Vísir - 17.05.1952, Síða 5
Laugardaginn 17. maí 1952
V 1 S I B
!»
hefst á Iþróttavellinum á morgun kL 2. — Keppt í 9
spennandi íþróttagreinum. — Sama lága verðið. —
i Aliir á völiinn.
Straus — sem er óskyldur
hinum frœgu Strauss-um, en.
þó Austurríkismaður; Hann eir
enn á lífi, og er frægasta óper-*
etta hans „Valsdraumur.“
ig yður fellur við land hans og
þjóð við nánari kynni. Að þeirri
kynningu lokinni eigið þér
hægara með að taka framtíðar-
ákvörðun.
SmáMeiftur úir 700 úrtt söt/it Stakkhúitns:
Þegar borgarbúar voru 70.000,
nægðu þeim ekki færri en 700 krár.
I elztu hverfunum má að sögn kyssast
milli húsa þvert yfir götur.
Nýlega hélt sænski sendi-
kennarinn, frú Gun Nilsson, há-
skólafyrirlestur um Stokkhólm
700 ára. Grein sú, er hér birt-
ist, er samin með hliðsjón af
þeim fyrirlestri, þar sem brugð-
ið var upp smáleiftrum úr 700
ára menningsögu Stokkhólms.
Árið 1252 er Stokkhólms
fyrst getið í handriti og miklu
eldri er byggðin á þessum stað
ekki. Á þeim tíma var Stokk-
hólmur ekki mikill fyrir mann
að sjá, aðeins fáein hús krigum
kastalann, en núverandi höf-
uðborg Svíþjóðar var fyrst
byggð sem vígi og var tilgang-
urinn sá að koma í veg fyrir að
hérskip óvinanna kæmust inn
á Löginn. Öðrum hlutverkum
virðist staðnum þó brátt hafa
verið ætlað að gegna, enda leið
ekki á löngu áður en Stokk-
hólmur var orðinn miðdepill
viðskipta og í lok 13. aldar
var hann orðinn einn f jölmenn-
asti bær landsins. Konungurinn
Magnús Hlöðulás sýndi tryggð
sína við bæinn með því að
leggja svo fyrir, að hann skyldi
jarðsettur þar. Grafreiturinn er
í Grámunkabræðrakirkju, sem
nú hefir kastað miðaldablæn-
um og nafninu með og nefnist
nú Riddarahólmskirkja, en
duft Magnúsar konungs er á
sínum stað eins og ekkert hafi
í skorizt. Á liðnum öldum hefir
duftið hlotið félagsskap, sem
drottni sæmir, því allt frá því
á 17. öld hafa Svíakonungar
verið jarðaðir þar.
Mjóar götur
og ástarkossar.
Stokkhólm miðaldanna get-
um við ósöp vel hugsað okkur
þótt gömlu tréhúsin séu horfin,
en þau voru byggð þannig, að
gaflarnir snéru út að götunum
og stundum var efri hæðin
byggð yfir götuna og geta menn
þá hæglega. hugsað sér breidd
hennar. Sá sem gengur gegnum
þann bæjarhluta, sem nú er
kallað „Gamla stan“, getur
varla annað en orðið hugfang-
inn af andrúmslofti sögunnar,
sem birtist daglangt og árlangt
í háreistum húsum og stígum
sem eru svo þröngir, að sagt er
að blóðheitir elskendur geti
teygt sig út um gluggana á efri
hæðunum og látið varirnar
mætast í ástríðuþrungnum
kossum æsku og ástar.
Við þessa stíga var lífi mið-
aldanna lifað, hér bjuggu iðn-
aðarmenn og kaupmenn, sem
ráku verzlun gegnum göt á
veggjunum, sem lokað var með
hlerum. Á þessum tíma var
iðnaðarmönnum sömu iðn-
greinar ætlaður staður í sömu
götu og geymist minning þess
enn í nafninu Skomakaregatan.
Þá beittu Stokkhólmsbúar kúm
sínum utan við bæinn á sumrin
en á þeim tíma árs máttu svínin
ekki vera þar, sennilega sökum
þess, að lyktin af þeim hefir
ekki þótt sem ákjósanlegust.
Hinsvegar áttu geiturnar frið-
Jand í bænum allt árið og
kroppuðu þær makráðar kvið-
fylli sína á grasþökum hús-
anna. Niðri við höfnina var líf
og fjör á ferðum ekki sízt þar
sem þýzku skúturnar lögðu að
landi og ölið var flutt í land, en
ölþamb var óhemjumikið á
þessum tíma sökum þess hversu
mikið var borðað að söltuðum
mat. Margt nútíma fólk myndi
ekki skilja hversu mikið hver
og einn gat drukkið af öli í þá
daga.
