Vísir


Vísir - 09.05.1952, Qupperneq 1

Vísir - 09.05.1952, Qupperneq 1
Brctar hafa flutt Dyaka frá Borneo til Malakka-skaga til að beita þeim gegn kommúnistum þar. Sýnir myndin Dyaka, er láta hár sitt vaxa eins og Haraldur Noregskonungur forðum. Polarse! hefur fundið brak Leií haldið áfram tíl 19 Hinn 5. maí fann Polarsel brak, sem líklegt má telja, að sé úr norsku skipi. Brakið var grámálaður lúgu- hleri og fannst hann á 63° 10' nbr. og 40° vl. Polarsel og Nordland I halda leit áfram til Grænlandsodda, en síðan snúa skipin við og leita fram með ísröndinni einu sinni enn alla leið norður á 66° nbr. Er gert ráð fyrir, að leitin standi til 19. maí, en skipin munu þá hafa samband við norska sendi- ráðið. Korvetturnar Nordkyn og Söröy eru hættar leitinni. Söröy kom til ísafjarðar í fyrradag og sótti þangað tvo slasaða Norð- menn — var annar þeirra lær- brotinn og hinn fótbrotinn. Norsk hákarlaskip eru nú brátt á norðurleið og munu þau vera milli 20 og 30. Verður norðurferð þeirra skipulögð með leit fyrir augum. Birgir Rasmussen er nú á förum til Noregs. Bað hann Vísi 10 st hiti hér kl. 9 í itiorgifn. Sumarblíða er nú sunnan- lands. Er alls staðar bjartviðri suð- vestanlands og mestur hiti kl. 9 á Þingvöllum 11 stig, en í Reykjavík 10 stig. Hæg austanátt er nú um land allt og þoka með allri norð ur- og ausutrströndinni í morg- un, en bjart í innsveitum. Hiti 0 stig á annnesjum og 2—3 stig í innsveitum. Litlar breytingar munu verða á veðri næsta sól- arhring. að flytja íslenzkum yfirvöldum sínar beztu þakkir fyrir ágæta aðstoð. Rasmussen bað sérstak- lega um, að þakkir yrðu fluttar- Slysavarnafélagi íslands og Flugfélagi íslands fyrir fram- úrskarandi góða fyrirgreiðsiu. Kvað Rasmussen þessa aðila hafa verið boðna og búna til að- stoðar hvenær sem var. Hark á þingi í Teheran. Teheran í morgun. — Einkaskeyti frá A.P. — Þingfundur var hávaðasamur í morgun, er hinir nýkjörnu þingmenn mættu á fundi í fyrsta sinni. Útvarpið í Teheran segir, að menn á áheyrendabekkjum hafi verið með svívirðingarköll og læti. Komst allt í uppnám og brutu menn borð og stóla, en 'um manntjón er ekki getið. Þingfundum hefir verið frest- að. — Alhvítt á Siglufirði. Á Siglufirði hefir verið fann- koma mikil að undanförnu og sér hvergi á dökkan díl í bæn- um. Ofanburður og fjúk hefir verið alla vikuna þangað til i gærkveldi, að birta tók til, og í dag er skínandi gott veður, sólskin og blíða. Togbátar fóru á sjó í gær og landróðrabátar í morgun, en ekkert hefir frétzt um afla- brögð þeirra enn. FrJáBsar ástlr fordæimd- ar í Rússlandi. Einkaskeyti frá A.P. Moskvu, í morgun. Komsomolskaja Pravda, blað ungkommúnista, hefir bann- fært „frjálsar ástir“. Segir í grein í blaðinu, að í upphafi kommúnistastjórnar- innar hafi ýmsir prédikað frjálsar ástir, því að samkvæmt þeim væri eins auðvelt að full- nægja kynhvötinni og að drekka vatn úr glasi. Nú er þetta orð- inn falskur Marxismi, sem veit- ir borgaralegum spiUingar- straumum inn í rússneskt þjóð- líf! Kjaraorkufall- byssa smíðuð í U.S.A. ¥cgur 75 smál. Einkaskeyti frá AP. Washington í morgun Bandaríkjamenn hafa nú framleitt kjarnorku-fall- byssu sem er langt um orku- meiri en nokkur fallbyssuteg und, sem í notkun hefir ver- ið til þessa. Fallbyssan vegur 75 lestir og er hægt að skjóta ná- kvæmar með henni á löngu færi, en nokkurri fallbyssu, sem nú er í notkun. Fallbyss- una er hægt að flytja staða á milli á bersvæði eða eftir vegum með 56 km. hraða á kluklcustund. Hún hefir og þann mikla kost umfram þær fallbyssur, sem til þessa hafa verið notaðar, að hana iná nota hvernig sem veður er. 