Vísir - 14.05.1952, Side 5
Miðvikudaginn 14. maí 1952
V í S I R
S
\rÍSíE ergg ísl-enelimffasló&ir:
BCunni ekki að mafhúa, þegar
hún gerðist iandBienii i Ástraiiu.
Frú Editli Guðmimdssoii Iieimsækir,
í Brisbane, frú Ellen Lagoni, sem
ættuð er frá ísairði.
Ævintýralöngun og útþrá eru
Norðurlandabúum í blóð borin.
Um allan heim verða þeir á
vegi manns, og hvarvetna hafa
þeir getið sér gott orð, — en
þó er Ástralía enn eitt þeirra
landa, sem íslendingar hafa
ekki tengzt. — íslendingar í
Ástralíu eru ámóta sjaldgæft
fyrirbæri og eplatré á íslandi.
Samt höfðum við átt því láni
að fagna að hitta einn hinna
gömlu landnema, þann fyrsta,
sem á einhvern hátt er tengdur
íslandi. Landnemi þessi heitir
Ellen Lagoni. Hún er fædd á
íslandi, og hét faðir hennar
Pétur Ásmundsson, en Ás-
mundur afi hennar var sýslu-
maður á ísafirði.
Pétur Ásmundsson var kvænt
ur danskri konu. Áttu þau
hjónin tíu börn, og var frú
Lagoni yngst þeirra. Þegar
frúin var tveggja ára að aldri
fluttust foreldrar hennar til
Kaupmannahafnar, en faðir
hennar gerðist hafnsögumaður
þar. Nokkru síðar veiktist hann
hastarlega af inflúenzu og dó
sama ár, 1892. Móðirin stóð
uppi með 10 börn í ómegð. —
segja frá sorg, söknuði og þján-
ingum, en sjaldan er kyrrð yfir
andlit hennar. Neðri hluti and-
litsins er þungur og ber þess
vott, að hún eigi til að bera
þrautseigju og þrákelkni.
Stormsamt líf.
Nú brosir frúin unaðslega,
hjartanlegu brosi:
„Ója,-----— “ andvarpar hún,
Lendi eins og Danmörk er. Allt
en hlær um leið hljómfögrum
hlátri, og ber um leið höndina
að stuttu, stríðu hárlokkunum,
eins og hún gerir svo oft af
vana. „Mamma var vön að seg'ja
við rnig: Þú ert svo þrá, barnið
mitt, eins og svolítill, íslenzkur
hestur.“
Lífið hefir verið henni storm-
samt og hverfult, en þó ríkt,
fullt áhyggna, baráttu, örvænt-
ingar, blandað hamingju þess á
milli. Um síðustu aldamát rík+i
enn Viktoríu-kerfið í uppeldis-
málum. Einkum var ungum
konum haldið niðri, og þær
voru nánast sem flugur í búri.
„Eg hef eiginlega alltaf verið
uppreistarmaður, og sjálfstæð-
iskennd rík í huga mér, sem
Fjölskyldan tvístraðist, en ekki þóíti fara sem bezt innan
flest voru börnin tekin í fóstur.
Frú Ellen var alin upp hjá efn-
aðri, traustri borgarafjölskyldu
og komst úr öllum tengslum við
hið upprunalega ættland sitt.
íslenzk
í útliti.
Okkur mun vera minnisstæð-
ur fundur okkar og frú Lagoni.
Við veittum því strax athygli
hve íslenzk hún er að útliti og
hugsunarhætti. Þetta er ákaf ■
lega undarlegt, þar sem við er-
um fyrstu íslendingarnir, sem
hún hittir. Vitneskja hennar
um ísland er lítil. Hún heldur
því fram, að í huga sér hafi
hún ávallt fundið til skyldleik-
ans við ísland. Uppeldi hennar
á hefðabundna, borgaralega,
danska vísu og fjörutíu ár i
Ástralíu, þar af tuttugu sem
ekkja, ættu aö hafa breytt
manni verulcga frá því, sem
upprunalega var, en fslendingr.-
eðli hennar hefir verið svo
sterkt, að það hefir varðveitzt
í baráttu og straumi tímanj.
Nú er það innilegasta ósk henn-
ar, að ættingjar, sem hún kann
að eiga á íslandi, setji þ^jr sig
í sambandi við hana.
Það er ömurlegt að gera sér
í hugarlund, að þessi kona, sem
við sitjum og röbbum við, sé
61 árs að aldri. Hugur hennar
er ungur, fullur starfsorku.
