Vísir - 13.05.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 13.05.1952, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 13. maí 1952 V I S I R 9 Bátarnir verða að geta lagt upp við Grænland. Þar má gjarnan verka aflann. Núna þegar síldarlýsið er íallið í verði um helming, má vera augljóst að hin forsjár- iausa útgerð þorskveiðibátanna á hin treggæfu síldarmið, ár eftir ár, hlýtur að taka enda. En hvað á þá að gera við bátana yfir sumarmánuðina? Allir vita, að þorskveiði í net eða á línu er óvíða arðgæf við strendur íslands á þessa báta að sumrinu. Og enn bætist það við, að hin nýja reglugerð um takmörkun botnvörpu- og dragnótaveiða kemur í veg fyr- ir að hægt sé að gera þessa báta út við þann veiðiskap. — Eigi skal sú ráðstöfun samt löstuð, því einhverntíma hlaut að því að reka; að taka yrði fyrir þá eyðileggingu ungviðis- ins, sem slíkar veiðar hafa í för með sér. En til hvers er þá hægt að nota bátana, sem þessar veið- ar hafa stundað yfir sumar- tímann? — Eina úrlausnin er að láta þá veiða í salt eða kæli- skip við Grænland. Ymsir hafa talað um að ef til vill mundi borga sig að senda þá í veiðiferðír til Græn- lands og láta þá salta í sig. — Að því, sem eg þekki til, mundi slíkt fyrirkomulag aldrei geta borgað sig, til þéss er siglinga- leiðin af löng frá og til. — Árangurinn yrði tap, sem skap- aði ótrú á gagnsemi miðanna við Grænland. Niðurstaðan verður því sú, að það verður að fá aðstöðu fyrir þessa báta í landi í Græn- landi, þaðan sem þeir gætu stundað veiðar á miðum rétt eins og þeir væru heima hjá sér. Bátaeigendur þyrftu að slá sér saman í allsherjar félags- skap til að hrinda þessu máJi fram og reyna síðan að ná samkomulagi við sýsluyfirvöld í Grænland um aðstöðu fyrir bátana þar vestra. Væri í því sambandi sjálfsagt að bjóða Grænlendingum aðstöðu til vinnu í sambandi við íslenzku útgerðina, sem og að láta hluta af hagnaðinum renna til al- menningsþarfa í Grænlandi. Eg hef áður minst á það, að hugsanlegt sé að betur mundi borga sig að sólþurrka salt- fisk í sólríkurn fjörðum Græn- lands, heldur en að flytja hann óverkaðan heim. Þetta gæti orðið góð tekjulind fyrir Græn- lendinga, _ sem skapaði Is- lendingum vinsamlega afstöðu þeirra. Núna, siðan hin nýja flot- varpa kom fram á sjónarsviðið, má búast við gjörsamlegri bylt- ingu veiðitækninnar, sérstak - lega þar sem fiskur er á mikilli göngu eins og víðast við Græn- land. Það er ekki ólíklegt að íslenzku bátarnir gætu með •slíku tæki ausið, næstum fyrir- hafnarlaust, upp fiski við Græn land og sparað sér allan beitu- og línukostnað. En þá kemu aftur fram brýnni þörfin á því að geta nýtt aflann 1 landi. Þegar rætt er um aðstöðu; fyrir íslenzka útgerð 1 Græn- landi kennir sveimhuga hjá ýmsum um rétt rök fyrir kröf- um til slíkra hluta. Það er vitað og viðurkennt að fiskmergðin við Grænland er geysileg, en slíkt út af fyrir sig skapar íslendingum engan rétt til þess að krefjast uppsátra við Græn- land, ekki fremur en oss kæmi til hugar að veita Englending- um slíkan rétt við ísland, þótt þörf þeirra sé mikil að arðnýta íslenzk fiskimið. Nei, hér rísa undir dýpri rök, sjálfur hinn sögulegi réttur íslendinga til Græn- lands — Um gildi þess rétt- ar