Vísir - 21.04.1952, Síða 7

Vísir - 21.04.1952, Síða 7
Mánudaginn 21. apríl 1952 V I S I B T ■ ■■■■■■■■■■ OBIBBBBBBBHlBiHIBHiBB>BHIBIBi®BIBBBBBSBBHI*BIBIflHI®R® ■#■■■■ ■■■*■! ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ a * ■ i! DÓTTIR HÖFUÐMANNSINS ■ ■ ■ ■ K ■ ■ m ■ n ■ ■ Eftir AEexander Pusjkin. 12 ■ ■HHHHHHHIHHHHHBHBHHHRHHHnBBRRIRKHHHHRRRHHHHHRHRHHRHBHBBHIHBHBI ■ ■HHHHBBHBIHRHHBRHHHEBHIBHERBHIIHBBBBHIHHHHBRHIBHIimHHMHBHIRI Hann setti gleraugun á nefið og fór að lesa: „Til virkisstjórans í Bjelogorskaja-virkij Mironovs höfuðsmanns. Túnaðarmál. Strokufanginn, kósakkinn Emiljan Pugatsjev, hefir gerzt sekur um þá óheyrðu bíræfni að taka sér nafn hins látna keisara Péturs III. Hann hefir safnað að sér stórum hóp ræningja og glæpamanna, hefir komið öllu í bál og brand í ýmsum kósakkaþorpum, og hefir þegar ráðizt á og lagt undir sig nokkur virki. Það er hér með lagt fyrir yður, herra höfuðsmaðUr, að gera nauðsýnlegar ráðstafanir til að Bjelogorskaja- virkið komist í vígfært ástand svo að það geti hrundið árásum, ef til þeirra kynni að koma.“ „Gera nauðsynlegar ráðstafanir," endurtók höfuðsmaðurinn og braut bréfið saman. — Það er nú hægra ort en gjört.... Ræninginn mun hafa fjölmennan flokk, en við höfum aðeins hundrað og'þrjátíu hermenn. Við getum ekki treyst kósökk- unum í þorpinu. Eg er ekki að áfellast þig, Maximytsj. Jæja .... við verðum að gera það sem við getum. Við verðum að setja verði og láta hermenn vera á ferli á nóttinni. Þú, Maxi- mytsj, verður að hafa gát á kósökkunum þínum.........við verðum að athuga fallbyssuna og fægja hana. — Allt þetta verður að gera með mestu leynd; enginn í þorpinu má vita neitt um uppreistina. Svo var fundi slitið. Við Svabrin urðum samferða út. — Hvernig heldurðu að þetta fari? spurði eg hann. — Iivernig á eg að vita það? Við verðum að bíða át'ekta .... Þrátt fyrir alla varkárni komst fréttin út um allt þorpið. Sama daginn sem höfðusmaðurinn feklc bréfið mikla hafði hann narrað Vasilisu Jegorovnu til að fara í heimsókn til prestsins og hafa Mösju með sér. Og þegar hún var farin hafði hann læst Palöskju vinnukonu inn í skáp og kvatt sam- an fundinn. Þegar Vasilisa Jegorovna kom aftur varð hún þess vísari aí gamla hermanninum að fundur hafði verið haldinn, og að Palaskja hafði verið læst inni. Hún skildi nú að maður hennar hafði leikið á hana, og fór að spyrja hann spjörunum úr — um hvað fundurinn hefði snúizt. ívan Kusjnistj varð ekkert fiaumósa við. — Æ, þetta voru smámunir, sagði hann rólega. Kerlingarn- ar í þorpinu voru farnar að nota hálm í eldinn, og eg hefi lagt bann við því vegna brunahættunnar. — Og út af þesskonar smámunum læsir þú Palöskju inni í skáp? svaraði höfuðsmannsfrúin. Höfuðsmaðurinn var ekki við þessari spurningu búinn og tautaði eitthvað sundurlaust þvogl. Vasilisa Jegorovna fann undir eins að það var eitthvað, sem maðurinn' hennar hélt leyndu fyrir henni. Hún lá andvaka alla nóttina og var að