Augun eru djúpstæð, gráblá,
en yfir þeim hvelfast loðnar
gráleitar brúnar. Þau ljóma af
fjöri, kátínu og glettni, er hún
segir frá ævi sinni, en það gerir
hún á skemmtilegan og lifandi
hátt. Þetta er sterkt andlit, með
háum, breiðum kinnbeinum og
fastmótaðri höku. — Djúpar
hrukkur kringum munninn
ramma Viktoríutímabilsins. —
Þegar eg hitti manninn minn,
fann eg mann, sem átti sömu
lífsskooanir og eg. Við ákváð-
um að fara til nýs lands, þar
sem við gætum átt hvort ann-
‘áð í friði og' byrjað nýtt líí.“
Hún var talin
undrabarn.
Það líf, sem hin unga korrn
kaus sér, var fjarska ólíkt því,
er hún hafði verið alin upp við.
Ljósmynd frá þeim tíma sýnir
töfrandi fagra, unga konu, með
Ijómandi, gullið hár, granna á
vöxt.
„Þá hafði ég aldrei gert ann-
að en að fást við hljómlist.
Fjögurra ár var eg talin eins
konar undrabarn, og' lék þá á
píanó. Þegar eg var sautján ára
komst kennari minn að því, að
eg hafði mikla og fagra söng-
rödd. Nú hætti eg píanóleik og
helgaði söngnum alla krafta
mína. Svo var eg send til Sviss,
Frakklands, Belgíu og Stokk-
hólms 'til þess að njóta hinnar
beztu kennslu — — —“ Hún
þagJiar, en raunalegt bros leik-
ur um varir hennar. Hugurinn
reikar aftur í tímann.
Örlögin hafa búið henni ann-
að hlutskipti. í stað glæstrar
framabrautar söngkonunnar
gekk hún hinn grýtt og ógreið-
færa veg frumbýlingsins.
„Drottinn minn dýri,“ segi’.’
liún svo, og bandar höndinni.
„Eg var ekk annað en stórt
barn þá, 22 ára gömul, bláeyg
og barnaleg. Eg hafði aldrei
drepið hendi í kalt vatn, aldrei
eldað mat. — Eg hafði ekki
minnstu hugmynd um húsmóð-
ursstörf, en allt var baðað
rósabjarma bjartsýninnar, en
þekkti ekki raunveruleik lífs-
ins.“
Reistu sér bú
til fjalla.
Fyrir fjórum áratugum var
öldin önnur og allt annað að
hefja landnám en í dag. Þá
lágu ekki þjóðvegir um landið.
Samgöngutækin voru léleg,
járnbraut, hestar eða vagnar,
sem nautgripir drógu. ■ Enginn
fljúgandi læknar, ekkert útvarp
eða bílar er heitið gætu.
Um það bil 150 km. frá Bris-
bane er fjallgarður. Þar uppi
í heilsusamlegu loftslagi ákváð i
hjónin að reisa sér bú. Þaðan
voru um 15 km. til næsta kaup-
túns niðri við ströndina. Mörg-
um hefði blöskrað að aka snar-
brattan klettaveg með gínandi
hengiflugi á aðra hönd, ekki
sízt þeim, sem koma frá flat-
hafurtask þeirra var á vögn-
um sem nautgripir gengu fyrir.
Frúin sat á háu sæti við hlið
ekilsins með litla dóttur sína,
aðeins tveggja mánaða. í hvert
skipti sem vegurinn þiængdist
og við boð lá, að afturhjólið
jfæri út af barminum, náfölnaði
hún af hræðslu, en hélt barninu
að sér með krampakendu taki.
Mýflugur og maurar
með matnum.
Loks komust þau upp að
staðnum, þar sem framtíðar-
heimili þeirra skyldi standa.
Þau reistu tjöld og svo var
byrjað að ryðja skóginn. í heilt
misseri bjuggu þau í tjaldi. Stór
tré voru felld og þurrkuð, en
kjarr óx fljótlega þess í stað,
og þá varð að höggva það lík .
Þegar viðurinn var orðinn þurr,
var kveikt í honum, en síðan
var ha^gt að by-rja á húsinu.
Landneminn verður að að venj -
ast ýmsu. Mýflugur og maurar
voru steikt með matnum, svon i
til bragðbætis, og þarna voru
kakalakar og köngulær á stærð
við karlmannshnefa, að ó-
gleymdum slöngum. Eft'.r
nokkra mánuði var frúin farin
að venjast þessu svo, að hún
var ekki lengur heltekin af
hræðslu ef hún sá snák, lieldur
drap hann þegar í stað. Ken-
gúrur voru daglegir gestir, þær
komu og fóru eins og vindur-
inn. Dingóar, sem eru eins kon-
U
ar hundartegund, trufluðu þa:i
oft, og lítil bjarndýrategun l
gladdi þau með návist sinni.
Hláturpáfagaukarnir urðu viniT'
þeirra, en kaka-dúfur görguðix
allt í kringum þau.
Á skömmum tíma breyttist-
þessa unga vel uppalda stúlka.
