d. að sjúkling- arnir sjálfir hafa óskað þéss að fá hælisdvöl þar eða að- standendur þeirra, alveg eins og það kemur fyrir, að óskað er dvalar fyrir Norðui-landa- sjúklinga í Bretlandi eða öðr- um löndum, jafnvel hér. Danir munu hafa óskað eftir, að þessum sjúklingum yrði veitt viðtáka hér, þar sem ekki væri rúm fyrir þá lengur hjá þeim, en ekki nær þetta til íslenzkra geðveikisjúklinga í Danmörku, sem komið hafði verið fyrir þar fyrir 1940. Aðaifundur Náttáru- fræðifélagsins í gær. Aðalfundur hins ísl. náttúru- fræðifélags var haldinn sl. laug- ardag. Stjórn félagsins var endur- kjörin, en hana skipa Sigurður Pétursson gerlafræðingur, for- maður Guðmundur Kjartans- son jarðfræðingur, Ingimundur Óskarsson grasafræðingur, Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur og Gunnar Árnasqn bú- fræðikandidat. Á fundinum var samþykkt, að gera Náttúrufræðinginn að félagsriti, og var félagsgjaldið hækkað úr 10 kr. í 40 kr., enda fá félagsmerm Náttúrufræð- inginn án annarar greiðslu en félagsgjaldsins. Ævifélagagjald hækkar úr 100 kr. í 800 kr. Ýmis hlunnindi, sem félags- menn njóta, eru m. a., að haldn- ir eru fyrirlestrar um náttúru- fræðileg efni mánaðarlega að vetrinum, og farið í fræðslu- ferðir að sumrinu, sem félags- menn geta tekið þátt í, ef þeir óska. Ársskýrsla félagsins verður framvegis birt í Náttúrufræð- ingnum. Eins og kunnugt er afhenti félagið ríkinu Náttúru- gripasafnið í lok arsins 1946 og þangað til fjallaði ársskýrslan aðallega um það, en nú þykir ekki ástæða lengur til að gefa hana út sérstaklega. Kaupendur Náttúrufræðings- ins, sem ekki eru í félaginu, geta að sjálfsögðu verið áskrif- endur að honum áfram, þótt þeir gangi ekki í félagið, og er verð hans fyrir áskrifendur 40 kr. eins og félagsgjaldið nú. Þess er vænzt, að sem flestir áskrifendanna gangi í félagið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.