Vísir - 17.05.1952, Page 1
42. árg.
Laugardaginn 17. maí 1952
110. tbl.
Skemmdir í Krýsuvík af
völdum jaröskjálfta í gær.
Eliiii inælðiiioa fér ár
í gærdag, laust eftir kl. hálf
l>rjúT, varð vart við allsnarpan
jarðskjálftakipp í Reykjavík
•og á ýmsum stöðum um
Reykjanes, en miklu snarp-
astur mun hann hafa orðið í
Krýsuvík.
í Krýsuvík olli hann nokkru
tjóni því þar féll niður lengja
af röraleiðslum í gróðurhúsi og
hlutust af því nokkrar
skemmdir. Ennfremur datt
leirtau af hillu og brotnaði,
klukka, blómsturvasar o. fl.
Telur fólk í Krýsuvík að
kippur þessi hafi verið allmiklu
snarpari en um daginn. Eftir
að fyrsti kippurinn fannst,
komu 3—4 kippir en mun væg-
ari og síðan fundUst smáhrær-
ingar öðru hvoru fram eftir
degi.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um sem Vísir fékk hjá Veður-
stofunni hafði orðið vart alls
13 jarðskálftahræringa á tíma-
bilinu kl. 14.30—16.00 í gær.
Fyrsti kippurinn var lang harð-
astur og var álíka snarpur og
sá sem gerði vart við sig fyrr
í vor. Var hann það harður að
einn jarðskjálftamælirinn fór
úr skorðum eins og þá.
Upptökin eru ekki á sömu
slóðum og jarðskjálftinn um
daginn. Þau virðast vera eitt-
hvað sunnar en fjarlægðin þó
áþekk, eða nálægt 30 km. frá
Reykjavík. Það er ekki unnt
að segja nákvæmlega til um
fjarlægðina, þar sem ekki er
vitað með vissu hvað jarð-
skjálftaöldurnar fa.ra hart í
þeim berglögum, sem hér eru.
1 Keflavík fannst snarpur
kippur á sama tíma og hér í
Reykjavík, í Grindavík var
hann vægari miklu og í Hvera-
gerði urðu menn hans naumast
varir.
Eldgos á ftlýja-
SiíhissÉýómin su'sas'tit' orðsendinaju MBr&taz
Fjögurra mílna landhelgi var í
gildi fyrir samninginn 1901.
Telur ennfremur, að hvert ríki megi ákveða hana
innan sanngjarnra takmarka.
Eidtir á SkóBa-
wöréesfilg !fj.
Einlcaskeyti frá AP. —
Auckland í morgun. —
Eitt af þrem helztu eldfjöll-
um á nyrðri eyju Nýja Sjá-
lands er byrjað að gjósa. ’ ;t
Hófst gosið með mikilli
sprengingu, og þeyttust 50 lesta
þungir klettar langar leiðir.
Reyk mikinn leggur upp í 6000
m. hæð frá gígnum.
Vaka heitir
á stúdenta.
Stórn Vöku, félags lýðræð-
issinnaðra stúdenta, leggur
áherzlu á hina miklu nauðsyn
þess, að þjóðareining náist um
kjör forseta íslands og heitir á
alla stúdenta að stuðla eftir
megni að kosningu séra Bjarna
Jónssonar víglubiskups.
Kl. 17 í gær var slökkviliðið
kvatt á Skólavörðustíg 19, sem
er steinhús, en bar hafði komið
upp eldur í herbergi á annarri
hæð.
Þegar slökkviliðið kom, var
mikill reykur í herberginu og
talsverður eldur. Var hann
fljótlega slökktur. Talsverðar
skemmdir urðu á herberginu og
munum, sem þar voru. útvarps-
viðtæki, legubekk o. fl.
Eldsupptök voru sennilega
þau, að bilað hefir útvarps-
leiðsla og kviknað í einangrun-
inni, en leiðslan lá yfir svefn-
legubekk, sem þarna var, og í
honum kviknaði.
Forsetakjör á
frlandi 10. júní.
Dublin (AP). - Sean O’Kelly,
forseti írlands, hefir ákveðið
að vera í k.jöri við forseta-
kosningar, sem fram eiga að
fara þ, 10. júní næstkomandi,
en forseti íilands er kosinn
til sjö ára í senn. Enn hefir
ekkert annað framboð komið
fram. Kjörtímabil hins nýja
forseta hefst 25. júní n.k.
