Vísir - 19.05.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 19.05.1952, Blaðsíða 5
Mánudaginn 19. maí 1952 V í S I R 5 Armann á hundaþúfunni. Svar við grein um Passíusáimana Einhver Ármann á Felli gerir grein mína um lestur Passíu- sálmanna, sem birtist í Mánu- dagsblaðinu 10. marz s. 1., að umtalsefni. Þessi Ármann er ekki svara verður, því hann er ekki sendibréfs fær, að mínu áliti, og hans andlega sjónar- hæð er ekki hundaþúfu hærri. Er því ekki von á himinflugi í greininni. Ármann er þriðji maðurinn, sem gerir greinina að umtals- efni. Er ekki nema gott eitt við því að segja, að greinin sé gagn- rýnd. Hitt er verra, að andstæð- ingar mínir virðast ekki kunna tök á verki því, er þeir taka sér fyrir hendur. Mín mikla sök á að vera, að eg tel sumt í Passíusálmunum leirburð og lélegt orð. Eins og alþjóð veit eru sálmarnir fullir af málleysum, bragleysum, hortittum og blótsyrðum. Greinarhöfundur hrekur þetta ekki, en telur goðgá, að á þetta sé minnst. Höfundur Passíu- sálmanna á, í augum greinar- höfundar, að vera hafinn yfir alla gagnrýni og þar með gerð- ur guðunum hærri, heilagri og friðhelgari. Höfundur sálmanna var bók- starfstrúarmaður, að gyðing- legum hætti. Hann trúði á sekt- arkenninguna og endurgjalds- kenninguna eins og höfðingi myrkranna. Á þann hátt ók höfundur Passíusálmanna vagni dauðans inn í ríki guðanna og gerði það að bókstafstrúarbæli. Hann leggst flatur fyrir drott- inn sinn í stað þess að mæta þar sem höfðingi með aðalsmark þess, að hann væri sonur hins hæsta. Hann er fullur af sektar- meðvitund og kvíðafullur fyrir refsivistinni í kvalastaðnum. Betur hafði sæmt honum, að mæta fyrir drottni sínum og herra í líkingu Jobs, bera höf- uðið hátt og viðurkenna ekki sekt hjá sér, en krefjast rétt- lætis. Mjög mikið af Passíusálmun- um er þannig úr garði gert, að órétt er að halda því að þjóð- inni og enda með öllu tilgangs- laust. Það á að velja úr sálm- unum hið bezta, gefa það út og kenna æskunni það, sem sí- gilt og uppbyggilegt er á öllum tímum, en láta hitt hverfa. Mér virðist greinarhöf. vera mér sammála, en bókstafstrúar- ofstækið, sem hann virðist hald- inn af, formyrkvar skynsemi hans svo að sál hans verður eins og tilnegld grútartunna, sem engin ljósglæta kemst niður í. Hún ríður ekki við einteym- ing heimska þessa Ármanns. Honum finnst Passíusálmarnir heilagt verk, höfundur þeirra heilagur maður, og maðurinn, sem las þá í Ríkisútvarpið, að þessu sinni, heilagur maður og stórmerkilegur snillingur. Það, sem hægt er að telja lesaranum til gildis, er, að hann er læs, en slíkt hefir um lang- an aldur ekki þótt nein höfuð- prýði á einum framar öðrum, þar sem þjóðin í sinni heild er læs. Mundi hver fulltíða maður geta lesið sálmana í útvarp, svo lesarinn hefir með þessum lestri sínum ekki lokið meistaraprófi eða afreksverki, sem skapi hon- um fremri virðingu, en vera bóndi í Dölunum. Það er mín sannfæring, að úrval eigi að gera úr Passíu- sálmunum. Sú sannfæring verð- ur ekki tekin frá mér og læt eg málið