Vísir - 21.04.1952, Side 4
9
V I S I B
Mánudaginn 21. apríl 1952
DAflBLáÐ
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Fálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSm H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h-f.
Kastað króny, en sparaður eyrir.
Þær þjóðir, sem lengst eru á veg komnar í tæknilegum efnum
og verksmiðjurekstri, leggja á það kapp að nýta hráefnin
.sem bezt, þannig að engin verðmæt efni fari forgörðum. Gerir
það oft gæfumuninn og ræður allri afkomunni, hvort þetta tekst.
Mjög hefur á skort að við íslendingar höfum farið að dæmi
þessara þjóða. Verksmiðjurekstur, sem aðallega byggist á
vinnslu sjávarafurða, hefur verið mjög ófullkominn og sam-
svarað lítt tækni nútímans. Nægir í því efni að skírskota til
síldar- og fiskimjölsverksmiðja, en þar hefur miklum verð-
mætum verið á glæ kastað ár eftir ár og verulegur hluti af
hráefninu farið forgörðum.
Þeir, sem nokkur kynni hafa af rekstri síldarverksmiðja
vestanlands og norðan, vita þess dæmi að sjór skiptir um lit,
er komið er á innfirði, þar sem síldariðnaður er rekinn og er
stundum allt að því mjólkurlitaður. í fjöruborðinu og á bryggju-
uppistöðum og hafnarmannvirkjum liggur þykkt lag af úldnum
grút og öðrum úrgangsefnum, sem ekki hefur tekizt að nýta,
en allt berst þetta á sjá út sökum þess að úr soðinu hefur ekki
verið unnið, en það látið streyma 1 sjóinn, þótt í því sé bundinn
verulegur hluti af arðgæfu vinnsluefni, sem ráðið getur úr-
.slitum um' afkomu rekstrarins. Þráfaldlega hefur verið um það
rætt af verksmiðjueigendum og sérfræðingum, að nauðsyn beri
lil að úrgangsefnin verði nýtí, svo sem tíðkast með öðrum menn-
ingarþjóðum, og hefði verið eðlilegt að til þess ráðs hefði verið
.gripið þegar verðlag afurða var sem hæst, en svo sem kunnugt
er fer það nú lækkandi í svipinn.
Talið er að norskar verksmiðjur í síldariðnaði fái allt að
■einum fjórða hluta meira mjöl úr hráefni sínu, en tíðkast í
verksmiðjurekstri hér á landi en norsku verksmiðjurnar eima
.soðið og nýta öll þau efni sem hér fara forgörðum. Tæki þau,
sem til eimingarinnar eru notuð geta talist tiltölulega ódýr, að
minnsta kosti miðað við þau verðmæti, sem eru í aðra hönd.
Um skeið eimuðu slíkar verksmiðjur soðið í soðkjarna, sem
var verðmætur og nýtileg útflutningsvara, en nú mun sá háttur
aðallega hafður á að vinna mjölefni öll úr soðinu og auka með
því og bæta mjölframleiðsluna. Faxaverksmiðjan mun vera
fyrsta verksmiðja hér á landi, sem byggð. er með nýtingu alls
'hráefnis fyrir augum, en reynzlan hefur ekki sannað enn sem
komið er, hvort vélakerfi hennar og vinnsluaðferðir standast
.samkeppni við eldri verksmiðjur betrumbættar, sem ná sama
árangri í nýtingu soðsins með auknu vélakerfi. Sérfræðingar
telja að vélakostur, sem kaupa þarf til fullbúinnar síldar-
verksmiðju, muni kosta kr. 700—800 þúsund með öllum um-
búnaði, en ef miðað er við venjuleg afköst slíkra verksmiðja
.ætti sá kostnaður að vinnast upp á einu sumri og raunar vel það.
Ekki er vanzlalaust að varpa verðmætum á glæ, svo sem gert
hefur verið, enda er þar eyririnn sparaður, en krónunni kastað.
Viðræiur um forsetakjör.
4 Imenning er kunnugt að viðræður hafa farið fram milli full-
trúa þingflokkanna um væntanlegt forsetakjör. Jafn-
kunnugt er hitt, að þær viðræður hafa enn sem komið er engan
árangur borið, þótt líklegt megi telja að í þessari viku hljóti
að draga til úrslita, enda er annað lítt verjanlegt. Með öllu er
óljóst, hvort flokkarnir hverfa að því ráði að bjóða fram full-
trúa hver fyrir sig, eða hvort þeir hafa samvinnu um framboð
og þá hvernig henni yrði háttað. En er ekki loku fyrir það
skotið að flokkarnir allir geti sameinast um einn frambjóðanda,
sem væri æskilegast, en Ijóst er að slíkur frambjóðandi hlyti
að hafa dregið sig í hlé frá eldlínu stjórnmálanna, en reyndur
stjórnmálamaður yrði hann samt að vera. Öðrum er ekki ætl-
andi að gegna á viðeigandi hátt hinu virðulega forsetaembætti.
