Vísir - 20.02.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 20.02.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 20. febrúar 1952 V f S I R Heiður og hefnd oo a'tti að segja Rowenu konu sinni þessi tíðindi. Og barnið þeirra ekki enn í heiminn borið. Henni gæti orðið svo mikið mn, að það riði henni að fullu. Fari hann bölvaður. hugsaði Harry og hugsaði til Sams. Nei, hjá því yrði ekki komizt, hann yrði að segja konu sinni sannleikann, hverjar sem afleiðingarnar yrðu. Hann bað þess, að guð yrði þeim báðum náðugur — eri ef þetta riði Rowenu að fullu? Hann hugsaði um hana og barn þeirra í sömu gröf — og.þannigi rgið hann'áfram á valdi ör- yæntingprhugsana,, þar til hann rakst syo .harkalega á trjá- ^rein, að hann sárkenþdi til í andlitið, og þetta smáatvik varð tií þess, að hugsanir hans beindust á aðrar brautir. Nú bar allt í einu fyrir augu hans reiðmann nokkurn, í eigi mikilli fjarlægð, í skjóli runna, og lyfti maðurinn sér upp af hnakknum og gægðist yfir runhann, og var auðséð, að hann hafði séð eitthvað, sem honum varð mikið um, því að hann varð allt í einu hinn illilegasti á svip og skein í hvítan tann- garðinn, svo seig hann niður, og hægt og hikandi, næstum ems og honum væri það ógeðfelt, dró hann skammbyssu með longu skefti upp úr leðurhylki, starði á hana, og þrýsti henni svo aftur snögglega í hylkið, lyfti titrandi hnefum og huldi andlit sitt með þeim......Og nú í þessum svifum var það, sem Standish dró aðra af skammbyssum sínum upp úr vasan- um, litla og skrautlega skammbyssu, en þó hið bezta vopn, miðaði henni á reiðmanninn, reið hægt til hans og mælti glað- lega: „Gott kvöld, herra minn, leyfið mér að biðja yður um að lána „hvolpana" yðar!“ Ralph varð bilt við, en .rétti úr sér snögglega, og starði undrandi á Standish, sem hélt áfram í sama dúr: „Eg á að sjálfsögðu við skammbyssur yðar, herra minn. Og gerið svo vel að fara gætilega, er þér réttið mér þær,“ og um leið spennti hann bóginn á skammbyssu sinni, „því að sannarlega hafið þér vakið svo megnan viðbjóð í huga mínum, að eg mundi ekki vikna þótt eg ætti eftir að sjá yður veginn. Farið því varlega, herra minn.“ Ralph rétti honum skammbyssur sínar án þess að mæla orð af vörum, en Standish tókst einhvern veginn að troða þeim í vasa sína, en ekki hafði hann augun af Ralph á meðan. Ralph sneri ‘við hesti sínum og bjóst til að ríða á brott, en bló allt í einu kaldranalega, leit um öxl og mælti: „Ríðið á eftir mér, Standish, .... og eg skal sýna yður — það, sem eg var að bíða eftir að verða sjónarvottur að.“ XX. KAPÍTULI. Sam fær viðvörun. Honum er gert rangt til. Sam reið áfram, án þess að fegurðin, sem við blasti, hefði nokkur áhrif á hann — fyrr en hann sá sólina skína á hið gullna hár Cecily, sem beið hans og veifaði til hans með hattinum, sem hún hafði tekið af sér. „Ó, Sam,“ sagði hún, er hann kom, „hvað er að, vinur minn, þú ert —“ „í svo leiðu skapi, Cecily, það er allt og sumt.“ „Eg ætlaði nú að segja, að þú værir sýo raunamæddur á svipinn — og það er eg líká Sam,“ „En það hefir þegar haft góð áhrif á mig, stúlka mín, að sjá þig.“ „En ef þú hefir áhyggjur af einhverju skaltu trúa mér fyrir því, og lofaðu mér að reyna að — hvað er að sjá, þarnai er stærðar marblettur yfir öðru gagnauganu, og jakkinn þinn rifinn —< þið Ralph hafið þó ekki hitzt og —?