útrætt. X — Y. -----♦----- Ef ég mætti ráða. Yrði bókmenntamönnum okkar falið að kynna úrvals- bækur, bæði erlendar og inn- lendar, í útvarpinu öðru hverju. Yrði sú kynning að vera all- heilsteypt mynd af helztu höf- undum þeirra þjóða, sem við eigum mest menningarviðskipti við. Yrði reist vegleg myndastytta af vinsæla bæjarskáldinu okk- ar, Tómasi Guðmundssyni, og ætti Fegrunarfélagið að sjá um framkvæmd málsins að fengnu samþykki bæjarskáldsins. Yrði ekki hreyft við gamla Menntaskólanum, þótt nýr verði reistur, en gömlum menn- ingarvenjum hans haldið við eftir því sem kostur er á. Yrði veitt meiri alrnenn fræðsla um garðyrkjumál en gert er nú. Yrði afgreiðslurúm póststof- unnar í Reykjavík hagnýtt til fulls til þess að draga megi úr biðtíma þeirra sem þangað eiga erindi. Yrði ábyrgðarbréf borin heim til fólks. Yrði allt gert, sem unnt er, til þess að auka landhelgis- gæzluna, svo sem að fáa fýsi að stelast í landhelgina. Yrði úrvalskvikmyndir kynnt ar meira í blöðum en nú er gert. Yrði uppeldisfræðingum falið eftirlit með kvikmyndum. Yrði skipuð nefnd til þess að athuga, hvaða íslendingur muni eiga sæti í flestum launaðum nefndum, og skal honum síðan veitt nafnbótin nefndakóngur íslands. Yrðu öðru hverju veittar skynsamlegar sparnaðarráð- leggingar í blöðum og útvarpi. Yrði verkmná í skólum stór- um aukið. Yrði komið á almennum for- setaprófkosningum. Yrði Jóhannes Snorrason sæmdur heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu sem flug- maður og Björn Pálsson sæmd- ur fálkaorðunni fyrir sjúkra- flugið. Yrðu fræknustu flugmenn- irnir fengnir til þess að segja frá ferðum sínum í útvarpinu. Yrði reynt að gera þenna dálk örlítið skemmtilegri en hann er nú! Reykjalundur Eigum fyrirliggjandi eftir- taldar framleiðsluvörur okkar: Yinnuvettlinga — triplon Vinnuvettlinga — venjuleg tegund Náttföt — karlmanna og barna Yasaklúta Herrasloppa, Barnasloppa, Skerma — margar teg. Dívana HúsgagnafjaSrir Hótel — stálhúsgögn Sjúkrarúm Leikföng úr tré Krocketáhöld Leikföng — stoppuð Bollabakka Barnagrindur Barnarúm Allar upplýsingar í skrif- stofu S.I.B.S., Austurstræti 9, Reykjavík. Sími 6450, og í skrifstofunni Reykja- lundi. Gerið fyrirspurnir. Sendið pantanir. Vinnuheimili SÍBS Reykjalundi BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSI Innbrotsþjófnað þarf nú enginn lengur að þola bótalaust, ef trygging er fyrir hendi Leitið upplýsinga um iðgjöld og skilmála. / t>riií innbrot lnnhrot of þjótna^ um ftelgÍQa. |>ri“ in"bro'* SamskotabauK A. ir í tyrrinótt ,yrrin0H stollð- *fti • W™® Hjólbörðnm stolið Brotizt inn í sjúkra- sam,a8 Hafnarfjarðar ftrotiú '"H < »toliinaUmV^sVÍ^4enzVirsmábjd- innbrot í Kaupffelag Aðlon-bar IvB-,nnt>roiit»ni»ó» * araStaVa upp Suðurnesja í fyrrinótt neninnaskápur sprengdur upp (000 kr. og happ- crte"..aI ' kr,ln"m - ,i"-ri,t”r «*»»•»• ZOOpuno pct dræHismiðum slolið mvndu j§ff 4 ....... MiMDl INNB'.’k'. ™S'h Sfn/;t x^v,Sta5inn annað hundrað Þiófnaðir v að veri hjeribænum verið kærðir ^ í nót ^ 5000 W—* 4, h 't . fatnaðarþjólnaður.mikrll. *•” PMlinilil kljópfyty QJltf. Þióiarnir braska raeí þýfið. ^ ' brfá bióf %%• á UhiómZ Enn bro,iz* mn í Sjóto* Brefet m » torsktli samlag Hafnarfjarðaí- "^‘bátnwnfr' St°«ið heiur verið Spren9iefni stolið í uMitrJÍ* aratnÓtun 1vó "35» rírrr»bíhrm Hundrað þús. króna þjófnaður ^X^*ínnbrot^ *—«»■•*» V&Ztífi* ,nnbr0t;..