íslenzkt sjálfstæði er ungt að árum, enda sumir helztu
baráttumenn í því efni enn á lífi. Má telja líklegt að almenn-
ingur sætti sig ekki við, að til framboðs veljist aðrir menn en
þeir, sem hreinar línur hafa haft í sjálfstæðisbaráttunni þjóðar-
innar og ekki hafa verið dragbíturinn á þeirri hiklausu stefnu,
sem endanlega leiddi til stofnunar lýðveldisins á árinu 1944.
Um þetta ætti engin ágreiningur að vera milli Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins, en nái þeir samkomulagi um
Jramböð forsetaefnis ættu úrslitin að vera ótvíræð, þannig að
önnur framboð yrðu tilgangslaus. Þjóðin bíður úrslitanna með
nokkurri eftirvæntingu, en þau verða væntanlega kunn á
sumarmálum.
Karlakór Reykja-
víkur heldur
samsöng,
Þessa viku heldur Karlakór
Reykjavíkur samsöng' fyrir
styrktarfélaga. Samsöngarnir
verða haldnir í Gamla-bíó og
hefjast kl. .19.15 í kvöld, þriðju-
dag, miðvikudag og föstudag.
Á sunnudaginn verður haldin
söngskemmtun fyrir almenn-
ing kl. 13.15.
Á söngskránni eru lög eftir
Sigvalda Kaldalóns, Þórarinn
Jónsson, og Sigurð Þórðarson,
H. N. Bartlett, Edmund Neu-
pert, Rimsky-Korsakov, Anto-
nio Guarnieri, Oskar Meri-
kanto, Joh. Brahms, Arthur
Sullivan og Offenbach, enn-
fremur eitt rússneskt þjóðlag.
Söngstjóri er Sigurður Þórð-
arson, einsöngvarar Guðmund-
ur Jónsson og Ketill Jensson,
undirleik annast Fritz Weiss-
happel.
Biindravinaféiag
IsEands 20 ára.
Blindravinafélag íslends, sem
er 20 ára á þessu ári, ræður nú
yfir sjóðum, sem nema nærri 1
millj. kr., sem saman mynda
byggingarsjóð blindraheimilis.
Undangengin 20 ár hafa 40
biindir notið verklegrar kennslu
í burtsa- og' körfugerð og ýmsu
fleiru, en 12 af þessu fólki hafa
einnig stundað nám í blindra-
skólanum og nokkrir lært á
hljóðfæri. 180 blindir menn
hafa fengið viðtæki, en um 240
fengið undanþágu frá afnota-
gjaldi.
Meðal hinna blindu, sem
starfa í húsi félagsins við Ing-
ólfsstræti, er Gunnar Kristinn
Guðmundsson frá Streiti í
Breiðdal, sem hefir verið þar í
4 ár. Stundaði hann hér barna-
skólanám og fermdist hjá síra
Bjarna Jónssyni í fyrra. Hann
hefir lært ensku, vélritun,
burstagerð og sund, og leikur
á gítar og harmoniku.
Núna eru starfandi á vegum
félagsins 8 karlar og 3 stúlkur,
en auk þess eru 3 blindir menn
úti á landi, sem félagið styrkir,
m. a. með efnisútvegun.
Sylía Þ. Oísiasyni hoöið
vestur um haí.
Próf. Gylfi Þ. Gíslason fór
vestur um haf s.l. laugardag í
boði utanríkisráðuneytis Banda
ríkjanna.
Hyggst hann dveljast vestra
um þriggja mánaða skeið, og
verðúr nokkúrn hluta þess
tímabils við Harvard-háskóla
til að kynna sér kennsluaðferðir
á sviði hagfræði og viðskipta-
fræði. Hann mun einnig flytja
fyrirlestra um ísland og íslenzk
efni.
MARGT Á SAMA STAÐ
Vantar 2—3ja herbergja
íbúð
í maí. Fyrirframgreiðsla
eftir samkomulagi. Upp-
lýsingar 1 síma 81665 eftir
kl. 5.
NÝKOMIÐ
• r eg|S o
prjonsilki
VERZLð?
Garðáburður
Höfum fyrirliggjandi áburð fyrir tún og garðá.
SÍLDAR- OG FISKIMJÖLSVERKSMIÐJAN H.F.
Sími 2204.
♦ BERGMÁL ♦
Þjónusta við fólkið.
