Vísir - 19.05.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 19.05.1952, Blaðsíða 4
Mánudaginn 19. maí 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstrasti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Flokksagi e&a skoianafrelsi. TT'inræðisstefnur þær, sem uppi eru eða hafa verið í heim- inum hafa leitt til þess á síðustu árum, að starfsemi lýð- ræðisflokkanna hefur færst í annað og verra horf en áður var. í sjálfsvörn hafa flokkar þessir tekið upp flokksaga innan sinna vébanda, sem í því felst að mönnum er gert skylt áð hlýða flokkssamþykktum, að viðlögðum afarkostum, ef út af er brugðið. Flokkssamþykktum cr VcnjuicBa nagað að vilja eins eða fleiri manna, sem með völd fara í hlutaðeigandi lýð- ræðisflokki hverju sinni, og engin trygging er fyrir því, að þær séu hyggilegar eða verjanlegar gegn gagnrýni heilbrigðrar skynsemi. Þeir menn, sem með trúnaðarstörf fara í flokkunum, og þá ekki sízt þeir, sem valdir hafa verið til sóknar og varnar í blaða- mennsku eða á mannfundum, geta ekki bundist flokksaganum skilyrðislaust, þannig að þeir gerist málsvarar þess, sem þeir telja sjálfir rangt, spillt eða óheilt. Þessa menn getur einnig greint á við flokkinn um beitingu flokksagans, sem vitanlega hlýtur að miðast við hagsmunamál hans, en ekki utangátta- sjónarmið, sem lítil eða engin áhrif hafa á stefnu hans eða starfsemi. Ágreiningur um beitingu flokksagans eða sérstaða einstaklinga í vandamálum, — sem ekki eru bein stefnumál flokksins, —- geta ekki leitt fyrirfram til dómsáfellis þeirra, sem atkvæðum kunna síðar að verða bornir. Flokksaginn er einkamál hlutaðeigandi samtaka, sem á að beita og útkljá innan þeirra, en hvorki í blöðum né á almennum mannamótum, sem ekki eru á vegum flokksins. Æsingastarfsemi í sambandi við forsetakjör það, sem fyrir höndum er, getur tæpast leitt til farsælla lykta, enda eðlilegt og sjálfsagt að þar hagi hvér einstaklingur atkvæði sínu eftir því, sem hann telur þjóðinni henta og vel getur verið í fullu samræmi við vilja flokksstjórnanna. Þeim mun minni ástæða er til slíkra æsinga manna á meðal, sem allir þeir menn, sem í kjöri verða eru menn ágætir og munu vafalaust rækja störf sín samvizkusamlega. Athyglivert er í þessu sambandi að tíðast eru það grunnhyggnustu og nasbráðustu þusararnir, sem hæst hafa um brot einstaklinga á flokksaganum, þótt flokks- stjórnirnar sjálfar ræði málin af skynsemi og rökum eða hleypi- dómaleysi. í sambandi við forsetakjörið er hyggilegast að klæði séu borin á vopnin. „Kalt höfuð“ ræður tíðast hyggilegri úr- lausn en heitar tilfinningar. fslendingahús erlendis. TT'lestar norrænar þjóðir hafa keppt að því að eignast bæki- stöðvar í stórborgum meginlandsins, en einkum þó þar, sem námsmenn eru að staðaldri frá hlutaðeigandi þjóðum. Tíðast eru áhugasamir einstaklingar og stúdentasamtök hér að verki, en um opinberan stuðning til kaupa á stórhýsum er ekki að ræða. í þessum húsum, sem venjulega eru kennd við hlutaðeigandi þjóð eða land, eru samkomusalir, þar sem land- arnir geta hitzt, ýmist á samkomum eða til skrafs og ráðagerða við ódýrar veitingar. Þá geta menn fengið þar inni um langan tíma eða skamman og hefur það komið sér vel á síðustu árum, þar sem gistihúsaskortur hefur verið tilfinnanlegur svo að segja í öllum borgum meginlandsins. ■ íslendingar í Kaupmannahöfn hafa ráðist í fjársöfnun, sem að því miðar að fest verði þar kaup á „íslendingahúsi“, enda verði rekstur sniðinn eftir því sem tíðkast um sambærileg hús erlendis. í Kaupmannahöfn munu vera um 2000 íslendingar, og er þar stærsta nýlendan, ef frá 7;r talinn Vesturheimur, þ.e.a.s. Canada og BandariKin. Ekki þarf í rauninni mikið átak til að festa kaup á hentugu húsi í Kaupmannahöfn, þótt byggingar hafi hækkað mjög í verði þar sem annarsstaðar. Húsaleigu hefur þó verið haldið mjög niðri í dönskum. borgum, en af því leiðir að leigugjald eftir húsin segir nokkuð til um söluverðið. íslendingafélagið í Kaupmannahöfn á þegar nokkurt fé í sjóði, og töluverð upphæð hefur safnazt hér heima, þótt enn sé langt í land að fullnægj- andi sé. Má telja víst að Hafnarstúdentar og aðrir þeir, sem eytt hafa ævi sinni að einhverju leyti þar í borg, hafi fullan hug á að styðjá þessa viðleitni og bregðist vel við, er til þeirra er leitað um styrk og framlög. Æskiiegast væri og rétt er að stefna að því, að samtök ís- lendinga eignist bækistöðvar í helztu borgum meginlandsins og Bretlandseyja, en þetta -verður þó áð. miða við þá stáði, sem ■sóttir eruaf námsmönnum, eðaþar sem.