í nokkurs konar tatarastúlku.
Hinar fáguðu umgegisvenjuv
voru lagðar á hilluna, því a5-
hér áttu þær ekki heima, i.
nábýli við fjöll og frumskóga.
Hér fæddi hún manni sínum.
þrjú börn, og hér voru þauL
hamingjusöm.
Flutt til þétt-
býlla héraðs.
Á fáum árum varð frum-
skógi breytt í ábatasama ekru.
Þarna voru settar niður 30
þúsund anans-plöntur, 1000-
appelsínutré, þarna höfðu þau.
nokkrar kýr, hæns og endur til
^eigin þarfa, en flutningar að
býli þeirra voru erfiðir, og
margir kílómetrar til næstaná-
granna, en allt var þetta örð-
ugt, ekki sízt fyrir konu, sera
oft þurfti að leita til ljósmóður.
Þetta varð loks til þess að þegar
fjórða barnið var í vændum,
fluttu þau til þéttbýlli héraðs.
Þau höfðu þá búið þarna í
fimm ár.
Frúin á margar spaugilegar
sögur í fórum sínum frá þessurn.
ái’um, sem sýna greinilega,
hvernig fólk brást við lífinu
almennt þá. Eitt sinn lagði hún
upp í járnbrautarferð vestur á.
bóginn. Þá gengu lestirnar
ekki samkvæmt neinni áætlun,-
heldur komu og fóru, eftir þv£
sem þurfa þótti. Flestir voru
málkunnugir. Þetta var á heit-
um, mollulegum degi, og leiðin
var löng. Allt í einu sáu far-
þegarnir fagra fjallatjörn við
brautina. Allir urðu þeir ásáttir
um, að gott væri að fá sér bað
þarna í hitasvækjunni. Lestiu
nam staðar og beið eftir bað-
fólltinu, en síðan var haldið á-
fram. Öðru sinni bar svo viö,
að farþegar þyrsti. Þá var num-
KVÖIÆþahkar.
Á morgun, 15. maí, heldur Jórunn Viðar píanóleikari tónleika í
Austurbæjarbíó. Á efnisskrá, sem er nijög fjölbreytt, eru lög
eftir Beethoven, Schumann, Shostakovich og Chopin.
PRENTVILLUPUKINN er
stundum að gera sér leik að
því að stríða okkur blaðamönn-
um og öðrum, og stökkva menn
stundum upp á nef sér, þegar
hann hefir brugðið sér á leik.
Hann getur lílta gert manni
illan grilrk stundum, en þess á
milli er hann bara skemmtileg-
ur, svo að hann betrumbætir
það, sem blaðamaðurinn —
eða einhver annar —- hefir lát-
ið frá sér fara.
❖ Um daginn birtist til
dæmis hér í blaðinu
klausa um það, að 'samninga-
menn rauðliða í Panmunjom
hefðu verið krossaðir fyrir á-
gæta frammistöðu á fundunum.
Allt var það rétt í sjálfri fregn-
inni, en prentvillupúkinn hafði
hinsvegar hönd í bagga, þegar
fyrirsögnin var sett, því að þar
stóð, að mennirnir hefðu verð-
skuldað „kossana“. Þetta var
vitanlega dálítið annað, svo að
það var leiðrétt í flýti, og komst
þessi villa því ekki fyrir allra
sjónir, sem Vísi lesa.
En einn lesandi blaðsins,
sem sá þessa prentvillu
og kom um leið auga á það, sem
margnefndur púki hafði vafa-
iaust í huga, hringdi samstund-
is til blaðsins og benti á þetta.
Hann benti á það, að prentvillu-
púkinn hefði vitanlega viljað
halda því fram, að hinir vösku
samningamenn rauðliða hefðu
fremur verðskuldað koss á
kinnina frá föður Stalin en ekki
þessar borgaralegu skraut-
fjaðrir sem krossar eru.
♦ Svona geta handaverk
prentvillupúkans komið
mönnum í gott skap — stund-
um. Það ér þó ekki alltaf, því
miður. En oft getur verið gam-
an að rifja það upp, sem hann
hefir lagfært eða fært úr lagi,
því að þá kemur sitthvað'
skringilegt frá hans hendi. Eg”
man til dæmis eftir því, að
fyrir mörgum árum kom.
klausa í einhverju blaðanna um.
það, að bifreið hefði ekið á brú.
Þar stóð eitthvað á þessa leiðr
„Bifreiðin varð fyrir miklum.
skemmdum en frúna sakaðiL
ekki.“
$ Margt fleira mætti telja,
ef vel væri að gáð, en þv£
skal sleppt að sinni. En eg tek
það fram, að sé einhverjar vill-
ur í því, sem skráð er hér að
ofan, þá hefir prentvillupúkkm
verið þar að verki! ,