Langvarandi
þýzk áhrif. f
Stokkhólmur var að miklu
leyti þýzkur bær á þessum ár-
um og þýzkra áhrifa gætti lengi
fram eftir öldum. í rúma öld
Konungshöllin í Stokkhólmi.
Ráðhús Stokkhólmsborgar
voru Svíar öðru hvtíju í sam-
bandi við Dani, en sem kunn-
ugt er reyndu danskir konung-
ar að stjórna öllum Norður-
löndum eftir því, sem þeim
þótti hentast, en sú ráðs-
mennska líkaði sumum Svíum
miður og urðu oft allmikil
átök milli þjóðanna þess vegna.
Frægasti atburðurinn úr þeirri
sögu ér blóðbaðið í Stokkhólmi,
en þá lét Kristján annar Dana-
konungur hálshöggva 82 helztu
menn Svía á Stóratorginu.
Þessi mikilhæfi konungur hefir
af þessum sökum fengið viður-
nefnið Kristján harðstjóri í
sögu Svía, en eitt af þjóðskáld-
um íslendinga hefir ort um
hann kvæði, sem hefst með
þessum orðum: „Ógnar mér
hinn eyðílegi ólánssvipur
þinn.“ Algerlega losnuðu Svíar
ekki við- yfirráð Dana fyrr en
1523 þegar Gustav Vasa varð
konungué í Svíþjóð.
Upp úr því fór Stokkhólmur
að taka stakkaskiptum. Að
boði ■ konungs var tréhúsum
fækkað en steinhús reist af
grunni. Ekki var samt neinn
tignarsvipur kominn á borgina
1581 að dómi Frakka, sem þá
var þar á ferðalagi. Frakkinn
segir í hálfgerðum fyrirlitn-
ingartón, að hann hafi heimsótt
kaupstað einn, sem Stokkhólm-
ur nefnist. í bæ þessum hýsi
Svíar konung sinn þar eð eng-
mn bær sé betur víggirtur í
ríkinu og verzlun ekki á öðr-
um stað blómlegri.
Stórstígar
framfarir.
Ef Frakkinn hefði komið til
Stokkhólms noltkrum áratug-
um síðar, hefði honum áreiðan-
lega litizt öðruvísi á sig. Þá var
Svíþjóð orðin stórveldi og hall-
'ir voru reistar í höfuðstaðnum.
Sænsku aðalsmennirnir hurfu
heim úr 30 ára stríðinu í
eftir sat „hnípin þjóð í vanda“.
Þýzkalandi ríkir að herfangi
og ein höllin eftir aðra reis upp
víðsvegar í Svíþjóð. En Stokk-
hólmur fór ekki varhluta af
byggingatízkunni. Allir vildu
byggja, borgarar byggðu, að-
allinn byggði og konungurinn
byggði. ítali, sem kom til
Stokkhólms 1624 segir að slík-
ar byggingar sé hvorki að finna
í Frakklandi né Þýzkalandi,
heldur verði menn að fara allt
til Ítalíu til þess að koma auga
á jafnoka þeirra. Stokkhólmur
hafði fengið sérréttindi í ríkinu
og íbúafjöldinn fimmfaldaðist
á 30 árum eða úr 7—-8000 1630
í 35—40.000 1660.
Stjórn stórveldis kostaði vit-
anlega fleiri embættismenn en
stjórn Svíþjóðar einnar, en alla
17. öldina og fi-am á þá 18. voru
Svíar ein voldugasta þjóð
heimsins unz Karl 12 vann hina
frægu Pyrrusarsigra sína og
Á öld
Bellmans.
En þjóðin virðist ekki syrgja
til lengdar. í byggingarstílnum
hverfur þungi stórveldisstíllinn,
„barok“,og í staðinn birtist létti
rokokostíllinn. Léttleiki virðist
vera dægurlag aldarinnar og
íatt að segja eigum við bágt að
hugsa okkur átjándu öldina
óðru vísi en sem öld Bellmans.
Þetta er öld heitra ásta og
hljómfagurra tóna, öld lífs-
nautna og lífsgleði. Siðapostul-
ar höfðu vafalaust haft sitt hvað
við lífið að athuga á þessum
tímum. íbúunum hafði fjölgað
í 70,000, en þessi 70,000 gátu
ekki komizt af með minna en
700 krár. í sumuni húsum á
Österlánggötunni voru jafnve?
fjórar, og engin undur að ein-
staka borgarar rötuðu ekki
alltaf beinustu leið heim til hús-
freyjum4ar ef þeir voru á annað
borð farnir að athuga hin ýmsu
vængjatök lifsins.