skal þó eigi rætt hér að þessu sinni, heldur brýnd sú hvöt, að láta eigi niður falla baráttuna fyrir því, að íslend- ingar fái athafnafrelsi við fisk- veiðar þar vestra. lands. Eðlileg samskipti milli hinna tveggja grannlanda, ís- lands og Grænlands, eru samt eigi að síður brýn í atvinnulegu tilliti. Sterk félagssamtök og innbyrðis samkomulag milli sjálfstæðra aðila í báðum lönd- um, ætti að geta leyst vandræði dagsins 1 dag og með starf- semi sinni unnið að auðveldari úrlausn vandamálanna við- víkjandi framtíðinni. Reykjavík, 27. apríl 1952. Ragnar V. Sturluson. Fyrir þeim er þetta ritar vakir þó eigi sú hugmynd, að Grænland skuli gert að selstöðu verstöð fyrir íslenzka útgerðar- hagsmuni, heldur verði þar um gagnkvæman hagnað að ræða. Að íslenzkur veiðifloti, sem hefir takmarkað athafnarými við ísland að sumrinu, leiti þá til Grænlands og láti réttmætan hluta þess auðs, er hann eys upp af grænlenzkum fiskimið- um, renna til Grænlendinga og hjálpi þeim þar með að byggja upp atvinnuvegi sína, sem geri þeim fært að tileinka sér tækni- léga og andlega menningu, sem skipi þeim á bekk með öðrum íbúum norðurheims. Ef þetta markmið væri haft í huga þegar leitað er eftir að- stöðu fyrir íslenzkar athafnir og við Grænland, væri lík- legt að fyrr tækist að brjóta þá stjórnarfarslegu klakabrynju, er nú lokar fyrir öll samskipti milli íslands og Grænlands, og heldur Grænlendingum að minnsta kosti hundrað árum á eftir tímanum í efnalegu til- liti. Eins og sakir standa eru ekki líkindi til þess að ríkisstjórnir íslands og Danmerkur kæri sig um að leggja í og leiða til lykta deilu um réttarstöðu Græn- SnjÖll gamanmynd Austurbæjarbíó sýndi nú um helgina bráðsnjalla gamanmynd undir nafninu Keppinautar, (Never Say Goodbye), með Errol Flynn og Eleanor Parker að ógleymdri Patti Brady, sem leikur 7 ára dóttur þeirra af hreinustu snilld. Þessa mynd er óhætt að telja í hópi allra skemmtilegustu amerískra gamanmynda. Eg var einn af þeim, sem sáu þessa mynd í gærkveldi, og jafn sam- felldan hlátur hef eg sjaldan heyrt í kvikmyndahúsi, og þar sem sagt er að hláturinn lengi lífið, þá hafa þeir sem þarna voru í gærkvöldi fengið góðan skammt til að lengja sitt líf ef tveggja tíma óslitinn skellihlát- ur er þá ekki of mikið í einu. Sem lítið dæmi um hvernig fólkinu líkaði myndin, þá hitti eg að sýningu lokinni 2 kunn- ingja mína sem sögðust hafa séð myndina kl. 5 og aftur kl. 9, en það er nú alveg sérstakt me ðþá,t því þeir ætla sér að verða sérstaklega gamlir. Einn sem hló mikið. Valur Gíslason formaður B.l.L. Bandalag ísl. listamanna hélt aðalfund sinn síðastl. laugardag. Stjórn bandalagsins er nú þannig skipuð: Formaður: Valur Gíslason leikari, ritari: Sigurður Guð- mundsson arkitekt, gjaldkeri: Helgi Pálsson tónskáld. Með- stjórnendur: Ásmundur Sveins- son myndhöggvari, Helgi Hjörv ar rithöfundur og frú Sigríður Ármann. Árni Ólafsson, rithöfundur og málari varð fimmtíu og fimm ára í gær. Eftir þennan höfund eru smásagnabækurhar Ást við fyrstu sýn o. fí. sögur, árið 1936 ogi Jón íslendingur o. fl. sögur, árið 1944. — Hann hefir einnig starfað sem málari og keypti Menntamálaráð eitt af verkum hans árið 1947, myndina: Piltur og stúlka í balthúsahverfi. Mynd