Vísir - 09.05.1952, Síða 5

Vísir - 09.05.1952, Síða 5
Föstudaginn 9. maí 1952 V I S I R Reykvíkingar spara kartöflukaup fyrir milljónir árlega með eigin framleiðslu. ntattB't'íkðhraautuB' telnr htttj- 'nfjténtjtM bte/arlttntisins ésttszn- tjjgamtt otj óhagkvœma eins otj hún er nú. í viðtali, sem Vísir hefir átt við E. B. Malmquist, ræktunar- ráðunaut Reykjavíkur, skýrði hann frá því, að um 3000 fjöl- skyldur eða einstaklingar hér í Reykjavík ynnu að garðyrkju í frístundum sínum. Verðmæti kai-töfluuppskeru þessa fólks nemur 5—6 millj. kr. í meðalári fyrir utan alla aðra grænmetisuppskeru. Um ræktunina í Reykjavík fórust ráðunautnum orð á þessa leið: Fólk hefir beitt kröftum sín- um að garðyrkjunni strax og vora tók, enda hefir tíðin fram að þessu verið með ágætum og lýkur fyrir að snemma ætlaði að vora. Útlit var fyrir, ef tíð hefði haldizt óbreytt, að sán- ingu myndi ljúka um mánuði fyrr en sl. vor, en þá var um meters þykkur klaki víða í jörðu. Nú aftur á móti er jörð því sem næst klakalaus. Norðanáttin og kuldinn allra síðustu dagana gera samt strik í reikninginn hvað þetta snert- ir, þó hinsvegar að jörð sé far- in að þorna það vel að jarð- vinnsla getur hafizt og er enda hafin víðast á bæjarlandinu. En t. d. Rauðavatnslöndin, sem liggja aðeins hærra en garð- löndin í bænum, er þó ekki hægt að vinna sökum klaka og bleytu enn sem komið er. Síðan 1946, eða strax eftir að eðlilegt atvinnulíf myndað- ist hér í bænum, jókst eftir- spurn hjá einstaklingum á minni og stærri ræktunarlönd- um, og þrátt fyrir að kappkost- að hafi verið af bæjarins hálfu að hafa tiltækileg lönd í þessu augnamiði hefir ekki tekizt að fullnægja hinni gífurlegu eft- irspurn, enda veigrar bærinn sér við að taka hin svokölluðu erfðafestulönd frá búpenings- ræktuninni. Hinsvegar hefir hann tekið óræktarlönd fyrir garðyrkjuna, en sem kunnugt er þá er það land, sem enn er ræktað í R.vík og nágrenni vægast sagt mjög óaðgengilegt og kostnaðarsamt til ræktunar. En þetta viðhorf, að láta hina gömlu erfðafestu hafa til um- ráða tugi hektara lands sam- tímis því sem erfitt er að út- vega einum fjölskyldumanni smáspildu til matjurtaræktun- ar getur ekki talizt sanngjörn og hagkvæm nýting á hinu dýrmætasta landi bæjarins. Ef til vill breytist þetta við- horf nú að einhverju leyti þar sem sauðfjárræktin hlýtur að verða lögð niður, eða m. ö. o. ekki hafin aftur hér í Rvík, en það er augljóst mál og engin rök sem mæla með því, að hún geti samrímst í stórborg og slíku þéttbýli sem hér er orðið. Þá fer önnur búpeningsrækt einnig minnkandi á bæjarland- inu svo að likur eru til að eftir 1—2 ár verði hægt að fullnægja eftirspum fólks á ræktunar- löndum. Þau nýju garðlönd, sem tekin verða í notkun í vor eru m. a. í svokallaðri Borgarmýri, en hún er austan Ártúnbrekku og húsin; í Ártúnsbrekkunni og sunnan Þingvallavegar. Þarna munu síðar meir fást um 600 reitir, ca. 350 ferm., en það er talin hæfileg stærð til heim- ilisnotkunar fyrir meðalstóra fjölskyldu. En til úthlutunar í vor eru ekki tilbúnir nema um 200 reitir. Nýjar umsóknir sem liggja fyrir um garðlönd eru aftur á móti 600—700 talsins og eru alltaf að berast. Það hefir því verið horfið til þeirra bráða- birgðaráðstöfunar að láta garð- lönd á leigu í Fossvogi og Laugardal í nánd við hið fyrir- hugaða íþróttasvæði og fást þannig til úthlutunar í vor hátt á þriðja hundrað garðlönd til viðbótar. Land þetta hefir áður verið þurrkað og hefir því lítinn