1S j örgiinarflugvél
leit að bilaöri
Sú bilaða — annar HreyfiBI hennar halði
stöðvazt — komst til Kefíavíkur.
Leit hafin á landi — undir-
biiín 85 5* lofti.
Saknað er amerískrar
flugvélar af Keflavíkurflug-
velli, sem flaug austur með
landi eftir hádegið í gær.
Leit er þegar hafin og verð-
ur leitað bæði á landi og úr
lofti.
Um hádegisbilið í gær til-
kynnti áhöfn amerískrar eftir-
litsflugvélar, sem var á flugi
fyrir suðaustan land, að hún
væri í vanda stödd.
Hafði annar hreyfill flugvél-
arinnar bilað og stöðvazt, svo
að óvíst var, hvort vélin mundi
ná til Keflavíkur. Var þá þeg-
ar gerð út björgunarflugvél til
að svipast eftir þessari og fylgj-
ast með henni. Fór hún af stað
kl. 13,16 og hafði samband við
Keflavíkurflugvöll síðast kl.
14,35 og var þá ekkert að henni.
Síðan hefir ekki til hennar'
spurzt, en bilaða flugvélih
komst heilu og höldnu til
Keflavíkur á öðrum hreyflin-
um.
Með flugvél þeirri, sem sakn-
að er, eru fimm menn úr ame-
ríska flugherum. Hafði flug-
vélin benzín til 12 stunda flugs,
en óttazt var um það þegar kl.
7,30 í gærkvöldi, þegár Vísir;
átti tal við flugherstjórnina í
Keflavík, að vélin mundi ekki
vera á flugi, en þó voru um
það bil 5 klst. liðnar, síðan
heyrzt hafði til hennar síðast.
Samkvæmt upplýsingum sem
bárust austan úr Rangárvalla-.
týnist í
ílngvél.
sýslu síðdegis í gær hafði heyrst
til flugvélar, og hún reyndar
sést á tveimur bæjum í Austur-
Landeyjum á tímabilinu kl.
2—3 og getur það komið heim
við flugtíma og staðarákvörðun
hinnar söknuðu flugvélar, Veð-
ur var um þetta leyti hvasst en
ekki mjög þungskýjað þar
eystra.
f gærkveldi voru gerðir út
tveir flokkar björgunarsveitar
og þeir sendir austur undir
Eyj afjöll. Voru 6—8 menn í
hvorum flokki, búnir sjúkra-
vörum og tækjum og með tal-
stöðvar. f öðrum flokknum
voru skíðamenn, en fjallgöngu-
menn í hinum. Var gert ráð
fyrir að þeir færu í býti í morg
un upp á Éyjafjallajökul og í
nærliggjandi fjöll og óbyggðir.
í gærkveldi og nótt átti að
skipuleggja leit úr lofti, þannig
að flugvélar gætu lagt af stað
strax og birti til.
Mánudaginn 12. j3.m. afhenti
utanríkisráðherra sendiherra
Breta svar íslenzku ríkisstjórn-
arinnar við orðsendingu brezku
ríkisstjórnarinnar, varðandi
hinar nýju reglur um verndun
fiskimiða umhverfis ísland, sem
sendiherrann afhenti utanríkis-
ráðherra 2. b.m. Svarið er í
meginatriðum á þessa leið:
í upphafi segir að ríkis-
stjórnin hafi athugað orðsend-
ingu brezku stjórnarinnar varð-
andi nýju landhelgisreglugerð-
ina. Rakinn er gangur málsins
frá því er samningnum frá
1901 var sagt upp, en þá var
talið æskilegt að viðræður færi
fram milli ríkisstjórna íslands
og Bretlands um fyrirætlan.r
íslendinga. Ólafur Thors fór í
jan. s.l; til Bretlands til að ræda
við brezku ríkisstjórnina og
skýrði henni þá frá sjónarmió -
um íslendinga. Lagði haim
áherzlu á að við gætum ákveoi ð
landhelgina á sama hátt 0o
Norðmenn og málið væri undir-
búið á þeim grundvelli.