42. árg. Föstudaginn 9. maí 1952 103. tbl. SM&iím smm SÍIs&mu til mS msí h&mg&wM* Einkaskeyti frá AP. Tokyo í morgun. Á ey þeirri við suðurströnd Kóreu, þar sem fangauppþotin urðu í vetur, hafa kommúnist- iskir fangar rænt bandarískum hershöfðingja, Dodd að nafni, og hafa hann í haldi sem gísl. Ridgway hershöfðingi hefir 8. hernum að grípa hverra þeirra ráðstafana, sem hann telur nauðsynlegar til að ná hershöfðingjanum úr höndum kommúnista. Ridg- way kvað hér vera um iS ræða freklegasta og alvarlegasta brot á agareglum, sem ekkert gætti réttlætt. Hann kvað fang ana í fangabúðum þssurn. jafn- an hafa sætt góðri meðferð. Tækifærið til að ræna hers- höfðingjanum var notað, er hann og aðstoðarmaður hans voru að ræða við forystumenn kommúnistiskra fanga, er gengu á fundi hans í fangabúðunum, er Samsæri í Paraguay. Einkaskeyti frá A.P. B. Aries, í morgun. Blaðið Nacion segir frá því, að stjórnin í Paraguay hafi komizt að samsæri gegn sér. Hafa fjöhnargir menn verið handteknir, og um 40 foringj- um samsærismanna vísað úr landi. Hinn fyrrv. forseti lands- ins er meðal hinna útlægu. — Ókyrrð hefir verið í landinu undanfarna mánuði. hann var þar á eftirlitsferð. Að- stoðarmanninum tókst brátt að komast undan. Borizt hefir miði með rit- hönd Dodds, þar sem segir, að honum hafi ekki verið gert neitt mein. Það var miðvikudag s.l., sem hershöfðingjanum var rænt. Neituðu fangarnir enn, er síð- ast fréttist, að sleppa honum, í von um að fá framgengt kröf- um sínum. — Uppþot þau, sem um getur hér að ofan, urðu í febrúar og marz. í febrúar biS'u bana 69 fangar, er uppreist höfðu gert og 1 vörður, en i marz 12 fangar. Særðust þá 23 menn. Aukfð fé til rannsókna á glii- @g klaufaveiki. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Bretar eru komnir lengst allra þjóða í rannsóknum á gin- og klaufaveiki, að bví er vitað er, sagði brezki landbúnaðarráð- herrann í ræðu í gær. Stofnun sú, sem hefir ranh- sóknirnar með höndum, á nú að fá aukinn fjárstyrk. —- Ráð- herrann sagði, að brezk kvik- fjárrækt mundi geta beðið ó- bætanlegan hnekki, ef hvikað væri frá þeirri stefnu, að slátra gripum á býlum, þar sem veik- in kemur upp. — Ráðherrann kvað hinar nýju varúðarráð- stafanir, sem boðaðar voru fyr- ir fáum dögum, nauðsynlegan þátt í vörninni gegn veikinni. Fálk bjargast út um glugga á brennandi húsi á ísafirði. Músið stúrsketnmtiisi. Rétt fyrir kl. 10 í morgun kom upp eldur í timburhúsinu Grund við Fjarðarstræti á ísa- firði. Húsið er tveggja hæða bygg- ing og er eigandi efri hæðar- innar Pétur Einarsson, en neðri hæðina á Guðbrandur Kristins- son pípulagningamaður. Eldsins varð fyrst vart á efri hæðinni, en þar var Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja Péturs, ein heima með þrjú lítil böm. Guðbjörg gat ekki gert sér grein fyrir eldsupptökum, en eldurinn magnaðist fljótlega, svo að reykur og eldur sást út um glugga og hraðaði fólk sér þá á vettvang og samtímis var slökkviliðinu gert aðvart. Ekki voru nein tök á að kom- ast niður stiga með börnin, en Guðbjörgu tókst að opna glugga yfir skúr, sem byggður var við húsið. Upp á skúrinn fóru strax nokkrir menn og tóku þeir við bömunum út um gluggarm og Guðbjörgu á eftir. Slökkviliðið kom brátt á vett- vang og tókst því að ráða nið- urlögum eldsins. Voru þá allir innanstokksmunir og innviðir efri hæðarinnar brunnir, en úr neðri hæðinni tókst að bjarga húsmunum. Skemmdist sú hæð aðeins af vatni svo hún er óíbúðarhæf að sinnL Veggir og þak efri hæðarinn- ar hangir uppi en er mikið skemmt Enginn maður slasað- ist við brunann.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.