Hirðin gekk á undan mec?
góðu fordæmi. í dagbók Hedvig:
Elisabetar Charlotte stendur rn.
a. þetta: Dagskrá nýja ársins
1777 er á þessa leið. Á sunnu-
riögum dansieikur, mánudögurt
og fimmtudögum ópera, þriðju —
dögum opinber móttaka og mið -
c egisverður, miðvikudögunv-
franskt leikrit, föstudögum:.
grímudansleikur, laugardögunx.
sleðaferð eða miðdegisverður.
Þetta kallar prinsessan reglu-*
bundið líf.
Átök og sókn i
til frelsis.
Nitjánda öldin var ekki eina
„heillandi“ og sú átjánda.
Þá hefjast átök milli valdhafv.
cg borgara um kjarabreyting '
ar og þá heimtar þjóðin meira.
írelsi af byltingarhershöfð-
ingjanum, sem öldur Napóleons;
styrjaldarinnar höfðu skola®
alla leið upp í hásæti Svía-
konungs. Þessi gáfaði maður-
\ arð íhaldssamur með aldrinum-
evo frelsið var ekki sérstaklega.
auðsótt til hans.
Síðustu hundrað árin hafa.
breytt svip borgarinnar. 185(»-
komst íbúatalan upp í 100.000,.
árið 1900 voru íbúarnir orðmr
300.000, 1950 745.000. Árið 1853;
/ékk borgin götuljós, alCöngit
seinna vatnsveitu og skolp-
leiðslur, 1860 ekur fyrsta járn-
brautarlestin inn í borgina, 188‘Jr'
cr undraverkið Katarinahisserx
'•'ígt, öld tækn:.rmar er hafm. —
Bær gömlu borgaranna ger-
breytist og ef þeir mætti rísa
upp úr gröfum sínum myndu
þeir alls ekki þekkja sig í nýja
umhverfinu.
Háreistar og "krautlegar hall-
ir eru notaðar sem skrifstofu-
byggingar, enginn hefir efni á.
að búa í þeim lengur. Lífið-
trunar áfram með býsna hraða.
j eim hraða sem truflar rólega
hugsur. og alvarlega íhugun.
„Atján ára stúllca“ spyr: „Eg
er í hálfgerðum vandræðum
eins og stendur. Eg kynntist
nýlega ungum pilti, sem kann
eltki íslenzku, en það kemur
ekki að sök, því að eg tala móð-
urmál hans. Hins vegar kunna
foreldrar mínir ekkert mál
nema islenzku og þeim er illa
við, að eg gefi mig nokkuð að
útlendingnum. Getið þér gefið
mér nokkurt ráð?“
Svar: Þér eruð í sama vanda
stödd og fjöldi annarra kvenna
víðsvegar um heim. Þér verðið
að gera yður ljóst, að ef þér
hafið í hyggju að giftast út-
lenda piltinum eru mestar lík-
ur til, að þér verðið að setjast
að í heimalandi hans, og er þá
nánu sambandi við foreldra
yðar og önnur náin skyldmenni
að miklu leyti lokið. Þér skul-
uð gera yður ljóst, hvort þér
treystið yður til a4 gera svo
róttæka breytingu á högum
yðar. Eg myndi ráðleggja yð-
ur að dvelja um stund í heima-
landi piltsins og athuga, hvern-
„L. L.“ spyr: „Eg las í blaði
í fyrradag, að ferðir frá Dan-
mörku til Miðjarðarhafslanda
væru ótrúlega ódýrar. Get eg
snúið mér til nokkurra ís-
lenzkra aðila og fengið nánari
upplýsingar?“
Svar: Mér er ekki kunnugt
um hvort Ferðaskrifstofa rík—
isins hefir slíkar upplýsingar
á takteinum, en hinsvegar mua
hún eiga hægt með að afla
þeirra. Þessar ódýru ferðir,
sem þér talið um, eru hópferð-
ir, og verðið þér að tilkynna.
þátttöku í þeim með löngum.
fyrirvara til einhverrar er-
lendrar ferðaskrifstofu. Ferða-
skrifstofa ríkisins hefir ekki
enn fengizt við að skipuleggja
slíkar férðir.
„Fúgus“ spyr: „Hvað heitirr
aðallagið í kvikmyndinni „La
Ronde“, sem sýnd var í Nýja
bíó fyrir skemmstu?"
Svar: Það heitir La Ronde-
d’Amour, og er eftir Oskai*
— sem er óskyldur
enc