Áma hér að ofan heitir „Sólarlag á Þingvöllum“. Eftirtektarverð kvikmynd í Nýja Bíó. Um helgina hóf Nýja Bíó sýningar á einkar áhrifaríkri og fallegri franskri mynd. Fjallar myndin um örlög blindrar stúlku, sem pi'estur sóknarinnar tekur að sér og elur upp. Kvikmynd þessi er stórkostlega vel leikin og sýn- ir á áhrifamikinn hátt hvernig heimurinn orkar á stúlkuna, þegar hún fær sjónina á full- orðins aldri. Þeir, sem kvarta um það, að hér sjáist aldrei góðar mynd- ir, eiga ekki að sitja heima, meðan þessi er sýnd. Myndin var verðlaunuð í Paris. Tilkyiiiiiiig frá Nýju saumastofunni: Látið hálfsauma kjólana | hjá okkur, þá er aðeins j handsaumur eftir og er | helmingi ódýrara i Uppl. í síma 4159. NÝJA SAUMASTOFAN i Klapparstíg 40. DANSKA ullargarni) er komið aftur í 13 litum. Lækltað verð. Skrifstofustúlka vön algengri skrifstofuvinnu, en J>ó sérstaklega vél- ritun erlendra og innlendra hréfa, óskast. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri atvinnu send- ist Vísi merkt: „Skrifstofustúlka — 155“ Þeir, sem óska að taka þátt í Iðnsýningunni, eru beðnir að gefa sig strax fram við skrifstofuna Skólavörðustíg 3. Sími 81810 Iðnsýningin 1952 KVÖLÐhahkar. TÓNLISTARÁHUGI íslend- inga er mikill eins og aðsókn að flestum hljómleikum ber ljósan vott um. Fjöldi fólks eyðir miklu fé í kaup á grammófón- plötum, enda er það óneitanlega ánægjulegt að geta hvenær sem er, hlustað á meistaraverk eftir Beethoven eða einhvern annan sígildan meistara. ♦ Eins og að líkindum læt- ur, er efnahagur margra hljóm- listarvina þannig, að þeir hafa ekki efni á að kaupa eins mik- ið af úrvalsplötum og þeim leikur hugur á og getur því svo farið, að þeir geti ekki notið þess þezta sem hljómlistin hefir að bjóða nema að litlu leyti. . ♦ Fyrir nokkrum árum var eg staddur í Lundúnum og heimsótti þá m. a. venjulegt bæjarbókasafn. Það vakti sér- staka athygli mína, að á bóka- safninu var ekki aðeins hægt að fá lánaðar bækur heldur einnig grammófónplötur og þá bæði plötur með einstökum lög- um en einnig „seríur“ með heil- um symfónium. Bókavörður- inn, sem sýndi mér safnið, kvað hljómlistardeildina engu síður vel sótta eh bókadeildina, en margir fengu bækur um hljóm- list lánaðar jafnframt því, sem. þeir sóttu sér sögubók. ♦ Ekki leikur neinn efi á því að slík hljómlistar- söfn eru mikið menningarat- riði og engu síður ástæða til að gefa þeim gaum en bókasöfn- um. íslendingar hafa á seinni árum sýnt að þeir eru engii- eftirbátar annarra í söngmennfc og nokkrir íslenzkir söngvarar hafa getið sér afbragðs orðstír á erlendum vettvangi. ♦ íslenzk tónskáld hafa enn ekki ráðist í að semja mikil tónverk, sem sambærileg séu. við verk mestu meistara í þeirri grein, en þess ber að minnast í því sambandi, að ekki eru. íftma nokkur ár síðan almenn- ingur átti nokkurn kost á því að kynnast slíkum verkum og' enn er ekki hlaupið að því fyr-r ir allan almenning að kynnasfc þeim. Hljómplötusöfn í sam- bandi við almenningsbóka- söfn yrðu áreiðanlega til þess að þroska hljómlistarsmekk al- mennings auk þess sem mikit skemmtun væri að því að geta brugðið sér á safnið og fengiS nokkrar góðar plötur að láni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.