Strætisvagnarnir eru þeir
farkostir, sem flesta flytja staða
á milli, hér á landi, og bæjar-
búar fylgjast vel með öllu sem
gerist í sambandi við þá. Síðan
bæiánn þandist svo út, sem raun
er á, eru strætisvagnar nauð-
syn fyrir fjölmarga, sem verða
að treysta á þá til þess að kom-
ast í og' úr vinnu, heim til sín
og að heiman. Þegar minnst er
á strætisvagnana á opinberum
vettvangi er æfinlega fylgst
með þeim skrifum af áhuga, af
þúsundum manna. Fyrir helg-
ina var rætt nokkuð um fyrir-
komulagið, þ. e. hvort aðalstöð
þeirra skyldi vera í miðbænum
eða á endastöðum í úthverfun-
um.
Strætisvagiiar Svíþjóðar.
Nú hefir Bergmáli borizt nýtt
bréf um þetta efni og er þar
nánar rætt um endastöðvarnar,
sem aðalstöðvar strætisvagn-
anna. F^r bréfið hér á eftir:
„Kæra Bergmál. Hinn 18. þ.
m. skrifar Þ. F. E. í Bergmál um
strætisvagna. Tillaga hans er
ágæt og er eg henni alveg sam-
mála að öllu leyti, en vil þó
bæta nokkru við með leyfi
Bergmáls. — Eg dvaldi í 12
daga í Gautaborg síðastliðið
sumar og kynntist nokkuð stræ-
isvögnum (sþorvþgnum) þar.
Vagnarnir eru flestir "af nýrri
gerð og þeir fullkomnustu, sem
eg hefi séð og ættu forráðameim
vagnanna hér að taka þá til
fyrirmyndar.
Endastöðvar í úthverfunum.
Allar endastöðvar eru í út-
hverfunum borgarinnar og get-
ur maður ferðast 25 kílómetra
leið með sama vagni fyrir 30
aura sænska. Húsin á enda-
stöðvunum eru mjög lítil úr
timbri, en úti fyrir eru bekkir,
sem bílstjórar sitja oft á þegar
gott veður er og bíða eftir tím-
anum, sem er sjaldan lengri
en 5—10 mínútur. Hurðir á
vögnum þessum eru hrein fyr-
irmynd. Þær eru þannig gerðar
að þeim er skipt í smárenninga
ra. 10 sm. breiða, hurðinni er
skip í tvennt og 4 renningar í
hvorum hluta. Renningarnir
eru festir saman með stangar-
lömun á víxl, utan og innan.
Hurðin gengur á skothurðar-
rúllum að ofan, og þegar opnað
er, rennur hvor hluti saman
eins og harmonikubelgur út að
dyrastafsveggnum og fellur
þar í fals.
Siys eru þá útilokuð.
Fólk veit því ekkert af hurð,
þegar um dyrnar er gengið og
með svona útbúnaði Ir útilokað-
að slys geti hlotist af vegna
hurðar, sem algengt eru hér. í
sambandi við burðarútbúnað-
inn væri eg reiðubúinn að ræða
frekar við stjórn Strætisvagna
Reykjavíkur, ef þess yrði óskað.
•
Póstkassar á vögnunum.
Eitt er það ennþá, sem póst-
stjórnin ætti að taka til athug-
unar og myndi verða til mikilla
þæginda fyrir almenning. En
það eru póstkassar, sem settir
eru aftan á vagnana. Fólk, sem
þarf að koma bréfi í póst, fer
aðeins út á næstu biðstöð og'
stingur bréfinu í kassann um
leið og vagninn nemur þar s'tað-
ar. Kassarnir eru síðan tæmdir
af póstmönnum á næstu biðstöð
við pósthúsið, þegar þurfa þyk-
ir. Það ætti ölium að vera ljóst
hvert hagræði er að þessu fyr-
irkomulagi fyrir alla aðila.
Eg vi] svo ekki að sinni ræða
þetta frekar, þótt margt annað
mætti sjálfsagt nefna, er væri
til bóta. Með þökk fyrir birting-
una. Páll Kristjánsson, Njáls-
götu 6.“
Þannig lýkur þessu ágæta
bréfi Páls og lízt mér einkum
Vel á hugmyndina um póst-
kassa á stærtisvögnum. Myndu
íbúar úthverfa sjálfsagt fagna
því, og reyndar allir, því þá
væri sjaldan langt í póststöð, ef
frímerki er fyrir hendi. — kr.
Gáta dagsins.
Nr. 103:
Hvert cr það hús,
sem ferða'ðist frægst,
og flutti í einu
alla foldhúa,
sem þá voru 1
og enn eru
og munu verða
allt til heims enda?
Svar við gátu nr. 162:
Kirkjulykill.