brjóta heilann um hvað það væri, sem hann leyndi. Daginn eftir þegár hún kom ýr kirkjunm sá hún ívan Ignatj- itsj, sem var að hreinsa úr fallbyssuhlaupinu spýtur og tuskur, sem krakkarnir í þorpinu höfðu troðið þar. — Hvað á nú þetta að þýða? hugsaði hún með sér. — Eru þeir kannske að búast við kirkiza-áhlaupið? En hversvegna í osköpunum þurfti maðurinn hennar að halda slíku smáræði leyndu fyrir henni? Hún gekk rakleitt til Ivans Ignatjitsj með þeim ásetningl að veiða leyndarmálið upp úr honum. — Drottinn minn dýri! Ilvílík tíðindi! Hvernig fer nú? sagði hún. : '" ý', — Æ, gæzkan mín, svaraði ívan. Guð er oss náðugur. Okkur cr óhætt. Við höfum hermenn og nóg af púðri, og fallbyssuna befi eg hreinsað. Við sýnum þessum Pugatsjev í tvo heimana. Þegar Guð er með oss eta svínin okkur ekki. — Pugatsjev? Hver er það? spurði höfuðsmannsfrúin. Nú sá ívan að hann hafði hlaupið á sig. En það var um sein- an. Vasilisa Jegorovna píndi hann hú til sagna og hann varð að segja alla söguna. Hún lofaði að ríghalda sér saman, en sagði prestskonunni frá því, eingöngu til að aðvara hana, því að prestkonan beitti kúnum sínum fyrir utan virkisgirðing- una. Daginn eftir talaði hver kjaftur í þorpinu um Pugatsjev. Virkisstjórinn sendi Maximytsj út á steppuna til að njósna og spyrja frétta í þorpunum þar. Hann kom aftur eftir tvo daga og sagðist hafa séð marga varðelda á að gizka sextíu kíló- metra frá virkinu, og frétti hjá basjkírum nokkrum að þar \æri stóreflis her. Þess varð vart að óvenjulega mikil hreyfing var komin.á kósakkana í þorpinu. Þeir stóðu sarnan í hópum á götunni og héldu hrókaræður, en steinþögnuðu undir eins og hermaður kom nærri. Virkisstjórinn hafði tryggan njósnara, kristinn kalmúka sem hét Julai. Hann sagði virkisstjóranum að Maximytsj hefði logið um árangurinn af njósnaferð sinni .aSnnleikurinn væri sá að hann hefði komið í herbúðir uppreistarmannanna og haft tal af forsprakltanum, og nú væri hann að sá sæði uppreistar meðal kósakkanna. Virkisstjórinn lét handtaka Maximytsj og skipaði Julai foringja fyrir kósakkadeildinni. Voru kósakkar mjög gramir út af þessu. Einu -sinni er ívan Ignatsjitsj var á gangi á götunni heyrði hann kósakka kalla á eftir sér: — Bíddu hægur. Bráðum skaltu fá fyrir ferðina, setuliðs- rottan! Virkisstjórinn ætlaði að halda próf yfir Maximytsj, en þá reyndist landráðamaðurinn strokinn úr varðhaldinu. Nokkrum dögum síðar var bashkíri einn gripinn höndum í virkinu. Hann var að dreifa út flugritum uppreistarmanna. Virkisstjórinn afréð að kveðja liðsforingja sína saman á nýjan fund. En fyrst varð hann að ginna konu sína eitthvað á burt. Þessi. sakleysingi gat ekki fundið neitt betra en að segja: — Heyrðu, Vasilisa Jegorovna......