Vísir - 09.05.1952, Síða 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR
Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er í Ingólfsapóteki, sími 1330.
Föstudaginn 9. maí 1952
LJÓSATÍMI
bifreiða og annarra ökutækja er kl. 22.35—
4.05. Næst verður flóðí Reykjavík kl. 18.10.
Erlendir sérfræðingar at-
huga sauðfjárpestir hér.
hSsÉíþS íðtSMiiít
ÍSBMMSSe BsébiMBMÍiS WÆ €Þ.
Þetta er greifafrú, sem á myndinni sést — eiginkona Sigvarðs
Bernadotte og mágkona Ingiríðar drottningar Dana. Hún er
ráðunautur í tízkumálum við stórverzlunina Magasin du Nord
í Kaupmannahöfn.
Nýmæli í Vinnuskóla Rvíkur.
Garðyrkjukennsla í Hveragerði, verknáms
skóii að Úifíjótsvatni, fiskveiðar o.fi.
Hingað kom í gær Mr. Dodd.
aðalforstjóri FAO, Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar S.Þ.,
sem hefir höfuðsetur í Róma-
borg, síðan það var flutt frá
Washington.
Mr. Dodd ræddi í gær við
fréttamenn, að þeim viðstödd-
um Bjarna Guðmundss. blaða-
fulltrúa og Árna G. Eylands,
íulltrúa í landbúnaðarráðu-
xieytinu.
Mr. Dodd mun dveljast hér
vikutíma í kynningarskyni með
sérstöku tilliti til aukinnar sam-
vinnu íslands og FAO.
Það eru nú 68 þjóðir, sem
'taka þátt í starfi FAO, sagði
Mr. Dodd, en voru flestar 72,
en 4 Austur-Evrópuþjóðir
skárust úr leik. Aðstoð sú, sem
FAO lætur í té, er tæknileg, og
það, sem einstakar þjóðir fá
ekki áorkað, geta þær sameig-
inlega. FAO útvegar sérfræð-
inga til ýmissa landa, bæði
þeirra, sem skammt eru á veg
komin tæknilega, og annara, ef
sérfræðinga er þörf í sérstökum
framleiðslugreinum. Þannig er
oft hjálpast að á víxl.
Nærtækt dæmi er, að frá ís-
landi fór fyrir nokkru dr. Árni
Friðriksson til slíkrar tækm-
legrar leiðbeiningarstarfsemi til
Suður-Ameríku, og annað, að
Island hefir nú óskað aðstoðar
FAO til að fá hingað sérfræð-
inga til rannsóknar á sauðfjár-
veikisjúkdómum. Er sú beiðni
ekki fram komin vegna neins
vanmats á starfi þeirra manna,
er við slíkar rannsóknir hafa
fengizt eða fást, enda sjálfsagt
Æið nota þá sérþekkingu, sem
kostur er á til slíkra rannsókna.
Fyrir nokkru var frá því
sagt í 'þessum þætti, að efnt
yrði til kappdrykkju í borg
<einni í Brasilíu í næsta mán-
uði.
Meðan beðið er frekari fregna
af undirbúningi þeirrar hólm-
.göngu, svo og úrslitum í henni,
skal hér minnzt á aðra kapp-
<drykkju, sem efnt er til á
Spáni, en þar efna samtök bjór-
svelgja til árlegrar þoldrykkju.
í samtökum þessum eru um
:5000 menn, og er stærsti hóp-
urinn í Madrid — 500 manna
félag.
En áður en aðaldrykkjan
hefst, fara fram héraða- og
borgamót, þar sem hvert bæjar-
■eða sveitarfélag velur keppend-
ur sína í samræmi við þol og
xúmmál. „Meistarakeppnin"
Auk fyrrnefnds starfs Árna
Friðrikssonar má geta þess að
íslendingur að nafni Hilmar
Kristjónsson starfar nú í fiski-
deild FAO í Rómaborg.
Mr. Dodd kvað matvælaá-
standið í heiminum aldrei hafa
verið verra en nú, að undan-
teknum styrjaldartímunum, og
stafar það af því, að matvæla-
framleiðslan hefir ekki aukist
í hlutfalli við hina gífurlegu
fólksfjölgun en hún nernu-r ca.
62.000 dag hvern. — Verst er
ástandið í ýmsum Asíulönd-
um, þar sem % mannkyns búa,
og kvaðst Mr. Dodd ekki vera
í vafa um, að ríkjandi ókyrrð-
arástand í þessum hluta heims
ætti rætur sínar að rekja til
þess, að fólkið sylti. Reynt er
að hjálpa þessum þjóðum með
því að senda þeim sérfræðingr
til aðstoðar.