und- irbúningskostnað í för með sér. Bærinn sér um jarðvinnslu á þessum garðlöndum fyrir ein- staklingana, en áherzla er lögð á að garðskýli verði ekki leyfð eða aðrar þær ráðstafanir, sem geta leitt til þess að torvelda fyrirhugaðar framkvæmdir þessum stöðum. Árið 1942 voru leigutakar garðlanda í bænum rúmlega 1300 talsins, en nú 1952 eða 10 -árum síðar verða þeir um 2300. En auk þessa hafa ýmsar félagsheildir svo se mstarfsmenn flugvallarins, starfsmannafélag Flugfél. ís- lands, starfsmenn Ofnasmiðj- unnar h.f., kennarafélag Laug- arnesskólans og fleiri félög fengið stærri svæði til ræktun- ar, aðallega kartöfluræktunar. Þá eru ennfremur margir sum- arbústaðaeigendur sem stunda garðyrkju umhverfis bústaði sína í smærri eða stærri stíl. Svo að í heild má áætla að það séu yfir 3000 fjölskyldur eða einstaklingar í Reykjavík sem að stundi ýmiskonar garð- yrkju í frístundum sínum. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem fengist hafa um upp- skeru síðastliðin ár og með því verðlagi sem nú er t. d. á kar- töflum er verðmæti aðeins kar- töfluuppskerunnar hér í Rvík 5—6 milljónir króna í meðal árferði. Auk þessa er svo verð- mæti ýmissar annarrar mat- jurtauppskeru og trjáræktar. íbúð óskast Hefi verið beðinn að út- vega 3ja herbergja íbúð á hitaveitusvæði sem fyrst. Hersteinn Pálsson. Símar 1660 og 6591. Hvika ekki frá settu marki. Stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands sam- þykkti á fundi sínum fyrir skemmstu eftirfarandi: „Stjórn Farmanna- og fiski- manansambands íslands leyfir sér hér með í sambandi við er- indi stjórnar Bretlands um landhelgismál íslands, og í um- boði allra sambadsfélaganna, að heita mjög eindregið á rík- isstjórn íslands að hvika hvergi frá því marki, sem þegar hefir verið ákveðið um útfærslu landhelgislínunnar og hinna friðuðu svæða, en auka þar við, er þess gerist þörf og reynsla er fengin. Heita samtök sjómanna mjög eindregið á ríkisstjórnina að standa fast á rétti vorum í þessu efni.“ Frakkar afhenda borg í Indlandi. París <AP). — Franska þing- ið liefir staðfest samning við Indverja um afhendingu einnar smánýlendu Frakka á Indlands- ströndum. Er það 40,000 manns borg — Chandernagore — skammt frá Kalkútta, sem Frakkar afhenda. Hún hefir verið undir stjórp þeirra frá 1690. Óvíst er enn um afhendingu 4ra annarra smánýlendna. Vinnufatnaðiir alls konar Barnasmekkbuxur Kven-vinnubuxur Gúmmístígvél á börn og fullorðna. Gúmmívinnuskór V innuvettlingar Barnagúmmíkápur Barnaolíukápur GEYSIR Fatadeildin. H.F. Nýkomið til reknetaveiða f Grastóg, allir sveríeikar. Netabelgir nr. 0 og 00. -— Manilla, allir sverleikar. — Síldarnetabætigam. GEYSIR H.F. Veiðarfæradeildin. Vantar jörð fyrir drykkjumannahæli. Á fundi bæjarráðs Reykja- víkur snemma í vikunni var að nýju tekið fyrir til umræðu álit og tillögur þeirra Alfreðs Gísla- sonar læknis og Jóns Sigurðs- sonar fyrir áfengissjúklinga. En í áliti þessu benda lækn- arnir á hina knýjandi nauðsyn til þess að koma hið allra fyrsta I upp stofnun fyrir áfengissjúkl- inga. Samþykkti bæjarráð tillögur læknanna og ályktaði að kjósa þriggja manna nefnd til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Óskaði bæjarráð sérstaklega eftir því að höfundar tillagn- anna, þeir Jón og Alfreð, tækju báðir sæti í nefndinni, en auk þeirra Gústav A. Jónasson skrifstofustjóri. Þá var ennfremur samþykkt að auglýsa eftir jarðnæði þar sem hafa mætti drykkju- mannahæli. Athugun á aðstöðu