“ „Nei, nei, væna mín, eg lenti í smábardaga í Lewes, og um það er óþarft að fjölyrða, en segðu mér, Cecily, hví boðar þú rnig hingað með leynd? Hví komstu ekki rakleiðis til Wrybourne eins og vanalega.“ ,,Eg þorði það ekki — var smeyk um að Ralph mundi fylgja mér eftir og stofna til illinda. Hann er svo æfur út í þig upp á síð'tastið, eð eg veit varla hvað gerast mund, ef Twiley markgreifi —“ „Hvað, er hann enn að ónáða þig?“ „Nei, nei, hann er gerbreyttur í framkomu við mig, mildur og góður. Hann hefir gerbreytzt við ráðninguna, sem hann fekk í skóginum.“ „uó, hann er smeykur run, að eg’beiti svipunni aftur?“ „Og það er eng.in furða, Sam, þvr að þú slóst fast.“ Eg undirrit .’. óska að gerast áskrrfané: Vísis frá ........... að telja. (Sendið miða f enria' ti’. afgreiðslu blaðsins — eða hringið í s;ma 1 „Hefirðu. hitt hann *oft að undanförnu, Secily?“ . „Já,“ sagði hún og andvarpaði óg varð dálítið niðurlút, „því að, þegar vesalings Ralph er — miður sín — fylgir Twiley I inarkgreifi honum heim.“ „Aha, svona liggur þá í því.“ „Við hvað áttu, Sam?“ Sam svaraði ekki spurningunni, en bar upp aðra: „Og þeir virðast vera beztu vinir nú, maðurinn þinn og Twiley?“ „Já,“ svaraði hún. „Og Ralph drekkur enn meira en hann gerði?“ „Já,“ sagði hún og varð áhyggjufull. „Hvað ertu að gefa mér í skyn, Sam?“ „Meira en eg get sannað, Cecily. Hvað heldur þú?“ „Eg — eg veit það ekki, en kannske er það svo, að hafi Twiley markgreifi breytzt til hins betra, hefir maðurinn minn vissulega breytzt til hins verra.' Ó, guð hjálpi okkur báðum, ef þessubfeý svona/;frapa*.Skiluiíðú ékki hvers' Vegna eg bað ! þig .að koma,. Sam? Hann er alitaf með hótanir í þinn garð -r7.v hótanir .um að drepa þig -j- og sjálfan sig. Þegar hanh : kom heim í gærkvöldi varð egi óttaslegin í fyrsta skipti — 1 hrædd við mannihn minn.,fEn ég lét hahn' éfcki"vferðá várah ótta míns. Og loks tókst mér að stilla hann. Og þegar hann var sofnaður dró Twiley mig til hliðar og sannfærði mig um, að nauðsynlegt væri, að eg skrifaði þér, og hann taldi örugg- ara að við hittumst hér í skóginum, því að Ealph mundi fylgja raér eftir ef eg færi heim til þín. Og nú skilurðu kannske, að eg get ekki sofið af áhyggjum, því að eg óttast, að Ralph — drepi þig. Ó, hvað get eg gert?“ „Komdu með mér heim til Andrómedu, væna mín.“ „Nei, nei, eg þori það ekki. Hann mundi renna grun í, að eg væri þar, og koma og skjóta þig til bana. Nei, eg get ekki hætt á það.“ „Jæja, svo að það er markgreifinn, sem stakk upp á því, að við hittumst hérna.“ „Já, hérna í skóginum, fjarri heimili þínu.“ „Og hvar er Ralph nú, Cecily?“ „Þegar eg fór að heiman var hann í fasta svefni. En kann- ske hefir hann aðeins þózt sofaj.Hann hefir kannske veitt mér eftirför — ef til vill liggur hann í leyni, gefur gætur að okk- ur.“ „Já, hver veit,“ sagði Sam og leit í kringum sig. „Og nú, Cecily, áður en eg fer, geturðu skýrt fyrir mér hvers vegna Kalph hatar mig svo, að hann áformar að drepa mig?“ „Já,“ sagði hún feimnislega og niðurlút, „geturðu ekki rennt grun í það.“ , „Nei, fari í heitasta, ef eg get það.“ „Jæja, eg verð þá víst að segja það,“ sagði hún eins og saklaus sveitastúlka. „Hann er afbrýðisamur.“ „Afbrýðisamur, bölvaður asninn. Ekki hefi eg hagað mér þannig, að hann gæti —“ „O-jú, Sam, það hefirðu, oft og mörgum sinnum,“ sagði Cecily og leit aftur til hliðar feimnislega, „vissulega hefirðu það.