Mr. Dodd mun næstu dag^
ferðast um sveitir hér, til þess
að kynnast landi og þjóð, og
búrekstri.
-----4-----
♦
Mikið að gera
við höfnina.
Mikil vinna er nú við höfn-
ina vegna landana úr togurum.
Er nú verið að landa úr Jóni
Þorlákssyni, Aski, Hallveigu
Fróðadóttur og Þorkatli mána.
Unnið er að því að skipa salti
út í Ingólf Arnarson. Lokið var
við að landa úr honum i gær
125 lestum og 170 kg. af salt-
fiski. — Þar áður var landað úr
Geir rúmlega 222 lestum af is-
vörðum fiski.
fyrir Spán allan fer svo fram í
Madrid þann 20. júlí. Þá leiða
tíu skæðustu svelgirnir saman
hesta sína, og veltur sigurinn á
því, hversu mikið magn menn
geta innbyrt á klukkustund.
Sá, er ber þá sigur úr býtum,
verður síðan Spánarmeistari,
og menn þurfa ekki að draga
af sér af ótta við reikning, sem
á eftir kynni að berast, því að
ölbruggarar gefa mjöðinn.
í kappdrykkj unni á síðasta
ári var sett nýtt Spánarmet, og
gerði það maður að nafni Luis
Gonzales. Hann svolgraði átta
lítra á klukkustundinni.
Óstaðfest heimsmet kvað
vera ellefu lítrar á einni
klukkustund, og var það —
vitanlega — Bæjari, sem það
setti.
Vinnuskólanefnd hefir lagt
fyrir bæjarráð Reykjavíkur til-
lögur um verkefni fyrir vinnu-
skólann á þessu sumri.
Eru þar ýms nýmæli sem til
greina koma og hið veigamesta
og nýstárlegasta e. t. v. það, að
útvegað verði hentugt skip til
handfæraveiða og að 30 ung-
lingar geti verið á því á veiðum.
Þeim verði skipt í 2 flokka og
hver flokkur verði um hálfan
mánuð á skipinu.
Annað nýmæli er það að
koma unglingum á Garðyrkju-
skóla ríkisins að Reykjum í
Ölfusi, en hann tekur á móti
10—15 unglingum í senn, er
starfi vikutíma á tímabilinu
frá miðjum júní til 14. sept. í
haust.
Þarna verður unnið í gróður-
húsum og að öðrum garðyrkju-
störfum og verkefnum eftir
því sem þurfa þykir. Flutt
verða erindi um jarðræktar-
og garðyrkjumál, kennd grasa-
fræði og önnur náttúrufræði,
farið í gönguferðir um ná-
grennið en auk þess eru stund-
aðar útiíþróttir, sund o. fl.
Þriðja nýmælið er inniskóli
á Úlfljótsvatni í Grafningi, en
þar er tekið á móti 15 ungling-
um í einu til vikudvalar hver
hópur og skal hann vinna við
Pétur Sigurftsson yfir-
maður landhelgigæzl-
unnar.
Dómsmálaráðuneytið til-
kynnir, að Pétur Sigurðsson
skipstjóri hafi verið skipaður
forstjóri hinnar íslenzku land-
helgi- og fiskveiðigæzlu.
Jafnframt hefir Pálmi Lofts-
son verið leystur frá því starfi.
Er það talið „ofætlun einum
manni að hafa yfirstjórn land-
helgisgæzlunnar sem aukastarf
með svo umfangsmiklu og á-
byrgðarríku aðalstarfi sem út-
gerðarstjórn Skipaútgerðar rík-
isins“, og talið áhjákvæmilegt,
að hún verði falin manni, sem
hefir hana að aðalstarfi.
framræslu, skurðgrefti fyrir
vatnsleiðslu o. fl. En utan
vinnutímans séu drengirnir við
skátaiðkanir undir f orystu
skólastjóra Skátaskólans.
Fyrir utan þessi verkefni
eru ýms önnur sem til greina
koma og er þ. á m. kartöflu-
rækt í Lambhaga og á Klambra
túni, vinna við útplöntun í
Heiðmörk, vinna við fyrirhug-
aðan baðstað og leiksvæði í
Fossvogi, vinna við framræslu
í Borgarmýri, Grafarkoti og
Klambratúni, vinna við ýmsan
annan ræktunarundirbúning,
grjóthreinsun í Lambhaga og
Breiðholtslandi, vinna við
skrúðgarða og leikvelli bæjar-
ins, vinna í Steinahlíð o. fl.