inn- lends iðnaðar fyrir- skipuð. Samgöngumálaráðuneytið hefir ákveðið, að athugun skili fram fara á aðstöðu iðnaðarins í landinu nú gagnvart aðflutt- um erlendum iðnaðrvörum, og hvað gera megi honum til stuðnings í samkeppni við er- lendar iðnaðarvörur. Hefir ráðuneytið skipað 5 manna nefnd í þessu skyni og eiga sæti í henni Ingólfur Guð- mundsson verðgæzlustj., form., Pétur Sæmundssen viðskipta- fræðingur, Harry Frederiksen deildarstjói'i, Kristján Friðriks- son frkvstj., og Eggert Þor- steinsson, múrai'i. Ráðuneytið hefir óskað sér- staklega eftir að fá svör við nokkrum spurningum varðandi þessi mál og loks hvaða aðgerð- ir- af hálfu ríkisvaldsuis, aðrar jen breyti*gar á tollum og skött- |um, nefndin telji eðlilegar til NVKOMIÐ: Herraskyrtur, ódýrar Gallabuxur, margsk. Kvensokkar Barnasokkar Barnaleistar, mislitir Herrasokkar Höfuðklútar Khakiefni o. m. fl. Laugav. 10. Sínxi 3367. NÝKOMIÐ: Kíttispaðar Skrallskrúfujárn Klaufhamrar Tálguhnífar Sagir (Sandviken’s) Vírburstar Múrskeiðar Dúkahnífar fieaZénoett BtYHJAVÍH á MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 SlMl 3367 • • Oryggisgler í bíla. GleriÖjan s.f. Skólavörðustíg 46. Sími 1386. MmWWMAAVVVVWMMflAVWVWSAVWWUVVWWtfUVWk. KVÚLDþmkai-. SKÓLATÍMA barna og ung- linga er nú senn að verða lokið og verkefni sumarsins taka við. Fjölda unglinga leikur hugur á að fá vinnu í sveitum, og mun allt verða gert sem xmnt er, til þess að útvega þeim dvalarstaði við sveitastörf. ♦ Vinnuskóli Reykjavíkur- bæjar séi' álitlegum hóp fyrir einhverri vinnu, en færri munu þó komast þar að en vilja. Verkefni vinnuskólans miða flest að því að fegra bæinn og umhverfi hans, og er það vel til fallið. Meðal þeirra verk- efna sem unglingunum er ætl- að, er gróðursetning trjá- plantna á Heiðmörk, og er það gleðilegt tákn skilnings al- mennings og yfii'valda' á því mikla menningarmáli sem skóg- ræktin er, að unglingunum skuli verða fengið starf þar. ♦ Persónidega hefði mér þótt æskilegt að einhverj- ir unglingar hefðu fengið tæki- fæi'i til þess að vinna að fegr- un Öskjuhlíðarinnar. Þessi gamla grákolla er svo nálægt bænum, að leitt er að sjá hana einmana og yfirgefna í vorblíð unni eins og klæðlitla Helgu i 'öskustónni, meðan vinnuhönd- um æskunnar er beint að öllum mögulegmn stöðum öðrum. ♦ Ef til vill er tilgangurinn sá, að ryðja grjótinu úr Öskjuhlíðinni með stórvirkum vélum, og er ekki nema gott- eitt um það að segja, en það er ekki nóg. Öskjuhlíðin -þarf að verða skjólríkur hvíldargarður bæjarbúa, og til þess þarf að búa þar til skemmtilegar skjól- lautir og planta trjám. Það eru verkefni, sem æskunni hæfa og. hún nýtur vinnugleði af, með- an árin éndast. ♦ í sambandi við vinnuskól- ann væri vel til fallið að- samin yrði lítil bók eða öllu heldur kver um Reykjavík, þar sem rakin yrði saga bæjarins í örfáum höfuðatriðum, gerð gi'ein fyrir hvar helztu stað- irnir eru og loks bent á aðal- framkvæmdamál framtíðarinn- ar. Svona kver ætti að gera. sitt til að auka ást æskunnar á bænum sínum, en þyki manni vænt um bæinn sinn, viU mað- ur líka gera sitt til að fegra hann. Þess munu dæmi, að unglingar, sem fæddir eru og' uþpaldir í Reykjavík, viti eng- in skil á vatnsgeymunum á Öskjuhlíðinni, þekki ekki Al- þingishúsið og afhendi bréf sem á að fara í Stjómarráðið- í skrifstofu í Austurstræti. Þetta er allt saman of lítiL þekking og mætti auka hana um leið og vinna er kennd. r _

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.