“ hAWWWVWVM/WWVn^VUVWVhF mu y BRIDGEÞATTUR. Það kemur ekki ósjaldan fyrir að sagnhafi getur haft það bókátáflega á tilfinningunni, að hánú géti ekki unnið sögn sína nema með áhættusamri „svín- ingu“, en þorir þó ekki að hætta á þá aðferð, og getur þá verið fróðlegt að sjá hvernig góður spilari snýr si'g út úr vandan um. Dulrænar! frásagnir „Þá nótt kom röðinn að mér Framh. lagi. Hríðarveður var á. Eg. veit ekki hvort þetta var í Kína eða Japan. Þið 'höfðuð flogið í skýjaþykkni yfir fjöll- unum langa hríð — eg'sá þetta allt.“ — „í hvernig flugvél var eg?“ — „Venjulegri farþega- ‘flugvél. — Það gæti hafa verið; Dakotaflugvél (Sister Ann var Dakótaflugvél)“. — „Og á- höfnin — hvernig fór fyrir henni?“ — „Þetta var — ógur- legt“, sagði hann og hliðraði. sér hjá að svara spurningunni beint, „í yðar sporum mundi eg ekki fljúga næstu tvo daga.“ „Hvers vegna ekki næstu tvo- daga?“ — „Yður kann að virð- ast það heimskulegt, en þetta segi eg vegna þess, að eg var- að lesa bók eftir heimspeking að nafni Dunne, sem heldur því fram, að sumir draumar komi fram innan tveggja daga eða alls ekki. Þetta getur verið bábilja úr mér, en samt — í yðar sporum.“ Eg ræddi þetta frekar við hann og reyndi að telja honum trú um, að hann hefði dreymt þetta eftir lestur bókarinnar. Draumurinn ætti rætur sínar að rekja til áhrif- anna frá því, sem hann hafði lesið, en eg gat ekki sannfærl hann — hann ráðlagði mér enn að halda kyrru fyrir. „Það get eg ekki, er er í flughernum, og eg ætla til Tokio á morgun.“ — Eg var í þann veginn að kveðja hann, er mér flaug í hug að prófa hann nokkur betur, því að sannast að segja var mér ekki rótt eftir það, sem hann hafði sagt. — „Meðal annara orða, sáuð þér í draumnum hverjir samferðamenn mínir voru?“ „Já,“ sagði hann hægt. „Venjuleg áhöfn — úr flug- liðinu“. „Nokkrir aðrir?“ spurði eg. Suður er gjafari og allir í hættu. 7” > " 6 4-3 V K-D-5 ||í'| § ❖ K-D-10-7 * D-10-8-4 A ¥ ♦ * 10-8-6-2- 8-6-5-3-2 7-6-2 A-K-D-10-8-7 Á-G-4-3 K-G-3 Suður var kominn upp í 6 Sp og V lét út Hj 2. S var kom- inn á fremsta hlunn með að taka með G heima, en áttaði sig í tæka tíð af ótta við óeðli- lega skiptingu í- Sp, og tók með K í borði. Síðan setti hann út Tg K, sem A tók og S trompaði. Nú spilaði $ Sp Á og þegar 9 ’com í hjá V, jókst ótti hans um rð G væri fjórði hjá A. Hann xorði þó ekki að hætta á þetta >g lét út Sp K, og kom þá í jós, að hugboðið hafði verið rétt. Það var ,þó ekki ástæða til að örvænta strax. Suður lætur næst út Lf K, sem A drepur með Ás og spilar út Hj 9, sem einnig er tekin í borði. Nú spil- ar S Tg D úr borði og kastar Hj G. Síðan er Tg 7 stungin með Sp og hafa S og A þá jafn marga. Lf G er næst tekin og síðan spilað út Lf 3. Þegar nú kemur í ljós, að A á enn eitt lauf létti S. Hann spilar nú Lf 10 og þegar A lætur Tg G í losar S sig við Hj Ás og spilið er unnið. íbúð Þriggja herbergja íbúð’til leigu á hitaveitusvæðinu í vor. Viðkomandi þarf að geta lánað minnst 20 þús- und ki’. gegn góðri tryggv ingu. Tilboð, merkt: „X— 415“ leggist á afgr. blaðs- ins fyrir föstudagskvökl. Miis lilei úl/iaiB'Mifi r og S/i ítitt biBxasi'gaiit' komnar. — Hagstætt verð. MUNIÐ MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 - SlMl 3367

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.