Lagði upp fyrlr jól —
kom heim í gær.
Vb. Ingvar Guðjónsson, eign
Hervarar h.f., kom til Siglu-
f jarðar í gær og var þá á leið til
Sauðárkróks með kolafarm.
Vél skipsins bilaði 100 mílur
undan Englandsströnd á jóla-
dagsmorguninn. Var það dreg-
ið til Englands og hefir verið í
viðgerð þar síðan. Hann reynd-
ist vel á leiðinni hingað.
Siglfirðingar eru nú reiðu-
búnir til að gera tilraun til að
bjarga vélinni úr Skildi, sem
strandaði fyrir rúmum mánuði
síðan.
Bretar smíBa hentuga
dieselvél.
Einkaskeyti frá A.P.
London, í morgun.
Á vegum flotamálaráðuneyt-
isins hefir verið smíðuð diesel-
vél, sem notuð mun verða í
framtíðinni í öll minni herskip
Breta.
Vél þessi framleiðir 2500
hestöfl, og gefur þó raunveru-
lega meiri orku, en mun stærri
vélar, er nota benzín, en er vit-
anlega margfalt ódýrari í
rekstri. Auk þess er hún fyrir-
ferðarminni.
Ivær nýjar sókn-
ir ákveðnar hér.
Safnaðarráð Keykjavíkur hef
ir ákveðið nýja sóknaskiptingu
í Reykjavík, eins og gert er ráð
fyrir í prestakallalögunum
nýju.
Á fundi í gær voru samþykkt
ar tillögur um 2 nýjar sóknir í
bænum og að í Laugarnespresía
kalli skuli vera 2 prestar.
Nýju sóknirnareru Háteigs-
sókn, sem nær yfir allt Hlíða-
hverfið norður að Laugavegi,
og eru um 7300 xnanns í þess-
ari sókn, og Bústaðaprestakall,
sem nær yfir Bústaðavegar-
hverfið nýja og hið fyrirhug-
aða smáíbúðahverfi. Þarna eru
4000 íbúar, en þar má gera ráð
fyrir mikilli íbúafjölgun á næst
unni.
Samþykki kirkjumálaráð-
herra tillögurnar verða sóknar-
nefndir skipaðar. Prestskosn-
ingar munu ekki geta farið fram
fyrr en á hausti komanda.
-----*-----
Verkamannaflokkurmn
vinnur á \ Englandi.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Bæjar- og sveitastjórnar-
kosningar fóru fram í gær í
Englandi og hefir Verkamanna
flokkurinn unnið á. Kosið var í
% sæta, eins og gert er árlega
lögum samkvæmt.
Þegar síðast fréttist hafði
Verkamannaflokkurinn unnið
656 sæti, en tapað 16, en íhalds
flokkurinn unnið 52 sæti frá
verkamannaflokknum og óháð-
um og tapað 472. Verkamanna-
flokkurinn hefir nú meirihluta
í 19 bæjarstjórnum, þar sem
hann hafði ekki meirihluta áð-
ur.
f Birmingham, þar sem í-
haldsflokkurinn hafði 39 full-
trúa meirihluta, hefir hann nú
aðeins 2 fulltrúum fleiii en
Verkamannaflokkurinn, sem
hefir unnið langmest á í Lan-
cashire, enda er þar atvinnu-
leysi mikið, og óánægja ríkj-
indi.
.....♦ ■
Vinna hefst brátt
<við El Grillo.
Hafist verður handa inn til-
raunina til að dæla olíunni úr
E1 Grillo, sem liggur á sjávar-
botni á Seyðisfirði, mjög bráð-
lega.
Framkvæmdarstjóri Hamars,
Ben. Þ. Gröndal verkfræðingur
hefir tjáð Vísi, að l.v. Jökull
leggi af stað austur á morgun
— laugardag — með starfsmenn
úr Hami’i, um 12 talsins, sem
vinna eiga við verkið, en álíka
margir Seyðfirðingar munu
verða til aðstoðar. Fram-
kvæmdai'stjórinn fer sjálfur
austur og stjórnar verkinu.
Fyrirspurn um hversu lang-
an tíma þetta kynni að taka,
svaraði Benedikt Gröndal á þá
leið, að það væri alveg óvíst.
r/ ttfg — ......—— C®
]Margt er shtitió
r>y
Bjórsvelgir keppa á Spáni.
íÞar er onetið B Eítrar á klst.