íslendingar hafa tekið sér bólfestu að emhverju-xáði.: Koma 'hér ekki nema. fáar borgir til greina, en vel væri því fé varið er til slíks rynni. — Þjofnaðirnir. Framh. af 1. síðu. reiðinni R-5174 hefði verið stolið frá Sörlaskjóli 17. Skömmu síðar fann lögregl- an bifreiðina á gatnamótum Hringbrautar og Sóleyjagötu og var hún þá bensínlaus orð- in. Lögreglan náði í eigandann og fór ásamt honum á staðinn þar sem lögreglan lét bensín á hina stolnu bifreið til þess hægt væri að aka henni burt. Bar þá að bifreið frá Hreyfli og kvéðst bifreiðarstjóri henn- ar nokkru áður hafa séð Fordbifreið í fylgd með R-5174. En rétt í þessum svifum kom bifreið akandi vestur Hring- braut, og er bílstjóri hennar veitti lögreglubílnum athygli snarsnéri hann bifreið sinni og þeytti um leið bílhornið af kappi. Lögreglan ók þegar af stað og hugðist elta bílinn, en þá bar að svarta Fordbifreið er kom á móti lögreglunni. Ætlaði Fordinn þá líka að snúa við, en einn lögreglumanna brá við fljótt, hljóp á eftir Fordinum og náði haldi á framhurð hans þegar hann var að beygja upp| á Smáragötu. Með snarræði Aflakóngar framtíðarinnar Mynd þessi var tekin s.l. laugardag, þegar 20 ungir sjógarpar héldu í fyrstu veiðiferðina. Piltarnir eru á sjóvinnunámskeiði Vinnuskóla Reykjavíkurbæjar. Myndin var tekin, er m.b. Dagur var að leggja frá landi kl. 6 á laugardagskvöld. Ungu sjómennirnir eru 20 talsins og munu þeir ekki koma aftur, fyrr en þeir hafa aflað eitthvað. Dagur er traustur 70 lesta bátur. Skipstjóri er Annilius Jónsson. tókst lögreglumanninum að komast upp í bifreiðina og slökkva á henni svo að hún I stanzaði. í bifreiðinni voru 2 ungir menn. Hafa þeir játað að hafa verið 3 saman og stolið 3 bif- reiðum, en það voru auk R-5174 R-510 og R-1713, en þriðja bif- reiðin fannst svo rétt á eftir Pan Amerícan World Airways tilkynnir Veg na áframhaldandi skömmtunar á flugvélabenzím verða vöru- flutningar með flugvélum félagsins mjög takmarkaðir nema nauð- synlegustu lyfjavörur. Farþegaflug verður eins og áður austur alla miðvikudaga frá New York um Keflavík til Prestvíkur, Amsterdam og Frankfurt. öll föstudagskvöld vestur frá Frankfurt, Amsterdam, Prestvík um Keflavík til New York. G. Helgason & Melsted h.f. Aðalumboðsmenn. Sími 80275. * BERGMAL + Mönnum verður eðlilega tíðrætt um varnarlið Banda- ríkjahers, sem hér hefir aðset- ur sitt hér. Einkum eru menn á mismunandi skoðun um hvort heppilegt sé að leyfa þeim ó- hindraðan aðgang að öllum skemmtistÖðum hér í Reykja- vík. Eins og kunnugt er var hermönnum um skeið óheimilí að koma inn á greiðasölustaði, sem reknir eru af Silla og Valda. Menn úr varnarliðinu höfðu nær alveg lagt undir sig kaffihúsið á Laugaveg 11 og höfðu íslenzkir gestir kvartað undan því, að er þeir kæmu þangað til þess að drekka sitt eftirmiðdagskaffi fengju þeir ekkert sæti. Banninu aflétt. Ýmsum þótti staðurinn skipta, um svip, þegar varnaxiiðsmenn hættu að koma,. og til hins hetra. :Éii bann þetta stóð •.samt; ,ekki lengi yfir, og hefir. því verið aflétt, og er mér ókunn- ugt um orsakirnar til þess. Fannst mér, sem öðrum, að vel mætti vera til þeir staðir í Reykjavík, sem hægt væri að sækja, án þess að vera í návist varnarliðsmanna, og þeim stelpufans, sem ávallt virðist sigla í kjölfar þeirra. Sérstök veitingahús. Það er auðvitað að hvorki er rétt né sanngjarnt að meina varnarliðsmönnum aðgang að öllum skemmtistöðum eða op- inberum veitingahúsum, þar sem um er að ræða varnarher íslendinga jafnt og annarra þjóða, sem aðilar eru að varn- arsáttmála Atlantshafsríkj- anna. ,Aftur á móti er vandinn, sem af veru liðsins stafar' of augljós til þess að gengið verði þegjandi framhjá honum. Of miklar tómstundir. ' , Vgmarliðsmenn vii-ðast hafa of miklar tómstundir og geta eytt miklum tíma í skemmtan- ir, enda er svo komið nú, að þeir fylla flesta skemmtistaði. Einkum virðast þeir nú hafa lagt undir sig Hótel Borg, sem er fullkomnasti skemmtistaður Reykvíkinga. Þykir mörgum Reykvíkingum nóg um, en við því verður því miður lítið gert. Gaman væri því að heyra til almennings í málinu. — kr. Gáta dagsins. Nr. 125: Hvert er það hús, sem hleypur til jarðar og hratt til baka, stundum gjörir það státlega skvaka, staðfest allt með gesti spaka?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.