Bretar töldu aftur á móti a
gera bæri nýjan samning um
þetta mál. Atvinnumálaráðh.
lagði þá á það höfuðáherzlu
að fyrirætlanir okkar væru í
samræmi við alþjóðalög, og
ekki væri hægt með milliríkja-
samningum að afsala réttinum
til einhliða ákvörðunar um svo
mikið velferðarmál þjóðarinnar.
Þetta sjónarmið var endurtekið
í erindi 17. marz 1952. Síðan
segir í svarinu að við þessar
umræður hafi ekki verið hægt
að samræma sjónarmiðin.
í orðsendingu Breta 2. maí
er gagnrýnd grunnlínan, sem
dregin er fyrir Faxaflóa. í svar-
inu er gagnrýninni mótmælt
og haldið fram að lína sú, er
Bretar stungu upp á sé óeðlileg'
miðað við staðhætti. Segir þar
svo: ,,Hin eðlilegu takmörk
Faxaflóa eru yztu mörk hans.
Að norðanverðu eru eðlileg
mörk grunnlínustaður sá, sem
valinn var (Gáluvíkurtangi)
eða e.t.v. jafnvel Hraunvör
(grunnlínustaður 41.) Að sunn-
an þrjár eyjar, sem mynda
framhald af meginlandinu og
framlengja þannig fauces terr-
arum. Grunnlínustaður nr. 39
er Eldeyjardrangur, sem er
lítil eyja í rúmlega mílu fjar-
lægð frá Eldey, en milli Eldeyj-
ar og lands er fjarlægðin 7 3
mílur. Ýmsir hafa talið, að no-a
hefði mátt Geirfugladrang sem
grunnlínustað, bæði fyrir lok-
un Faxaflóa og fyrir beina llnu,
sem dregin væri í Geirfugla-
sker. Jafnvel þótt slík aðferð
hefði verið viðhöfð myndi fisk-
veiðilandhelgin einungis hafa
náð yfir gömul og alkunn ís-
lenzk fiskimið, og miðað hefði
verið við „hagkvæmar þarfir
og aðstæður allar“, án þess að
Frh. a 8. síðu.
Eisenhower hefir
kvatt Breta.
Einkaskeyti frá AP.
París x gær.
Eisenhower er kominn aftur
að aflokinni kveðjuheimsókn
sinni til Lundúna.
Hann kvaðst vera þess full-
viss, að tilraunir hinna frjálsu
þjóða til að varðveita friðinn,
myndu ná tilgangi sínum, ef
þær væru samhuga og samtaka.
Andlegur máttur ætti að vera
j þeirra mesta stoð, þar næst
; efnahagslega sterk aðstaða og
|í þriðja lagi hernaðarlegur
I styrkleiki.
35.690 á kjörskrá hér.
Um 900 þeirra mega þó ekki kjósa þ. 29. júní.
Samkvæmt upþlýsingum fráog uppfylla búsetuskilyrði o. s.
Manntalsskrifstofunni eru
35.690 manns á kjörskrá hér í
bænum.
Kjörskráin er í gildi frá 15.
júní þ. á. til 14. júní 1953. Frá
ofannefndum kjósendafjölda á
kjörskrá munu dragast um
900, sem hafa ekki kosningar-
rétt 29. júní, en fá harín síðar
á gildistíma kjörskrárinnar.
Rétt til að taka þátt í for-
setakjöri hafa allir þeir, sem
uppfylla skilyrði til þess að
kjósa til Alþingis, þ. e. eru
orðnir 21 árs, eru fjár síns í’áð-
andi, hafa óflekkað mannorð
frv.
Við seinustu bæjarstjórnar-
kosningar hér í bænum var í
fyrsta sinni kosið á þremur
stöðum, því að vegna fjölgunar
í bænum og útþenslu hans, var
orðið ófært að hafa sama fyr-
irkomulag og þegar aðeins var
kosið í Miðbæjarbarnaskólan-
um og Iðnskólanum gamla.
Verður vafalaust kosið á þrem-
ur stöðum framvegis, þ. e. í
Miðbæjar-, Austurbæjar- og
Laugamesskólunum. Aukadeild
verður sem áður í Elliheimil-
xnu.