Ætlarðu ekki að líta inn til prestsins í dag? — Hvað ertu að bulla? sagði hún önug'. — Þú munt ætla að halda nýjan fund og tala um þennan Pugatsjev! Höfuðsmaðurinn starði á hana og varð að gjalti. — ýr því að þú veizt það þá er eins gott að þú sért við- stödd. — Það er betra, sagði hún. — Gerðu nú liðsforingjunum orð! Við komum saman á ný, allir nema Maximytsj. ívan Kusjmitsj las fyrir okkur flugritið, sem hafði verið tekið af basjkíranum. Forsprakki uppreistarmanna lýsti yfir því, að hann mundi bráðlega heimsækja virlrið okkar, og bað hermenn og kósakka að sameinast sér. Hann varaði liðsfor- ingjana við að sýna mótþróa gegn honum, hinum réttborna keisara þeii'ra. — Mikill hundingi er þetta! hrópaði höfuðsmannsfrúin. — Heldur hann að við göngum á móti honum - og gefumst upp? Þessi tíkargjól’a. Veit hann ekki að við höfum verið fjörutíu ár í herþjónustu og erum ekkert hrædd við eitt stríð í við- bót! .... — En hann hefir sigrað mörg virki, sagði höfuðsmaðurinn. — Hann er sjálfsagt liðsterkur, sagði Svabrin. — Eg skal fljótlega ganga úr skugga um hve mikill liðs- Oulrænai rásagnir Vi&vörun. þig ekki læra sund að þessu- ! sinni.“ ( j Eg varð alveg undrandi og fyrir miklum vonbrigðum og spyr: jj „Hvers vegna fæ eg ekki að íara?“ Þá mælti hún: ( „I nótt dreymdi mig, að koní til mín maður, sem mig hefip dreymt oft áður, en eigi haft- nein kynni af hér í heimi, og hann mælti við mig þessac ljóðlínur: j Ekki skyldi unglingstetur, ( undir haust og kaldan vetuH sundið læra, hann sonur þinn, Styrkjast höfuð og brjóst | þarf betur, bilað flest við ofraun getur. Svona, lærðu nú sannindin, Eg vil geta þess, að síðar, varð mér ljóst, að mér var fyrir! beztu, að eg fór ekki hina fyrir- huguðu ferð. — (Frásögn ' Björgvins Filippussonar frá' Hellum. Rauðskinna). Sér fyrir mansssláf. St.hólmi. (AP). — Engín kona í Svíþjóð, og yfirleitt á öllum Norðurlöndum, er nefnd eins oft í blöðurn þar og frúj Helga Braconnier. Hún virðist gædd furðanlegrl dulskyggnigáfu, en má þó ekki heyra á það minnzt, að gáfun hennar sé hið mimista í ætt við hæfileika spákerlinga eðai stjörnuspámanna, og hún reyn- ir heldur ekki að hagnast á dulskyggni sinni, enda gift efn- uðum verksmiðjueiganda í Málmey. En um það er ekki að villast, að hún er gædd yfir- náttúrulegum hæfileikum, semi erfitt er að skýra. i Til þess að sanna þetta, ættl að nægja að nefna afskipti hennar af svonefndu „Esarps- morði“. Malari nokkur hafði verið sekur fundinn fyrir morðl, konu sinnar, sem hafði fundizti drukknuð í skurði. Vísindamað- ur að nafni dr. Björkhem, vildí þó ekki trúa sekt mannsins, svo að hann leitaði til frú Bra- connier. I í viðurvist lögreglunnar vatS Meðan Tarzan og Mavirí gengu um rústirnar og svipuðus im heyrðu þeir eitthvert ógreinileg! hljóð ekki allfjarri. • Tazan gaf félaga sínum merkí og læddist síðan gætilega í áttina þang- að, sem hljóðið virtist koma. Hann fór varlega fyrir hornið á hálfbrunnu íbúðarhúsinu. Þar nam hann allt í einu staðar, því að hann hafði komið auga á unga, innfædda stúlku, er sat á hækjum sér og grét beizklega. Þetta var þerna Jean, McNabbs.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.