( . 0,,i/ Kaupmaður kaupirstol- ^ - illórjijófaaSurinn »faa5oJ inn varning af börnuni Tryggmg er nauðsyn! Almennar Iryggingar hf. Austurstræti 10. Sími 7700. WW,V.V^V.V.V.%VV\\V%V%W.WAW.V.V.,AWVW^V KVÖLÐ/tahkaK EIGI alls fyrir löngu fékk eg I aukastarf, sem var í því fólgið | að hjálpa kunningja mínum við að flytja úr einni íbúð í aðra. Eg hef oft áður unnið að flutn- ingum bæði fyrir sjálfan mig og aðra, en samt voru þessir flutningar allóvenjulegir. Þessi ágæti maður átti sem sé þau ó- grynni af bókum, að slíks hef eg aldrei séð dæmi hjá nokkr- um lifandi manni síðan dr. Sigfús Blöndal leið. ö Þaxna voru fágætar, fallegar bækur, inn- bundnar í dýrmætt band, ís- lenzk úrvalsrit, fágæt forn- fræði, bækur á erlendum mál- um um allskonar efni, sem mörgum myndi þykja girnileg til fróðleiks. Þarna voru sígild ljóð og framúrskarandi skáld- sögur. ♦ Mikið hlýtur þessi maður að vera ánægður, hugsaði eg með sjálfum mér. Hann hlýtur að eyða flestum frí- stundum sínum innanhúss til þess að lesa í þessum góðu bókum. Við örlitla athugun kom þó í ljós, að mér hafði skjátlast. Maðurinn var alls ekki ánægður, og hann las alls ekki meira en gerist og gengur. Mynduð þér, lesandi góður, geta gizkað á orsökina? Senni- lega ekki, en eg skal geta henn- ar. Maðurinn er svo önnum kafinn við að vinna sér inn peninga til þess að geta keypt fleiri bækur, að hann ann sér bókstaflega ekki lestrarhvíldai’, ; og þó finnst honum gaman að Jesa! ; ♦ Þessi merkilegi maður ep sem sé bókasafnari, and- lega skyldur Árna Magnússyni, en sem betur fer húseigandi í Reykjavík, svo að hann fer tæplega með verðmætin úr landi! ♦ Eg fór að velta því fyrir mér, hvort svona menn. væru naúðsynlegir í þjóðfélag- inu, og komst að þeirri niður- stöðu, að það væru þeir vissu- lega. Þegar maðurinn er alluiy verður eftir glæsilegt bóka- safn, sem ber nafn hans, og almenningur nýtur góðs af. Ó- bornar kynslóðir heyja sér fróðleik í fallegu bókunum hans, og unglingar, sem vilja eignast eitthvert „ideal“, hugsa með aðdáun um þenna mikla fræðimann, sem þeir halda acS hafi kunnað allt utan að, sem. í bókunum stendur. ♦ Þessi maður er safnari í góðri merkingu, því acT hann safnar miklu af því bezta, sem afreksmenn hafa gert á langri ævi og hann fer vel mecS safnið sitt. Þegar hann flytur, lætur hann bækurnar varlegá í mjúka pappakassa, strýkur af þeim rykið og tekur þær- varlega upp úr kössunum á. nýja heimilinu, sem okkar á. milli sagt er stærra en hið; gamla vegna þess að maðurinnt. komst naumast fyrir lengur á því gamla — fyrir bókum. Svona vinna sumir íslendingar enn áf miklu kappi að áhuga- málum sínum. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.